Vísir - 19.10.1972, Page 3

Vísir - 19.10.1972, Page 3
Visir Kimiiitudagur lí). október. l!)72 3 70% hœkkun framlags til V.í. Kjiirframiag til Verzlunarskóla islauds hefur liækkaö um !),4 mill- jónir og ueinur þvi fjárframlag til skolans alls 2:5 milljónum. Skólinn liaföi |>ó i upphafi farið fram á :il milljón og eru þaö þvi niu milijón- ir sem á vantar. Kr máliö til at- Imgunar i ráöuneyti. Að þvi er skólastjóri dr. Jón Gislason tjáði blaðinu hafa breytingar innan skólans og hærri rekstrarkostnaður orðið til þess- arar hækkunar framlagsins, en fleiri nemendur skipa nú lær- dómsdeild skólans en áður hefur tiðkazt. Sagði hann að eftir að 1. og 2. bekkur skólans voru felldir niður hafi fleiri nemendur með landspróf byrjað i skólanum með þeim ásetningi að ljúka stúdents- prófi. MINNIINNFLUTNINGUR Kftir þann gjaldeyrisfrest. sent afnumiiin var viövikjandi inn- fluliiingi á matvöru. viröist eftir <>11 ii aö dæma sem innflutningur- inn sé aö dragast saman. þar sent engin breyting á álagningu var- anna hefur átt sér staö. Kr þar átt viö matvöru i svokölluöum neyt- andnpakkningum. alla vöru nenia hveiti og sykur. Gunnar E. Kvaran stórkaup- maður sagði i viðtali við blaðið, að innflutningur hefði að sjálf- sögðu dregizt saman eins og allt ánnað. sem flutt var inn á gjald Iresti áður fyrr. en gjaldfrestur var tekinn af l'yrr á þessu ári. Sagði hann ennfremur, að það va-ri alveg það sama með alla vöru. sem vantar hærri álagningu, allar vörur sem koma i pökkum og frágengnar erlendis l'rá. Bætt hefur verið við einni deild sem nemendur að loknu verzlunarprófi eiga kost á að fara i, en sú deild sérhæfir i verzlunar- greinum. Er sú deild á algjöru til- raunastigi enn sem komið er, en 16 nemendur skipa þá deild. 730 nemendur eru nú við nám i skólanum en húsnæðisleysi segir þar til sin sem annars staðar. 1 byrjun vetrar skipuðu skólann 762 nemendur, en skólastjóri kvaðst vita um nokkur dæmi þess að nemendur þyrftu að hætta námi sökum húsnæðisleysis i bænum. - —EA MATVÆLA Ekki hefur nein breyting á gjaldfresti kaupmanna átt sér stað, en Gunnar sagði, að sér hefði sýnzt reyndin verða sú, að eríitt væri orðið að fá vöru- tegundir, og sagðist hann ekki hissa, þó að eitthvað færi að ganga á það sem til er. Viðvikjandi álagningunni sagði hann ekkert vera að gerast. — EA ' Kins og sjá má er búið að rifa flest allt Ur vélinnni til þess að gera liana léttari. Landgrœðslutœkin í „þristinn" koma frá Nýja-Sjálandi Kkki var hún beint glæsileg DC 3 flugvél landgræðslunnar, þar sein hún stöö vængjalaus inni i flugskýli Klugfélags islands á Kcykjavikurflugvelli í gær. Knda kannski ekki viö öðru aö búast, þar sem nýlokið var allsherjar skoöun á vélinni. Eins og kunnugt er, gaf F.l landgræðslunni flugvélina, með það fyrir augum að nota ætti hana til áburðardreifingar yfir sanda landsins. Breyta þurfti vélinni töluvert, til að hún gæti annazt hitt nýja hlutverk sitt, en vélin hafði verið notuð til fólks- og vöruflutninga á meðan hún var i eigu F.f. Yfirflugvirkinn sem við höfðum tal af, tjáði okkur að nýbúið væri að yfirfara alla vélina og unnið væri nú að undirbúningi þess að setja i hana áburðardreif'mga- tækin sem þegar eru á leiðinni frá Nýja Sjálandi. Ekki er enn ákveðið hvort Flugfélag islands, muni annast isetningu tækjanna i vélin a eða hvort einhverjir aðrir aðilar geri það. Allavega mun F.f stjórna verkinu, þar sem félagið sendi menn út til að kynna sér tækin og aðferðina við isetningu þeirra. Enn á eftir að rifa allar inn- réttingar af veggjum vélarinnar, sem verður gert með það fyrir augum að gera hana eins létta og unnt er. Þess léttari sem vélin sjálf er, þess meira magn af áburði mun hún geta borið. Þá mun verða útbúin lúga á þaki vélarinnar, þar sem áburðinum verður mokað eða dælt i hana. Núna á F.f aðeins einn „Þrist” eftir i notkun og er sú vél útbúin fyrir skiðaflug. Verður hún a.m.k. i notkun i vetur. „Þristur landgræðslunar getur verið i gagninu um aldur og æfi upp á endingu að gera. Alltaf verður hægt að fá varahluti i hann. Aftur móti gæti komið fram flugvél fyrir áburðar- dreifingu, sem væri ódýrari i rekstri og slæi þá „Þristinum” gamla við. -ÞM. „Þristur" landgræöslunnar i flugskýlinu á Reykjavikurflugvelli i gær. Vantar á hann vængina, en nýbúin cr alsherjar skoöun á vélinni. Opið bréf til Framkvœmdanefndar byggingaráœtlunar Opiö bréf til Eyjólfs K. Sigurjónssonar, formanns Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar, frá blokkaráði Breiðholts- blokkanna fimm: „Okkur ber ekki að leggja i meiri kostnað við blokkirnar,” segir formaður Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar, Eyjólfur K. Sigurjónsson, i viðtali við Visi 11. þ.m. og ennfremur, að nefndin sé alls ekki tilbúin að samþykkja, aö henni beri að framkvæma einhverjar breyting- ar á lóð þeirrar blokkar, sem borgin kveður á um, i mati þvi, sem Visir gat úm 9. þ.m. Þvispyrjum við: Telur formað- ur P'.b. það til breytinga að setja mold og lifrænan áburð undir grasþökur á nýrækt, og er ekki einhverju ábótavant, þegar samanlögð þykkt moldar og þöku reynist aöeins 5 cm? Og telur hann þaö til breytinga, að hæðar- punktur bilastæðis og undirlag undir malbik séu i samræmi við skilmála borgarverkfræðings fyrir fjölbýlishús i Breiöholti? „Opinberir aðilar samþykktu allar teikningar að húsunum á sinum tima.” heldur formaðurinn áfram. „en það var fyrir fjórum árum og vafasamt að halda þvi fram. að núna sé hægt að krefjast þess. að við leggjum i aukinn kostnað viö blokkirnar. Hvar ætt- um við að taka peninga fyrir þeim framkvæmdum? " Það er von að Eyjólfur spyrji. Siðar i viðtalinu: „Gallar og viðhald. Það er ekki svo gott að greina lengur á milli i öllum til- vikum, eftir að fjögur ár eru liðin frá þvi að flutt var inn i ibúðirnar.. Strax á fyrsta ári samþykktum við að láta fara fram viðgerðir, sem farið var fram á i plaggi frá ibúunum, en það var i átta lið- um.” Hér finnst okkur ástæða til þess að staldra ögn við. Þetta plagg, sem Eyjólfur ræðir um, á sina sögu, og það hreint ekki svo litla, þó að það sé nú ekki nema tæpra þriggja ára aö aldri. Eftir langvarandi fundarhöld með F.b. og forsvarsmönnum húsfélaganna, á siðari hluta árs 1969. voru kjörnir 4 menn — 2 frá F.b. og 2 frá húsfélögunum — til þess að kanna látlausar kvartanir frá ibúðareigendum vegna fram- kominna galla á þessum bygging- um. Nefndin skilað áliti 13. okt. 1969. Þriðji maður frá F.b. hafði tritlað með fjórmenningunum hér um hverfið, og var þvi þessi álits- gerðsamin af fimm mönnum með þeim fyrirvara, að hún fengist samþykkt hjá F.b. og húsfélögun- um. Þessi álitsgerð var aldrei rædd i okkar húsfélögum, enda hafnaöi F.b. henni. Þann 25. okt. bauð F.b. okkur upp á samkomu- lag. sem þeir töldu sig geta unað við. en þvi var hafnað af okkur, og áfram var haldið með fundi. Loks, 2. des. 1969, var gert samkomulag um viðgerðir á göll- um húsanna i 8 liðum og 19 grein- um, og var þar aðeins um að ræða galla, sem voru fyrir hendi i öll- um blokkunum, en um aðra galla skyldi fjallað sérstaklega. Okkur finnst nú alveg orðið timabært, að þessi samningur komi fyrir almenningssjónir, og hefur Visir fallizt á áö birta hann lið fyrir lið i blaðinu á morgun og næstu blöðum á eftir. Það er vafasamt, að nokkurn tima i sögu byggingariðnaðar á íslandi haii verið hafin önnur eins áróðursherferð i fjölmiðlum og gert var, þégar þessar fram- kvæmdir hófust og meðan þær stóðu yfir. Svo mikið afbragð var þetta allt saman. En hefur nokkur byggjandi nokkru sinni þurft að undirrita aðra eins gallasúpu eftir aðeins árs.kynni af byggingum þeirra? Það er þvi alls engin furða, þótt ánægja riki innan F.b. yfir þess- um fyrirmyndarblokkum. Eins og samningurinn ber með sér, eru gallar þessara húsa ekki að lita dagsins ljós nú i dag, en hins vegar hafa margir aðrir komið i Ijós siðan þessi samning- ur var gerður, og viljum við að- eins nefna eitt dæmi: Miðstöðvarofnar eru unnvörp- um að rifna og hafa viða stór- skemmt hin frægu parketgólf. Mátti þó svo sannarlega ekki við bæta hvað þau snerti. Ef F.b. hefði staðið við þennan samning. sem við viljum taka skýrt fram, að þeir hafa ekki gert, þarf ekki mikla skarp- skyggni til þess að álykta, að fjár- magn var nauðsynlegt að hafa, til viðgerða á 5 blokkum, sem samanstanda af 40 stigahúsum og 270 ibúðum. F.b. hefur haft hér vinnuflokka til viðgerða vopnaða nöglum, skrúfum, kitti, tróði og limi, en haldlitið hefur það reynzt, sem til viðgerða átti að teljast. Rúðulista tóku þeir hér af stofugluggum i vor sem leið og hugðust gera glugga vatnsþétta sem i öðrum húsum. En sjálfsagt er það af Ijárskorti, sem þessum listum hefur ekki verið skilað aftur. En að sjálfsögðu minnkar ekki inn- rennslið um gluggana listalausa. Það má segja, að tilraunir þær, sem k’.b. hefur gert til viðgerða, hafi orðið að nýjum mistökum, sem þó hafa kostað of fjár. Vill formaður F.b. og löggiltur endur- skoðandi. Eyjólfur K. Bigurjóns- son, upplýsa hvar og hvernig Ijármagn hefur fengizt til þess arna? Ef til vill væri ekki úr vegi, að hann gæfi einnig upplýsingar um það, hvernig F.b. fór að þvi á sinum tima að finna út verð ibúð- anna, en þær átti að selja á kostnaðarverði. Þetta atriði hefur lögmaður okkar gert margar árangurslausar tilraunir til að fá upplýst. F.b. hefur aldrei viljað viður- kenna, að lóðir okkar hafi ekki verið i lagi frá þeirra hendi, er við tókum við þeim. Þó lofuðu þeir okkur mold (sem þeir að sjálf- sögðu stóðu ekki við), ef viö vild- um sjállir lara út i einhverja lag færirigar. Nú sannar matsgerðin á þeirri einu lóð, sem við höfum látið meta, að mjög miklu er ábótavant, svo að sölusamningi sé fullnægt — eða 1,2 milljónir króna. Og eitt er vist, að ekki áfrýjaði F.b. þeirri matsgerð til yfirmats. Formaður h’.b. lætur þess getið i lok viðtalsins á mjög smekkleg- an hátt, ,,að ef einhverjir okkar séu óánægðir þá megum við gjarna vita það, að langur biðlisti sé i ibúðir okkar, ef við viljum flytja.” Það er vart hægt að segja, að ibúðakaupum okkar fylgi engin hlunnindi. En eitt má Eyjólfur vita: Við höfum ekki i hyggju að flytja, en við gerum þær kröfur til byggjenda þessara blokka, að öryggi okkar gegn eldhættu verði svo rammlega tryggt sem tök eru á. Og við munum áfram sem hingað til neyta allra ráða til þess að fá leiðréttingu okkar mála. Við skirskotum til laur.þega- samtakanna, sem með júnisam- komulaginu svonefnda afsöluðu sér margs háttar launakröfum til þess að ná þeim stóra áfanga, sem þessar byggingar áttu að vera i lifsbaráttu láglaunafólks, að þau láti sem þetta réttlætis- mál sé þeim ekki óviðkomandi. Reykjavik 16. 10. 1972, f.h. blokkaráös Ragnar Björnsson, forinaöur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.