Vísir - 21.11.1972, Síða 13

Vísir - 21.11.1972, Síða 13
Visir. Þriðjudagur 21. nóvember 1972 13 I OAG I í KVOLO I I DAG I í KVÚLD I í DAG Frú Porter kemur öllu ó annan endann Sjónvarp kl. 20,30. Asthon-fjölskyldan: i þættinum um Asthon-fjölskylduna i kvöld, er mikið um að vera. Þessi þáttur nefnist „Jól” og gerist eins og nafnið bendir til um jólin. Porter hjónin koma i heimsókn og ætla að dveljast hjá Asthon-fjöldskyldunni um hátiðarnar. Frú Porter er að vanda taugaveikluð og erfið og hefur allt á hornum sér. Afbrýðisemi hennar út i Margréti er alveg að fara með hana. Frú Porter finnur bréf til Margrétar frá Michael og stelur þvi. Þannig kemst hún að þvi að Margret hafði verið með öðrummanni óg orðið þunguð af hans völdum. Frú Porter missir nú alla stjórn á sér og ætlar að segja John allt af létta. Þá gripur herra Porter til sinna ráða, og segir konu sinni, aðef hún vogi sér að minnast á þetta við John.þá muni það ekki aðeins verða John um megn, heldur muni hann sjálfur einnig yfirgefa hana. Þá muni hún missa bæði sig og John. Porter segir siðan Margréti að kona sin hafi komizt að öllum málavöxtum, en hann muni hindra konu sina i þvi að segja allt saman,ennsem komið er. Meðan á þessu stendur er David i London, en þar eyðir hann jólafrii sinu. 1 London finnur hann sér nýja vinkonu. Sheila dvelst ein um jólin, og Collins i heimsókn, en þegar hann sér að Sheila er drukkin, fer hann aftur og segist koma og tala við hana þegar hún sé búin að sofa úr sér vimuna. Þýðandi myndarinnar er Heba Júliusdóttir. -ÞM. SJÓNVARP • ÞRIDJUDAGUR 21. nóvember 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Ashton-f jölskyldan Brezkur framhalds- mynda flokkur. 30. þáttur. Jól. Þýðandi Heba Július- dóttir. Efni 29. þáttar. Philip Ashton hefur fengið leyfi frá herþjónustu um ó- ákveðinn tima vegna blindu Hann er á leið til Lundúna með lest ásamt fleiri særðum og sjúkum her- mönnum. Klefafélagi hans tekur hann tali, og Philip verður brátt Ijóst, að þeir hafa hitzt áður. Samferða- maðurinn er morðingi, sem hann var samtiða i Spánar- striðinu. Shefton Briggs er sjúkur. Hann sendir syni sinum boð, og hann bregður skjótt við, og kemur heim ásamt Jenny vinkonu sinni. 21.25 „Slagsiða?” Er slagsiða á menntakerfi þjóðarinnar? Umærðuþáttur um of- menntun og vanmenntun hinna ýmsu þjóðfélags- stétta. Umræðum stýrir dr. Kjartan Jóhannsson. 22.05 Barenboim tólkar Becthoven. F1o k k u r tónlistarþátta, þar sem Daniel Barenboim leikur, eða stjórnar flutningi tón- verka eftir Ludwig van Beethoven. Hér leika Barenboim og kona hans, Jacqueline du Pré, Sónötu i A-dúr fyrir selló og pianó op. 69. 22.30 Dagskrárlok. Útvarp í kvöld kl. 22,00: Uppruni og þróun lífs Þátturinn „Tækni og visindi” sýnir i kvöld fyrsta þáttinn af þremur sem fjallar um uppruna lifs á jörðinni og þróun þess. Maðurinn hefur i langan tima reynt að leysa ráðgátuna um uppruna lifs á jörðinni. Fjölda- margar kenningar hafa komið fram um þetta, en sumar hafa verið anzi skammlifar. Sumar af þessum kenningum hafa verið felldar inn i trúarleg og heim- spekileg kerfi, og sumar þeirra héldu mönnum i fjötrum i fleiri aldir. Aðrar þær kenningar, sem upp komu fyrir mörgum öldum hafa reynzt furðanlega réttar, eins og nokkrar kenningar um sólkerfið, jörðina og lifið á henni. Páll Theódórsson, eðlisfræðingur. w ••• X a jorðu Guðmundur Eggertsson, prófessor. Visindamenn um allan heim vinna að rannsóknum á þessum sviðum og alltaf kemur fram meiri og meiri vitneskja, og alltaf er hægt að styðja nýjar og endur- bættar kenningar með þekktum staðreyndum i rikari mæli. Gera má ráð fyrir að mörgum muni finnast þetta efni forvitni- legt, og verður þvi þess vegna gerð skil i þremur þáttum með tveggja vikna millibili. Efni þáttarins i kvöld er að mestu inngangur að meginefninu. Umsjónarmenn þáttarins eru Guðmundur Eggertsson, prófessor og Páll Theódórsson, eðlisfræðingur. Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 22. nóvember. átí ... Pr* Hrúturinn, 21. marz—20. april. Einhver loforð, sem þú hefur reitt þig á, standast ekki. Getur það valdið talsverðum óþægindum, en varla þó tjóni, svo nokkru nemi. Nautið,2l. april—21. mai. Það gengur á ýmsu i dag. Mikið annriki að þvi er virðist. Ekki er ósennilegt að peningar bjóðist i aðra hönd, ef til vill svo um munar. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Það litur út fyrir að ekki verði öllu eða öllum að treysta i dag. Að minnsta kosti er hætt við að loforð standist ei að öllu leyti. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Þú þarft nauðsyn- lega að breyta fyrirkomulagi i sambandi við starf þitt, og það sem fyrst. Annars áttu á hættu að ofþreyta þig, og hvað þá? Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Þaö er ekki útilokað, að svo kunni að fara að þú verðir helzt til fljótur á þér, og glatir þess vegna tækifæri sem hefði getað komið sér vel. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Þú kemst ekki hjá að taka einhverja ákvörðun i sambandi við starf þitt og heilsufar. Ef til vill varðar mestu að af- staðan til starfsins breytist. Vogin, 24. sept. 23. okt. f dag ætti allt að falla nokkurn veginn í sama farveg og endranær. bumt ætti þó að minnsta kosti að ganga öliu bet- ur en gengið hefur. Drekinn, 24. okt,— 22. nóv. Getur orðið heldur erfiður dagur. Ekki kannski sjálf viðfangsefnin, heldur aðstaðan til að vinna að þeim, sem ekki verður eins og skyldi. Bogmaðurinn,23. nóv,—21. des. Það litur út fyrir að þú verðir i heldur kaldranalegu skapi i dag, af hverju sem það svo stafar. Þetta eykur þér styrk að vissu leyti. Steingcitin, 22. des.— 20. jan. Farðu þér hægt og rólega, fram eftir deginum að minnsta kosti. Ifafðu um leið gát á þvi sem fram fer og snertir viss mál að einhverju leyti. Vatiisberinn, 21. jan.—19. febr. Þér verður gert að öllum likindum harla hagkvæmt og greinilegt tilboð, en eins vist að þvi fylgi sitt af hverju ekki eins girnilegt, ef að er gáð. Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Þú virðist hafa heppnina með þér, einnig i dag, og ættirðu að nota þér það. Peningamálin verða samt ef til vill i einhverju ólagi. .v ÚTVARP # ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létl lög og spjallar við hlustendur. 14.15 Bjalian hringir. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið. Þorsteinn Sivertssen kynnir. 17.10 Kramburðarkennsla i þýzku, spönsku og esperanto. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Sagan hans Hjalta litla” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (13). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Umhverfismál 19.50 Barnið og samfélagið Magnús Magnússon skóla stjóri flytur stutt erindi: Er hneisa að vera vangefinn? 20.00 Tónlist frá 18. öld 20.40 Norðmenn og neiið.Cecil Haraldsson kennari þýðir og flytur erindi eftir Arne Treholt blaðamann um norsk stjórnmál og viöhorf- in til Efnahagsbandalags- ins. 21.10 Sönglög eftir Eric Satie og Gustav Mahler. Jessye Nonman syngur, Irwin Gage leikur undir á pianó. 21.40 iþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn 22.00 Fréttir.Tækni og visindi: Uppruni lifs á jörðu I.Guð- mundur Eggertsson prófessor og Páll Theódórs- son eðlisfræðingur sjá um þáttinn. 22.25 Harmonikulög • Yvette Horner leikur. 23.00 A hljóðbergi.Bandariska skáldið Ezra Pound les úr ljóðum slnum. Með verða fluttar nokkrar islenzkar þýðingar þeirra eftir Kristin Björnsson lækni. 23.35 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 86611 —ÞM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.