Vísir - 18.08.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 18.08.1972, Blaðsíða 9
Visir Föstudagur 18. ágúst 1972 SONY. Digital Clock FM/AM Radio Stórbœttu órangur sinn í fimmtarþraut i gœr! **A on SONY— lifandi veröld sjónar og tónari JpGudíónsson hf. Skúíagötu Zb 11740 — og Stefcm Hallgrímsson Reykjavíkurmeistori <20 33 SONV SONv Stefán Hallgrímsson, KR, varö Reykjavikur- meistari i fimmtarþrgut í gærkvöldi á Laugardals- vellinum — hlaut 3280 stig, sem er sjöundi bezti árang- ur islendings i þrautinni. Stefán bætti árangur sinn mjög eða um tæplega 200 stig, átti bezt áður3097 stig, en hann náði 1970, þá sem keppandi UÍA. Elias Sveinsson, ÍR, varð annar og bætti árangur sinn um tæp 100 stig i fimmtarþraut — hlaup 3183 stig, sem er tiundi bezti árangur hér á landi i þrautinni. Þessirkeppendur voru nokkuð i sérflokki i gær og til dæmis hafði Elias stig yfir fram að siðustu grein, 1500 m hlaupinu, en tókst þá ekki lengur að halda i Stefán, þó svo hann næði góðum árangri þar eftir atvikum. Keppendur voru niu. Keppni var hörð um þriðja sætið. Stefán Jóhannsson, Á, náði þvi með 2747 stigum. Röð annarra keppenda var þannig: 4. Vilm. Vilhj.ss., KR 2738 5. Borgþór Magnúss. KR, 2564 6. Magnús Einarss. ÍR, 2240 7. Óskar Jakobss. 1R, 1959 8. Friðrik Þór Ósk. 1R, 1812 9. Sig. Sigurðsson, Á, 1726 Danir seigir í sundi.... Stefán Hallgrimsson Friðrik Þór Óskarsson lauk ekki keppni i öllum greinum, og Sigurður er aðeins 14 ára. Arangur Stefáns i einstökum greinum var þessi. Langstökk 6.65 m kringla 35.51 m 200 m 23.4 sek. spjót 51.12 og 1500 m 4:29.7 min. Arangur Eliasar i sömu röð 6.11 m 38.18 m 23.8 sek. 58.40 m og 4:45.2min. og Stefáns 5.88 m 32.15 m 24.5 sek. 52.45 m og 5:04.3 min. Beztu afrek Islendinga i fimmt- arþraut eru nú þessi. 3467 Björgvin Hólm, 1R 1959 3390 Pétur Rögnv.ss., KR 1958 3337 Ólafur Guðm.ss., KR, 1965 3331 Kjartan Guðjóns. 1R, 1966 3302 Daniel Halldórs. 1R, 1957 3282 Valbj. Þorlákss. A, 1966 3280 Stefán Hallgr.ss. KR 1972 3206 Finnbj. Þorv.ss. 1R 1950 3196 Páll Eirikss., KR, 1965 3183 Elias Sveinss., 1R, 1972 Drengirnir varpa langt Agætur árangur náðist i kúlu- varpi drengja (kúlan 5.5 kg) á innanfélagsmóti tR nú i vikunni. Óskar Jakobsson sigraði með 15.40 metrum, en Guðmundur Halidórsson, HSÞ, varpaði 15.25 m og er þetta hvort tveggja þeirra bezti árangur i greininni. i drengjaflokki (kúlan 4 kg) varpaði Sigurbjörn Lárusson 14.42 metra. A mótinu stökk Fanney óskarsdóttir 1.43 metra i hástökki. 1R gengst fyrir innanfélagsmóti í köstum á Melavellinum á laugardag og hefst það kl. tvö. Keppt verður i öllum kastgrein- um karla og kvenna. Ágúst meistari Ágúst Asgeirsson Hinn efnilegi hlaupari i ÍR, Ágúst Ásgeirsson, varð Reykjavikur- meistari i 10000 m. hlaupi á Laugardals- vellinum i gær- kvöldi, þegar hann hljóp vegalengdina á 33:51.6 min. og sigraði með miklum yfirburðum. Ágúst hefur náð aðeins betri tima áður á þessari vegalengd. Keppendur voru sex, þar af þrír gestir frá UMSK. önnur verðlaun i hlaupinu hlaut Högni Óskarsson, KR, sem hljóp á 36:06.2 min. og þriðju Kristján Magnússon, Armanni, sem hlaut timann 38:08.1 min. Af gestunum náði Einar Óskarsson beztum tima 35:56.6 min. Steinþór Jóhannsson hlj'op á 36:10.1. min. Islandsmetið i lOOOOm. hlaupi er 31:37.6 min. og setti Kristján Jóhannsson, ÍR það 1957. Kristleifur Guðbjörns- son, KR. á aðeins lakari tima 31:46.4 min. frá 1965, og i þriðja sæti á afrekaskránni er Haukur Engilbertsson, UMSB, sem 1961 hljóp á 32:01.4 mln Heide Schueller, ein kunnasta iþróttakona Vestur-Þýzkalands, mun sverja Olympiueiðinn fyrir hönd þátttakenda við opnun leikanna I Miinchen 26. ágúst.Hún er 22ja ára og meistari i 100 m. grindahlaupi. Myndin er af Heide. Danir sigruðu nýlega i fjögurra landa sundkeppni, sem háð var i Dublin, með 78 stigum. Belgia og Irland hlutu 70 stig og Israel 62. Fjölmörg landsmet voru sett i keppninni t.d. synti Lars Bögesen 200 metra fjórsund á 2:19.3 min og Fulchner, Irlandi, setti landsmet i 200 m baksundi kvenna á 2:34,2 min og Mottoule, Belgia,synti á 2:51,1 min i 200 m bringusundi kvenna. og fótbolta Danska Olympiuliðið í knatt- spyrnu sigraði Mexikó með 3-0 á Idretsparken i Kaupmannahöfn á miðvikudag. Staðan i hálfleik var 1-0 og skoraði Kresten Nygaard mark danska liðsins á 35. min. i siðari hálfleik bætti hann svo tveimur mörkum við. Danir eru ánægðir með leik sinna manna og til gamans má geta þess, að nýlega lék liðið við Manch.Utd i Kaupmannahöfn og sigruðu atvinnumennirnir aðeins ■með 3-2. Leikurinn við Mexikó var æfingarleikur fyrir leikana i Miinchen, en eins og Danmörk leikur Mexikó þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.