Vísir - 16.08.1972, Blaðsíða 7
Yisir Miftvikudagur 16. ágúst 1972
7
Foreldrafélagið
og dagheimilið
r iimim i
| SIÐAIM i
==- Umsjón: SB -==
Geta skemmdar
kartöflur leitt
til vanskapnaðar
ó börnum?
Brezkur visindamaður sagði
nýlega frá þeirri kenningu
sinni að ef þungaðar konur
borðuðu skemmdar kartöflur
á fyrsta mánuði meðgöngu-
timans ættu þær á hættu að
fæða barn með heila-
skemmdum eða klofnum
hrygg.
Þessi kenning hins brezka
visindamanns byggist ein-
göngu á þvi að borin eru
saman dæmi um samhliða
þróun, annars vegar að
faraldur kemur upp á
skemmdum kartöflum og
hinsvegar að óvenju mikið
fæðist af vansköpuðum börn-
um. Visindamaðurinn hefur
þó gefið i skyn að frá honum
megi vænta að komi niður-
stöður, sem hafi verið unnar
eftir rannsókn á þessu með
dýrum.
Visindamaðurinn, sem
heitir Renwick sagði, að
skemmdar kartöflur innihaldi
efni, sem geti leitt til klofins
hryggjar á börnum og alvar-
legra höfuðskemmda sem
verði til þess, að börnin fæðast
andvana.
Skemmdin i kartöflunum
kemur fram sem SVartbrún
skemmd, sem sést eítir að
kartaflan hefur verið flysjuð
eða jafnvel utan á henni.
Renwick sagði máli sinu til
staðfestingar, að þessi van-
skapnaður við fæðingar sé um
það bil einn tiundi hluti eins
prósents barna, sem fæðist i
Bandarikjunum, en i Belfast
og Dublin sé talan tiu sinnum
hærri.
Eina úrræðið, sem læknirinn
mælir með gegn áhættunni er,
að konur á barneignaaldri
borði ekki kartöflur. -SB-
Foreldrafélag Sel-
tjarnarnesshrepps efndi
til dagvistunarkönnun-
ar, sem niðurstaða er nú
komin á. Það kom í Ijós,
að um 20 konur óskuðu
eftir dagheimilisplássi
fyrir börn sin, en rúm-
lega 60 óskuðu eftir leik-
skóla. Þessi svör komu
fram meðal svara frá
118 konum, sem svöruðu
spurningarlista, sem
þeim var sendur, en það
voru 64,8% þeirra
kvenna í hreppnum, sem
áttu börn á aldrinum 0-5
ára. Jóhann Gunnarsson
deildarstjóri, formaður
foreldrafélagsins, sagði
okkur tildrög þess, að
foreldrafélagið tók þessa
könnun upp á sina arma.
Hann segir, að á Seltjarnar-
nesi sé starfandi dagvistunar-
stofnunin Fagrabrekka, sem
hefði áður verið rekin sem
sambland af dagheimili og
leikskóla.Erfitt hefði þótt að
koma þessu starfi fyrir sam-
eiginlega og eftir þvi sem
eftirspurn eftir leikskólaplássi
jókst hefði dagheimilið verið
lagt niður i bili. Hefði barna-
heimila- og leikvallanefnd þótt
reksturinn á dagheimili of
dýr.
— 1 könnuninni kemur
greinilega fram þörf á dag-
heimili og teljum við i for-
eldrafélaginu, að'eitthvað
þurfi að gera i málinu.
Hins vegar er talið, að eitt
dagheimili þurfi fyrir hverja
tiu þúsund ibúa og virðist þvi
vera tæpur rekstrargrundvöll-
ur fyrir dagheimili i tvö
þúsund manna hreppi eins og
Seltjarnarnesshreppi. Við höf-
um þvi velt þvi fyrir okkur,
hvort ekki væri hægt að slaka
á kröfum t.d. með borðhald,
en þau mál eru enn á umræðu-
stigi.
Foreldrafélagið var stofnað
i vetur og er það á stefnuskrá
félagsins að það nái til allra
barna á og undir skólaskyldu-
aldri, sem ég tel að sé tvi-
mælalaust réttstefna. Með þvi
móti er félagið viðtækara en
þau foreldrafélög sem hafa
verið stofnuð i tengslum við
skóla. t vetur höfum við haldið
þrjá fræðslufundi fyrir utan
stofnfundinn, sem var afar-
fjölsóttur bæði af feðrum og
mæðrum, þó að áhuginn hafi
siðan dofnað ofurlitið.
Foreldrafélagið skoraði á
hreppsnefnd að efna til dag-
vistunarkönnunar, sem
hreppsnefndin fól siðan for-
eldrafélaginu að annast. Leik-
valla- og dagheimilisnefnd
hafði mælt með þvi, að dag-
vistunarkönnun yrði gerð og
óskaði eftir þvi að taka þátt i
úrvinnslu hennar.
Og i skýrslu. foreldra-
félagsins til hreppsnefndar
kemur fram, að ein helzta or-
sök þess, að foreldrafélagið
hóf afskipti af dagvistunar-
málúm væri sú, að á fundi i
félaginu á s.l. vetri komu fram
raddir um það, að þörf fyrir
dagvistun væri meiri i raun en
forsvarsmenn þessara mála i
hreppnúm teldu. Dæmi voru
sögð um það, að giftum kon-
um, er vinna vildu úti, hefði
verið neitað um dagheimilis-
vist, að þvi er skilja mátti,
vegna þess að þær hefðu ekki
þörf fyrir dagvistun.
Rétt þótti þvi að reyna að
komast að þvi hver væri vilji
hreppsbúa. A það hvernig
meta skuli þörfina eftir niður-
stöðu könnunarjnnar verði
ekki lagður á dómur. Hins
vegar hvarfli að sú hugsun,
þegar litið sé á óuppfyllta þörf
fyrir dagheimilisvist og þá
staðreynd, að á Fögrubrekku
voru jafnan allmörg börn úr
Reykjavik hvort auglýsinga-
starfsemi hafi verið nægileg
fyrir stofnunina. Gæti það
verið, að einhverjir hrepps-
búar vissu alls ekki um Fögru-
brekku?
Þá segir einnig, að ýmsum
muni finnast tala þeirra er
segjast þurfa á dagvistun að
halda nokkuð há. Sjálfsagt
myndu þær konur heldur ekki
allar sækja um á fyrsta degi,
sem nægilegt rými yrði aug-
lýst á dagheimili. Valdi þvi
t.d. mismunandi aðstaða til að
fá vinnu fyrir þær sem vilji
vinna. Með tilliti til þessarar
háu tölu og einnig til vaxandi
fólksfjölda i hreppnum ásamt
breyttri aðstöðu,
sem i vændum sé vegna
lagafrumvarps um aukna
þátttöku rikisins i byggingar-
og reksturskostnaði dag-
heimila og leikskóla virðist
samt eðlilegt að gerð verði
áætlun um byggingu dag-
heimilis mjög fljótlega, en á
meðan verði leitað eftir
bráðabirgðalausn til að leysa
þann vanda sem blasir við,
þegar dagheimilinu að Fögru-
brekku hafi verið lokað. —SB
Léttur og litríkur haustklœðnaður
Við höfum birt nokkur sýnishorn af
hausttízkunni, og við
hyggjumst gera svo
enn. Tízkuverzlanir hér
i höfuðborginni hafa
ekki enn föt þau sem
hæfa hausttízkunni á
boðstólum, en senn ætti
að líða að því að
islenzkt kvenfólk og
íslenzkir karlmenn geti
gengið um í verzlunum
og skoðað það sem þar
er á boðstólum..
Sá fatnaður sem við
sjáum á meðfylgjandi
mynd er ekki ýkja frá-
brugðinn þeim, sem við
höfum átt að venjast i
sumar. Síðar víðar
buxur og síð örlítið víð
blússa.
Annars halda viðu
buxurnar alveg gildi
sínu að minnsta kosti
i haust, og þessar eru
skærgularen blússan er
Ijósrauð með gulum og
bláum rósum.
Buxurnar eru úr krep-
efni en blússan úr bóm-
ullarefni. —EA
Ekki hœgt að fó tjaldið hreinsað?
— taka efnalaugar og þvottahús ekki ábyrgð á tjaldhreinsun?
Nú munu allmargir hafa lokilS
sinum sumarfríum og ætla sér
að drifa tjaidið eða svefnpokann
i hreinsun. Þeir hinir sömu ættu
að hafa varann á, áður en þeir
gera það.
Tilkynning hefur borizt frá
Neytendasamtökunum þar sem
Neytendasamtökin vara fólk við
að setja svefnpoka og tjöld i
hreinsun, hvort sem f hlut eiga
efnalaugar eða þvottahús. Það
gera Neytendasamtökin aö
gefnu tilefni.
Þau benda ennfremur á það,
að aðilar, sem auglýsa, að þeir
sérhæfi sig i ákveðinni tegund
hreinsunar t.d. tjalda eða
skinnahreinsun, forðast yfirleitt
að taka nokkra ábyrgð á
verkum sinum.
...vilja þeir sem reka þvottahús eöa efnalaugar ekki ábyrgjast tjöldin?