Vísir - 21.11.1972, Page 5
Visir. Þriðjudagur 21. nóvember 1972
5
AP/INITB Í MORGIIN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTL
Umsjon
Guðmundur Pétursson
Peron og leiðtogar
stjórnmólaflokka
Argentínu sammóla
Sátu 6 klukkustunda fund í nótt
Juan D. Peron,
fyrrum forseti Argen-
tínu, lauk i morgun sex
klukkustunda fundi við
aðra stjórnmálaleiðtoga
Argentinu og skýrði svo
frá, að þeir hefðu orðið
sammála um „einhliða
afstöðu til stjórnmála i
Argentinu.
í ávarpi til hóps stuðnings-
manna sinna kallaði Peron fund
þennan „sögulegan”, en fór ekki
út i einstök atriði, sem borið höfðu
á góma á fundi hans með hinum
leiðtogunum.
Peron talaði frá svölum lítils
matsölustaðar, þar sem fundur-
inn hafði verið haldinn, en hann
sóttu nánast allir leiðtogar
stærstu stjórnmálaflokka
landsins. — Nokkrir þeirra höfðu
að orði, þgar þeir fóru af
fundinum, að hann hefði verið
„mjög jákvæður”.
Peron varð að biða í nokkrar
minútur til þess að fá hljóð,
meðan fólksfjöldinn, sem safnazt
hafði saman framan við matsölu-
staðinn sönglaði: „Peron, Peron,
Peron,”.
Peron sagðist vera að reyna að
sameina öll stórnmálaöfl landsins
„til að verja rétt argentinsku
þjóðarinnar”.
Að loknu ávarpi sinu ók Peron
til villu sinnar skammt frá, en að
staðartima var þá komið yfir
miðnætti.
Aðeins nokkrum húslengdum
frá fundarstað stjórnmálamann
anna særðust tveir lögreglu
þjónar i skotbardaga, þegar þeir
reyndu að handtaka mann
nokkurn. Yfirvöld létu ekkert
uppskátt um atburð þennan, og
ekkert er vitað, hvort hann stóð i
nokkru sambandi við 3000
Peronista, sem safnazt höfðu við
fundarstaðinn.
Lögreglumennirnir tveir höfðu
handtekið mann og þegar þeir
ætluðu að færa hann á brott með
sér, kom til átaka, þar sem
lögreglumennirnir skiptust á
skotum við óþekkta byssubófa. 1
ringulreiðinni tókst handtekna
manninum að sleppa. ( Liðsauki
barst og særðu lögregluþjónarir
voru fluttir á sjúkrahús.
A fundi Perons og leiðtoga stærstu stjórnmálaflokka Argentinu sátu einnig um 50 leiðtogar verkalýðs-
samtaka, sem flest eru á bandi Perons. Sumir þeirra sjást hér á myndinni með Peron (á miðri mynd)
eins og José Rucci (sem veifar með Peron) frá hinum öflugu samtökum járniðnaðarmanna.
HONG KONG VÍSAR NJÓSNARA
UR LANDI, -
EKKI MANNINN
EN RUSSAR VILJA
Kinverskur kaupsýslumaður,
sem visað hefur verið úr brezku
nýlendunni, Hong Kong, vegna
gruns um njósnir i þágu Rússa,
hefur i heila viku verið hugar-
angur yfirvalda þar.
Yfirvöld Hong Kong segja, að
maðurinn hafi óskað eftir þvi að
neðra sendur til Rússlands, þegar
honum var visað úr landi. Var
honum komið fyrir i rússnesku
skipi, sem átti að leggja af stað
frá Hong Kong á þriðjudag i
siðustu viku.
Eigendur og skipstjóri skipsins
harðneituðu hins vegar að flytja
manninn og mótmæltu þvi, að
honum væri prangað upp á þá.
Hefur skipið þvi ekki hreyft sig,
siðan maðurinn kom um borð.
Sir Murray MacLehose, land-
stjóri nýlendunnar, hefur hins
vegar þvertekið fyrir það að fjar-
lægja Ho Hung-yan,eins og Kin-
verjinn heitir, frá skipinu og
visaði mótmælum skipseig-
endanna á bug.
Stendur þvi enn i sama stapp-
inu. Skipstjórinn neitar að hreyfa
sig úr höfninni með manninn
innanborðs og segir, að Rússar
eigi engum skyldum að gegna við
manninn né heldur eigi þeir að
liða fyrir það, þótt hann hafi eitt-
hvað komizt upp á kant við lands-
menn i Hong Kong.
I heimsókn hjá Amin
Keisal, konungur Saudi-Arabiu, var um helgina i opinberri heimsókn i
Uganda og sest hér aka um götur Jinja i fylgd Idi Amins, forseta
Uganda.
KUBUMENN DRAGA
FLUGRÆNINGJANA
FYRIR RETT
Yfirvöld Kúbu hafa gert stjórn
Bandarikjanna kunnugt um, að
þau muni draga fyrir rétt flug-
ræningjana þrjá, sem þvinguðu
flugvél frá Southern Airways til
að lenda i Havana á dögunum.
Flugræningjarnir voru allir af-
brotamenn, sem gerzt höfðu sekir
Kissinger róð-
fœrir sig
við Saigon
Strax að loknum 5 klukkustund-
a viðræðum þeirra Henrys Kiss-
ingers og Le Duc Tho i Paris i gær
hélt Kissinger á fund Pham Dang
Lam, aðalsamningamanns
Saigonstjórnarinnar i viðræðun-
um i Paris.
t framhaldsviðræðum þeirra
Kissingers og Tho um vopnahlé i
Vietnam verður þessi háttur
hafður á, að Kissinger hitti jafn-
harðan Lam til skrafs og ráða-
gerða um það, sem á milli hans og
Tho hefur farið.
Kn i leyniviðræðunum, sem
hófust núna á nýjan leik i gær, eru
Suður-Vietnamar (hvorki Saigon-
stjórnin né Viet Cong) ekki hafðir
með á fundunum.
Eins og siðast, þegar Kissinger
og Tho réðu ráðum sinum og náðu
samkomulagi um uppkast að
vopnahléssamningum, eru við-
ræður þeirra leynilegar. Mjög
öflugur lögregluvörður gætti
þess, að fréttamenn fengju ekki
að nálgast samningamennina.
um nauðganir og fleira.
Blaðafulltrúi bandarisku rikis-
stjórnarinnar, Charles W. Bray,
skýrði fréttamönnum frá þessu i
gær og lét þess jafnframt getið,
að kúbönsk yfirvöld hefðu tekið
vel i beiðni Bandarikjamanna um
viðræður um aðgerðir gegn flug-
ramingjum.
„Okkur barst svar i gegnum
svissneska sendiráðið, að
kúbanska rikisstjórnin sé reiðu-
búin til þessað hefja viðræður um
þetta i gegnum svissnesku rikis-
stjórnina,” sagði Bray blaðafull-
Irúi, en eins og kunnugt er, hafa
Bandarikjamenn og Kúbumenn
ekkert stjórnmálasamband.
I'yrsta konan
... i sögu Samcinuðu þjóðanna
scm hcfur vcrið forseti öryggis-
ráðsins —Jean Martin Cisse frá
Ouinca — sést hér setja fyrsta
l'und sinn þ. 15. nóv. Ilún verður
forseli i nóvember.
• •
/ ORUGGUM
HÖNDUM
Háskæiandi, en þó
heil á húfi, er Laure litla
Blagojevic hér komin i öruggar
hendur lögreglumanns, eftir að
hún fannst i fylgsni barnaræn-
ingjanna i Paris, þar sem henni
var rænt í siðustu viku.
Ræningjarnir kröfðust 5 milljón
kr. lausnargjalds, en fengu ekki
krónu og náðust allir.
Ben Barka-morðinginn
sendur til New York
Þrir Krakkar og einn itali, sem
yfirvöld i Brasiliu visuðu þaðan
úr landi i siðustu viku, höfðu enn
ekki verið sendir á brott i gærdag,
þar sem enn er óákveðið, hvert
senda skuli mennina.
Mennirnir voru allir aðilar
glæpahrings, sem lögreglan i
Brasiliu afhjúpaði nýlega, en
glæpahringur sá hafði á prjónun-
um ráðagerðir um að gera
Brasiiiu að miðstöð dreifingar á
eituriyfjum i Vestur-álfu.
Þrir glæpamannanna voru
sendir til Bandarikjanna, þar
sem þeir voru ákærðir fyrir eitur-
lyfjasmygl, en yfirvöld þar höfðu
hins vegar engan áhuga fyrir
þessum fjórum, sem nú er óráð-
stafað.
Saksóknari á Sikiley hefur
farið þess á leyt við dómsmála-
ráðuneyti ttaliu, að það fái
ítalann (sem grunaður er um að
vera i itölsku máfiunni) fram-
seldan frá Brasiliu. Franska
sendiráðið hefur hins vegar
ekkert viljað láta uppi um það,
hvort frönsk yfirvöld eigi eitthvað
vantalað við Frakkana úr glæpa-
klikunni. — Nema Krakkar höfðu
áhuga á að fá framselda tvo
þessara þriggja sem sendir voru
til Bandarikjanna, Christian
David og Michel Nicoli. David
var eftirlýstur fyrir morð og
einnig vegna gruns um þátttöku
hans i morði Ben Barka, leiðtoga
stjórnarandstöðu Marókkó.
h'ranskur sendimaður i Rio
sagðist „furðu lostinn”, þegar
hann frétti, að David, Nicoli og
Vlaude Pastou hefðu verið sendir,
til New York. Mönnunum skaut
upp i réttarsal i New York, aðeins
24 stundum eftir að þeim hafði
verið visað úr Brasiliu. En þeir
voru allir látnir svara til saka
fyrir ákærur um eiturlyfjasmygl
til USA.
En það er gert ráð fyrir þvi, að
þegar ákveðið hefur verið, hvað
gera skuli við hina fjóra, sem
eftireru i Brasiliu, þá verði þeir
sendir jafn hljóðlega úr landi.
Brottvisun mannanna úr
Brasiliu fylgdi i kjölfar margra
vikna rannsóknar, þar sem
nokkrir Brasiliumenn voru jafn-
framt handteknir fyrir aðild að
eiturly fjahringnum.