Vísir


Vísir - 21.08.1972, Qupperneq 6

Vísir - 21.08.1972, Qupperneq 6
6 Visir Mánudagur 21. ágúst vísm Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Eitstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Bit-gir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Svörum með sókn Bretar telja sig hafa unnið áróðurssigur i Haag, sem muni auðvelda þeim leikinn. Þeir geti kallað sig „verndara laga og réttar”. þegar þeir reyni að knésetja þessa litlu þjóð Úrskurður alþjóðadómstólsins hlýtur hins vegar að teljast ábending ein. Dómstóllinn hefur ekki úrskurðað að hann hafi lögsögu i landhelgis- deilunni. Kvótakerfið, sem dómstóllinn býður sem bráðabirgðarlausn, er augljóslega einungis tillaga hans. Hann getur að sjálfsögðu ekki byggt úrskurð um ákveðna takmörkun veiða Breta og Vestur-Þjóðverja við ísland á neinum lögum Bretar hafa þvi ekki neinn raunverulegan dóm að baki sér, þegar þeir leggja til atlögu, Hins vegar munu þeir reyna að notfæra sér bráða- birgða niðurstöður dómstólsins til að komast hjá enn meiri siðferðilegum hnekki en þeir munu óhjákvæmilega biða af nýju þorskastriði. Jafnvel brezku blöðin hafa bent á, að með dómsúrskurði i Haag hafi i rauninni alls ekki verið komizt nær niðurstöðu i landhelgismálinu. Lausn málsins hljóti eftir sem áður að vera komin undir afstöðu þeirra rikja, sem i hlut eiga. Engu að siður skipta viðhorf annarra þjóða miklu um framvinduna. Einmitt þess vegna báðu Bretar um það, sem þeir kölluðu „lögbann” í samskiptum stórra rikja við hin smærri hefur það æ oftar ráðið úrslitum, hvernig almenningur og rikisstjórnir landa, sem ekki hafa átt beina að- ild að deilunum, hafa brugðizt við. Þetta hefur að minnsta kosti gilt um lýðræðisriki. Að þvi kemur að alþjóðleg hafréttarráðstefna fjallar um málið. Þetta hafa islenzkir stjórnmálamenn gert sér ljóst frá upphafi. Þess vegna var i umræðu um út- færslu fiskveiðilögsögunnar jafnan lögð rik á- herzla á, að málstaður íslendinga yrði kynntur eins og kostur væri. Ábendingin frá Haag undirstrikar enn frekar mikilvægi slikrar kynningar. Það var miður, að ísland átti ekki málsvara hjá dómstólnum til að tefla fram rökum okkar. En nú riður á, að svara með sókn. Rikisstjórnin verður að auka til mikilla muna kynningarstarf erlendis. Það má ekki fara fram hjá neinum, sem máli skiptir, að Haagdóm- stóllinn hefur ekki kveðið upp dóm. Hann getur að sjálfsögðu engan dóm fellt, meðan hann hefur sjálfur ekki gert sér grein fyrir, hvort hann hafi lögsögu i þessu máli eða ekki. Dómarar i Haag lögðu fram tillögur um bráða- birgðaráðstafanir, þar sem þeir að visu fylgdu fram óskum Breta og Vestur-Þjóðverja til hins ýtrasta. Tillögurnar eru ekki raunhæfar og litt fallnar til að stuðla að sanngjarnri niðurstöðu. Þær munu i engu hnekkja ásetningi okkar, sem byggist á nauðsyn. Þær breyta ekki staðreyndum með þvi að af- neita þeim. En þeim verður að svara með nýrri sókn. Frakkland. Frakkland hefur veriö áningar stöö heróinsmyglsins. Þar hafa veriö leynilegar verksmiöjur, sem hafa unnið heróin úr óplum og morflni. Mest af heróini i Frakklandi er talið unnið úr tyrknesku ópium og morfini. Franska stjórnin hefur til mikilla muna aukið fjárveitingar til bar- áttunnar viö heróinframleiö- endur i Suöur-Frakklandi llllllllllll a® imm ■■■■■■■■■■■■ Umsjón: Haukur Helgason Indland. Eftirlitskerfi Indverja meö ópiumframleiðslu er taliö vera hiö bezta i heimi. Embættismenn óttast helzt, að veröi góður árang- ur af tilraunum annars staðar til að stöðva ópíumsmygl og ólög- lega ræktun, muni verða meiri freisting fyrir indverska bændur og afbrotamenn að gefa sig aö ólöglegri sölu. Stjómin valdalítil Burma Lög eru ekki nægilega ströng i Bnrmatil aö hamla viö ópium- smygli, og fyrst og fremst ræður stjórnin ekki sumum þeim svæö- um, þar sem ræktunin blómgast mest. Stjórnin hefur þó fengizt við aö stööva ópiumræktunina. Thailand. Rikisstjórnin er alls ómegnug aö útrýma ræktun ópiums, þar til fram koma aðrar nytjajurtir frá sjónarmiöi bænda, sem hafa ræktað ópium. Litiö er unnt aö leggja upp úr þvi aö brenna akra og eyöileggja uppskeru fyrir bændum. Laos. Laos er i hers höndum, og strið geisar um þvert landið. Vanda- máliö viö óplum er þar aöallega aö koma I veg fyrir, aö ópium sé smyglaö um landiö frá öörum löndum, einkum Burma. Suöur-VIetnam er góður mark- aöur fyrir ópium, þótt úr þvi dragi, er bandariskir hermenn verða færri. Valmúinn, „nytjajurt milljóna bænda i fjölda landa. italir mest i orði Italia er aðlalega millistöð fyrir flutning ópiums og morfinbasa frá Tyrklandi til heroinverk- smiðjanna i Suöur-Frakklandi. Lög ttaliu eru nægilega ströng, en mikiö skortir, aö þeim sé fylgt fram af afli. Eitthvað hefur italska lögregi- an reynt að stemma stigu viö starfsemi Mafiunnar, sem þrifst ekki sizt á eiturlyfjasmyglinu. Þetta hefur þó verið meira i oröi en á borði.... ATLAGAN GEGN VALMÚANUM Tvimælalaust hafa stjórnir ýmissa landa gert mun meira til aö stöðva eiturlyfjasmygliö i seinni tiö en jafnan áöur. Nefnd Nixons Bandarikjaforseta segir I skýrslu til hans, 112 blaösiöum ,. 80 prósent af heróini, sem komi til Bandarikjanna, sé frá Tyrklandi komiö, 10—15 prósent frá Mexikó og 5 til 15 prósent frá Suðaustur- Asíu. Þetta á aö stööva. Hvaö hafa stjórnir hinna ýmsu land|a gert'? Bann í Tyrklandi. Enn þarf aö herða framkvæmd laga ef takast á að draga úr ópiumsmygli þaöan, þótt fram- leiðsla ópiums i Tyrklandi, einu aðai framleiöslulandinu.verði nú bönnuö. i „Mikið net er til staðar i Tyrk- jlandi til aö safna og stundum framleiða og smygla ópium, sem hefur verið framleitt fyrir bann- ,ið”, segir nefndin. „Þessi starf- semi mun væntanlega halda áfram, þar til ekkert ópium verö- ur lengur til i landinu. Hætt er við smygli gegnum Tyrkland frá .Iöndum austar i Asiu. Afganistan: Þaðan er ópium selt ólöglega til Irans, og fer mest ekki lengra. Þótt framleiðsla á ópium sé bönn- uö I Afagnistan, er nánast ekkert gert til aö framfylgja banninu. tran. Þar er framleiðsla á ópium leyfð til lyfjagerðar. Sæmilega viröist ganga að koma I veg fyrir, að þessi framleiðsla fari á ólög- lega markaðinn og til Evrópu og Ameriku um íran. Eftirlit Indverja bezt í heimi. Pakistanl* Rikisstjórn Bhuttos segist gjarnan vilja vinna með Banda- rikjunum til að stemma stigu viö framleiðslu ópiums og smygli i Pakistan. Bhutto kveöst vilja binda enda á ólöglega framleiðslu ópiums i landinu, þótt þaö veröi mjög erfitt á stöðum, þar sem ópium hefur veriö ræktaö i ald- anna rás. Hins vegar segist Bhutto hafa öðrum hnöppum að hneppa I bili en fást viö slikt. Akrar brenndir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.