Vísir - 10.08.1972, Page 2

Vísir - 10.08.1972, Page 2
2 Visir Fimmtudagur 10. ágúst 1972 LESENDUR M HAFA /£% ORÐIÐ Skatturinn gleypir allt Kinstæð kona simar: ,,Ég réðst i það stórvirki i fyrra að kaupa mér ibúð og reikn aðist mér og minum svo til að ég gæti staðið i skilum með vexti og afborgánir væri fyllstu sparsemi gætt. En þá sáum við ekki fyrir skattpiningu stjórnarinnar. Skattarnir i ár eru liðlega ' helmingi hærri en i fyrra og er nú svo komið að tæplega þriðja hver króna sem ég fæ i hendur lendir hjá skattinum. Ég sé ekki fram á hvernig ég fæ haldið ibúðinni, þvi ef ekki er staðið i skilum lendir allt i óefni. Og ekki þýðir að ætla sér að sleppa við að greiða raf- magn og hitaveitu. Ætli ég verði ekki að fara fram á að Geir taki við mér, eða kannski að Halldór vilji gera það. Þá veit 6g dæmi um ung hjón sem langt eru komin að byggja. Maðurinn hefur um langt skeið unnið tvöfaldan vinnudag til að hafa upp i kostnaðinn. Nú segist hann vera hættur við að vinna meira á þessu ári. Það verði allt tekið i skatta. Hvernig fer með framleiðsluna á endanum, þegar þeim er þannig refsað sem leggja hart að sér i sina þágu og þjóðar- Ijúsins?” vimsm: Kirikur Þóroddsson, sölumaður: Nei. Það mætti hins vegar hækka hámarkshraða bifreiða um 10 km hvort sem er i bænum eða úti á landi. Annars fer það auðvitað eftir aðstæðum. upp til 5 áro heldur Ung hjón leggja Viljum en safna dvalar í Afríku hjálpa auði hér ,,Þetta er auövitaö stór ákvörðun og þarna verður ekki hægt að safna neinum auði. En við kviðum engu", agði Jónas Þ. Þórisson, en lann og kona hans, Ingi- jörg Ingvarsdóttir eru að ggja af stað til Afríku, ar sem þau ætla að dvelj- st í 5 ár. Eins og hálfs árs óttir þeirra, Hulda Björg, er að sjálfsögðu með. „Við verðum i Konsó i Eþiópiu, islenzku kristniboðsstöðinni og g mun sjá um skólareksturinn ar. Þarna hafa tslendingar verið ður, og ásamt okkur verður arna ein önnur islenzk fjöl- kylda. Þarna eru annars ein- göngu innfæddir Konsómenn, sem tala Konsómál, sem er að jálfsögðu gjörólikt þeim málum, em við tölum. Við munum læra mharisku, en á henni fer öll ennsla fram. Starf okkar verður álgið i trúboði og kennslu, auk mis konar fræðslu”. .Hvernig er aðbúnaðurinn arna?” Hann er svona sæmilegur, auðvitað hvergi sambærilegur við það sem maður á að venjast. Rafmagn hefur maður aðeins frá 7 - 10 á kvöldin og vatn er litið. Rigningarvatni er safnað saman og þarf að spara það mjög mikið. Þarna er mikill trjágróður, en þó ekki eiginlegur frumskógur, heldur háslétta”. „Hvernig er ástandið á meðal innfæddra?” „Þarna er ekki bein hungurs- neyð, en mikill næringarskortur i börnum. Sá siður rikir, að láta börnin alltaf fá siðast, og þá oftast minnst. Þau liða þvi mjög mörg af næringarskorti. Annars er þetta duglegur ættbálkur, og lifir hann aðallega á akuryrkju. En þetta fólk lifir i strákofum og er mjög frumstætt á okkar mæli- kvarða. Kristniboðsstöðin er þarna við smáþorp, og margir af hinum innfæddu hafa aldrei séð hvitan mann”. „Er læknir þarna?” „Nei en hins vegar hjúkrunar- kona. Ekki alllangt frá er starf- andi islenzkur læknir, og kemur hann af og til til Konsó. En með trúboðsstarfinu innum við af hendi sjúkrastarf og ýmsa heil- brigðisfræðslu”. „Og þið kviðið engu?” „Nei, við höfum unnið að kristniboðsfræðslu hér heima og við viljum heldur fara þangað, sem við getum hjálpað til, en að vera hér heima og safna auði”, sagði Jónas að lokum. Þess má geta að lokum að þau Jónas og Ingibjörg eru bæði kennarskólagengin, og auk þess hefur Jónas verið á kristniboðs- skóla i Noregi. Hann er rétt orð- inn 28 ára gamall, en Ingibjörg er 24 ára. Við óskum þeim góðrar ferðar og velgengni i Konsó. —ÞS „Vio Kvioum engu , ingiDjorg, Hulda Björgog Jónas, sem eru aðleggja upp í 5 ára Afrlkudvöl. Guöni Runólfsson, skrifstofumað- ur: Nei . Það er kannski álitamál hvo'rt það eigi að taka bila af mönnum eins og gert var um helgina, en það má refsa þeim eitthvað fyrir of hraðan akstur. Stefán Þorvaldsson, starfsm. Hótel Sögu: Alls ekki. Það þyrfti bara að beita hörkunni lika i öðru i umferðinni, eins og t.d. stefnu- ljósunum. Það eru fáir sem nota þau rétt. Bolli Gunnarsson.simritari: Nei. Það er sjálfsagt að beita hörðu þegar óvarlega er ekið. Sums staðar mætti þó hækka hámarks- hraðann uml0-20 km. Gamall Keykvikingur skrifar: „Ég vil hvetja sem flesta til að heimsækja safnið að Árbæ. Það ætti að vera föst venja foreldra að fara þangað með börnin þegar þau eru farin að vitkast og að sjálfsögðu ættu Reykvikingar að bjóða þangað öllum kunningjum, sem búsettir eru utanbæjar en koma i heimsókn hingað. Á hverju sumri fer ég minnst tvisvar sinnum upp i Árbæ og hef alltaf jafn gaman af þeim ferð- um. Safnið er opið frá kl. 1 til 6 alla daga nema mánudaga og á sunnudögum er boðið uppá skemmtiatriði ef gott er veður. Allir sannir tslendingar þurfa að þekkja nokkuð til fortiðarinnar og margt úr henni má sjá áþreifan- lega i Árbæ, þótt safnið eigi að sjálfsögðu eftir að stækka og efl- ast á næstu árum. En það er ekki nema rúmur mánuður þar til safnið lokar og þvi vildi ég nú koma þessum orðum á framfæri. Nú er veðrið gott og hvað er þá betra en skreppa og skoða safnið og fá sér kaffi og bakkelsi um leið?” Smekkur íslenzkra stúlkna E.Sk. skrifar: „Hvernig er það með islenzkar stúlkur, hafa þær ekki lengur smekk fyrir islenzkum karlmönn- um? Ég varpa þessari spurningu fram vegna þess, að maður sér varla svo rindilslegan Malæja að hann hafi ekki islenzkan kven- mann upp á arminn og sagt er að sumar hafi gengið i það heilaga með þeim. En næst er mér að halda að is- lenzkar stúlkur viti ekki i hvaða aðstöðu þær eru að koma sér, með þvi að bindast þessum mönnum og flytja með þeim úr landi. Þeir eru gjörólikir okkur i hugsunar- hætti og búa flestir við þröngan kost vestan hafs, allavega verri en hvitir menn. Þvi er hætt við að stúlka sem gift er Malæja verði að þola það, að á hana er litið sem annars flokks þegar til Banda- rikjanna kemur, og það getur orðið erfið raun. Þetta eru ekki kynþáttarfordómar heldur stað- reynd sem erfitt er að komast hjá að viðurkenna. Islenzkum stúlkum ætti ekki að vera vorkunn að giftast islenzk- um karlmönnum þvi nóg er af myndarlegum mönnum til reiðu. Mig langar að varpa fram spurn- ingu til þeirra sem vita: Er ekki i varnasamningnum ákvæði þess efnis að varnaliðsmenn i Keflavik skuli vera af hvitum stofni?” Finnst yður að lögreglan taki of hart á hraðaksturs- mönnum? John Hinriksen, sölumaður: Nei, það finnst mér ekki. Hins vegar finnst mér að megi vera strangari gæzla með umferð i bænum og lika að tekið verði harðar á stöðu- mælasektum þó það komi kannski ekki málinu við. Heimsœkið Árbœ Guömundur Arinann Sigurjóns- son, myndlistarmaður: Ég veit nú ekki hvað skal segja. Það er alltaf verið að kenna ökumönnum um bifreiðaslys i stað þess að rekja málið til rótarinnar: sífelld- ur innflutningur biia til landsins. Það er þó sjálfsagt að menn reyni að aka gætilegar, en ég er á móti lögreglunni og ætla mér ekki að dæma um það. HRINGIÐ í síma86611 KL13-15

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.