Vísir - 21.11.1972, Side 1
<i2. árg. — Þriðjudagur 21. nóvember 1972 — 267 tbl
Starfsfólki leitarstöðvar
Krabbameinsfélagsins sagt upp!
SJÁ BAKSÍÐUFRÉTT
Askenazy í
gufuna hjá
Eðvald
Jú, þetta eru Vladimir og
Þórunn. Myndin var tekin i
gærkvöldi, þegar þau voru
að fara i saunabað hjá hon-
um Eðvald Hinrikssyni —
Askenazy er að fara úr skón-
um. Þau eru fastagestir hjá
Eðvald i Sauna-baðstofunni
lians, sem nýlega varð 10
ára. Og i hinu nýja húsi
Askenazy-hjónanna verður
gufubaðstofa eftir fyrirsögn
Eðvaids. Sjá iþróttir i opnu.
POP-unnendur fá eitthvað
við sitt hæfi, ef þeir fletta
upp á pop-punktum. Þar eru
vinsældaiistar Englands og
Ameriku, auk frétta af hrak-
förum Joe Cockers I Ástraliu
og úrslitum söngvahátiðar-
innar i Tókió, sem þeir Jónas
og Einar tóku þátt i fyrir ís-
'■ml' Sjá bls. 4
Léttir til í dag
í Reykjavík
Lygnir alls staðar
„Það léttir til i dag hér i
Reykjavik, en við búumst við
einhverri muggu svona fram
eftir degi”, sögðu veðurfræðing-
arnir á Veðurstofunni i morgun,
þegar blaðið hafði samband við
þá. Þeir tjáðu okkur, að hér i
Keykjavik hefði farið að snjóa
um klukkan niu i morgun, en
það er þó varla hægt að tala um
að það snjói.
En svo sannariega hefur snjó-
að viða annars staðar á landinu.
Norðanlands þó einna mest, en
á öllu landinu er einhver úr-
koma. Á landinu er nú rikjandi
norðaustan átt og viöast hvar
eru 4-6 vindstig. Frost er svipað
og var i gær, 1-4 stig á láglendi,
en i Reykjavik er tveggja stiga
frost. Mest er frostið á
Hveravöllum, þar nær það 8
stigum.
Veðurfræðingar spá þvi, að nú
haldi áfram að lygna, en þeir
búast aftur við norðanátt á
morgun, en vindur veröur hæg-
ur. Á sjónum hefur verið bræla,
og togarar voru i vari i gær.
Þeir munu þó hafa haldið út
siðla dags.
— EA
Fer stjórn félaganna í
hendur starfsfólksins?
Atvinnulýðrœði helzta krafan í nœstu samningum?
einnig stöðu stjórnenda fyrirtækj-
anna. Þeir geta ekki lengur
ákvpðið einhliða allar stjórnunar-
aðgerðir. Verkafólkið verður að
fá fulla vitneskju um stöðu fyrir-
tækisins i mikilsverðum málum,
áður en endanlegar ákvarðanir
eru teknar.
Það, sem verkalýössamtökin
krefjast nú, er, að verkafólk fái
rétt til þátttöku I ákvörðunum
fyrirtækja, sem varða skipulag
og starfshætti þeirra, starfs-
mannahald, heilbrigði og öryggi á
vinnustað, aðbúnað allan, vinnu-
skilyrði, vinnutima, hagræðingu,
vinnurannsóknir o.fl. A þessum
sviðum getur reynsla okkar og
verkleg þekking komið að notum,
ekki aðeins fyrir okkur sjálf,
heldur og fyrirtækið og þjóð-
félagið i heild.
1 ályktuninni er lagt til, að
krafizt verði, að samstarfsnefnd-
irnar verði skipaður a.m.k. jafn
mörgum fulltrúum frá starfsfólki
félagsins og vinnuveitendum.
Verksvið þessara starfsnefnda
yrði, auk þess sem fyrst er getið,
að hafa samráð um áætlunargerð
fyrirtækisins og fjalla um reikn-
inga þess, og sjá um, að lögum
um réttindi verkafólks sé fram-
fylgt, að sjá um, að engum starfs-
manni verði sagt upp, nema fram
verði færðar fullnægjandi sann-
anir fyrir réttmæti uppsagnar-
innar.
Þá er þess krafizt, að verka-
menn fái rétt til að eiga
áheyrnarfulltrúa í stjórnum
fyrirtækjanna.
Að fyrirtækið greiði allan
kostnað við störf nefndanna og að
starfsmenn fái greidd full laun
við nefndarstörfin, hvort heldur i
eða utan vinnutima.
—VJ
Arrrgh...napur er ’ann, og svo
cr eftir að setjast inn i kaidan
biiinn, koma honum i gang og
biða cftir þvi, að hann hitni. —
„Hara að hann fari nú i gang á
fyrsta....”
Mun starfsfóik fyrirtækja að
verulegu leyti ráða stjórn þeirra i
náinni framtið? Ráða fyrirkomu-
lagi vinnunnar, breytingu á fram-
leiðsluháttum, fjalla um ráðningu
starfsfólks og uppsagnir, fjalla
um val forstjóra, verkstjóra og
starfsmannastjóra fyrirtækja
o.s.frv.? —
Fyrir þingi Alþýðusambands
Islands liggur nú ályktun um
atvinnulýðræði. Alyktunin gerir
ráð fyrir, að ofangreint verði ein
helzta krafa verkalýðssamtak-
anna i næstu kjarasamningum.
Að þá verði komið á samstarfs-
nefndum i öllum fyrirtækjum eða
deildum þeirra, sem hafa i
þjónustu sinni 50 starfsmenn eða
fleiri.
t ályktuninni segir m.a.: Við
viðurkennum ekki, að verka-
maður sé neyddur til að vinna við
skilyrði, sem ákveðin eru einhliða
af öðrum. Við viðurkennum ekki
fyrirtæki, þar sem stjórn og
starfshættir ákveðast með ein-
hliða skipunum.
Við liðum ekki, að mannlegar
þarfir séu aðeins metnar með
tilliti til þess, hvort tækjabúnaður
eða fjárhagsaðstæður leyfa. Við
látum okkur ekki nægja að verða
þrælar tækninnar. Við - viljum
taka hana i þjónustu mannsins.
Við látum okkur ekki lynda, að
vinnuveitandinn ákveði, hvenær
reynsla okkar, þekking og tillögur
um tiilögun vinnunnar skuli tekin
til greina. Við krefjumst þess að
vera viðurkennd sem þátt-
takendur i rekstri og
ákvörðunum fyrirtækisins.
Sérhver verkamaður verður að
fá aukið frjálsræði i vinnu sinni,
tækifæri til að fullnema sig i starfi
og nægilega fræðslu og þjálfun til
að geta tekið þátt i öllum
ákvörðunum, sem snerta vinnu
hans og aðbúnað.
Aukið atvinnulýðræði breytir
HARKA I ASÍ-MÖNNUM
ii
Vaxandi verðbólga og síhrakandi viðskiptajöfnuður" segir kjaranefnd ASI
Hróflið ekki við heildarkjörum okkar"
„Að undanförnu hefur sú þróun
i verölagsmálum útflutningsat-
vinnuveganna og annarra þátta
efnahagsmála, sem gerðu stór-
sókn verkalýðssamtakanna i
kjaramálum frá 1970 og siðan
mögulega, breytzt allmikið og
eru nú á lofti ýmsar blikur, sem
til þess benda, að nú gæti farið i
hönd timabil, þar sem ekki verði
til að dreifa likri aðstöðu og
möguieikum, sem til staðar voru
1970 og 1971”.
Þannig hljómar dómur kjara-
og atvinnumálanefndar Alþýðu-
sambands tslands um ástand
efnahagsmála núna, en þing
Alþýðusambands Islands, þar
sem stefna samtakanna verður
mörkuð til næstu ára, hófst i gær.
Hinir hátt i fjögur hundruð full-
trúar alls staðar af á landinu gátu
undir setningarræðum m.a. lesið
álit kjaranefndar á orsökum
þessa vanda:
1. Verðlagshækkanir útflutnings-
ins hafa orðið mjög miklu
minni en undanfarin ár.
2. Aflabrögð hafa reynzt lakari en
áður, og heildarverðmæti út-
flutningsframleiðslunnar hafa
lækkað þrátt fyrir aukna sókn.
3. Viðskiptakjörin hafa versnað,
m.a. vegna óhagstæðra breyt-
inga á Evrópugjaldmiðli.
4. Aukning þjóðartekna hefur
reynzt minni en ráð var fyrir
gert.
5. Eftirspurn hefur vaxið meira
en svarar til aukningar gjald-
eyrisöflunar og þjóðartekna, og
hefur þetta leitt af sér sihrak-
andi viðskiptajöfnuð og vax-
andi verðbólgu.
6. Framangreindar ástæður hafa
svo m.a. leitt til þess, að ýmsar
greinar útflutningsatvinnuveg-
anna eru reknar með veruleg-
um halla, svo að sérstakar ráð-
stafanir þeim til styrktar virð-
ast óumflýjanlegar.
í ályktuninni segir siðan, eins
og sagt var frá hér i Visi i gær, að
þingið telji grundvallaratriði, að
ekki verði hróflað við þeim
heildarkjörum, sem ákveðin voru
með frjálsum samningum og i
gildi eru til 1. nóvember 1973. —
Þrátt fyrir harða sókn i launa-
málum telur þingið, að hlutur
þess láglauna- og i bezta lagi mið-
lungstekjufólks, sem skipa ASl,
sé ekki slikur, að kjaraskerðing
gagnvart þessu fólki verði rétt-
lætt eða þoluð án öflugs viðnáms.
— VJ