Vísir - 19.10.1972, Blaðsíða 7
Yísir Kimmtudagur 1!). október. 1972
cTVlenningarmál
Samlífrænar viddir: Vilhjálmur Bergsson hjá einni af hinum nýju myndum sinum á sýningunni i
Galleri Súm.
myndunum, en nú eru formin lif-
rænni en áður og elifðarkyrrðin
horfin.
Ilitskoöuö tjáning
Þau verk, sem Vilhjálmur
hefur sent frá sér á undanförnum
árum, eru langt frá þvi að vera
auðlesin. Þar liggur aldrei neitt i
augum uppi, þó að margt i þeim
virðist kunnuglegt við fyrstu sýn.
Myndir hans gefa margt i skyn,
vekja ýmsar hugrenningar, sem
ekki leiða til neinnar niðurstöðu.
Segja má að það sé verkefni út af
fyrir sig að leiða skoðandann
aldrei nema i hálfan sannleikann
og skilja hann svo ráðvilltan eftir,
þegar þvi marki er náð. Þetta
finnst mér samt ekki vera i sam-
ræmi við eðli þessara mynda,
sem mér finnst vera rökrænt
fremur en þær eigi nokkúð skylt
við dulúð.
Mér finnst alltaf eins og sú
hugmynd, sem liggur þessum
verkum til grundvallar, hafi orðið
að fara i gegnum einhverskonar
andlegt járntjald, áður en hún
komst á léreftið, og þess vegna
séu þær hugmyndir ritskoðaðar
og jafnvel skældar þegar þær loks
komast til skila. Það hvarflar
jafnvel að manni, að málverkið sé
Vilhjálmi ekki hið eðlilega tján-
ingarform, jafnvel þó að hann
hafi náð yfirburða tæknilegu
valdi á þvi sviði. Þetta getur
stafað af þvi, að myndir Vil-
hjlams eiga það oft sammerkt
með tónlist, að inntak þeirra er
ekki auðskýrt með orðum. Þessi
óskýranleiki gerir þvi bæði að
draga hugann að þeim aftur og
aftur, en um leið að vekja spurn
og jafnvel óþol hjá áhorfand-
anum.
Það væri þvi ekki úr vegi að
fólk notaði þann litla tima sem
enn er til stefnu þar til sýningunni
lýkur til að skoða þessar undar-
legu myndir, sem nú eru á
veggjum gallerisins. Hver sem
niðurstaðan kann að verða hjá
öðrum en mér, er ábyggilegt að
þetta eru verk sem ekki eiga sér
hliðstæðu hjá öðrum þeim
myndlistarmönnum, sem venju-
lega sýna hér i bænum.
Elísabet Gunnarsdóttir skrifar um myndlist:
Heimur hondan heimsins
Lögmál hins eilifa
hverfulleika
Fyrirmyndir Vilhjálms eru
ekki það umhverfi, sem mætir
• okkur daglega. Myndir hans eru
likt oj> málaðar gegnum stjörnu
kiki eða smásjá, ekki gott að
segja hvort. enda er munurinn
ekki svo mikill þegar allt kemur
til alls. Einhverskonar himin-
tungl svifa þar um óendanlegar
viðáttur alheimsins, og lifræn
form umbreytast samkvæmt lög-
máli hins eilifa hverfulleika. Þó
myndir Vilhjálms minni mjög á
viðfangsefni nútima geim
visinda og frumufræði, er þar
með ekki öll sagan sögð. Þetta
eru raunar ekki myndir af
neinum náttúrufryribærum, þó að
greina megi þar áhrif frá þeirri
nýju heimsmynd sem visindin
eru að skapa.
Sjálfur hefur Vilhjálmur nefnt
myndir sínar „samlifrænar
viddir” og segir þær vera ,,sam-
steypu úr heimi manneskjunnar
og náttúrunnar almennt”. Nú eru
vísindamenn i óðaönn að kort-
leggja óendanleika geimsins og
þenja þannig náttúrlegt athafna-
svið mannsins út. Við þetta
raskast allar hefðbundnar hug-
myndir sem rikt hafa um stöðu
mannsins i alheiminum og sam-
steypa mannsins og náttúrunnar
verður erfiöari en áður, meðan
jörðin var miðdepill alheimsins
og maðurinn herra jarðarinnar.
Nú svifum við i lausu lofti með
þessari jörð okkar, og málverk
Vilhjálms skila einmitt þeirri
þyngdarleysistilfinningu, sem
þessi nýja skynjun vekur.
Nýrri myndir Vilhjálms minna
lika óneitanlega á viðfangsefni
nútima visinda, án þess þó að þær
séu af neinum eðlilegum fyrir-
brigðum. I þeim sýnir hann
þróun, þar sem afmörkuð form
leysast upp eða tærast. Þarna eru
sömu ómælisviddirnar og i eldri
Nú er i þann veginn að
ljúka á Galleri Súm
s ý n i n g u V i 1 h j á 1 m s
Bergssonar. Þar eru til
sýnis 17 málverk, gerð á
undanförnum tveimur
árum, og hafa fæst
þeirra sézt á sýningum
áöur.
Strax og litið er á myndir
Vilhjálms vekur tæknileg kunn-
átta hans athygli. Teikningin er
nákvæm og örugg og litameð-
ferðin einstaklega vönduð og fin-
gerð. Mönnum hefur löngum
verið starsýnt á handbragð
myndlistarmanna, og ef myndir
Vilhjálms væru eingöngu metnar
út fra þvi sjónarmiði, ætti hann
skilið fyrstu einkunn. En rýni
manna i einstök pensilför er var-
hugaverð. Handavinnan verður
alltaf að þjóna þeim tilgangi, sem
listamðurinn setur verki sinu.
Hún er aldrei annað en hjálpar-
tæki til að koma ákveðinni hug-
mynd til skila. Þó að handbragð
Vilhjálms sé það fingert og
smágert að nálgast nostur, get ég
ekki séð að það beri hugmyndina
ofurliði. Það myndefni sem hann
velur sér og vinnubrögðin eru i
samræmi, og skyggir þvi hvorugt
á hitt, frekar að þau byggi hvort
annað upp.
Auglýsing
um gjaldfallinn þungaskatt
skv. ökumælum
Fjármálaráðuneytiö minnir hér með þá
bifreiðaeigendur,á sem hlut eiga að máli,
að gjalddagi þungaskatts skv. ökumælum
fyrir 3. ársfjórðung 1972 var 11. október og
eindagi 21. dagur sama mánaðar.
Þeir bifreiðaeigendur, sem ekki hafa
greitt skattinn i eindaga mega búast við
að bifreiðar þeirra verði teknar úr umferð
og númer þeirra tekin til geymslu, unz full
skil hafa verið gerð.
Fjármálaráðuneytið, 18. okt. 1972.
(I) Til umráðamanna
verzlunarlóða
Athygli umráðamanna verzlunarlóða i Reykjavik er hér
með vakin á þvi, að þeim er skylt að halda lóðum sinum
hreinum og snyrtilegum, samkvæmt ákvæðum Heil-
hrigðisreglugerðar.
Verði vart misbrests á framangreindu, að dómi heil-
hrigðiseftiriits borgarinnar, mun hreinsun framkvæmd á
kostnað hlutaðeigandi aðiia.
Valdi rekstur kvöldsölu óþrifnaði fyrir umhverfið, að
dómi heiibrigðiseftirlitsins, mun verða óskað eftir aftur-
köllum sliks leyfis.
Reykjavik, október 1972.
HeilbrigðismálaráðReykjavikurborgar.
karl Ras-Jón
Vondur
í simaskránni, merkri
bók, er getið um einar
átta rannsóknarstofur
og stofnanir i ýmsum
greinum, reknar á
vegum háskólans og
helztu atvinnuvega,
sjávarútvegs, iönaöar
og landbúnaðar.
Spurning: Hverja þeirra
velur sjónvarpið til frá-
sagnar i sérstakri dag-
skrá. Svar: enga þeirra.
Aftur á móti flutti sjónvarpið á
þriðjudagskvöld klukkutima-
langa dagskrá um svonefnda
„rannsóknastofnun vitundar-
innar” og það sem nefnt var
rannsóknir hennar á „huglækn-
ingum”.
Það er sem betur fer heldur fá-
titt að mann reki i stanz við sjón-
varpið, aldeilis hlessa á þvi sem
fyrir augun ber. Ekki varð heldur
úr þvi á þriðjudagskvöld. En
verulega minnisvert dæmi um
þesskonar dagskrá var sjón-
varpsþáttur i fyrravetur um lifið
eftir likamsdauðann: Er nokkuð
hinumegin? Þetta mikilsverða
spursmál var i sjónvarpinu tekið
til meðferðar undir umsjón ekki
minni manns en háskólarektors
— sem þegar vegna embættis sins
má vist heita oddviti skynsam-
legra visinda i landinu.
Hápunktur þáttarins var frá-
sögn „dulrænnar konu” af óum-
ræðilegri reynslu sinni, dásam-
legri sönnun fyrir öðru lifi: hún
hafði i draumi ferðazt i geimskipi
til fjarlægrar plánetu, Nep-
túnusar. Svo áhrifamikil var
þessi frásögn að hennar vegna
hvarf vitnisburður gamals
rasjónalista og bolsévika um
sinnaskipti sin og nýjan lifskiln-
ing á efri árum öldungis i
skuggann.
Það er alkunna að hér á landi er
ýmiskonar frumstæð andahyggja
landlæg frá fornu fari. 1 jarðvegi
hennar hefur trúarhreyfing eins
og spiritismi orðið útbreidd og
áhrifamikil i svokölluðu andlegu
lifi á öldinni. Og jafnframt spirit-
ismanum blómgvast margs kon-
ar andaspeki og dulhyggja önnur
sem minna fer þó fyrir hvers-
dags.
Auðvitað eru þessi efni frá-
sagnarverð, svo mikið sem fyrir
þeim fer hér á landi. Það gæti
áreiðanlega verið fróðlegt að
heyra og sjá áreiðanlegar frá-
sagnir af reynslu dulrænna
manna, huglækningum þeirra og
öðru þjóðlegu kukli, hvað þá ef
um leið væri reynt til að gera
skynsamlega grein fyrir þvi
hvers konar reynslu hér væri um
að ræða. En þættir sjónvarpsins
um framhaldslif og huglækningar
voru ekki lil þess gerðir né
fluttir að segja frá og lýsa, hvað
þá skoða og rannsaka upp á eigin
spýtur þessi eða önnur hjátrúar-
efni. Tilgangur þeirra var þvert á
móti að mæla upp hjátrúna,
magna nýja hindurvitna- og
draugatrú, stuðla að þvi að sinu
leyti að koma á hana yfirskini
„fræða”, „rannsókna” og jafnvel
„visinda”.
Rétt er að geta þess að skömmu
eftir hinn eftirminnilega fram-
lifsþátt i sjónvarpinu var rektor
háskólans endurkjörinn til sins
virðulega embættis.
Og „fræði og visindi” af þessu
tagi einskorðast svo sem ekki við
framhald lifsins eftir likams-
dauðann eða yfirskilvitlegar
lækningar mannlegra meina.
Þegar sjónvarpið tók af sjálfs-
eftir
Olaf Jónsson
dáðum til við menningarsöguleg
efni i vor var áhugamaður um
forna tölspeki og sögulega dul-
hyggju settur til að rekja fræði sin
um „rætur” norrænnar og
islenzkrar menningar. En fagn-
aðarerindi hans virtist að væri
einhvers konar ný útvalningar-
kenning: tslendingar væru til
þess kjörnir og útvaldir að boða
umheimnum þessi dásamlegu
fræði.
Að svo komnu munu þó ekki
allir opinberir' aðiljar jafn-ginn
keyptir fyrir framgangi hinna
nýju þjóðfræða. þessa heims eða
annars. Minnsta kosti var þess
getið i sjónvarpsþættinum á
þriðjudagskvöld aö visindasjóður
hefði tvivegis synjað „rann-
sóknarstofnun vitundarinnar”
um styrki til iðkana sinna. Aðrir
eru framsýnni: Það kom fram i
viðtali við forstöðumann
stofnunarinnar, Geir Viðar Vil-
hjálmsson sálfræðing i Timanum
á dögunum, að hin nýja Fram-
kvæmdastofnun rikisins hefur
þegar falið henni verk að vinna á
sinum vegum.
En þess er likast til skylt að
geta að lokum að áhugi sjón-
varpsins á þessum og þvilikum
efnum stafar ekki frekar en
annað af frumlegu framtaki
stofnunarinnar. Andlegu málin
hafa einmitt verið eitthvert
kærasta rórill gamla útvarpsins
allan þess aldur. Einnig á þessu
sviði tekst sjónvarpið með al-
vörugefni og skyldurækni á
hendur það menningarhlutverk
sem útvarpið lætur þvi eftir.