Vísir


Vísir - 10.08.1972, Qupperneq 6

Vísir - 10.08.1972, Qupperneq 6
6 Visir Fimmtudagur 10. ágúst 1972 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjjjri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulftrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglysingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaöaprent hf. Nokkur kostur og mikill löstur Töluverð pólun hefur orðið i rifrildinu um skatt-( heimtu rikisins. Annað hvort sjá menn hvergi á\li henni ljósan punkt eða þá, að menn færa henni flest') til ágætis. Hinir siðarnefndu hafa sig þó minna ij\ frammi, einkum eftir að rikisstjórnin viðurkenndií mistök sin i skattlagningu aldraðs fólks og öryrkja. / Raunveruleikinn fellur ekki i þessa svarthvitu/ mynd. Visir hefur gagnrýnt skattalögin nýju harð-) lega, en blaðið hefur lika tekið fram, að ýmislegt i ( þessum lögum væri jákvætt. Á vissum sviðum felst/i t.d. i þeim einföldun á kerfinu, sem er til bóta. Og) allir voru sammála um, að skattalögunum þurfti\ nauðsynlega að breyta. ( Fyrri rikisstjórn hafði raunar byrjað á umfangs- ( mikilli endurskoðun skattakerfisins. Um það höfðu/ verið samin itarleg nefndarálit. I fyrstu umferð) voru tekin sérstaklega þau atriði, sem snertu at- ( vinnulifið. Siðasta ár stjórnarinnar voru sett lög, ( sem miðuðu að þvi, að skattlagning fyrirtækja yrði / með svipuðum hætti og tiðkast hjá öðrum þjóðum i) Norður- og Vestur-Evrópu. í framhaldi af þessu átti ( svo að setja lög um skattlagningu einstaklinga, / byggð á sömu athugun, en til þess entist stjórninni ) ekki aldur. ( Nýja rikisstjórnin sló striki yfir allt þetta starf. ( Hún dró til baka þær endurbætur, sem gerðar höfðu ( verið á skattlagningu fyrirtækja. Og hún lét i hasti / og laumi gera nýja heildarathugun á skattamálun- )1 um. Helztu skattafræðingar landsins voru ekki(( hafðir með i ráðum, ekki einu sinni rikisskattstjóri. // Þessi athugun leiddi til hinna nýju skattalaga, / sem svo mjög hefur verið rifizt um á þessu ári. í) þeim fólust sumpart eðlilegar og sjálfsagðar endur- ( bætur, sem voru i samræmi við tillögur þær, er hinir ( skattfróðu menn höfðu gert á vegum fyrri rikis-// stjórnar. En sumpart voru á þeim alvarlegir gallar, // sem smám saman hafa verið að koma i ljós. )i Þekkingarskortur og ónógur undirbúningur eru) helzta orsök margra þessara mistaka. Svivirðileg-( ust voru mistökin i skattlagningu aldraðs fólks og / öryrkja. Þau mistök hefur rikisstjórnin nú séð sjálf) og lofað að lagfæra nú þegar. önnur mistök streit-) ast hún enn við að viðurkenna ekki. Þar á meðal er( skattpining þess unga fólks, sem með mikilli vinnu / er að reyna að koma undir sig fótunum og koma sér) upp þaki yfir höfuðið. Ennfremur skattpining al-( mennra borgara, sem hafa meðaltekjur og þar yfir. / Sumir fara vitanlega vel út úr nýju reglunum, þar ( á meðal tekjulitlir námsmenn. Einkum er þó farið / vel með þá, sem bersýnilega lifa þannig, að tekjur ) þeirra eru mun meiri en skattskýrslur þeirra sýna. ( Þeir eru látnir alveg i friði, þótt þar hefði verið mest / ástæða til endurbóta i skattheimtunni. ) Höfuðvilla rikisstjórnarinnar er þó sú að gina yfir / of stórum hluta þjóðarkökunnar. í stað fimmta ) hluta hennar vill hún nú fjórðung. Þetta kemur auð- ( vitað niður á sveitarfélögunum, sem fá minna til / þjónustu sinnar við borgarana, og á skattgreiðend-) um almennt, sem borga kostnaðinn af þvi heims- ( meti, er rikisstjórnin hefur slegið i skattheimtu. ( Það eru til ljósar hliðar á hinu nýja skattakerfi, (( en hinar dökku eru þvi miður allt of áberandi. Þetta7/ er harður en sanngjarn dómur um hina nýju skatt- )l heimtufrekju. (\ ,Sá koss var svo heitur.." Bandarískt og sovézkt geimfar (teikning) Merkileg tiðindi i kalda striðinu. Kinhvern tima snemma ársins 1975 verAur geimfari skoliA af palli i Sovctrikjunum, og sjii og hálfri klukkustund siAar leggur handariskt geimfar upp. Tveir Itússar. Þrir Bandarikja- menn. Þeir ætla aA hittast úti i geimnum. Kftir sólarhrings geimferA ætla hiA sovézka Sojusfar og hið bandaríska Apollofar að mætast i geimnum, og geimfararnir heilsa hver upp á annan. Þeir verða næstu tvo daga „sameinaðir", för þeirra tengd saman. Þeir kynnast útbúnaði geimfara hinna ,,fornu fénda” i kalda striðinu og gera sameiginlega rannsóknir og tilraunir. Nixon og Kosygin gengu frá þessu, þegar Nixon kom til Moskvu i vor. Samingur var undirritaður 24. mai, eitthvert merkasta verkið i samvinnu risa- veldanna, eitt af þvi sem heldur mannkyninu i voninni um fram- tið, i stað vonleysis. Ægivopnin, sem risaveldin ráða, mundu boða endalok, ef ekki væru þess konar skimur i þykkninu. sendu John Glenn út i geiminn i febrúar 1962. Þeir gerðu þá einnig tilboð um samvinnu stórveld- annna um geimferðir, og visinda- menn beggja ræddust við. Niður- staðan varð samningur um geim ferðir, undirskrifaður i júni 1962, sem gekk út á, að stórveldin skiptust á upplý-dngum á tak- mörkuðum sviðum. Samvinna skyldi vera i ýmsum veður- athugunum með gervihnöttum og mælingar segulsviðs. nmimm Umsjón: Haukur Helgason Kapphlaup um ,,yfirburði þjóðskipulags'' Arum saman hefur það verið draumur margra visindamanna, að risaveldin sameinuðu kraftana i geimvisindum. Tilraunirnar stöðvuðust á miðri leið, þegar kalda striðið komst niður fyrir frostmarkið. Bandarikjamenn reyndu strax árið 1955 að stofna til samvinnu um. hvaða reglur skyldu gilda i geimferð um og hvernig upplýs. skyldi dreift. Kalda striö var of kalt til þess að stórveldin gætu komið sér saman um þetta. Rússar sendu fyrsta „geimmanninn" af stað, Juri Gagarin 12. april 1961. Kapp- hlaupið hófst með forskoti Rússa. Þeir slógu um sig með afrekinu. Á íslandi sem og i Egyptalandi var þvi haldið fram með sann- færingarkrafti, að afrekið sýndi yfirburði Sovétskipulagsins yfir öðrum. Bandarikjamenn jöfnuðu sig og Skrefi lengra var komizt i nóvember 1965 með samkomulagi um samvinnu um upplýsingar um liffræði- og læknisfræðilegar rannsóknir úti i geimnum. Þetta var þó aldrei gert að þvi marki, sem ætlazt var til. En nú hefur hlaðið verið brotið. Þurfa að jafna sig í tvo tíma Ætlunin er, að sovézka gcim- farið smeygi sér inn i tengibúnað Apollo. Samdægurs fara tveir bandarfsku geimfaranna yfir i Sojus og dvljast þar væntanlega i margar klukkustundir. Þeir fara aftur ,,Heim til sin” til að sofa, en næsta morgun fara tveir bandarisku geimfaranna enn yfir i Sojus. Annar verður þar um kyrrt, en hinn fer með sovézkan geimfara yfir i Apollo. Bandarískir og sovézkir geimvrsindamenn á blaöamannafundi. Frá vinstri: Bushuyev og Petrov frá Sovét, og Kraft og Lunney frá Bandaríkjunum. Þeir verða nærri allan daginn i þessum heimsóknum, en fara heim um kvöldið Lunney, einn yfirmanna bandarisku geimferðaætlunar- innar, segir aö sem sakir standa muni tveir af þremur Bandaríkjamönnunum fara yfir i Sojus, en aðeins einn af Rússunum tveimur fer yfir i Apollo-geimfariö. Ein orsökin er, að loftið er ekki hið sama i báðum förunum. i Sojusi anda geim- farar aö sér blöndu af súrefni og nitrógeni, sem er nánast sams konar loft og á jörðu, en i Apollo er loftið hreint súrefni. Þrýstingurinn er þvi mismun- andi, og geimfararnir verða að vera um tvær stundir i tengi- hlutanum, áður en þeir fara alla leiðina úr Sojusi i Apollo. Ella yrðu þeir fyrir sömu reynslu og kafarar, sem verða að fara of hratt af miklu dýpi, en það getur verið banvænt. Hver ræður ef þeir rífast? Báðir munu vafalaust hamast viö að sýna „gestunum” hvernig geimförin starfa, eins og flug- menn i vinarheimsókn. Kannski fá gestirnir að „taka i stýrið”. Hver á að ráða, ef vandamál koma upp? Þetta var eitt erfiðasta viðfangsefnið. Ætlunin er, að ákvarðanir séu teknar i sameiningu, með þvi að geim- farar hafi samband við mið- stöðvar á jorðu beggja vegna i samtölum, fjarskeytum og sjón- varpi. Hvoru skipinu um sig verður stjórnað af miðstöð i eigin landi. Samið var um það, hver skyldi ráða og i hvaða tilvikum i smæstu atriðum i Moskvu i april, þegar ekki væri unnt að fá samstööu beggja, meðan förin væru tengd. Aöal atriðið, er, að Bandaríkjamenn hafi stjórnina, þegar sovézki geimfarinn er staddur i geimfari þeirra, og Rússar, þegar Bandarikjamenn eru hjá þeim i heimsókn. Komi hver öðrum til bjargar Og einhvern tima munu Bandarfkjamenn fara af stað og bjarga sovézkum geimförum i neyð úti i geimnum eða Rússar koma bandariskum geimförum til hjálpar. Þetta er einn helzti til- gangur samvinnunnar. Takist þessi tilraun hafa báðar þjóðirnar aukiö möguleika sina á að bjarga „strönduöum" geimförum, án þess að leggja þurfi i gifurlegan kostnað við björgunarútbúnað og hjálpargeimför, sem verði til taks. Auk þess gefur þetta Bandaríkjamönnum eitthvað að stússa i geimvisindum, og „fyllir eyðuna", sem annars værir milli tilrauna með geimrann- sóknarskip næsta ár og hinna miklu tilrauna með geimferjur, sem verða upp úr 1978.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.