Vísir


Vísir - 31.10.1972, Qupperneq 7

Vísir - 31.10.1972, Qupperneq 7
Visir Þriðjudagur 31. október 1972. r cTVLenningarmál Almœttisverk eða andalœkningar Um nokkra hrið hefur þótt hin mesta vizka fólgin i því að taka til orða sem svo/ — að enn sé ekki vitað hvernig málum sé háttað, — engar visindalegar rann- sóknir hafi verið gerðar, — á þessu stigi málsinssé ekki unnt að segja neitt ákveðið. Þessi svör við beinum fyrirspurnum um tiltekin málefni eða verkefni, sem á döfinni eru hjá ein- staklingum eða hinu opin- bera eru venja, — skýr svör eru undantekning. Þessi viðræðuaðferð er á góð- um vegi með að verða svo rótgró- in. að i sjónvarpi, t.d., er mjög sjaldgæft, að aðspurðir aðilar, sem upplýsinga er leitað hjá eða þeir beðnir að segja skoðun sina, hefji ekki svar sitt á: þetta er erfið spurning eða: þessu er ekki unnt að svara til hlitar að sinni eða: enn liggja ekki fyrir niður- stöður, er geri kleift að svara þessu. Stundum rætist þó nokkuð úr og eitthvað, sem likist beinu svari, læðist út úr harðlæstum hugarfylgsnum. Orö í stimpingum Sú stétt, sem hvað stifast held- ur við þetta-er-erfið-spurning, eru sérfræðingar, sem i ýmsum til- vikum eru kallaðir fram á sjón- varpsskerm til að skýra atriði i sérgrein sinni eða imyndaðri sérgrein. fyrir þeirri undarlegu skepnu hinum almenna hlust- enda. Oft er þaö svo með ung börn, að þau halda, að allt, sem sagt er hollt, sé líka vont á bragðið. Ákveðin tengsl myndast á milli orðsins „hollt" og þeirrar óþægilegu tilfinningar að hafa eitthvað bragðvont í munninum. Svipuð orðatengsl hafa orðið i hugum margra, þegar fjallað er um kvikmyndir. Átt er við orðið „listrænn”, en það virðist i hug- um margra samsvara orðinu ..leiðinlegur”. Að visu eru allar leiðinlegar kvikmyndir ekki úr- skurðaðar „listrænar”, en allar „listrænar” eru leiðinlegar. Sam- anber allar kýr eru dýr, en öll dýr eru ekki kýr. Orðið „listrænn” er orðið slikur púki, að eigendur bióanna þora ekki að nefna það i auglýsingum sinum, nema fyrirfram sé vist, að enginn komi til að sjá viðkomandi kvikmynd, nema hópur úr sértrú- arsöfnuði þeim, sem stundum er nefndur „kvikmyndaunnendur”. Það þykir hið versta fólk og menningarsnobb i þokkabót. „Ég skrifa frá sjónarmiði hins „almenna” borgara. Ég dæmi kvikmyndir eftir „almennu” skemmtanagildi þeirra. Ég er ekki i hópi þeirra sérvitringa, sem skrifa torskildar greinar um leiðinlegar og óskiljanlegar kvik- myndir.” Það er lagið. Svona eiga sýslumenn að vera. Súmmið i bardagasenunni Islendingar eru hin mesta bókaþjóð og ófeimnir við að flika þvi. Bóklestur og sagnalist eru rótgróin meðal þjóðar vor.rar. Þetta gerir það að verkum, að Islendingar kunna góð skil á tján- ingarmáta hins ritaða máls og geta sagt: þetta er vel skrifað, þetta er illa skrifað, þetta er ljót- ur still og svo framvegis. Sama á En ég sagði, að sumir svöruðu i imyndaðri sérgrein sinni, og átti þá að sjálfsögðu við, að menn væru kallaðir fram til þess að ræða um efni, sem alls ekki eru tengd sérgrein þeirra, og eru kannski ekki einu sinni á áhuga- sviði þeirra. Þegar slikt kemur fyrir, vekur enga furðu. þótt þeim vefjist tunga um tönn. Um ffoov- er Bandarikjaforseta var sagt, er hann ræddi um gulltryggingu gjaldmiðilsins að þá hafi mátt heyra gegnum óþrotlega mærð- ina orðin i stimpingum við ósegjanlegar hugsanir. Eitthvað svipað verður uppi á teningnum, þegar menn fara að ræða um mál, er þeir hafa litinn áhuga á, og hafa kannski enn siður löngun til að segja eitthvað, er siðar verði notað gegn þeim. Þau atriði, sem ég hefi minnzt hér á, komu mér i hug, er ég ásamt öðrum almennum hlust- endum horfði og hlýddi á fræðsluþátt um huglækningar, sem fyrir skömmu var i sjón- varpinu. Það varð brátt lýðum ljóst, að þeir tveir sérfræðingar, eðlisfræðingur og læknir, sem til voru kvaddir að ræða um þetta efni, voru svo viðs fjarri að vera að fjalla um sérgreinar sinar, að þeir töluðu ekki einu sinni sama tungumál og sjálfur huglæknir- inn. Og stjórnandi þáttarins var einnig á allt öðrum visindaslóðum en þeir rannsakendur hins þétta efnis„ sem ekki virtist njóta ýkja mikillar virðingar hjá Rann- sóknarstofnun vitundarinnar, en jafnframt þvi að vinna að fram- tiðarspám fyrir Framkvæmda- stofnun rikisins rannsakar sú stofnun vitundarsviðin sjö fyrir almenning. En læknir og eðlis- við um allar vestrænar þjóðir, þar sem fólk venst bóklestri frá unga aldri. Fyrir nokkrum ára- tugum hefði verið hægt að gagna að næstum hvaða tslendingi sem var, lesa fyrir hann visu og hann hefði getað sagt þér, hvort hún væri rétt, rangt, vel eða illa kveð- in. Slikt er ekki hægt nú. Það sem þarna ræðurer hvort viðkomandi er vanur tjáningarforminu. Kvikmyndir eru sérstakt tján- ingarform, sem sameinar eigin- leika orðsins og myndarinnar. Hreyfimynd eða „lifandi mynd”, eins og einn af frumkvöðlum i is- lenzkri kvikmyndun nefndi þetta fyrirbrigði, hefur „lifið” fram yfir málverkið og ljósmyndina, en vantar þann varanleika sem þau hafa. Kvikmynd getur gætt orðið „lifi”: lagt það i munn til- tölulega lifandi einstaklingum, en kvikmyndin getur ekki náð þeirri hrynjandi stils, sem er að finna i góðum bókum. Ennfremur sker hún imyndunaraflinu að mörgu leyti þrengri stakk en bókin. Til þess að fá fulla nautn af að horfa á kvikmynd og vera fær um að leggja raunhæft mat á hana, þarf maður með öðrum orðum að vera kunnugur tjáningarmáta hennar. Eins og bókarýnir getur sagt: þetta er vel orðuð setning, þá þarf kvikmyndarýnir helzt að geta sagt: þetta er gott klipp eða : „súmmið” finnst mér ekki eiga heima i bardagasenunni. Nú er það svo, að eru ekki allir sam- mála um, hvað sé vel rituð setn- ing, og ekki eru allir, sem ræki- lega hafa kynnt sér kvikmyndir, heldur sammála um hvað sé gott klipp. Slikir hlutir hljóta ævinlega að verða smekksatriði. Bezta hugsanleg aðferð til að kynnast kvikmyndinni og eigin- leikum hennar er vitaskuld að fara i bió. Þó geta þeir, sem um þessa hluti fjalla á opinberum vettvangi, hjálpað til með þv áð miðla af visdómi sinum. Ætlast má til að þeir menn séu kunnugri viöfangsefni sinu en almennt ger ist um fólk. fræðingur reyndust engu hafa við að bæta fregnir að nýtingu orku hinna einstöku sviða, enda ekki þeirra sérgrein. Almættið og prestarnir Ég tel að umsjónarmenn þáttarins hafi ekki nægilega fljótt áttað sig á þvi, að til eru i landinu sérfræðingar, sem eiga að geta gefið skýr svör við ráðgátum um hug- og andalækningar og jafnvel hryggréttingar lika Það eru guð- fræðingarnir. Þjóðkirkjan og starfsmenn hennar eru sá aðili, sem sagt getur til um öll þessi efni, og þarf ekki að leita til Rannsóknarstofnunar vitundar- innar, — og ekki einu sinni til Framkvæmdastofnunar rikisins um svör við þeim spurningum né andsvar við þeim fullyrðingum, sem þarna voru fram settar. Guð- fræðin hefur önnur svör en þau, að „margt sé óskiljanlegt og óljóst af staðreyndum lifsins og tilverunnar”. í ævisögu séra Árna Þórarins- sonar segir frá Kristinu i Skógar- nesi og lækningum hennar. Þær lækningar voru hvorki tengdar einu né öðru vitundar- eða orku- sviði, heldur almættisverk. Mun það einnig kórrétt kenning, að maðurinn sé aðeins verkfæri al- mættisins i þeim tilvikum, að hann fer læknað og linað þjáningu meðbræðra sinna, en hvorki eitt né annað af sjálfum sér. Um þetta mættu guðfræðingur og anda- læknir ræða, og eins hitt, hve allt nema viðleitniner manninum fá- nýtt til þroska og hugareflingar. En þjóðkirkjan og prestar hennar þegja þunnu hljóði, þótt Leiðbeiningar, upplýsingar Kvikmyndagagnrýni gegnir mikilvægu hlutverki svo sem öll önnur gagnrýni. Af þvi, sem slik skrif geta veitt lesanda sinum, mætti nefna nokkur atriði. Mest af þvi sem við á tslandi sjáum um kvikmyndir er til að leiðbeina fólki i vali sinu. Það hlýtur að skipta einhverju, þegar farið er á bió, hvort maður sér skemmtilega og góða kvikmynd eða leiðinlega og slæma. Slik leiðbeiningarstarfsemi þarf ekki að byggjast á samþykki lesandans. Ef skriffinnurinn orð- ar hugsanir sinar á ljósan hátt, getur lesandinn séð að einmit þessi mynd, sem gagnrýnand inn hallmælir svo mjög, sé við hans hæfi. Einnig er svo, að skrifi sami maðurinn i nokkurn tima um margar myndir, lærir lesand- inn að þekkja hann og hans við- horf. „Nú já, hann skrifar vel um þessa, þá er það örugglega ein hver hrútleiðinleg della...” I báð- um tilvikum er lesaranum hagur að lestri sinum. Annað hlutverk kvikmynda- gagnrýni miðast við þá, sem séð hafa myndirnar þegar þeir lesa um þær. Algengt er að fólk fari út af kvikmyndasýningu án þess að hafa botnað til fulls í þvi, sem það sá. Setji skrifarinn fram sinn skilning getur það orðið til að opna augu einhverra, eða eins og i fyrsta atriðinu, veki andstöðu þess, og þar með meiri vanga- veltur. Hvort tveggja leiðir til þess, að áhorfandi kvikmyndar- innar gerir sér betur grein fyrir henni. Kemst nær sannleikanum, sem þó aldrei er einn. Um bókmenntir og aðrar listir er mikið fjallað á opinberum vett- vangi. Kvikmyndir sem listgrein hafa til skamms tima orðið þar nokkuð útundan. Á þessu hefur þó orðið talsverð bót á siðustu árum. Ef til vill er ástæðan sú, hve ung listgrein þetta er miðað við til dæmis bókmenntir og myndlist. Á rætt sé um mál, er hana og þá varðar miklu. Er andatrúin búin að hreiðra svo rækilega um sig innan hennar, að enginn hafi lengur þrek til að bera sig við að andmæla? (nema séra Arngrim- ur Jónsson) Trúarlif eöa heiibrigðisþjónusta Og hvað veldur þvi, að forvitni- leysið hefur náð slikum tökum á mörgum, að ekki er einu sinni unnt að gera slikan fræðsluþátt um hug- og andalækningar spenn- andi með umræðum um þau mörk trúar og trúleysis, sem fetað er eftir? Uangaði engan nema mig til að vita, hvernig aflað hefði verið visindalegrar vitneskju um sviðin sjö? Eöa: er hér ekki um að ræða hina einu og sönnu efnis- hyggju? Hvernig er hugsanlegt að rannsaka þessi lækningafyrir- bæri þannig, að óyggjandi sé, að ekki sé um eðlilegan bata að ræða, eða gervibata eða þá bata vegna beinna persónulegra áhrifa á sjúklinginn? Hvaða tegundir sjúkdóma eru það, sem helzt eru læknaðar af hug- og andalækn- um? Hvar eiga þessar lækningar sé einkum stað? Guðfræðingar mundu vafalaust spyrja: hvort með mætti kærleikans væri átt við kærleika Guðs eða kærleika mannanna til meðbræðra sinna. Og þjóðfélagsfræðingar mundu vilja vita, hverjir það eru, sem leita til andalækna, hve útbreidd skoðun það er, að þeir geti liknað, þegar háskólalærðir læknar hafa gefizt upp, hvort þessi læknisað- stoð sé yfirleitt ókeypis, en sé svo ekki. þá hvaða gjaldskrá sé fylgt. Mjög væri fróðlegt að fá ná- Svona styttu þarf bandariska kvikmyndaakademian aldrei aö veita. Það cr ncfnilega ekki svo algengt, að „listrænar” scu leið- inlcgar, að það þurfi sérstaka Oscarstyttu fyrir þær skemmti- legu. eftir Harald Ólafsson kvæma vitneskju um hvernig fólk ákveður að leita til hug- eða anda- læknis, hvernig það fréttir af hon- um, hvernig það kynnir ættingj- um og vinum árangur lækningar- innar, og hvað fólk yfirleitt heldur um það, sem fyrir það kom. Þá væri einnig fróðlegt að fá að vita eitthvað um þá, sem ekki læknuð- ust. Ég tel, að slikar rannsóknir gæfu allgóða mynd af viðhorfum fólks til umhverfis sins og fyrir- bæra á mörkum hins skilvitlega. Það væri til dæmis ákaflega fróð- legt að kanna, hvað fólk telur dularfulla reynslu.Eru allir sam- mála um það lágmark, sem sönnunfyrir framhaldslifi er, eða hve strangar kröfur gerir fólk til bata? 1 landi þar, sem upplýst er, að þrjátiu hug — og andalæknar auk hryggréttingameistara starfi, væri auk þess nauðsynlegt að fá vitneskju um raunverulegan þátt þessa fólks i heilbrigðisþjón- ustunni. En það eru þá fyrst og fremst guðl'ræðingarnir, sem rætt gætu þessi mál á þeim grundvelli, sem þau voru fram sett i fræðslu- þætlinum. Eðlisfræðin og lækna- visindin hafa auðvitað ekkert um þau að segja. Nema svo vildi til, að öll þessi anda- og huglækn- ingamál séu verkefni fyrir þjóð- félagsfræðinga. eftir Lórus Óskarsson meðan titt er fjallað um málara, skáld og rithöfunda, þekkja fæstir nöfn merkustu kvikmyndagerð- armanna, hvaö þá feril þeirra. — Lesi maður góða bók, tekur hann eftir hver rithöfundurinn er, en sjái sá hinn sami góða kvikmynd, tekur hann eftir, hver leikur aðal- hlutverkið. Þó er kvikmyndin jafnmikið hugarfóstur þess, sem hana gerði, og bókin rithöfundar- ins. — Með þessu er ekki mælzt til að allir skuli hafa með sér blað og blýant í hvert sinn, sem þeir skreppa á bió, skrifa niður nafnið á leikstjóranum og lesa það yfir tiu sinnum, áður en þeir fara að sofa. Af þvi er áður greinir mætti ætla þeim, sem um kvikmyndir fjalla opinberlega að kynna höf- unda og tæknimenn, en slikt er að öllum jafnaði teikn, sem gefur mestar upplýsingar um mynd að henni óséðri. Á háan hest Þetta sem hér fór á undan er byggt á þeirri trú, að ,, .menning- arlegt uppeldi” almennings eigi rétt á sér. Það er að segja að fróð- ir menn setji sig á háan hest og segi „þetta er gott, hitt er vont”. Undirritaður álitur, að slikt eigi rétt á sér að vissu marki. Hins vegar mætti spyrja eftirfarandi spurninga: Af hverju skrifar maður, sem ekki kann að meta vandlega gerðar landslagsmynd- ir, um myndlist? Hvi er það svo með mann, sem að staðaldri skrifar um bókmenntir, að hann kann ekki að meta „Sannar sögur”, „Nýtt úrval” og „Familie Journal”? Skyldi maður ekki ætla að þeim, sem um kvikmyndir ritar þættu „Sound of Music” og „Love Story” beztu kvikmyndir, sem hann hefur aug- um litið og eyrum numið. Um kvikmyndir og gagnrýni

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.