Vísir - 18.08.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 18.08.1972, Blaðsíða 7
Visir Föstudagur 18. ágúst 1972 7 tslandsbanka, sem mestu lifi hleypti i framkvæmdir og fram- farir. Siðar varð það frægt að hér stöðvaðist bruninn mikli meðan húseigandinn lét lifið i bardagan- um gegn eldstungunum. Enn nokkru austar stóð Thom- sens-Magasin, það hvarf lika fyrir mörgum árum, eftir stendur aðeins ófrdgengin lóð með skúr- tildri. Við það voru bundnar minníngar um frábæra nýja verzlunarhætti, sem fléttuðust inn i daglegt lif allra bæjarbúa, minningar um gullöldina miklu upp úr aldamótunum. Fyrir sunn- an Alþingish. stóð gamla Gúttó, sem var um langt skeið miðstöð skemmtanalifs og fundahalda bæjarbúa, þar sem þjóðsögulegir atburðir hrönnuðust upp i merki- legum fyrirlestrum með stór- vægilegum nýjungum, vett- vangur bæjarstjórnarfunda um langt skeið, þar sem slagurinn mikli varð og komst með marg- vislegum hætti inn i bókmenntir þjóðarinnar. En einn morgun var húsið horfið og þar virðist nú.ætla að standa um langa tið aðeins bilastæði fyrir þingmenn. Og hvenær á að halda áfram. Verður kannski Sivertsenhús niður við Lækjartorg næstfyrirfallhamrin- um, eitt elzta hús borgarinnar, þar sem Tryggvi Gunnarsson bjó á mestu uppgangstimum sinum, eða Hótel Alexandra öðru nafni Klampenborg nokkru vestar með Hafnarstræti þar sem Gestur Pálsson sat á krá. Hvenær upplif- um við það að sjá gömlu Isafold i rústum þegar við komum á fætur, eða Vinaminni uppi i brekkunni, eða kannski hús Jóns ólafssonar ritstjóra uppi á horni Ingólfs- strætis og Bankastrætis. Borgarbúar standa sem gátt- aðir og úrræðalausir gagnvart öllum þessum ósköpum, hvernig nú er unnið örar en nokkru sinni áður að þvi að afmá tengslin og minjarnar um liðin ár. Úrræða- lausir af þvi að engin ráð sýnast tiltæk. Það er erfitt að glima samtimis við tilfinningalaust reglustrikuskipulag sem náð hefur opinberu samþykki og við allar þær flækjur af fjárhagsleg- um og skattalegum vandamálum sem snerta þetta viðfangsefni. Nú sýnist skipulega stefnt að þvi að gerbreyta miðborg Reykjavikur. Þetta skipulag felur það i sér bókstaflega að afmá gersamlega allar gamlar minjar úr borginni, nema Dómkirkjuna og Alþingishúsið. 1 staðinn eiga að koma hringblokkir 5 eða 6 hæða kaupsýsluhúsa með sléttum lökkuðum blikkframhliðum og kölkuðum marmaraveggjum og utan um þetta aðeins kragi af gangstéttum. Það er óhugnanlegt að hugsa til þeirrar Reykjavfkur framtiðarinnar, sem arkitektar beinna lina eru að klæða hana i og það er ómögulegt að ibúar bæjar- félagsins geti i rauninni stutt þá stefnu sem nú rikir i þessu, þó allt þokist i þessa átt án þess að við verði gert. Við viljum að borgin okkar verði skemmtileg, fjöl- breytileg og umfram allt varð- veiti hún tengslin við liðna timann og söguna, helgi minningu for- feðra okkar, sem áður hafa komið við sögu og átt þátt i að byggja upp samfélag okkar. Þarna verður að taka i taumana. Við megum ekki láta það liðast að einskorðuðum arkitektasjónar- miðum takist að breyta öllu i slétt, liflaust fúnkislegt form. Fyrir dagleg lif okkar i borginni er ekki aðalatriðið að setja upp einhverja grind úr breiðum göt- um, bilastæðum og ferköntuðum húsum. Það verður að hugsa meira um að varðveita hin til- finningalegu og sögulegu tengsl starfssviðsins og finna upp að- ferðir til aö varðveita og hjálpa til viðhalds á sögulegum bygging- um, jafnframt þvi sem leita þarf ráða til að sigrast á til- breytingarleysinu sem vill fylgja nútima byggingarlist. 1 staðinn fyrir kalkaðar grafir þarf fjöl- breytni alls kyns útskota, torga, smágarða og innan um á að láta söguminjarnar fá að varðveitast i friði og verða okkur æ dýrmæt- ari með þvi að glæða daglega göngu okkar lifi og tilfinningu og tengslum við landið og liðna tima. Nú er kominn timi til að stinga algerlega við fótum og fyrst og fremst látið það nú aldrei koma fyrir aftur að aftökusveitirnar geti laumast öllum að óvörum til sinna skuggalegu verka i morgunsáriö. Najdorf afbrigðið í Sikil- eyjarvörn í þriðja sinn í einvíginu. Fischer hefur ekki sloppið allskostar vel útúrþeim hrinumþaðsem af er. En af þvi að þetta er fjölbreytt og lifandi byrjun og margar leiðir sem hægt er að velja er Fischer alls óhræddur en fer nú aðrar slóðir en i hinum tveim. OPIN SKÁK r i Heimsmeistaraeinvígið i skák. 15. skákin. Hvitt: B. Spasski Svart: R. Fischer Sikileyjarvörn 1. e4 c5 21. Rxc3 Bf6 2. Rf3 d6 22. g3 h5 3. d4 cxd4 23. e5 dxe5 4. Rxd4 Rf6 24. fxe5 Bh8 29. Dxh5 Bxc3 30. bxc3 Db6-F 31. Kcl Da5 32. Dh8+ Kg7 Rd3+ Hxd3 Hd5 Hd8 33. a4 34. Bxd3 35. Kc2 36. He4 ...ég máta hann bara i þremur leikjum...eða hvað...? (Ljósmynd.: SSt/Fox) 13. Bxf6 Rxf6 14. Dxg7 Hd-f8 15. Dg3 b4 16. Ra4 Hh-g8 a6 e6 Be7 Dc7 Rbd7 b5 Bb7 0-0-0 Be7 i 7. leik i stað Db6 sem leitaði að eitruðum peðum (b2) en það gafst illa minnsta kosti i 11. skákinni þar sem Spasski lokaði drottninguna inni á vand- lega úthugsuðu heimabruggi! Nú eru áform keppenda allt önnur. Spasski hrókar langt og Fischer biæs þegar til sóknar á hvita kónginn. Hann munar ekki mikið um að fórna peði á g7 og i fljótu bragði virðist hann ekki þéna mikið á þvi. Staðan opnast þó brátt og átökin verða hörð og spennandi. Fischer hrókar einnig langt. Spasski hefur ótimabærar sóknaraðgerðir á miðborðinu og er á höttum eftir 2 gagnslitlum peðum Fischers á kóngs- arminum. Við þetta brölt Spasskis gefur hann Fischer svigrúm til að þjarma að kóng sinum og brátt verður það ljóst að hvita staðan verður sifellt veikari. Þetta eru opin sóknar- færi og beita þarf ýtrustu tækni á báða bóga til af færa sér örlitla stöðuyfirburði i nyt. Hviti kóngurinn stendur vissulega glannalega. I 35. leik bregst áskorandanum bogalistin. 1 stað þess að leika Hd8 og setja á drottninguna og hóta jafnframt peðinu á a4 með drottningu sinni leikur hann Hd5? og gefur Spasski færi á mótspili. (35...Hd8 36. Dh4 Df5 37. Kcl Df2 38. Hxe6 Dd2 og vinnur auðveldlega) (eða: 35... Hd8 36. Dh4 Df5 37. Re4 Dd5 og hvitur er bundinn við riddarann og skákhótanir á e2 og a2) Spasski býðurFischer mann, sem hann þiggur ekki vegna þess að þá hefði Spasski fengið 3 peð og gott mótvægi. BAÐA ENDA — Sættir Fischer sig við að þráskáka i biðstöðunni? Fischer hefur misst af skjótum vinningi eftir öllu að dæma en áfram heldur hann að leita að hentugum leiðum. En vinn- ingurinn er ekki auðfenginn úr þessu. Þegarleiknir hafa verið 40 leikir og Spasski innsiglar biðleik sinn (41J liggur það ljóst fyrir að Fischer hefur ekki marga kosti. Hann getur nú þegar tryggt sér jafntefli með þráskák, en á hann nokkuð betra? Hann er bundinn með kóng sinn i heimahöfn þar sem öll spjót Spasskis standa á honum. Til að ógna verulega verður Fischer að valda biskup- inn á b7 vegna máthótunarinnar og færa kónginn úr lepp. En honum gefst enginn timi til þess i fljótu bragði. Einasta leiðin virðist vera sú að þráskáka. Hviti kóngurinn sleppur alls ekki. Og nú er það spurningin reynir Fischer hæpnar vinnings- leiðireða sættirhann sigviðjafn- tefli með þráskák? Biðskákin verður tefld i dag kl. 14,30 og þá verða úrslitin ráðin. Það verður áreiðanlega ekki langur slagur. GF 25. Rf3 26. Hxd8+ 27. Rg5 28. Dxf7 Hd8 Hxd8 Bxe5 Hd7 5. Rc3 6. Bg5 7. f4 8. Df3 9. 0-0-0 10. Bd3 11. Hh-el 12. Bd3 „Spasski staar godt”, sagði Enevoldsen, sá danski, þegar búnir voru 12 leikir af skákinni i gærkvöldi — kannski þeirri mest spennandi og tvisýnu til þessa. „Spasski hefur betri stöðu —- hann vinnur þessa skák”, hvislaði maðurinn við hliðina á mér — og röddin benti til að maðurinn væri með hitasótt, og svo nagaði hann neglurnar eins og hann hefði ekki bragðað mat i marga daga. „Spasski er að vinna”, muldraði hann enn, þegar komnir voru um 30 leikir, og sérfræðingi þessum hafði tekizt að sannfæra mig um að svo færi. „Svartur er mát i þrem leikjum — hann hlýtur aö fara að gefa taflið. Hann á að vera búinn að gefa fyrir löngu. Heimsmeistarinn er að sækja sig — hann vinnur þessa og þær sem eftir er.” Ég lét það eftir mér að trúa manninum, enda eru skákskýringar ekki min sterka hlið. Rétt fyrir klukkan tiu, laumaðist ég úr sæti minu i salnum, og fór að heilsa upp á sérfræðinga i anddyri Laugar- dalshallarinnar. „Spasski vinnur”, sagði ég nokkuð rogginn, við stéttar- bróður. „Ha?”, sagöi hann — „ertu galinn maður — hann nær i mesta lagi jafntefli úr þessu. Ég hugsa að Fischer finni jafnvel vinning — þeir segja það allir hér. Lika Friðrik.” Ég roðnaði af skömm. Flýtti mér að skipta um félagsskap og fór að veðja á Fischer. — GG 17. Df2 Rd7 37. Dg7 Df5 18^ Kbl Kb8 38. Kb3 Dd5+ 19. c3 Rc5 39. Ka3 Dd2 20. Bc2 bxc3 40. Hb4 Dcl + f m ix ; A * li 1 ii 11. J §!P * 1 m & Öll J i m t aa Hvítur lék biðleik Þorsteinn Thorarensen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.