Vísir - 04.11.1972, Page 5
Vísir. Laugardagur 4. nóvember 1972
5
Sjónvarp kl. 20.25:
Óttalega er
'ann barnalegur
Bandariski gámanmyndaflokkurinn „Heimurinn minn” er á dag-
skrá sjónvarpsins i kvöld kl. 20.25. Þessi þáttur nefnist Christabel.
Eins og oft áður lendir hinn hugmyndariki teiknari I mestu vand-
ræðum vegna mikils imyndunarafls sins. Dóttur hans finnst hug-
myndir föður sins oft heldur barnalegar og vorkennir honum hálft i
hvoru, vegna þess hve hann er utan við heiminn.
— ÞM
Sjónvarp kl. 21,25:
BÖRN EFTIR PÖNTUN
Lífsgátan nefnist fræðslu-
mynd sem sjónvarpið sýnir
í kvöld. Mynd þessi fjallar
um erfðafræðina og ráð-
gátur hennar.
Er þar glimt við spurninguna
hvort hægt sé að breyta erfða-
eiginleikum mannanna. Margir
visindamenn telja að i fram-
tiðinni verði hægt að framleiða
börn á rannsóknarstofum, og að
tölvur muni reikna út eiginleika
þá sem barnið á að vera gætt. 1
myndinni eru þessir möguleikar
rannsakaðir, bæði efnafræðileg
og tæknileg hlið þeirra. Eru hinar
svokölluðu ENA og RNA kjarna-
sýrur rannsakaðar og ýmis efna-
sambönd.
Reyna visindamenn i myndinni
áö sýna hvernig breytingar á
þessum efnasamböndum leiði ti’l
breyttra erfðaeiginleika. Hver
veit nema i framtiðinni verði
hægt að panta börn með þeim
kostum sem hver kýs að barnið
hafi. Þýðandi og þulur Gylfi Páls-
son.
—ÞM
RAFHA
Rafha sýnir framleiðslu sína á
heimilistœkjum á sýningu
Byggingaþjónustunnar
Laugavegi 26, 3. hœð.
Komið og sjáið íslenzka framleiðslu.
35 ára reynsla tryggir gœðin.
H.F. Raftœkjaverksmiðjan
Hafnarfirði.
Sjónvarp kl. 20,50:
„GLENS OG GAMAN"
Kvöldstund isjónvarpssal heitir
þáttur sem er meðal efnis á dag-
skrá sjónvarpsins i kvöld. Það er
þáttur i léttum tón með músik og
öðru skemmtiefni. Sjálfsagt þæðu
flestir slíkan þátt, að minnsta
kosti einu sinni i viku, og það er
ekki útilokað að af sliku geti orð-
ið.
Egill Eðvarðsson hjá sjónvarp-
inu sem sér um þáttinn i kvöld
tjáði okkur að vonir stæðu til að
slikur þáttur yrði einu sinni i
viku, en þó sagði hann að ekki
væri hægt að lofa neinu um það.
Hann sagði einnig að reynt yrði
að gera þætti, þar sem eitthvert
efni væri fyrir alla, og skoðana-
kannanir hafa verið gerðar i þvi
tilefni.
t þættinum i kvöld kemur
meðai annars fram Bjarki
Tryggvason og syngur lagið: 1 sól
og sumaryl, sem flestum er vel
kunnugt.
Guðjón Matthiasson leikur á
harmoniku létt harmonikulög.
Tveir piltar úr Keflavik koma
fram og leika klassiskt verk á
gitara, sem að þvi er Egill sagði,
er gott og mikið atriði i þættinum.
Ung stúlka úr Keflavik, Stein-
unn Karlsdóttir kemur fram i
fyrsta skipti og syngur eitt lag á
ensku, og kvartettinn Sólskins-
bræður syngur lag um logn, bliðu
sumar og sól. Er það klassiskt lag
og má segja að söngurinn sé i
svipuðum dúr og söngur MA
kvartettsins.
1 þættinum er svo ýmist glens
og gaman. —EA
enwood
HEIMILISTÆKIN
LETTA HUSMOÐURINNI STÖRFIN
Kynnist Kenwood heimilistœkjum ó sýningu
Arkitektafélagsins Laugavegi 26
Viðgerða- og HEKUV HF
varahlutaþjónusta ó Uugavegi 170—172. Símí" 21240