Vísir - 12.10.1972, Síða 7

Vísir - 12.10.1972, Síða 7
VÍSIR Fiinmtudagur 12. október 1972. cTVIenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Meinlaust er Þjóðleikhúsið: TÚSKILDINGSÓPERAN eftir Bertolt Brecht og Kurt Weili Þvðandi: Þorsteinn Þorsteinsson Leikstjóri: Gisli Alfreðsson Leikmyndir: Ekkehard Kröhn. Undirtektir áhorfenda er sagt að stappað hafi nær uppþoti þegar Túskildingsóperan var frumsýnd i Berlin 1928, menn hafi þegar skipt sér upp i flokka með og móti höfundinum og verkinu, hneykslaðir eða hrifnir, og þó allra helzt hvort tveggja i senn. Að meira en fjörtiu árum liðn- um hefur uppþotið að sönnu lægt, fyrrnefndi flokkurinn orðinn ofan á fyrir löngu. Bert Brecht er einn af allra helztu skurðgoðum leik- húsanna i Evrópu og Ameriku eftir strið. En vera má að sú mikla virðing sem Brecht og verk hans njóta stofni meðförum þeirra i nokkra tvisýnu. Að minnsta kosti má fyrir enga muni fara að taka þau of hátiðlega! Heimspekideild og Túskildingsóperan. Eftir fjörtiu ár er þrátt fyrir allt unnt að gera sér nokkra grein fyr- ir upprunalegum sprengikrafti hugmyndanna i leiknum, hinnar nýstárlegu aðferðar hans að efni- við farsaleiks og reviu, uppbyggi- legra sögvanna i leiknum. Það eru að sjálfsögðu sögvararnir og tónlist Kurt Weills sem viðhaldið hafa almenningshylli Túskildings- óperunnar fram á þennan dag, a.m.k. sumir þeirra, eins og bragurinn um Makka hnif, beinlinis orðnir almenningseign fyrir löngu. En leikhúsið er ekki konsertsalur til að rifja þar upp og hlýða að nýju á „skemmtilega’ tónlist. Allténd ekki bara það. Söngvarnir fá sitt rétta gildi af samhengi alls leiksins og sýningarinnar, draga sinn skáld- lega lærdóm af dæmum mannlifs sem leikurinn sýnir. Einhver smellnasta hugmynd i sviðsetningu Gisla Alfreðssonar i Þjóðleikhúsinu var i leikslokin þegar „björgunarþyrla” sækir Makka hnif i gálgann, en „heim- spekideild háskólans” kýs hann heiðursdoktor sinn með sakar- uppgjöf drottningar. Má ekki vera unnt og vert að halda leikn- um miklu lengra i þessa átt — með viðeigandi gát og smekkvisi auðvitað? Það er engin ástæða til að falla i stafi yfir þeirri kenningu Brechts og Túskildingsóperunn- ar, einni sér, að „borgarinn” sé i eðli sinu ræningi, góður „ræn- ingi” hljóti að freista þess að koma sér áfram i borgarastétt. En ótvirætt visar hún leið leiks- ins. Og svo mikið er vist að mann- gerðirnar i Túskildingsóperunni koma heim við staðhætti miklu viðar en i Berlin á þriðja áratug aldarinnar eða undirheimum Lundúna á 18du öld. Það hafa viðar verið skálkar og hórur, sem allt láta falt við fé, og mútuþæg „yfirvöld”, mest i munninum. Makki hnifur veit sjálfur fullvel að innbrot og spellvirki hans eru úrelt handverk, að bankabrans- inn er bæði öruggari og ábata- samari atvinnugrein. En það vita fleiri um sinar iðnir. Og það eru viðar til bisnessmenn eins og Peachum, komnir á leið inn og upp i pólitik i þjóðfélaginu. Að hrifa og storka. 1 meðförum Þjóðleikhússins virtist mér öll rækt lögð við hina ytri áferð leiks og sýningarinnar, álitlegar hópsenur, söngatriðin eitt og eitt, án þess að nokkurn tima væri gáð undir skelina á ein- stökum hlutverkum eða leiknum i heild að þvi sem þar kynni að mega finna Það gleymdist kannski að hugsa út i það fyrir- fram hvers vegna ætti endilega að leika einmitt Túskildingsóper- una i haust? Ekki er nú þessi að- ferð þessleg að hún amist eða stuggi við einum eða neinum — til þess, meðöðrum orðum, að ögra, örva, hrifa, storka áhorfendum leiksins. En er hún likleg til að skemmta þeim? Það fer nú sjálfsagt að verulegu leyti eftir þvi hvers menn vænta fyrirfram af leiknum. Leikurinn er snyrtilega á sviðið búinn, og þar eru auðvitað margar skringi- legar og skoplegar mannlýsing- ar: Makki Róberts Arnfinnsson- ar, hin ismeygilegasta gangster- hetja. Mörg einstök atriði takast Makki hnifur og frillur hans: Lúsý, Þóra Lovísa Friðleifsdóttir og Pollý, Edda Þórarinsdóttir. KLÚBBURINN verður haldinn laugardaginn 14. okt. 1972. Mætum öll. gagnlaust auðvitað skemmtilega til, Sjóræningjasöngur Eddu Þórarinsdóttur, söngur Makka og Jennýjar, Sigrúnar Björnsdóttur, á hóruhúsinu, lokasöngvar beggja þátta, svo eitthvað sé nefnt af þvi sem verður skemmti- legast. Óvenjuvel hefur verið vandað til texta leiksins, bæði hins talaða máls og söngtexta, sem þrir fjarska hagorðir höfund- ar, Böðvar Guðmundsson, Svein- björn Beinteinsson og Þorsteinn 'frá Hamri, hafa þýtt. Annað tekst m iður eins og gengur: ung stúlka Þóra Lovisa Friðleifsdóttir var sogrlega misráðið i hlutverk Lúsýjar svo eitt dæmi sé tekið. Og i heild fannst mér sýningin einkennilega daufgerö, stillt og prúðmannleg — allténd fór ekki mikið fyrir útúrsnúningi, rang- og skopfærslu borgaralegs hug- myndafars i smáu og stóru, sem Brecht fer stöðugt með og leikur að i Túskildingsóperunni. Það má vera að þetta stafi fremur af þvi að leiknum hafi verið sett óglöggt markmið en hinu að mannskap eða úthald vanti til að framfylgja sjálfstæðri sýningarstefnu. En Túskildingsóperan þarf einmitt sjálfstæðis og sjálfræðis með i meðförunum, eigin erinda að rækja við áhorfandann — þó svo það kosti gáleysi og jafnvel ein- hver brigð við „góðárt smekk”. En meinlaus er hún gagnslaus. Makleg málagjöld: gangsterinn leiddur í gálga að lokum. Makki hnífur: Róbert Arnfinnsson, Peachum: Ævar Kvaran. HERRASOKKARNIR UMBOÐSMENN ÁGÚST ÁRMANN H.F. Sími 22100 VERÐA TIL AFGREIÐSLU ÞESSA DAGANA í 12 GERÐUM. EINLITIR, í REGNBOGANSLITUM, SVO OG MYNSTRAÐIR í IÍRVALI, ÚR ULL, DRALON OG VIVAFLEUR. ROYIUN Nefndin

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.