Vísir - 20.09.1972, Side 1
62. árg. — Miðvikudagur 20. september 1972 — 214 tbl.
RAUÐSOKKA Á JARÐ-
ÝTU HANDA BOBBY?
Bobby er sterkasti skák-
maður i heimi, —eða hvað? Enn
eru deilur uppi um þetta atriði i
bréfadálknum. Lesandi okkar á
Hvolsvelli heldur uppi sterkri
vörn fyrir Bobby og bendir
réttilega á að hann hafi unnið
einvigið sem skera átti úr um
hver væri sá sterkasti, — og
punktum basta. Að auki hnýtir
hann aftan í bréf sitt: „Ilann
(þ.e. Fischer) gæti náð sér i
kellingu, t.d. rauðsokku og látið
hana vinna á jarðýtu fyrir góðu
kaupi”, og þannig ætti hann að
geta tekið þátt i skákmótum án
þess að setja upp sinar rosa-
kröfur — Lesendur okkar eru
annars með allra hressasta
móti og hafa samband við okkur
á degi hverjum með hin
aðskiljanlegustu mál, sem þeim
liggur á hjarta. SJABLS.2.
Spenningurinn
um EBE vex
Fylgismenn EBE
sækja á i Noregi og
spenningurinn vex
um úrslit þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar
um helgina.
SJÁ BLS. 5
★
Svðrum við
ekki bréfum,
eða hvað?
Bandarikjamenn eru allra
þjóða iðnastir við að senda
okkur bréf. Þeir sendu okkur
i hitteðfyrra meira en 670
þús. sendingar með póst-
inum. En ætli við svörum
almennt ekki bréfum? Við
sendum þangað ekki nema
rúmlega 346 þús. sendingar.
Sjá bls. 3.
★
Tekur stjórnin
aðra stefnu?
A brjóstvitinu einu saman
tekst rikistjórn ekki að halda
þjóðarbúi fljótandi. Það veit
núverandi rfkisstjórn okkar
nú þegar, og til að freista
þess að bjarga málum við
hefur sérfræðinganefnd ver-
ið skipuð og hefur unnið
sleitulaust síðan i sumar að
lausn á vandanum. Farí
rikisstjórnin að ráðum
nefndarinnar mun það jafn-
giida þvi að stefnunni verði
breytt.
— Sjá forystugreinina á bls.
6.
Smyglið í
lampanum
var hass
Lyfjarannsóknarstofa Há-
skólans hefur nú gengið úr
skugga um, hversskonar efni
það var, sem reynt var áð
smygla inn i landið, falið i
lampafæti. Niðurstöður
rannsóknarinnar sýna, að
það er cannabis, sem i dag-
legu tali er nefnt hass.
Um 200 grömm af efni
þessu fundust i borðlampa,
sem maður nokkur kom með
til tollþjóna á Keflavikur-
flugvelli, þegar hann kom
frá Kaupmannahöfn. En
hann sagðist hafa verið beð-
inn af stúlku i Kaupmanna
höfn um að koma pakka til
kunningja hennar hér heima.
Þegar tollþjónar opnuðu
pakkann, kom i ljós borð-
lampi, en nýjar álimingar á
lampafætinum vöktu tor-
tryggni þeirra, enda fundu
þeir við nánari aðgæzlu
nokkra smáböggla inni i
lampanum, sem höfðu að
geyma —eins og nú er komið
i ljós — hass.
Rannsókn málsins stendur
enn yfir, og hefur ekki náðst
til viðtakenda ennþá.
—GP
ARABAR TIL ÍSLANDS:
Sneru síðast 5 fró í einu
„Ég neita þvl ekki, að
útlendingaeftirlitið gæt-
ir nokkurrar varkárni
þá er Arabar sækja
hingað til lands. Það eru
ekki nema nokkrar vik-
ur siðan við snerum
fimm Aröbum frá land-
inu á einu bretti,” sagði
Árni Sigurðsson hjá eft-
irlitinu, i viðtali við Visi
i gær. Upplýsti hann þá
jafnframt, að hér á landi
væru starfandi alls 22
Arabar um þessar
mundir.
„Þessi varkárni varðandi
Arabana er ekki nýtilkomin og
stendur ekki I neinu sambandi við
atburðina i Munchen á dögun-
um,” hélt hann áfram. „Við hert-
um eftirlitið miklu fyrr. Mest
vegna hinna tiðu flugvélarána
Araba.”
„Annars gilda bara sömu
reglur um þá Araba sem hingað
sækja og aðra, þeir verða að hafa
sin vegabréf i lagi og hafi þeir
ekki handbæra peninga eða flug-
farseðla til baka, við komuna til
landsins, fara þeir ekki inn i land-
ið — frekar en aðrir útlendingar,”
sagði Arni. Kvað hann þvi ekki aö
neita, að hlutfallslega væri þaö
oft.» . sem snúa þyrfti Aröbum
frá af þessum sökum.
Af þeim hópi Araba, sem hér
væru starfandi sagði Arni, að
flestir væru frá Iran og Jórdániu,
en lika væru hér nokkrir frá Sýr-
landi. „Og allir hefðu þeir þurft
að hafa við komuna hingað full-
komnar vegabréfsáritanir ræðis-
manna Islands i viðkomandi
löndum, en þeir spyirðust gjarna
fyrir um Arabana áöur en þeir
árituöu vegabréfin.”
Það er aðeins af Aröbum frá
Marokkó, sem ekki er krafizt
vegabréfa, en Marokkó er eina
Arabarikið, sem gert hefur gagn-
kvæma samninga við Island um
niðurfellingu vegabréfa landa á
milli. -ÞJM
Makki hnifur i einni af heimsóknum sinum á „nuddstofuna”.
„Loksins kom
óskohlutverkið"
„Loksins kom óskahlutverkiö
þegar maður er orðin sjötugur að
aldri”, sagði Anna Guðmunds-
dóttir leikkona, þegar Visismenn
litu við á æfingu á Túskildings-
óperu Bertrolt Brecht i Þjóðleik-
húsinu i morgun. Anna fer þar
með hlutverk hinnar svokölluðu
„mellumömmu” en hún hefur
heiðurinn af þvi að vera elzta
starfandi leikkona hér.
Lif og fjörríkti áleiksviðinu þar
sem verið var að æfa sjöunda
atriði Túskildingsóperunnar, og
skemmtilegar persónur koma þar
við sögu, svo sem Bessi Bjarna-
son, Itóbert Arnfinnsson og Arni
Tryggvason sem presturinn.sem i
upphafi atriösins er að flýta sér
heim eftir góða nótt i „Nuddstof-
unni”.
En nuddstofan er aðeins rekin
með þessu nafni,cn það leynist
margt bak við tjöldin. Sex fall-
egar stúlkur fara með hlutverk
vændiskvenna, og daginn byrja
þær með þvf að sminka sig og
fegra fyrir kúnnana, sem koma
síðla dags.
„Þetta eru ógurlega skemmti-
leg hlutverk”, segja þær. „Hér á
nuddstofunni veitum viö i fyrstu
ýmiss konar þjónustu, en siðan
lokkum við karlana með okkur.
Gróft? Nei, nei, alls ekki.”
Flestar hafa stúlkurnar farið
með sams konar hlutverk áður,
en textana i Túskildingsóperunni
segja þær sdrlega skemmtilega. -
EA
„Inn og út um gluggonn..."
FÓR INN í 6 FYRIRTÆKI
Á ÖRSKÖMMUM TÍMA
18 ára piltur var staðinn að
verki eftir innbrot i verzlunina
Ileimakjör i Sólheimum i nótt.
Fólk i nágrenninu varð ferða hans
vart, og kom lögreglan i tæka tið
til að handsama pilt inni i
verzluninni, en þá var hann búinn
að stela kr. 4400 f skiptimynt.
En þegar farið var að yfirheyra
drenginn, kom ýmislegt fleira i
ljós. Hann játaði, að hafa áður um
nóttina brotizt inn i Vogakaffi, og
einnig inn i verkstæöi þar i ná-
grenninu (þar sem hann stal
tveim armbandsúrum), og enn-
fremur inn i húsnæði Leikfélags
Reykjavikur, svo og inn i barna-
heimilið Brákarborg, og þá loks
inn i bifreiðaverkstæði i Duggu-
vogi, en þaðan stal hann bifreið.
— Alls hafði hann þá brotizt inn á
6 stöðum um nóttina, og var þó
klukkan rétt aðeins orðin hálf-
fjögur, þegar til hans náðist i
Heimakjöri.
Og i leiðinni á milli innbrotanna
hafði hann skroppið á stolna biln-
um upp að Geithálsi, þar sem
hann skildi bilinn eftir.
Piltur þessi hefur áður komið
við sögu vegna þjófnaða, enda
hafði hann lag margra þeirra,
sem oft hafa komizt i kast við lög-
in, að játa hreinskilnislega strax
á sig syndir sinar. Með þvi eygir
hann möguleika á þvi að verða
sleppt fljótlega úr haldi aftur, þar
sem mál hans er upplýst. Gæti
hann þá leikið lausum hala á
meðan hann biði þess gð málið
yrði tekið fyrir rétt og dómur
kveðinn upp. —GP
VAR AÐ HUGA AÐ
SKEPNUM - VARÐ
FYRIR VÖRUBÍL
Bóndinn á Hrafnagili i Eyja-
firði, Hjaiti Jósefsson, slasaðist i
gærkvöldi, þegar hann varð fyrir
slórum vöruflutningabil á þjóð-
veginum við Hrafnagii.
Var Hjalti fluttur á sjúkrahúsið
á Akureyri , en siðan var fengin
sjúkraflugvél frá Tryggva Helga-
syni til þess að fljúga með hann til
Reykjavikur þar sem hann var
lagður inn á sjúkrahús. — Meiðsli
hans voru þó ekki talin lifshættu-
leg.
Hjalti var ásamt konu sinni og
öðrum farþega á leið á bil sinum
eftir þjóðveginum um kl. 20 i gær-
kvöldi.en þau námu staðar þegar
Hjalti vildi huga að skepnum,
sem hann sá austan vegarins.
Steig hann út úr bilnum og gekk
spöl eftir veginum, en i þvi bar að
vöruflutningabil og skipti engum
togum, að bíllinn lenti á Hjalta.
Við áreksturinn kastaðist hann út
i skurð utan vegar.
ökumaður flutningabilsins
hafði ekki séð manninn á óupp-
lýstum þjóðveginum fyrr en um
seinum. -GP
hió Byggingasjoði
bls. 2