Vísir - 03.10.1972, Síða 3
Visir Þriðjudagur október 1972.
3
KRÖYER AFHENDIR TRÚNAÐARBRÉFIÐ
llaraldur Kröyer, liinn nýi fastafulltrúi islands hjá Sameinuðu þjóðunuin er hér að afhenda trúnaðar-
bréf sitt aðalritaranum, Kurt Waldheim, i aðalstöðvunum i New York. Haraldur Kröyer var áður am-
bassador i Sviþjóð, Finnlandi og Austurriki. Hann er nú einn af varaforsetum allsherjarþingsins.
—JBP—
BYRJENDUR
BRJÓTAST INN HJÁ
SfS í HAMBORG
Brotizt var inn i skrifstofu
Sambands islenzkra samvinnu-
félaga i Hamborg aðfaranótt 21.
sept. s.l. Þegar starfsfólk skrif-
stofunnar kom til vinnu um
morguninn, voru þar fyrir
vopnaðir lögregluþjónar.
Hafði verið brotizt inn á öllum
fjórum hæðum hússins. Stolið
hafði verið elektróniskri reikni-
vél og segulbandstæki. Þjófarn-
ir höfðu reynt að komast i pen-
ingaskápinn,en það hafði ekki
tekist. Töluverð spjöll voru unn-
in á skrifborðum og innrétting-
um. Er útlit fyrir að þarna hafi
byrjendur verið að verki, þvi að
þjófarnir höfðu skilið eftir
fingraför sin um allt húsið og
auk þess höfðu þeir sýnilega eitt
tima og þreki i að opna hurð
sem var ólæst. Ekki hefur enn
verið haft upp á sökudólgunum.
Fjárhagslegt tjón eftir heim-
sókn þessa er ekkert, þvi að inn-
bú og vélar voru tryggð. Aftur á
móti mun taka dálitinn tima að
koma öllu aftur i samt lag.
—ÞM
Beðið eftir Lúðvík
,.Það verður ekkert gert i
máluuum fyrr en sjávarúlvegs-
ráðherra kemur heini. Við lokum
ekki meðan hanu er erlendis”,
sagði Einar Kigurðsson, er blaðið
hai'ði tal af honum i morgun.
Frystiluisaeigendur liiifðu
heimilað að boða lokun húsanna
el' reksfrargrundvöllur þeirra
va'ri ekki tryggður við upphaf
október. Verðlagsncfnd hefur enn
ekki ákveðið fiskverð það sem
gildi átti að tak frá og með 1.
október.
laiðvik Jósefsson er væntanlegur
til landsius i kvöld __SG
Einar ríki fœr nýjan
Akureyrarbát
Nýlega afhenti Slippstöðin h.f.
á Akureyri nýtt 147 lesta stálfiski-
skip til Einars Sigurðssonar út-
gerðarmanns. Þetta nýja skip ber
nafnið Gunnar Jónsson VE 500, og
er þriðja skipið sem Slippstöðin
smiðar fyrir Einar. Einar er
einnig eigandi að tveimur næstu
skipum sem Slippstöðin smíðar af
sömu stærö og gerö.
M/B Gunnar Jónsson VE 500 er
búinn til linu-, neta-, tog-, og nóta-
veiða. Skipið er það fyrsta i röð
skipa sem stöðin hefur samið um
smiði á;. Verða þau öll um 150
lestir að stærð, tvö skip verða
smiðuð fyrir Einar Sigurðsson,
eins og áður var sagt, en einnig
hefur verið samið við aðila á
Þingeyri, i Ólafsvik og i Vest-
mannaeyjum, Verkefni þau sem
Slippstöðin hefur samið um,
endast fram á árið 1974. M/B
Gunnar Jónsson VE 500 er búinn
öllum nýjustu siglinga- og fiski-
leitartækjum. Aðalvél er 765 hest-
öfl, og eru tvær hjálparvélar. I
reynsluferðinni var ganghraði
skipsins 12.6 sjómilur.
Með það fyrir augum að kynna
þessi skip og gera samninga, mun
M/B Gunnar Jónsson fara austur
fyrir land og koma við á Eskifirði
og á Hornafirði á leið sinni til
Vestmannaeyja. Nú starfa um 200
manns i Slippstöðinni á Akureyri,
en alltaf er skortur á starfsfólki,
bæði iðnaðarmönnum og verka-
mönnum.
—þin—
Nú er fariö að dimma á kvöldin
og skammdegið framundan. Þá
er gott að hafa góða lýsingu bæði
innan dyra og utan. Götulýsing er
yfirleitt góð i Iteykjavík og virðist
batna mcð hverju ári. Reyndar
eru þéttbýlissvæði hér á landi
áreiðanlega betur lýst en viða
gerist erlendis. Þannig hafa
inargir undrazt lélega lýsingu i
úthverfum ýmissa borga i þvi
efnalandi Ameriku, en að visu
skyggja tré oft á týrurnar þar
vestra.
Þótt við þurfum ekki að leita
erlendra fyrirmynda i þessum
efnum, þá má allviða sjá i borg-
um upplýstar byggingar, sem
setja skemmtilegan svip á kvöld-
húmið. Lýsing af þessu tagi hefur
varla þekkzt hér á landi. Ef miðað
er við Reykjavik, þá eru helztu
undantekningarnar lýsing á Þjóð-
leikhúsinu á frumsýningarkvöld-
um og lýsing á framhlið aðal-
byggingar háskólans um jóla-
leytið. En þetta sýnir, hve
skemmtilegt getur verið að lifga
þannig upp á umhverfið á haust-
og vetrakvöldum.
Með þvi að flóðlýsa allmargar
byggingar að jafnaði er hægt að
láta þær njóta sin á sérstæðan
hátt vegfarendum til augnayndis.
Gera þyrfti ráðstafanir til þess að
flóðlýsingin yrði nokkuð almenn.
Mætti hugsa sér, að það yrði gert
á þann hátt, að viðkomandi
stofnanir keyptu ljósatækin og
heldu þeim við, en rafmagnið yrði
látið þeim i té ókeypis og reiknað
um flóðlýsingu húsa og breytingar
hjó Leikfélagi Reykjavíkur
sem hver önnur götulýsing.
Margar byggingar gætu komið
til greina i þessu sambandi og
verða hér nefndar nokkrar til að
skýra málið, en þeirra á meðal
eru allmargar kirkjur. Skiptar
skoðanir gætu orðið um, hvaða
byggingar ætttu að ganga fyrir,
en þá mættu þær heldur vera
fleiri en færri, enda getur aldrei
orðið um mikla rafmagnseyðslu
að ræða i þessu sambandi.
Aðalháskólabyggingin kemur
einna fyrst i hugann og siðan
fleiri hús á háskólalóðinni, þar á
meðal Norræna húsið, sem
reyndar er stundum upplýst. Þá
má nefna Neskirkju og Landakots
kirkju. Við Austurvöll er götu-
lýsing það góð, að ef til vill er
ekki ástæða til að lýsa betur
Alþingishúsið og Dómkirkjuna.
Lýsing við Tjörnina endurspegl-
ast i vatninu og þvi væri sérstak-
lega fallegt að flóðlýsa Iðnó og
gamla Búnaðarfélags- og iðn-
skólahúsið og einnig Frikirkjuna
ásamt gömlu Herðubreið, þegar
sú bygging verður orðin að lista-
safni. Hér má bæta við Miðbæjar-
skólanum (Menntaskólanum við
Tjörnina) og gamla
menntaskólanum við Lækjar-
götu (MR).
Næst kemur i hugann gamla
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg
og siðan Safnahúsið (Landsbóka-
safnið) og Þjóðleikhúsið við
Hverfisgötu. Ennfremur má
nefna turn Hallgrimskirkju,
Háteigskirkju, Sjómannaskólans
og Bústaðakirkju.
Öll þessi dæmi eru úr Reykja-
vik, en auðvitað mætti hafa sama
háttinn á viðar. í þvi sambandi
má nefna Kópavogskirkju,
Flensborgarskólann i Hafnarfirði
kirkjuna i Borgarnesi og
Akureyrarkirkju.
X
Nú eru bæði leikhúsin i Reykja-
vik búin að fá nýja leikhússtjóra
draumur Leikfélags Reykjavikur
að komast i rýmri húsakynni.
Þessi ósk er vissulega eðlileg, en
oft gengurillaað láta drauma ræt-
ast. Flestir Leikfélagsmenn og
margir aðrir höfðu mikinn áhuga
á, að félagið fengi framtiðarað-
setur við Tjörnina, þar sem það
hefur starfað frá upphafi. Þá datt
mönnum i hug að sameina leik-
húsið hugmyndinni um ráðhús
borgarinnar og siðan að reisa það
við norðvesturhorn Tjarnarinnar.
Nú mun horfið frá þvi ráði, og
Þessar forsendur minna á
tvennt: annars vegar, það hve
flugvöllurinn stendur upp-
byggingu borgarinnar fyrir þrif-
um, en hins vegar er svo leikhúsið
sjálft. Tuttugu metra turn er
sjálfsagt nauðsynlegur, en ein-
hvern grun hefur maður um, að
sums staðar sé vel leikið, þótt
ekki sé um svo hátimbruð húsa-
kynni að ræða og minni tækni not-
uð við sviðsskiptingar. Leikmenn
ættu að visu ekki að hætta sér
langtút i tæknilegar vangaveltur,
en óhætt er að lýsa þeirri
almennu skoðun, að Borgarleik-
húsið ætti að vera fremur hóflegt
að stærð og gerð. Einhvern tim-
ann mun hafa verið imprað á
hugmyndum, sem voru engu
smærri i sniðum en Þjóðleikhús-
ið, en vonandi er það löngu liðin
tið. Arkitektunum má ekki gefa
alveg frjálsar hendur þótt
menningin eigi i hlut, svo að
kostnaðurinn og kúnstirnar fari
ekki úr öllum böndum.
Myndlistarskálinn á Miklatúni
gæti verið til nokkurrar viðvör-
unar i þvi efni.
Eins og áður segir munu
margir sakna Leikfélags Reykja-
vikur úr gamla miðbænum, en
menningarlegri hlið nýja mið-
þæjarins ætti að vera allvel borg
ið, ef þar ris nær samtimis leik-
hús og borgarbókasafn, jafn-
framt þvi sem útvarpið býr sig
undir að flytjast i nágrennið.
Með þvi að bæta fljótlega við
dálitlu viðskiptahverfi ætti
mannlifið að geta orðið nokkuð
fjölbreytilegt þarna allan dag-
inn og fram á kvöld.
En skyldi sagan ekki endurtaka
sig? Verða ekki einhverjir eftir,
er setja munu metnað sinn i að
halda uppi merki Taliu i gömlu
Iðnó?
Valdimar Kristinsson.
og ánægjulegt er, að kvenþjóðin er aðalástæðan sögð sú, að
hefur fengið fulltrúa i enn einm tuttugu metra háan turn yfir
stéttinni. Þetta er konum að sjálf- leiksviðinu megi ekki reisa á
sögðu meiri hvatning en kvart þessum stað þau tólf ár, sem nú-
ana- og nöldurhóparnir, er sumar verandi Reykjavikurflugvöllur
kjósa fremur að eyða starfskröft- á eftir að standa samkvæmt
um sinum i. Lengi hefur það verið skipulagi borgarinnar.