Vísir - 18.08.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 18.08.1972, Blaðsíða 13
Visir Föstudagur 18. ágúst 1972 [ l DAG | I KVÖLD | í PAB | í KVÖLP | f DAB Sjónvarp kl. 20.30: Skútur skonnortur og „galeiður' á „nýrri" skipasmíðastöð í Danmörku Hvað gætum við islendingar ekki gert fyrir gömul skip okkar sem liggja nú og fúna i naustum? Til þess að hægt sé að endursmiða þessi gömlu sjóskip þarf auðvitað peninga og áræði en engum hefur dottið til hugar hérlendis að leggja út i slikan tilkostnað. Það væri ekki amalegt að sigla um höfin á forkunnarfögrum skonnortum ef menn á annað borð eru sólgnir i siglingar. Athafna- samur náungi i Danmörku hefur rutt brautina i endurbyggingu gamalla tréskipa þar i landi. Hann sá i hendi sér arðvænlega iðju og þar sem hann var skipa- smiður sló hann til og setti á stofn skipasmiðju. Þar gerði hann upp og endur- byggði skip frá umliðnum áratug- um og frá siðustu öldum, segl- skútur, skonnortur og „galeage” (galeiður). Skipin fengu á sig nýj- an og ferskan blæ en héldu þó sinu upprunalega lagi. Siðan hefur ekkert lát verið á þvi hjá skipa- smiðnum að „framleiða” og selja. „Þeir sem á annað borð vilja sigla eigin skipum vila ekki fyrir sér að kaupa svona skip, i stað þess að nota trefjabátana, segir hann. Það er hægt að sigla þessum farkostum um öll heimsins höf og sjálfur hef ég siglt á einni skonnortunni alla leið til Ame- riku.” Töluvert hefur skipasmiðastöð- in gert af þvi að selja skipin úr landi. Hefur skipasmiðurinn hlot- ið ámæli fyrir það frá löndum sin- um. Hann hefur svarað gagnrýn- inni á þann hátt að ef hann hefði ekki bjargað þessum minjum lið- inna alda frá glötun, þá hefði eng- inn gert það og skipin fengið að liggja áfram og grotna niður i fúa og eyðileggingu. Með þvi að hef ja „framleiðslu” sina á eldri gerð- um skipa vinni hann tvimæla laust mjög þarft verk. Lik lega þurfa þeir sem kaupa eins og eina skútu að eiga smáslatta af peningum, svona fyrir utan það sem tekið er i skattinn af þeim! Þess vegna hafa það einkum. verið útlendingar sem staðið hafa i þessum kaupum. En einstaka Dani hefur ekki sett það fyrir sig þó verðið sé æði hátt, og margir kjósa sér fremur að sigla gömlum tréskipum heldur en nýlegri trefjabátum. í sjónvarpinu i kvöld fáum við að sjá þessa merkilegu skipa- smiðastöð og jafnframt að fylgj- ast með siglingu eins af þessum skipum sem bjargað hefur verið frá timans tönn. GF Sjónvarp kl. 22.40: Friðrik skýrir skákirnar UTVARP Friðrik ólafsson stór- meistari hefur tekið að sér fyrir sjónvarpið að skýra út skákir heimsmeistaraein- vígisins. Að lokinni hverri skák í einvíginu hefur sjón- varpið sýnt skákina á stóru sýningartafli og Friðrik hefur farið lauslega yfir þær og gert sínar athuga- semdir. Hefur þetta al- mennt mælzt vel fyrir hjá fólki og margir taka sér stöðu fyrir framan tækin sin.þegar Friðrik byrjar að tefla upp skákirnar. GF Sjónvarp kl. 20.55: Víðförlastur íslenzkra tónlistarmanna Rögnvaldur Sigurjónsson pianóleikari er einn af viðförlustu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Hann er þekktur um allan heim fyrir leik sinn, bæði af hljómleik- um sinum og hljómplötum. Rögn- valdur hefur viða leikið og m.a. komið til Sovétrikjanna og haldið tónleika þar. Sem pianóleikari hefur Rögn- valdur yfir að ráða þrautþjálfaðri tækni,sem einkum kemur fram i túlkun hans á verkum eldri meistara. 30 ára reynsla við pianóið hefur lika sitt að segja og skipar honum vafalaust i fremsta sæti islenzkra pianóleikara. 1 sjónvarpinu i kvöld leikur Rögnvaldur nokkur pianóverk eftir gömul tónskáld m.a. Chopin. GF Rögnvaldur Sigurjónsson, pianó- leikari. FÖSTUDAGUR 18. ágúst. 7.00 Morgunútvarp 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45': Guðjón Sveinsson les framhald sögu sinnar um „Gussa á Hamri” (3). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milliliða, Spjallað við bænd- ur kl. 10.05. Tónleikar kl. 10.25: Jacques Abram og hljómsveitin Fílharmónia i Lundúnum leika Páinókon- sert nr. 1. i D-dúr op. 13 eftir Benjamin Britten: Herbert Menges stjórnar. Fréttir kl. 11.00. Rússnesk tónlist: Suisse Romande hljóm- sveitin leikur Prelúdiu og Dans persnesku þrælanna eftir Mússorgský: Ernest Ansermet stj. / Boris Christoff syngur nokkur lög eftir Glinka/Hljómsveitin Fiharmónia leikur „Francesca da Rimini”, hljómsveitarfantasiu op. 32 eftir Tsjaikovský; Carlo Maria Giulini stj. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Þrútið loft” eftir P.G. Wodehouse Jón Aðils leikari les (5). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: Bandarisk tónlist 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Ferðabókarlestur: Frá eyðimörkum Mið-Asiu Rannveig Tómasdóttir les «• «- «■ J)- «- «- «• «- «• «- í}- «- tr «• «■ «- «• «■ «■ «• «- «- «• «■ «• «- «- «■ «■ «• «- «• «■ «■ «■ «- «• «• «- «■ «• Spáin gildir fyrir laugardaginn 19. ágúst. Wí \\\\ \ * 1 * fl ■ | \ . . ; 1V 1 \\ \ \ Nt «■ «• «- «- «• «- «- «- «- «• «• «■ «• «- «• «- «- «- «- «- «- «• «• «- «- «- «- «- «- «• «- «• «• «- «■ «- «- «• «- «■ «• «■ «- «- «- «■ «- «- «- «■ «- «• «- «- «- VáÉ 4^ / ___w. Hrúturinn, 21. marz-20. april. Ekki skaltu treysta neinum spám i dag, en ekki mun saka aö gera ráð fyrir að vissara sé að fara gætilega, einkum þegar liður á daginn. Nautið,21. april-21. mai. Þetta getur orðið mjög sómasamlegur dagur, og þá einkum hvað samn- inga snertir, en vissara samt að fara að öllu með gát þar sem peningar koma við sögu. Tvfburarnir, 22. mai-21. júni. Það litur út fyrir að þú eigir töluverðri hylli að fagna meðal sam- starfsmanna og fjölskyldu i dag, og mun flest talið gott, sem þú leggur til mála. Krabbinn,22. júni-23. júli. Allt bendir til að þú hafir fram i dag eitthvað það, sem þér hefur ver- ið mikið áhugamál að undanförnu. Það mun þó sæta nokkurri andspyrnu. Ljónið,24. júli-23. ágúst. Þetta getur orðið mjög góður dagur hvað snertir afkomuna, og ekki ósennilegt að þú verðir þar fyrir einhverju happi eða náir bættri aðstöðu. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Þeir geta orðið eitt- hvað stirfnir viðureignar sem þú munt þurfa að leita til i dag, en ekki skaltu samt láta neinn bil- bug á þér finna i þvi sambandi. Vogin, 24. sept.-23. okt. Það er ekki útilokað að þú getir sagt einhverjum það álit þitt i dag, sem þig hefur lengi langað til, en ekki talið þig nægi- lega vissan i þinni sök. Drekinn,24. okt.-22. nóv. Góður dagur að mörgu leyti, en þó þörf allrar aðgæzlu, einkum hvað snertir allt er peningamálunum viðkemur. Ein- hver gerir þér góðan greiða. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Þú verður að taka duglega til hendinni i dag, ef eitthvað á að ganga undan. Sennilegt að þér berist bréf, sem veldur þér mikilli undrun. Steingeitin,22. des.-20. jan. Margt bendir til að þú náir bættri aðstöðu i dag, þannig að það geti haft mikla þýðingu fyrir þig i framtiðinni i sam- bandi við afkomuna. Vatnsberinn,21. jan.-19. febr. Þér gengur margt betur i dag, en þú þorðir að gera ráð fyrir, og kemur þar lika til að þú nýtur betri aðstoðar en þú reiknaðir með. Fiskarnir,20. febr.-20. marz. Agætur dagur yfir- leitt, og ef til vill heppnisdagur að mörgu leyti. Farðu samt gætilega varðandi allt , sem þú set- ur nafnið þitt undir. -Ct -í! ■is -ct ■vt -Ct ■yt -S -vt -» -S -tt -ct -yt -tt ■tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -{t -tt -tt -tt -tt -tt -s -ú -tt -ti -tt -ú -tt $ {! -tt -ít -tt -tt -tt -ít -t! -tl -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tl -tt -tt -tt -ít -tt -tt -tí -tt -tt -tt -tt -tl -tt -t! -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt ■tt ■ct ■tt -íí -tt -tt -d -d -d -tt -d -d -tt -tt -d -tt -Ct -tt -tt -d -tt -d úr bók sinni „Andlit Asiu”. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill 19.45 Við bókaskápinn Jónas Sigurðsson skólastjóri talar. 20.00 Einsöngur: Leonie Rysanek syngur óperuariur 20.30 Mál til meðfcrðar Árni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 21.00 Strengjakvartett i C-dúr op. 59 nr. 3 eftir Beethoven Amadeuskvartettinn leikur. 21.30 Útvarpssagan: „Dala- lif” eftir Guðrúnu frá Lundi Valdimar Lárusson les (12). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Maðurinn, sem breytti um andlit” eftir Marcel AyméKristinn Reyr les (11). 22.35 Danslög i 300 ár Jón Gröndal kynnir. 23.05 A tólfta timanum Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.30 Gömlu skipin Mynd frá danska sjónvarpinu um varðveizlu og endursmið gamalla tréskipa. Sýnd eru skip ýmissa tegunda og rætt við skipasmiðinn, sem haft hefur forgöngu um að bjarga þessum minjum gamalla tima frá glötun. (Nordvision — Danska sjón- varpið) Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 20.55 Einleikur I sjónvarpssai Rögnvaldur Sigurjónsson leikur á pianó verk eftir Hummel, Schumann, Chop- in og Prókoffieff. 21.20 Ironside Merktur fyrir morð Þýðandi Sigriður Ragnarsdóttir. 22.10 Erlend málefni Um- sjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.40 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák Umsjónar- maður Friðrik Ólafsson. 23.00 Dagskrárlok SJONVARP FÖSTUDAGUR 18. ágúst 1972 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 86611 VfSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.