Vísir - 26.10.1972, Page 1

Vísir - 26.10.1972, Page 1
62. árg. — Fimmtudagur 26. október 1972. — 245. tbl. Eldur í sprengjuflutningaflugvélinni ESSO-maður á Keflavíkurflugvetli sýndi snarrœði sjá baksíðu „Þetta hefur allt verið rœtt áður" — segir Hans G. Andersen um orðsendingu Breta — sjá baksíðu Söluskatturinn í 16%? Ótímabœrt að ákveða lausn efnahagsvandans, segir Hannlba! Valaimarsson, félagsmálaráðherra um „lausn" forscsfssráðherra þessu tagi”. sagöi félagsmála- ráðherra. Magnús hló „Jú, þakka þér fyrir. Það er alltal' gott í mér hljóðið. Um persiitiulegiar skoöanir forsætis- ráðherra á efnahagsmálunum vil ég hinsvegar ekki ræða opinber- lega. Ræöi þær aðeins á rikis- stjórnarfundum”, sagði Magnús Kjartansson, heilbrigðis- og iðnaðarmálaráðherra og hló mikið, þegar Visir leitaði til hans i morgun. Forsætisráðherra á aðeins að tala i umboði rikisstjórnar sinnar, segir Gylfi Þ. Gíslason. ,,Ég á varla orð yfir það, sem gerðist i efri deild i gær, þegar forsætisráðherra tók að lýsa per- sónulegum skoðunum sinum á lausn þeirra efnahagsvanda- mála, sem vitað er að rikis- stjórnin og stuöningsflokkar hennar eru nú að ræöa. Og að hann skuli, þótt hann hafi þá fengið nánari tima til umhugsunar, endurtaka ummæli sin i útvarpi”, sagöi dr. Gylfi Þ. Gislason, alþingismaöur. „Forsætisráðherra á auövitað ekki að tala nema i umboði rikis- stjórnar sinnar. Enginn veit á þessari stundu, hvort hann hefur gert það eöa ekki. En viljandi eða óviljandi hefur forsætisráðherra komið upp um hvað verið er að ræða um I rfkisstjórninni, þ.e. visitöluskeröingu, hækkaðar álögur, kjaraskerðingu”. ,/Kjarabæturnar teknar aftur" — segir Magnús Jónsson „Ég tel margt vera mjög at- hyglisvert af þvi, sem fram kom hjá forsætisráðherra I gær. Sér- staklega tel ég athugandi, að reyna að fá fram samkomulag um það, aö óbeinir skattar séu ekki mældir inn i visitöluna. Slikt væri til bóta og auðveldaði fjár- málastjórn rikisstjórna”, sagði Magnús Jónsson, fyrrum fjár- málaráöherra i viðtali við Visi. „Þvi er hinsvegar ekki aö neita, að með þvi að taka óbeina skatta úr visitölunni er veriö aö skerða kjör launþega, ef óbeinir skattar yrðu hækkaðir um leið. — En meö þessari ræðu sinni var forsætis- ráðherra raunverulega að viður- kenna, aö kjarabætur þær, sem rikisstjórnin beitti sér fyrir á siðastliðnu hausti voru á sandi byggðar og verða nú teknar aftur”. -VJ Hvernig i ósköpunum á ég só vita til hvaða ráöa rlkisstjórnin ætlar að gripa um áramótin, þegar hún veit það ekki einu sinni sjálf? — Þannig komst einn fulltrúi stjórnarandstöðunnar að orði i viðtali við Visi i morgun, þegar Visir var að kanna við- brögðin almennt við hinni óvæntu og óvenjulegu yfirlýsingu Ólafs Jóhannessonar forsætisráöherra á persónulegum skoðunum sinum á lausn efnahagsvandans. Ljóst virðist af ummælum for- sætisráðherra, að ríkisstjórnin ráðgerir nú að halda verðstöðvun i einhverju formi gangandi næsta ár. Til að hafa fyrir herkostnað- inum, sem verður að þvi — er Magnús Jónsson, fyrrum fjár- málaráðherra, áætlar um 2.500 milljónir króna — virðist i bigerö að hækka óbeina skatta. Sölu- skatturinn liggur þar beint við höggi, enda mætti ná inn þessari upphæð með þvi að hækka sölu- skattinn um tæplega helming eða úr 11% eins og hann er nú i 16%. — í fjárlagafrumvarpinu er áætlað, að söluskatturinn gefi um 5.2 milljarða I tekjur á næsta ári. Með þvi að hækka hann i 16%, mun hann| þv!I hækka i um 7.5 milljarð, ef unnt reynist að halda kaupgetu almennings uppi, t.d. með nægri atvinnu. Til þess að söluskattshækkun komi að tilætluðum notum án þess að valda enn frekari verð- lagshækkunum, virðist i bigerð, að breyta visitölukerfinu, þannig að óbeinir skattar hafi ekki áhrif á visitöluna, að þvi er forsætis- ráðherra upplýsti. „Ég tel engan veginn timabært fyrir mig að láta i ljósi skoðun mina á leiðum til lausnar I efna- hagsmálunum”, sagði Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráð- herra, þegar Visir leitaði til hans i morgun. — „Það þjónar þá engum tilgangi að láta sérstaka nefnd fjalla umþaumál, ef maður er búinn að gera sér upp endan- lega skoðun áður en hún skilar sinu áliti”. — Teljið þér þá, að forsætis- ráðherra hafi verið of fljótur á sér varðandi þessi mál? „Ég tel ekkert óeðlilegt, við það, að hann láti uppi sinar per- sónulegu skoðanir.” — Menn eru mjög ósammála um stærö vandans. Forsætisráö- herra nefndi 800—100 milljónir. Stjórnarandstæðingar nefna allt að. 2500 milljónum. Hverjir eru nær lagi? „Þetta sýnir bezt, að menn vita ekki nákvæmlega hver vandinn er, fyrr en nefndin hefur birt sina niöurstöðu. Ég geri mér grein fyrir þvi, aö við töluverðan vanda er að etja. Sá vandi þarf þó ekki að vaxa mönnum i augum nú i öllu góðærinu. Við höfum áður þurft að glima við vandamál af Sovézka ballettfólkið gerði mikla lukku er það sýndi list sina I Þjóðleikhúsinu i gær- kvöldi. Ahorfendur klöppuðu dönsurunum lof i lófa lengi eftir að sýningu lauk. Kölluð voru fram einstök pör og hópar. Gestirnir á sýningunni voru seinþreyttir að Iáta ánægju sina I ljós. Listafólkiö mun dansa i kvöld, á morgun og auka- sýning, sem ekki hafði veriö gert ráð fyrir upphaflega mun verða á laugardaginn. Só tapar í landhelgis- mólinu, sem fyrr guggnar ó spennunni Bretar eru skæðir samningamenn. Utanrikis- þjónusta þeirra hefur ianga reynslu af málaþrasi. Þeir gera sem minnstar til- siakanir og gæta þess aö vekja athygli á, að það séu þeir, sem séu reiðubúnir til viðræðna. Það er skynsamlegt af islenzkum stjórnvöldum að leika biðieiki eins og Bretar. Við stöndum i taugastriöi, þar sem sá tapar, sem fyrr gugnar á spennunni. SJÁ LEIÐARA BLS. 6. Nú eru konurnar komnar með pípu Sjá bls. 3 Iðnskóli í fangelsum? — Sjá bls. 2 Hanoi skýrir frá leynivið- rœðum Kissingers í París Bardagar blossa aftur upp í Vietnam „Vopnahléssamningana i Vietnam átti að undirrita, áður en mánuöurinn var liðinn”, segir útvarpið i Hanoi, sem greint hefur frá hinum leynilegum viðræðum Kissingers við Le Duc Tho i Paris. En svo nærri, sem Kissinger hefur veriö friði i Vietnam fyrir rúmri viku, þá horfir ekki friðvænlega núna. 113 árásir gerðu Norður - Vietnamar og Víet Cong víðsvegar i Suður-Vietnam siðastiiðinn sólarhring. Nixon Bandarikjaforseti hafði þó fyrirskipað að sprengjuárásum Banda- rikjamanna yfir N-Vietnam yrði hætt meðan friðarum- leitanir stæðu yfir. Sóknaraðgeröir kommúnista hafa ekki verið jafnþungar siðan I vor. — Sjá nánar bls. 5. F.B. SVARAR: Beinið kröftunum að viðhaldi húsa ykkar... n ,.Nú i árslok hefur F.B. lokið við að byggja 707 ibúðir og vona ég, að fyrstu eigendur F.B. ibúða hætti þessum árásum á nefndina og beini kröftum sin- um að þvi að sjá um viðhaid að húsum sinum og lóðum, þannig að til fyrirmyndar veröi”. Þannig kemst formaður Framkvæmdanefndar, Eyjólfur K. Sigurjónsson, að orði I svari sinu til ibúðareigendanna i Breiðholti, sem látiö hafa til sin heyra hér á síðum Visir undan- farið. Bendir Eyjólfur á ýmsar stað- reyndir mála i svarbréfi sinu. Þar á meðal, að i samkomulag- inu, sem gert var við Ibúðareig- endur 1969, var ekkert rætt um að auka eldvarnareftiriit eða auka malarfyliingu á bllastæð- um. Visar hann jafnframt til álitsgerðar sérfræðinga, þar sem segir að meginorsök ástands lóða sé ágangur. Þá bendir Eyjólfur á að allar teikningar að húsum F.B. voru samþykktar af opinberum aðil- um og farið eftir reglum, sem þá voru i giidi. SJÁ SVAR FOR- MANNS F.B. Á BLS. 3. Sammy Davis geldur stuðnings við Nixon Frægir svertingjar, sem styðja Nixon, hafa ekki sopið sældina. SJA N(J-SIðu BLS. 4. Nordkap fannst í nótt — Sjá bls. 5

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.