Vísir - 31.10.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 31.10.1972, Blaðsíða 2
2 Visir Þriðjudagur 31. október 1972. risnism: Hvað finnst yður um samningana milli Hita- veitu Reykmvikur og Kópavogsbæjar? Kyjólfur Kristjánsson, Brúarósi. Mér finnst sjálfsagt að fá hita- veitu i Kópavoginn, hvort sem þetta er rétta Ieiðin eða ekki. Kjartan Gunnarsson, stud. oecon. Mér lizt illa á þá. Ég held að þetta sé skref að innlimun Kópavogs i Reykjavik. .lóliann Baldursson, nemandi. Mér lizt bara vel á þá. Ég held að hitaveitan verði miklu ódýrari á þennan hátt. Gunnar Þorsteinsson. Ég hef nú litið kynnt mér málið. Eftir þvi sem ég fæ bezt séð, þá er þetta báðum aðilum til hagræðis og þvi ágætt. Jóhannes Uelgason, laganemi. Mér lizt bara mjög vel á samn- ingana. Það er indælt að eiga von á að fá hitaveitu i Kópavoginn. Pálina Haraldsdóttir, nemandi. Ef vatninu verður skipt jafnt á milli aðilanna, er þetta ágætt. Við fáum svo litið heitt vatn og það er agalegt vesen. Það verður mikill munur að fá meira af heita vatn- inu. Kaupmaðurinn ó horninu að hverfa? ,Þróunin í þó ótt, að reynt er að útrýma okkur, segja /litlu" kaupmennirnir. „Æskileg þréun", segja þeir „stóru' Þróun verzlana virðist vera orðin sú, að hinar stærri og full- komnari verzlanir séu að vcrða kaupmanuinum á horninu svo- kailaða yfirsterkari. Hinar minni verz.lanir, sem fyrirfundust næslum á hverju götuhorni, virðast vera að hverfa, en þær verzlanir, sem hafa allt á boð- stólum fyrir viðskiptavininn, inunu verða i framtiðiuni. Við höfðum samband við nokkra aðila, sem kunnugastir eru þessum málum, og spurðum um þeirra álit á þessari þróun. „Litlu verzlanirnar eru að hverfa. Þær hafa þjónað bæði ungum og gömlum, og sérstak- lega hafa þær þjónað þeim, sem átt hafa erfitt. Kaupmaðurinn á horninu hefur reynt að leysa vandamál þeirra, sem koma og verzla og reynt að gera þeim til hæfis. En stórar verzlanir eru að risa upp. Borgaryfirvöld hafa út- vegað glæsilegar lóðir, og þessar verzlanir fá örugga aðstöðu. En kaupmaðurinn á horninu er aldrei óhultur, þvi að engar reglur eru til um það, að önnur verzlun megi ekki risa upp alveg við hliðina”. Þetta sagði formaður Félags matvörukaupmanna, Einar Bergmann, þegar blaðið hafði samband við hann. „Þróunin er öll i þá átt, að það er verið að reyna að útrýma okkur”, sagði Einar ennfremur, ,,en hvort það er æskileg þróun, verður hver og einn að dæma fyrirsig. En svo vikið sé að öðru, heimilar reglugerðin um lokunar- tima sölubúða öllum verzlunum að hafa opið til klukkan 10 á þriðjudögum og einnig á föstu- dögum. Til okkar koma örfáir, og margir hafa lokunartimann i staðinn 7 á þriðjudögum og 8 á föstudögum, en aðrir hafa gefizt LESENDUR Jk HAFA /áW ORÐIÐ Húsnœði utanríkis- ráðuneytisins S.i. föstudag birtir Visir lesenda- bréf frá K.J., er lætur i ljós mikla vandlætingu sina á innréttingum húsnæðis þess, er utanrikisráðu- neytið hefir fengið til afnota á el'stu hæð i skrifstofubyggingu Lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Með þvi að embætti húsameistara hefir verið falið að sjá um innréttingar þessa húsnæðis, og mjög er hallað réttu máli i bréfi K.J., þykir ástæða til þess að koma hér á framfæri nokkrum athugasemdum. Bréfritari segist hafa gengið um húsakynni ráðu- neytisins af „tilviljun” i sam- Þessi mynd er tekin á gangi hins nýja húsnæðis utanríkisráðu neytisins. upp. En stóru verzlanirnar græddu á þessu, þvi þær höfðu auglýsingamáttinn. Þær hafa unnið sigurinn yfir hinum minni verzlunum.” Þegar við höfðum samband við Gunnar Snorrason, varaformann Kaupmannasamtakanna, kvað hann einstaklingsverzlunum fara fækkandi smátt og smátt. „Þær koma til með að hverfa”, sagði hann. „Reyndar er ekki gott að segja til um gamla bæinn, en það verður svo i hinum nýju hverfum. Þar byggist allt á þvi, að hægt sé að fá vörurnar á sama stað. Þetta er æskileg þróun. Kostnaður i sambandi við siikt ætti ekki að aukast, og vinnuafl nýtist mun betur i kjörbúðinni, þvi að hægt er að nota það, þó ekki sé alltaf verið að afgreiða. Mjólk ætti einnig að fara inn i þessar verzlanir, það skapar meiri umferð, en verzlanirnar ætti að innrétta með það fyrir augum, að þar verði hægt að selja og geyma mjólk”. Að lokum höfðum við samband við Baldur Ágústsson, verzlunar- stjóra hjá Silla og Valda. „Þróunin er sú, he'r eins og alls staðar annars staðar I heiminum, að smábúðirnar eru að hverfa. Timinn er það dýrmætur, að fólk vill fara á þann stað þar sem allt fæst. Á Norðurlöndunum hefur þróunin orðið sú, að minni verzlanirnar hafa horfið. I Kaup- mannahöfn til dæmis, þar sem á hverju horni voru litlar verzlanir, hefur þeim nú verið lokað I stórum hópum, en það eru stóru verzlanirnar, sem draga fólkið til sin. Þetta verður þróunin hér á landi lika þó að við séum enn á eftir. En þetta er staðreynd. Ég veitekki hvað skal segja um það, hvort þetta sé æskileg þróun. Viðskiptavinurinn verður að dæma um það. En við getum tekið sem dæmi, að húsmæður vinna nú meira úti en áður tiðkaðist, og þegar þær hafa lokið vinnutima, kjósa þær heldur að fara á þann staðinn, þar sem úrvalið er meira. Þegar kjörbúðirnar hófu göngu sina, var talið, að slikur rekstur mundir ekki ganga. Fólkið myndi um leið missa allan „contact” við kaupmanninn eða afgreiðslu- fólkið. Það kom þó i ljós, að þær verzlanir, eða kjörbúðirnar gengu. Stærri verzlanirnar eiga að geta verið ódýrari. Ef þær geta flutt inn sjálfar, en það eru meiri möguleikar til þess, eftir þvi sem þær eru stærri, eiga vörurnar að vera ódýrari en þegar fyrst þarf að kaupa þær frá heildverzlun- um.” —EA Kaupmaðurinn á horninu er að hverfa, en stærri verzlanir eru að taka vlð, segja þeir, sem mest vit hafa á málunum. bandi við heimsókn i Lögreglu- stöðina. Ekki er þvi óliklegt, að K.J. miði gagnrýni sina við samanburð á vistarverum öðrum i húsinu og leigjandans á 5. hæð i aðalbyggingunni, en eigi dylst, að gagnrýnin byggir á allt öðru en sanngjörnu mati á þvi sem fyrir augu þessa gests i húsakynnum ráðuneytisins bar, og að annar- legar ástæður hafa stjórnað penna hans við ritsmiðina. Innréttingar á húsnæði utan- rikisráðuneytisins eru með sama hætti og skrifstofuhúsnæði á öðrum hæðum hússins, og hefði orðið með sama fyrirkomulagi um herbergjaskipan hjá hverjum öörum, er þar hefði fengið sama stað. óhóf telur K.J. það helzt, að gólfog gangarséu teppalagðir og veggfletir klæddir harðviði. Rétt er það, að vel flest herbergi eru teppalögð, en harðviður aðeins að litlu leyti i innréttingum, og þá helzt á göngum i hurðarhæð. Teppalögnin og viðarklæðning þar sem henni var við komið, þótti hagkvæmari lausn en önnur meðferð gólfa og veggjarflata. Jafnframt er það i samræmi við nýlegar breytingar á innréttingu annarra stjórnardeilda, svo sem i Arnarhvoli, þar sem gagnger breyting hefir verið gerð á skrif- stofuhúsnæði sl. tvö ár, og inn- réttingar á húsnæði stjórnar- ráðsins verið samræmdar og leitazt við að gæta allrar hagsýni um búnað. Það sem miklu fremur ætti að vekja athygli um innréttingar á húsnæði utanrikisráðuneytisins en „bruðl” og „flottheit” sem K.J. telur einkenna fram- kvæmdirnar, — er einmitt hversu látlausar þær eru og án alls iburðar. Gólfteppi, gluggatjöld og húsgögn þau, sem eigi voru áður fyrir hendi, er góður islenzkur iðnaður og kostnaði i hóf stillt. Að lokum skal tekið undir óskir K.J. um það, að sem flestir mættu sjá, hvernig eitt ráðuneyti býr um sig, og hver vinnuskilyrði hið opinbera býr þar starfsmönnum sinum, og stefnir að, að verði sem viðast. En óviða var meiri þörf breytinga á vinnuskilyrðum og aðstöðu allri en einmitt hjá utan- rikisráðuneytinu. Frá húsameistara rikisins. Synd að stytta Jón B. Sú ákvörðun útvarpsins að fella niður þáttinn „Eftir hádegið” á fösludögum virðist ekki hafa fallið i góðan jarðveg hjá hlust- endum. Hafa fjölmargir skrifað vegna þess arna, og hér verða nokkur bréfanna birt. „Mig lahgar til að koma á framfæri kvörtun til útvarpsins yfir þvi að þáttur Jóns B. Gunn- laugssonar, „Eftir hádegið”, skuli stórlega skertur. Þetta er af mörgum talinn einn bezti þáttur útvarpsins og synd, að hann skuli að miklu leyti tekinn burt af dag- skránni. Þar sem ég vinn hlusta allir, og vafalaust hafa fleiri sömu sögu að segja. Hvað veldur þessari ákvörðun?” Haraldur Marteinsson Þátturinn má ekki hœtta M. skrifar: „Svo er mál með vexti, að ég er að nokkru öryrki og er þar af leið- andi litið á ferðinni, enda lömuð að nokkru. Ég er þvi að mestu heima og hlusta mikið á útvarp og horfi á sjónvarp. Mig langar til að koma á fram- færi þeirri ósk til útvarpsins, að þátturinn „Eftir hádegið” verði ekki skorinn niður. Ég heyrði, að hann ætti ekki að vera á föstu- dögum framvegis, og það finnst mér misráðið. Útvarpið verður lika að taka tillit til þeirra, sem heima sitja, þegar dagskráin er ákveðin. Sá hópur er tryggasti hlustendahópurinn og sjálfsagt ekki sá minnsti. Ég vil þakka útvarpinu fyrir margt gott efni og þá ekki sizt þáttinn „Eftir hádegið”. Hann má ekki falla niður”. r Afram „Eftir hádegið" á föstudögum Guðinundur Jónsson skrifar: „Ég vil með bréfkorni þessu koma á framfæri megnustu óánægjuminni með þá ráðstöfun útvarpsins að fella niður þáttinn EFTIR HÁDEGIÐ á föstudögum. Þáttur þessi er vafalitið einn allra vinsælasti þáttur útvarpsins og vafasamt, að meira sé hlustað á annað efni. Auk þess sem þáttur- inn flytur fjölbreytilega tónlist (ekki sízt eldri slagara), þá eru sum simtölin ógleymanleg og fróðleiksmolar fylgja alltaf með!. Má með sanni segja, að i þættinum komi fram „frétta aukar” af ýmsu tagi og virðist stjórnandinn vera einkar opinn fyrir þvi, sem er að gerast, og ekki skemmir að hann hefur gott skopskyn og kann að tala við fólk án þess að láta „of mikið” i sjálfum sér heyra. Ég skora á útvarpið að taka tillit til allra þeirra, sem fylgjast með þessum þáttum, en ég er viss um að þátturinn EFTIR HÁDEGI er með vinsælasta efni sem flutt hefur verið lengi. Meira af þessum óþvingaða léttleika og fjöri, sem einkennir þáttinn allan”. Við liöfðum samband viö dag- skrárdeild útvarpsins og spurðum, hvort ákveðið væri að fella niður umræddan þátt á föstudögum. Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri tjáði lesenda- þættinum, að útvarpsráð hefði samþykkt á fundi sl. fimmtudag, að þátturinn skyldi halda áfram á föstudögum. Verður hann þvi væntanlega tekinn upp aftur á þeim dögum eins fljótt og hægt verður. Ætti þessi ákvörðun að gleðja hlustendur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.