Vísir - 10.08.1972, Page 16

Vísir - 10.08.1972, Page 16
vísir Fimmtudagur 10. ágúst 1972 Heiðmörkin fékk fleiri gesti en flest sumarmótin „Paö hafa örugglega farið um það bil 9-10.000 manns upp i Heið- mörk um Ver/.lunarmannahelg- ina, þ.e.a.s. ef miðað er við fimm manna bíla”, sagði Vilhjálmur Sigtryggsson hjá Skögræktarfé- lagi Reykjavikur, þegar blaðið rabbaði við hann. „Frá 31. júli 8. ágúst fóru 1.960 bilar upp i Heiðmörk og má fast- lega reikna með aö mikill meiri- hluti þeirra bila hafi verið þar á ferð um sjálfa Verzlunarmanna- helgina. Þaö voru reyndar ekki allir sem flentust þar alla helgina, en sumir tjölduðu þó og dvöldust þar eitthvaö.”, sagði Vilhjálmur ennfremur. Það má þvi með sanni segja að Heiðmörkin laði jafn margt fólk að sér um þessa helgi og þau úti- mót sem haldin eru viðs vegar um landið. Fjölmennast var á Laugarvatni, um það bil 14-15.000 manns, en sennilega á svo Heið- mörkin annað sæti hvað gesta- fjölda snertir. Þeir sem ekið hafa veginn upp i Heiðmörk hafa án efa orðið varir viðallt það ryk, sem er þar á veg- um á sólskinsdögum. Ryk- mökkurinn þyrlast upp þegar ek- ið er eftir veginum, og blaðið sneri sér til gatnamálastjóra og spurði hann hvort ekki hefði verið gerð einhver áætlun um að ryk- binda veginn. „Það hefur ekki verið gerð nein áætlun um rykbindingu á vegin- um ennþá. Þessar götur og vegir sem eru fyrir utan sjálfan bæinn verða svolitið útundan hjá okk- ur.”, sagði gatnamálastjóri. Efnið sem notað er til rykbind- ingar, er calsiumclórið sem er dýrt efni og að þvi er gatnamála- stjóri tjáði blaðinu, verður að l'ara varlega með það, þar sem það inniheldur salt, sem getur verið hættulegt gróðrinum. Calsiumclórið mæst smám sam- an úr veginum þegar rigna fer en að þvi er gatnamálastjóri sagði má gera ráð fyrir þvi að vegurinn i Heiðmörk verði tekinn til at- hugunar. —EA Stal smá' peningum - lét 25 þúsundir eiga sig 25 þúsund haföi þjófurinn á milli handanna, an þess að hafa hugniynd um — og hann lét sér nægja aðstela peningabuddu með litilræðiicn lét þúsundirnar vera. Það var vonlegt, að hann kæmi ekki auga á sjóðinn, þvi að eigandinn, ein afgreiðslustúlkan i Domus, komekkiauga á hann sjálf, þegar hún áttaði sig a þvi, að búið var að stcla peninga- buddunni úr veski hennar. — Hún hélt i fyrstu að 25 þúsundirnar væru farnar Ifka. Það hafði einhver komizt i veski hennar, þar sem hún hafði lagt það frá sér á meðan hún var i vinnunni. En 25 þúsundin hafði hun gcymt i umslagi neðst i botninum á veskinu, og ntundi ekki cinu sinni eftir þvi sjálf — en varð þeim mun fegnari þegar hún fann þær aftur. -GP Heyrðum hvin og högg, og sóum svo olíubílinn hendast niður" Olíubíll volt 20 metro út af veginum í Kömbum „Farþeginn sem með mér var, ákvað i fyrstu að sitja áfram inni i bilnum á meðan ég ræddi við þá sem i hinum jepp- anum voru, cn cinhverra hluta vcgna hætti hann við það og kom á eftir mér. Rétt á eftir kastaðist siðan oliuhillinn á jeppann”. Svo sagðist Magnúsi Hall- grimssyni verkfræðingi frá i viðtali við blaðið i dag, en Magnús ók jeppa þeim, sem oliubill kastaðist á og tók með sér út af veginum i Kömbum i gærdag. „Ég kom akandi niður veginn, og ætlaði mér upphaflega aust- ur fyrir fjall að hitta þar vinnu- flokk sem hefur verið þar við vinnu varalinunnar frá Búrfelli til Rvikur., en mætti flokkn- um á þessum stað. Ég lagði bilnum utarlega við veginn, og rétt þegar við höfðum heilsað þeim i hinum jeppanum, heyrð- um við gifurlegan hvin og högg. Þegar við litum við sáum viö oliubilinn svifa niður og sáum að jeppinn var farinnn meö.” „Þeir sem voru i hinum jepp- anum höfðu séð til oliubilsins og sögðu að hann hefði verið á gif- urlegum hraða. Þegar við kom- um til bilstjórans furðuðum við okkur á þvi hve litið hann virtist slasaður, og það eina sem hann hugsaði um var billinn sjálfur. Hann sagðist hafa misst hann á milli gira og að bremsurnar hefðu ekki virkað.” Slys þetta átti sér stað um klukkan fjögur i gærdag. Oliu- billinn sem er frá Oliuverzlun Islands, var á leið austur með vegaoliu i malbikunarstöð hjá Selfossi, og þegar billinn fór út af rann olian út úr honum. Bil- stjóri oliubilsins reyndist ekki mikið slasaður, en hann er þó viðbeinsbrotinn og nokkuð mar- inn. Þótti furðu sæta að hann skyldi ekki slasast meira. Þess má geta að hann hafði ekki unn- ið við akstur oliubifreiða nema i tvo daga, þegar slysið átti sér stað. Bifreiðarnar báðar eru taldar gjörónýtar, en oliubillinn nam < ekki staðar fyrr en hann haföi oltið fimmtán til tuttugu metra utan vegar. —EA Larissa kemur í dag Larissa, kona Spasskís er nú væntanleg til landsins i dag, að þvi er Rússarnir Nei og Krogius segja. Fer þá hagur Spasskis áreiðanlega að vænkasl og líklegt að i kvöld tefli hann af miklum krafti. GRUNNT ER A ÞVI GÓÐA MILLI MYNT- SAFNARA OG BÁRÐAR Grunnt er nú á þvi góöa niilli Myntsafnarafélags islands og Rárðar Jóhannessonar sem teiknaði hinn nýja minnispening Skáksambandsins. Eins og áður liefur komið fram gagnrýndu myntsafnarar fyrri peninginn harðlega og var sagt frá þvi i Visi fyrir nokkrum dögum. Bárður svaraði hins vegar fyrir sig og kvaðst hafa unnið við slæmar aðstæður og sagði árásir myntsafnara á sig vera ómakleg- ar. Nú hefur Myntsafnarafélag Is- lands sent okkur á Visi stutta yf- irlýsingu þar sem myntsafnarar gera grein fyrir sinum málum varðandi peninginn. Segjast þeir aldrei hafa sótzt eftir þvi að kaupa alla peningana eins og Bárður segir. Siðan rekja þeir þau atriði sem góður minnis- peningur verður að hafa fyrir safnara. .Fyrst og fremst, segja þeir, að gott tilefni sé til útgáf- unnar, þvi næst að peningurinn hafi listrænt gildi, i þriðja lagi að hann sé vel unninn og ennfremur að upplag hans sé fyrirfram ákveðið og tryggt sé að hann verði ekki endursleginn”. Siðan segir i bréfi mynt- safnara að sú gagnrýni sem kom- ið hafi frá þeim varðandi fyrri peninginn beinist aðallega að þvi „hve hörmulega Ijótir og illa gerðir peningarnir eru”. Mynt- safnarar telja það enga afsökun fyrir Bárð Jóhannesson að hann hafi unnið við erfið skilyrði og timinn til verka hafi nánast eng- inn verið. Þá telur stjórn Mynt- safnarafélagsins hæpið að til séu á Islandi nægilega góð tæki til þess að slá vandaðan minnispen- ing, en vonast til að nýi peningur- inn geti orðið Bárði, Skáksam- bandinu og Islendingum til sóma. GF Hœð og ris, stólar brenna borð og í Kópavogi enn einu sinni kveikt í á smíðavellinum „Þetta var næst stærsti kofinn hérna, hæð og ris og meira að segja voru borð og stólar i hon- um”, sagði Hlynur litli, sá eini af smiðunum á smiðavellinum við Kársnesbraut, sem mættur var þegar blaðamaður og ljós- myndari komu þangað i morg- un. í gærkvöldi var enn einu sinni kveikt i einum af kofunum, sem börn hafa smiðað þarna á vellinum. Slökkviliðið var kall- að á vettváng, en kofinn, sem fylltur hafði verið með ýmsu bréfadrasli, svo að hann brynni betur, brann til kaldra kola. „Ég veit vel hver gerði þetta”, sagði Hlynur litli cnn- fremur og hélt áfram að negla i kofann sinn. „Ertu nokkuð hræddur um að kvcikt verði i þinum kofa?” „Nei, ég passa hann”, sagði Hlynur og mátti ekki vera að þessu masi lengur. Lögreglan i Kópavogi stáð- festi. að hér hefði verið um ikveikju barna að ræða, en ekki væri vitað hvort aö verki hefðu verið börn, sem hafa verið þarna á vellinum að smiða, eða utanaökomandi börn. Hefur þetta komið fyrir tvö undanfar- in kvöld og nokkur áður, að kvcikt hafi verið i þarna á smiðavellinum. —ÞS „Þetta er alveg ónýtt" sagöi Hlynur þegar hann skoðaði rústirnar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.