Vísir - 21.08.1972, Side 7
Visir Mánudagur 21. ágúst 1972
7
FININM
I 5IÐAN =
Umsjón:
Svanlaug
Baldursdóttir
Fimm barna móðir fær sér
vinnu ulan heimilis. Hún er
ekki að safna fyrir nýju
heimilistæki eða sófasetti
heldur að vinna fyrir tannvið-
gerðum. En hún vill vita
nákvæmlega i hvað pening-
arnir fara og um áætlaðar
mánaðargreiðslur, sem er
ekki auðvelt að fá. Tannlækn-
ar virðast enn ekki hafa slikar
fjármálaáætlanir á starfssviði
sínu , þótt einkennilegt megi
virðast ,þar sem þeir annast
gjaldskrá sina sjálfir. Og þó,
auðvitað ætti það ekki að vera
á verksviði tannlækna að vera
einhvers kónar fjármála-
spekúlantar eða gjaldkerar,
þeirra hlutverk er að gera við
tennur og sjá um tannvernd.
Dæmið/Sem nefnt var hér á
undan er úr Reykjavik. Það er
inngangur að almennu spjalli
um tannlækningar og hvernig
þær koma við vasa fólks.
Nú standa yfir viðræður
meðal tannlækna og heilbrigð-
ismálaráðuneytisins um það,
að hvaða miklu leyti tannlækn
ingar eiga að koma inn i
sjúkrasamlögin.
t útvarpsþætti fyrir
skömmu var þetta mál m.a. á
dagskrá. Það var ekki annað
aö heyra en, að sjúkrasam-
lagstryggðar tannlækningar
myndu beinast að skóla-
skyldualdrinum, eingöngu.
Var fínt að vera
með „falskar"
En staðnæmumst aðeins og
litum á málin. Tannlækningar
eru orðnar ótrúlega dýrar. Til
skamms tima þótti það ekki
nema sjálfsagður hlutur, að
fólk léti draga úr sér, þegar
tennurnar voru farnar að bila.
Fyrir ekki mjög löngu þótti
það jafnvel fint að státa með
fölskum tönnum. Þessi viðhorf
hafa tekið algjörum stakka-
skiptum. Tannlæknar reyna
að halda i hverja tönn eins og
lengi og möguleiki er á fyrir
sjúklinginn að fá að halda
þeim. Og þá komum við að
svokölluðum brúm, sem not-
aðar eru i vaxandi mæli. En
þessar brýr eru á tiðum og i
verstu tilfellum það dýrar,
að fyrir svokallaðan almenn-
ing mun það vera ærið þungur
baggi að taka á sig með venju-
legur launum. t þannig tilfell-
um gripur fimm barna móðir
til þess að vinna fyrir tann-
lækninn sinn til aö hafa upp i
nokkra tugi þúsunda, fyrir ut-
an það að borga skatta af öllu
saman.
Ratarnir ekki eingöngu
meðal almennings
Tannlæknar hafa oft borið
við rataskap, þegar rætt er um
fólk komið á fullorðinsár, sem
hefur slæmar tennur og þarf
miklar tannviðgerðir. En rat-
arnir finnast einnig i tann-
læknastétt.
Eða er það ekki ratagangur,
svo að mildilega sé komizt að
orði, þegar tannlæknir ger-
ir svo illa við, að fyllingar
detta úr jafnóðum eða að
skemmdin leynist að hluta
undir viðgerðinni.sem kostar
aðra tannlæknaheimsókn að
liðnum vissum tima, oft
kostnaðarsama tannviðgerð,
þega ekki er hægt að bjarga
tönninni nema með ærnum
kostnaði eða alls ekki.
STETTASKIPTING í
TANNLÆKNINGUM
... fluortannburstun kennd .. en fræöslan um tannhirðingu nær ekki
langt upp i skólastigiðog alls ekki til fullorðinna.
Borinn nær ekki til allra
Áður var minnst á það,
þegar það þótti fint að ganga
með „falskar”. Fáfræði al-
... viöfangsefni tannlæknisins og gullkista ...
mennings stafar auðvitað af
þvi, að hann hefur ekki fengið
leiðbeiningar. Ennþá er gefinn
út bæklingur þar sem
mæðrum er bent á að gefa
bórnum sinum sykurvatn, ef
þau eru óvær á nóttunni. Þessi
bæklingur kemur frá hinu
opinbera.
Þótt tannlæknar hafi byrjað
upplýsingastarfsemi er hún
enn á frumstigi. Stutt er um
liðið siðan hún var tekin upp. ,
og nær ekki enn til fullorðinna,
„ratanna” nema að litlu leyti.
Skólatannlæknar eiga sér
einhverja sögu hér, en tak-
markaða. Takmarkaða vegna
þess, að fólk i dreifbýlinu
hefur engan tannlækni til að
gera reglubundið við tennur
þess. Það fer þvi, þegar það er
komið á fullorðinsárin, til
höfuðborgarinnar til að „fá
sér tennur”. Það eru margar
heimsóknirnar sem tann-
læknarnir hafa fengiö og fá ef-
laust enn af þessu fólki.
Svo skulum við minnast
þess, að unglingar fá ekki enn-
þá skólatannlækningar, en ef
til vill er það ekki sizt sá
aldursflokkur sem á að njóta
tannverndar og lækninga.
Annar hópur, sem er hafður
i fyrirrúmi og látinn njóta al-
gjörra forgangsrétti nda,
a.m.k. sums staðar erlendis,
pegar um ræðir tannlækn-
ingar, eru þungaðar konur.
Hér er þunguðum konum ef-
laust bent á það aö sækja heim
tannlækninn reglulega á meö-
göngutimanum. En þær
greiða að sjálfsögðu fullan
taxta og ætli hvatningin sé
mjög mikil.
Stéttaskipting og
tennurnar
Tannréttingar eru annar
flokkur tannmeðhöndlunar,
sem eru vist svo kostnaðar-
samar, að það er ekki á færi
nema efnafólks að njóta
þeirra. sem og beztu tegunda
af brúum. Það er þvi komin
upp stéttaskipting á tann-
lækningunum i „hinu stétt-
lausa” islenzka þjóðfélagi.
Sjúkrasamlögin greiða
tannlækningar að hluta a,m.k.
i Danmörku og Sviþjóð og það
tiðkaðist einnig i Eng-
lanói, sem hefur annars ekki
þóttstanda mjög framarlega
i tryggingarmálum.
Ef við tökum Sviþjóð sem
dæmi.þá eru tannlækningar
ókeypis fyrir 0-16 ára
aldurinn eða eldra fólk, en 16
ára greiðir fyrir tannlækn-
ingar með niðurgreiddu veröi,
konur greiða 25% af verði á
meðgöngutimanum og niu
mánuði eftir að barnið er fætt
auk þess, sem þær hafa for-
gangsréttindi. Enn eru þó
starfandi tannlæknar með
einkastofur i meirihluta þétt-
býlisstaða i Sviþjóð. Hins
vegar verður komið upp al-
mennu tanntryggingarkerfi
þar árið 1973.
Eins og málum hefur verið
háttað hér á landi er mikið
verkefni framundan i
kynningarstarfsemi á tann-
vernd, tannviðgerðum og
fyrirkomulagi trygginga.
Heldur virðist þaö óskemmti-
leg tilhugsun, að þjóðfélagið
láti þá þegna, sem hafa farið á
mis viöalla fræðslu, fyrir utan
þau sjálfsögðu réttindi að geta
komizt auðveldlega til tann-
læknis bera þungann af tann-
lækningakostnaðinum, m.a.
með sköttum sinum auk
beinna fjárútláta, ef þeir
verða afskiptir i hinu nýja
tryggingakerfi tannlækning-
anna.
Ef til vill má finna milliveg,
en allavega þurfa að skapast
umræöur um málin áður en
endanlega er frá þeim gengið.
Þannig er borgað fyrir dagvistun
— í efnahagsbandalagslöndunum
Danska efnahags-
bandalagsnefndin hefur
gert könnun á þvi
hvernig dagvistunar-
stofnanir eru fjár-
magnaðar í hinum sex
löndum efnahagsbanda-
lagsins. Það er með sitt
hvoru móti i hverju
landanna fyrir sig.
1 Hollandi borga foreldarnir
án tillits til efnahags um
þrettán hundruð krónum á ári
iopinberar dagvistunarstofn-
anir á barn en afsláttur frá
þessu verði gildir fyrir fleiri
börn en eitt. Þetta gildir fyrir
börn eldri en fjögurra ára.
Einkaa ð i 1 a r reka dag-
vistunarstofnanir fyrir yngri
börn en fjögurra ára.
Frakkland og Belgia bjóða
ókeypis aðgang fyrir 2-6 ára
börn á dagvistunarstofnunum
þar sem þær eru taldar hluti
hins opinbera skólakerfis og
að mestu fjármagnaðar af
rikinu. Næstum þvi öll 5-6 ára
börn eru á dagvistunarstofn-
unum i Frakklandi
A Italiu fjármagnar rikið
byggingar og reksturskostnaö
barnaheimila en bæjarfélagið
borgar viðhald En tala rikis-
rekinna dagvistunarstofnana
eraðeins 4500 með plássi fyrir
um það bil 250 þúsund börn.
Fyrirtæki hafa viðtækar
skyldur til að koma á dag-
vistunarstofnunum og gera
það i rikum mæli ásamt
bæjarfélögunum.
1 Vestur-Þýzkalandi borga
foreldrar um það bil 840 kr. i
1900 kr. mánaðarlega fyrir
leikskólavist en dagvistunar-
stofnanir eru reknar i auknum
mæli i tengslum viö skólana og
með ókeypis aðgangi. Bæjar-
félögin borga 40-80% kost-
naðar við að koma upp einka-
dagvistunarstofnunum og i
nokkrum tilfellum leggja þau
einnig fé til rekstrarins.
—SB—