Vísir - 20.11.1972, Síða 7

Vísir - 20.11.1972, Síða 7
Visir. Mánudagur 20. nóvember 1972 cTVIenningarmál ÚtvarJ í einu tæk Gengur bæði fyrir rafmagni og rafhlöðum Góður gripur góð gjöf á aðeins kr. 12.980 segulbar *»jn avv KLAPPARSTÍG 26, SÍMI 19800, RVK. OG N BREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SÍMI 21630 WtEl'TflN BIFUR OFAN i HVATT ipl JON HELG flSON myrku hugskoti hans sjálfs. Þetta er sagan af útburði, sem ekki vildi liggja kyrr, og sú saga er skráð feiknrúnum, þótt einnig bregði á hana geislastöfum”: „Jóhann Bjarnason markaði einkanlega þau spor sem fætur hans létu eftir sig á vegum og vegleysum landsins, og þau eru fyrir löngu burtu máð. Eigi að siður væri þáttur af okkur rak- inn, ef saga hans týndist og gleymdist. Þá vantáði blóðugan þráð i hina miklu örlagavoð, sem grimmar nornir og góðar disir hafa ofið lslendingum”. En á móti öllu þessu andriki verður tiðindasögnin sjálf i bók- inni óneitanlega næsta frábreytt með köflum: ,,Eitt sumarið rétt eftir aldamót smiðaði hann orf i Glaumbæ i Skagafirði”. Almennt virðist mér það gilda um rit Jóns Helgasonar að honum segist þvi betur frá, skrifi þvi bet- ur, sem frásagnarefni hans eru meiri af sjálfum sér. Hitt lætur honum ekki að bæta upp með innfjálgi og andriki stilsháttar það sem á skortir frásagnarefnið. Og bók hans um Jóhann bera lið- ur mestan baga af þvi, að hann ætlar frásögninni verk að vinna sem söguefnið sjálft ris ekki und- ir. Hitt er vist, að engu hefði það spillt i bókinni hefði höfundur ekki einungis tekið upp efni, held- ur einnig tamið sér vinnubrögð nafna Kárasonar — að hann sat uppi marga nótt yfir einni setn- ingu, sem hann strikaði siðan út i dögun. En þá hefði kannski ekki orðið nein bók. Ölafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Ólafur, Jóhann og Jón Jón Helgason: ÞHETTAN RIFUR OFAN í HVATT Skuggsjá 1972. 208 bls. Af öllum snauðum mönnum hafði Ólafur Kárason mestar mætur á Hinum Bera. Þáttur hans var bráðum orðinn aðheilli bók, og sú bók hafði það umfram aðra þætti af Einkennilegum Mönnum, að hér sagði höfundurinn með öllu skilið við fræði manninn........ en samsam- aðist innra með sér ör- lögum hetju sinnar, lifði þau og reyndi sem glimu sjálfs sín við skaparann, að hætti skáldsins... Það er nú sjálfsagt ekki sanngjarnt að jafna þeim saman Ólafi Kárasyni i Heimsljósi og Jóni ritstjóra Helgasyni. Báðir eiga þeir það þó sammerkt, að segja þætti af „einkennilegum mönnum”. Og sagnaþættir Jóns Helgasonar hafa eins og þættir Ólafs Kárasonar að ,sinu Ieyti tilhneigingu til að vaxa i meðförunum — þeir hafa lengi stefnt i átt að heilum bóksögum, eins konar sagnfræðilegum heimilda-skáldsögum. t fyrri sagnaþáttum Jóns Helgasonar, t.a.m. veigamestu þáttunum i safninu Vér tslands börn, sem nýlega kom út, var raunar aldarfarslýsing i fyrir- rúmi og einatt meira um hana vert en sjálf hin sannsögulegu frásagnarefni hverju sinni. I ár og i fyrra hefur Jón hins vegar gefið út i sérstökum bókum frásagnir. Orð skulu standa, i fyrra, Þréttán rifur ofan i hvatt i ár, sem sér i lagi er beint að skapferlislýsingu hinna „einkennilegu manna”semfrá er sagt. Sagan og söguefnið Aðferð Jóns Helgasonar að efnivið sinum er jafnan „sagn- fræðileg”: Hann segir frá raun- verulegu fólki og sönnum atburðum eftir skjallegum heimildum, fer að minnsta kosti hóflega i það að geta eða yrkja i eyður heimildanna. En sinum sögulegu frásagnarefnum stefnir hann jafnan i listræn sögusnið, ætlar þeim augljóslega meiri hlut en rifja upp krassandi atburði og undarleg örlög. Fólkið og atburðirnir, hin sönnu söguefni samkvæmt heimildunum, verða uppistaða frásagnar sem borin er uppiafsögu- og siðferðisskilningi höfundarins sjálfs, ibuðarmiklum og stundum anzi ibyggilegum stilshætti hans. Sögur hans stefna að samfelldri lýsingu mannlifs, einstaklings i samfélagi, sem er i rauninni i ætt við skáldskap þótt sagan sjálf sem sögð er, sé alla tið „sönn” i bókstaflegri merkingu þess orðs. En um leið ætlar hún sér annað og „meira” sannleiks- gildi — bókmennta, skáldskapar. t ár tekur Jón Helgason sér fyrir hendur að segja sögu Jóhanns bera sem svo eftirminni- lega kemur við sögu i Húsi skáldsins, þriðja hlutanum af Heimsljósi. En hefur honum tekizt að „samsamast örlögum hetju sinnar, lifa þau og reyna að hætti skáldsins”? Þetta kann að visu að þykja til mikils mælzt? En er það svo? Hvers vegna ella væri vert að rifja upp sögu hins umkomulausa ógæfumanns? Svo mikið er vist að sjálf saga Jóhanns, hryggileg atvik ævi hans, er ekki söguefni sem sjálfs þess vegna sýnist nein ástæða til að rekja svo rækilega sem hér er gert. Vera má að það dygði i dálit inn frásöguþátt, dæmi meinlegra örlaga úr mannlifi fyrri tiða en meira er það ekki heldur vert. Eitt er það að Jóhann Bjarnason hefur verið sjúkur maður á og örlög hans hafi verið „dæmi- gerð” um förumannsævina fyrr- um. Og svo mikið er vist, að til þyrfti að koma náinn skáldlegur skilningur, nýsköpun hins sögu- lega frásagnarefnis ef færa ætti sönnur á slikan eða þvilikan skilning þess. Vera má að höfund- ur ætli frásögn sinni eitthvert þvilikt gildi, stilsháttur hennar eigi að innblása hin sannsögulegu efnisatriði nýjum anda og mein- ingu. Orfiö og árkonan. Saga Jóhanns bera er „vel skrifuö” eins og sagt er, sögð með kjarnyrtu orðfæri, einatt ibornum og skrautlegum rithætti, og með mikilli tilfinningasemi þegar á litur söguna og nálgast ævilok pislarvottsins. Það er augfjóslega ætlunin að lesandi klökkni við ö- lög einstæðingsins. En til dæmis um ritháttinn má bara taka fyrstu málsgreinina i bókinni: „1 langdrægt þúsund ár hafði fólk búið þar sem hreggnasar og helgrindur gnæfa yfir þorskafirði, sauðadali, og selvoga, lifað við kvikfénað og fiskidrátt og fengið með slögum harðkeypt af guði og mönnum. Á fjallvegum voru leggjabrjótar, manntapagil og af- glapaskörð, glámsaugu i björg- um, tólfmannabanar með strönd- um fram i sveitum bægisár, sval- vogar og slitvindastaðir, en höggstokkseyrar á þingstöðum”. Sumstaðar er nokkuð borið i náttúrulýsingu, öndverða þessum inngangsorðum: „Svarfaðardalsá, móðir hverr- ar starar i þessum reit landsins, liðast lygn um flosdregilinn, sem hún hefur breitt á dalinn og ofið og iþætt i þúsund ár... Sé horft fram meginsveitina gnæfir Stóll- inn fyrir miðjum dal — önd- vegi við hæfi árkonu, sem væri þess vaxtar, að axlir næmu við fjallabrúnir, er hún færi um hér- að”. En skilning sinn á Jóhanni bera og sögu hans dregur höfundur gleggst saman i lokaorðum bókarinnar. Jóhann var „herfang i kióm gamms og dreka, sem bjó i geðsmunum meginhluta ævi sinnar. Þegar þess vegna er lif og örlög hans varla aðgengilegt venjulegum „sögulegum” skiln- ingi, en meira þarf til að koma. Það er að visu raunasaga hvernig fyrir honum fer á ungum aldri. En hún út af fyrir sig er fljótsögð. Og eftir það er hrakningsævi Jóhanns söm og jöfn, furðu lik sér frá ári til árs, það sem til hennar er vitað, þótt hún verði löng. Það er nú visast að venzlafólk og sveitungar Jóhanns, hreppsyfir til frásagnar og aðrar heimildir næsta óglöggar. Tákn og dæmi? 1 inngangskafla sögu sinnar ræðir Jón Helgason nokkuð um förulýð fyrri alda, og þykir hon- um all-merkilegt að nöfn margra hinna fornu flakkara skuli enn vera i minnum höfð þótt bændur og búalið sé allt gleymt og grafið. Vera má, að ætlunin sé að lita á Jóhann bera sem einhvers konar völd og aðrir valdsmenn hafi reynzt honum harðdrægir eftir að sjúkdómnum þyrmir yfir hann svo og i fjárskiptum þeirra konu hans við skilnað þeirra. En varla geta þau mál orðið tilefni skáld- legs hugarmóðs né annarra æsinga að hundrað árum liðnum. Ekki er annað að sjá, en Jóhann hafi á flakki sinu um landið árum og áratugum saman mætt furðu miklu umburðarlyndi og jafnvel góðvild. Menn hafa i senn óttazt og aumkað hrakningsmánninn, fáir lagt honum beinlinis illt til, þótt enginn megnaði heldur að gera honum gott sem um munaði. Um hrakninga hans i útilegum og fjallferðum er hins vegar enginn „tákn” eða „dæmi” um hina fornu stétt eða öllu heldur „óstétt” förumanna sem úthýst var úr fábreyttu og harðskiptnu samfélagi fyrri tiðar. Svo mikið er vist, að höfundur telur sjálfur að saga Jóhanns sé pislarsaga. Sá skilningur kemur nógsamlega fram af kaflafyrirsögnum úr passiusálmum og raunar einmg fjálglegum stilshættinum hvar- vetna i bókinni. En þar á móti kemur sem fyrr segir að Jóhann Bjarnason er nánast ótilkvæmur sögulegum skilningi, æviatvik hans sam- kvæmt heimildunum geta á hinn bóginn engan veginn talizt mark- vert sögulegt dæmi. Það sýnist satt að segja harla óliklegt að ævi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.