Vísir - 04.11.1972, Síða 7
Visir. Laugardagur 4. nóvember 1972
cJTlíenningarmál
Sigurður Egill Garðarsson skrifar um tónlist:
Sólskin í hásuðri
Sinloniuhljónisveit islands:
tónleikar — 2. nóvember 1972
Stjórnandi: Sverre Bruland
Einleikari: Ilafliði M. Hallgriins-
son.
Eftir frumflutningi á islenzkum
tónsmiðum er oftast beðið með
eftirvæntingu. Hér var frumflutt
nýtt hljómsveitarverk: Mistur
eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
Eftirvæntingin varð ekki að von-
brigðum heldur fögnuði, þvi hér
er sérstaklega áheyrilegt verk við
fyrstu kynni.
Nútima tónskáld hafa oft tapað
áheyrendum með þvi að forðast
endurtekningar i verkum sinum.
Fjölbreytnin i verkum ýmissa
framúrstefnumanna hefur stund
um orðið að „fábreytni” i eyrum
tónlistarunnenda, er oft tapa öllu
samhengi i flóknum tilvisunum.
Endurtekningar geta þó brugðizt
og orðið þreytandi ef ekki er rétt á
haldið. Hér var fullnýtt endur-
tekning á „þriggja tóna ögn”, en
þó ekki um of, um flest raddsvið
hljómsveitarinnar og jók þvi á
spennu og blæbrigði verksins, er
virtist samvizkusamlega flutt.
★
Sellóleikarinn Hafliði M.
Hallgrimsson, átti stóran hlut i
þvi að gera þessa tónleika eftir-
minnilega, með frábærri túlkun á
sellókonserti i Es-dúr op. 107 eftir
Dimitri Sjostakovich. Mjög harð-
ar kröfur eru gerðar til einleikar
ans i þessu verki, en nákvæmni
Hafliða á t.d. flaututónum
(harmonics) og vald hans á hljóð-
færinu í öllum blæbrigðum þessa
verks, var sem sólskin i hásuðri.
Hljómsveitin átti hér við erfitt
verkefni að striða sem var vel
leyst.
Hornleikarinn Viðar Alfreðsson
fékk verðuga viðurkenningu fyrir
hlutverk sitt i verkinu.
Tónleikunum lauk með sinfóniu
nr. 2, opi 16 i h-moll eftir danska
tónskáldið Carl Nielsen, samin
1902. Þetta verk er frá
„klassiska” timabili tónskáldsins
(1892-1916), og er stundum kall-
að: De fire Temperamenter eða
Sverre Bruland
hinar fjórar lyndiseinkunnir
mannsins. Þessi sinfónia gefur
mikil tækifæri til túlkunar, sem
fór vel úr hendi.
Heildarsvipur tónleikanna var
glæsilegur. Norski hljómsveitar-
stjórinn Sverre Bruland, var hér
greinilega i essinu sinu og opnaði
þá krafta sem eru i hljómsveit-
inni, en virðast þó stundum vera i
fjötrum.- Hér sýndi hljómsveitin
hvað hún getur gert undir góðri
stjórn.
Ólafur Jónsson skrifar um leiklist:
Af jarðar magni
Skozka óperan:
DRAUMURA JÓNSMESSUNÓT1
Ópera i þremur þáttum byggð á
samncfndu leikriti Shakespeares
eftir Bcnjamin Britten.
Einn af minnisverð-
ustu gestaleikjum i
Þjóðleikhúsinu á undan-
förnum árum var heim-
sókn Skozku óperunnar
með tvær stuttar óperur,
eftir Benjamin Britten.
Margur sem annars er
litt sinnaður fyrir óperu-
list hversdagslega hygg
ég að hafi haft einlæga
skemmtun af þeim
sýningum.
Eða það var að minnsta kosti
reynsla undirritaðs fyrir tveimur
árum. Og hennar vegna mátti
maður eiga sér góðs von i Þjóð
leikhúsinu á föstudagskvöld. Sú
von brást ekki heldur i þetta sinn.
Enda var auðheyrt á undirtektum
að skozka óperan hefur þegar
eignazt þakklátan áheyrendahóp
hér á landi. Það var ekki út i blá-
inn sagt þegar talsmaður óperu-
flokksins mæltist að leikslokum
til margra gleðilegra endurfunda.
Eins og margir aðrir klassiskir
gleðileikir hefur Jónsmessu-
draumur um hönd leikfléttu
margvlxlaðs, óendanlegs mis
skilnings, öra og ærslafengna at-
burðarás, allt að beinum farsa-
látum. En það er ekki nema yfir-
borð. Allan timann talar leikurinn
tærustu lýrik meðfram öllu skop-
inu. Og undir niðri léttum gáska
gleðileiksins byltist heitur
brimi: erótisk uppistaða
leiksins er sannarlega ann
ars og meira efnis en hin kynlegu
hausavixl elskendanna i leiknum
sem stundum ganga örar en auga
á festi. Hver elskar hvern, hvers
vegna og hvernig? Þetta eru að
visu mikilsverð spursmál hvert
og eitt. En mestu varðar ástin
sjálf, að það sé elskað, lifað og
notið.
Það er einmitt hinn jarðneski
mergur efnisins sem ber uppi
óperu Brittens. Alfafólkið i leikn-
um, Óberon, Titania, Bokki og
þeirra fylgifé eru öll efld af jarðar
magni, ævintýraheimur leiksins
er lika myrkur jarðneskur skóg-
ur. Fyrir þeim þokar hinn hefðar-
legi hertogi i Aþenuborg og hans
frú svo sem alveg úr leiknum, og
elskendurnir ungu týna um stund
ráði og rænu, en gleyma alveg
hirðsiðunum. Úti i skógi er aðals-
fólk skapað i kross rétt eins og við
hin.
En hversdagsleikinn er jafnan
á næsta leiti, handverksmennirn-
ir góðu Spóli Kvistur, Hvinur
og þeir. Hið stutta mærðar-spil
um Pyramus og Þispu snýr ást-
inni, brimanum aftur upp I skop
og skrum — þegar draumnum er
lokið, aftur bjart i skóginum og
veruleikinn tekinn við á ný.
Ekki ætla ég mér þá dul að
„dæma um” tónlist Brittens né
fara að bera mig að meta söng-
raddir i skozka óperuflokknum.
Aðeins stundar-þakkir fyrir
áminnilega kvöldstund þar sem
bæði auga og eyra höfðu nóg að
nema og njóta.
RAKATÆKIN
— auka rakann í loftinu, sem þýðir aukinn
vellíöan.
— eru meö síu, sem hreinsar óhreinindi úr
loftinu,
— hægt aö hafa mismunandi mikla uppgufun úr
tækinu,
' — taka loftiö inn aö ofan en blása þvf út um hliö-
arnar — og má láta þaöstanda, hvarseni er,
— stærö 26 x 86 x 25 sm, tekur 10 litra af vatni,
— meö tækinu er fáanlegur sjálfvirkur klukku-
rofi, sem kveikir og slekkur sjálfkrafa á tækinu.
Raftœkjaverzlun
H.G. Guðjónsson
Suðurveri, Ileykjavík, sími 37637.
KAUPFÉLÖGIN
VIÐA UM LAND
€ þér getíð verið
Westinghouse uppþv
til innbyggingar, fríttst
toppborði.
fáanleg
og með
Tekur inn kalt vatn, er með
2000 w elementi og hitar i
í 85° (dauðhreinsar).
nbyggð sorpkvörn og
í hurð.
frá 8 manna borðhaldi
vinnslukerfi.
ódýrasta uppþvottavélin
á markaðinum.
oayrasic
i markaðin
CrrsÖLusr
í REYKJAV
\iváM
AÐIR
DRATTj
RHF
Samband islenzkra samvinnufélaga
VÉLADEILD
Ármúla 3 Reykjavi'k simi 38900