Vísir - 04.11.1972, Side 1
B2. árg. — Laugardagur 4. nóvember 1972 — 253 tbl.
Glímuskjálfti
fyrir ASÍ-þing
Sjá baksíðu
Minkurinn fer
ekki í ríkiskassann
„Er nú einn atvinnuvegur-
inn i viöbót að sækja á rikis-
spenann?” spyrja margir,
þegar i ljós kemur að minka-
búin i landinu hafa skaðazt
stórkostiega frá þvi að starf-
semi þeirra hófst. En minka-
ræktendur eru ekki að biðja
um neinn náðarstyrk, segir
Asgeir Pétursson forstjóri i
Dalsbúi, i bréfi til blaðsins,
en óska aðeins eftir fyrir-
greiðslu vegna timabund-
inna vandamála. — Sjá bls 2.
Allir regnbogans
litir í'
innréttingunni
Hvítt, hvitt, hvítt... Þannig
var það fyrir nokkrum árum,
þegar hfbýli manna voru
máluö, og litirnir á móti
þessu voru ;gjarnan
palisander eða tekkiitir. En
svo komu litir svo um
munaði, hvort heldur var á
baðherbergi , i eldhúsi eða
stofu. Og enn gerast innan-
hússérfræðingar litaglaðir.
Þetta má sjá á sýningu sem
niu fyrirtæki hafa sett upp
hjá Byggingaþjónustu arki-
tekta. — Sjá INN-siðuna á bls
8.
Búizt við skriðu
á þriðjudaginn
Menn búast við skriðu i
forsetakosningunum i
Ba n da r ik jun um næsta
þriöjudag. Kjósendur sætta
sig ekki við það sambland
Lenins og Jóns Vidalins, sem
McGovern er. Nixon gætir
þess að láta sem minnst
bendla sig við nokkra stefnu,
vill hafa alla góða og sigra
vegna veikleika andstæð-
ingsins. Hiö eina, er Nixon
gerir, er að kasta mestu
kosningabombu allra aida i
Vietnam. — SJA BLS. 6
BYRJAÐIR AÐ LEITA
VOPNA Á VELLINUM
Tœki komin í flugstöðvarbygginguna í þessu skyni
Nú eru leitartæki til þeirra.
vopnaleitar á farþegum
komin í flugstöövar-
þygginguna á Keflavíkur-
flugvelli. Tæki þessi eru
sett upp með það fyrir aug-
um aö koma í veg fyrir
flugrán, eða tilraunir til
Björn Ingvarsson,
lögreglustjóri á Kefla-
víkurflugvelli tjáði þlað-
inu, að þegar væri þúið að
taka í notkun handleitar-
tæki.
Er verið að setja upp stærri
tæki, sem komið verður fyrir á
gangi i flugstöðvarbyggingunni.
Að sögn Björns átti að koma mað-
ur frá Luxemburg til að kenna
íslendingum á tækin, og koma
þeim fyrir. Þessi maður kom ekki
og var annar frá Bandarikjunum
fenginn i hans stað. Ekki vildi
Björn segja hvort þörfin á þess-
um tækjum sé mikil hér, en slik
tæki eru á flestum stærri flugvöll
um heims núna.
Þá hefur alþjóðalögreglan
Interpol sent báðum flugfélögun-
um hér upplýsingar um tæki til að
leita i farangri. Loftleiðir munu
hafa skrifað framleiðendum
tækisins og likur eru á að slik tæki
verði keypt.
ÞM
GRUNUR UM AFBROT í SAM-
BANDI VIÐ HVARF ÞEIRRA
Stúlkurnar komnar fram
Langar yfirheyrslur
Stúlkurnar tvær, 13 og 14
ára, komu fram í gær, en
þeirra hafði verið saknað
síðan á mánudag. Kom
önnur heim til sín og hin
fannst i húsi í borginni
síðar.
Grunur leikur á, að lögbrot hafi
verið framið i sambandi við dvöl
stúlknanna fjarri heimilum
sinum eða „hvarf” þeirra.
Lögreglan hóf yfirheyrzlur i gær-
kvöldi, og stóðu þær i tvær og
hálfa klukkustund. Rannsókn
málsins var þó ekki langt á veg
komin, og verður henni haldið
áfram um helgina.
í þvi sambandi bendir
lögreglan á, að þeir, sem sekir
eru um, að unglingar á þessum
aldri „hverfi”, fremji alvarlegt
brot.
Stúlkurnar voru allan timann i
borginni, en þær vissu ekki fyrr
en i gær, að þeirra væri leitað.
Lögreglan styðst á þessu stigi
við framburð stúlknanna og ann-
arra en hafði i nótt ekki getað
yfirheyrt þá, sem beinlinis mætti
gruna um afbrot samkvæmt lög-
um.
Löggjöf er á ýmsum sviðum
ætlað að vernda ófullveðja ungl-
inga og dregur til ábyrgðar pá
eldri sem stuðla að óreglu þeirra.
Lögreglan viidi ekki gera nánari
grein fyrir, að hverju grunurinn
beindist i einstökum atriðum,
enda rannsókn ekki nógu langt
komin til þess.
— HH
Þeir
flytja
í dag
Það var hátiðlegt inn við
lilemmtorg i gærdag, fánar
dregnir að hún og gesti bar að
garði f nýju lögrcglustöðinni,
sem var þá sýnd gestum, en á
myndinni er Geir Hallgrims-
son borgarstjóri ásamt yfir-
mönnum lögreglunnar i nýju
stöðinni.
Og I dag munu skjala-
bunkarnir með mislitum ferli
manna verða ferjaðir á milli
Pósthússtrætisins og Hverfis-
götustöðvarinnar nýju. Og I
dag mun lögreglan endanlega
setjast að i hinum nýju húsa-
kynnum, sem verða allt önnur
og betri en þau sem iögreglan
hefur haft undanfarna
áratugi.
FLUGFOLKIÐ OKKAR VINSÆLT
í ERLENDUM SKÁLDSÖGUM
— sjó baksíðu