Vísir - 27.11.1972, Side 7

Vísir - 27.11.1972, Side 7
Visir. Mánudagur 27. nóvember 11172 7 Ódýr Tarzan eða slanga í jólapakkonn Umsjón: Edda Andrésdóttir Það væri ekki ólaglegt fyrir börnin að fá eins og eins meters háan Tarzan eða langa eitur- slöngu i jólapakkann sinn á að- fangadagskvöld. Og það er heldur ekki svo miklum erfiö- leikum bundið að búa slika hiuti (il sjállur. óðum fækkar dögun- Fataskápur handa brúðunni gerður úr skókassa. Fóðraður með litríkum pappir eða efni. um l'ram að jólum og áður en langt um liður verður liver seinastur að taka til hendinni við föndur eða annað. sem við- kemur komandi hátiöum. Börnin fá lika sitt að starfa jólamánuðinn, og það má geta þess, að brátt hefja fóstrur og Kkki væri amalegt að opna pakka með gleraugnaslöngu i, á jólunum. nema i Fóstruskólanum ýmsan undirbúning fyrir jólin með börnunum. I byrjun desember- mánaðar fara þær og heim- sækja barnaheimili i borginni og kenna börnunum að búa til ýmislegt skraut, til dæmis til þess að skreyta með jólatréð og fleira. 1 skólunum reyna kennarar einnig að gera eitthvað fyrir börnin svo sem að skreyta skólastofuna með teikningum af jólasveinum og fleiru. Jólakort- in eru unnin i skólanum og börn- in eru vissulega látin finna. að nú liður senn að hátið. Börnin hafa lika án efa mjög gaman af þvi að fá að dunda með foreldrum eða öðrum við jólaundirbúninginn. Sérstak- lega, ef þau eru látin fá eitthvað verkefni i hendur og þau látin vinna það að mestu leyti sjálf. Meðfylgjandi myndir sýna, hvernig búa má til jólagjafir á einfaldan máta og einnig ódýr- an. Þessir hlutir eru þó ekki ein- göngu bundnir við jólahátiðina sjálfa, heldur eru þeir einnig til- valdar almælisgjafir. Og hvað er þá skemmtilegra fyrir börnin en að fá að hjálpa til við að búa til og sauma afmælis- gjöfina handa vininum eða vin- konunni. Tarzan, sem við sjáum á einni myndinni, er tilvalin gjöf fyrir piltinn i fjölskyldunni. Hann er hvorki meira né minna en einn meter á lengd og það þarf ekki að vera mikill kostnaður við að sauma hann. Hann er saumaður úr einhvers konar skinni, svo sem molskinni, og það er reikn- að með, að 3 millimetrar fari i sauma. Þeir saumar, sem eiga að sýna vöðvana eða liðamótin, eru annað hvort merktir i saumavélinni eða þá með aftur- sting i höndunum. Buxurnar eða skýluna er skemmtilegt að sauma úr efni sem likast skinni einhvers dýrs, en hár, brjóstvörtur og nafli eru gerð úr garni. Augun eru tölur en munnur og nef eru saumuð i Það þarf ekki endilega að búa til brúðu, sem heitir Tarzan, það má einnig gera fleiri og litrikari persónur úr slikri brúðu. Þeir saumar, sem merkja eiga liða- mót og vöðva, eru saumaðir i, eftir að brúðan hefur verið troð- in út með þvi, sem til fellur. Eiturslangan, sem við sjáum á annarri mynd, er gerð úr af- göngum af einhverju efni, sem til er. Mjög skemmtilegt er að skreyta hana með gerviskinni eins og gert er á myndinni. en það er þó alls ekkert nauðsyn- legt. Efnislengd á bútunum, sem notaðir eru, eru 30 cm á breidd og slönguna má sauma eins langa eða stutta og hver vill. Munnurinn er saumaður á með rauðu garni, en perlur eða tölur eru settar i staðinn fyrir augun. Gleraugnaslangan er búin til á alveg sama hátt, en efnið, sem notað er i hana, er mislitt, köfl- ótt, röndótt eða i fleiri gerðum. (íleraugun eru saumuð úr garni og tungan er saumuð úr filter. Ekkert er fljótlegra eða auð- veldara en að búa til fataskáp handa litlu stúlkunni. Það þarf ekki annað efni til en skókassa eða lok af kassa og svo einhvers konar stöng, sem tiler. má vera úr plasti eða jafnvel spýtu. Kassinn er fóðraður með fallegu efni eða enn betra væri þó af- gangur af fallegum pappir, mis- litum og litrikum. Herðatré sem þessi má kaupa i verzlunum i bænum og það sakar ekki að bæta við eins og einni kápu eða kjól á brúðuna. Þessar jólagjafir ættu að geta sparað mörgum hverjum krón- urnar og sporin, og án efa fylgir þvi ánægja að búa slika hluti til og gefa. — EA Tnrzaii væri áreiðanlega öllum hörmim kærkomin gjöf, og það þarf ekki að kosta miklu i hann. Gata dagsins: Tjarnargatan Aldur segir ekkert til um fegurð hluta. Sumt gamalt er ljótt, annað fallegt. Þar að auki finnst ýmsum það ljótt, sem öðrum þykir fallegt. Gömul hús og húsasamstæður eru mjög til umræðu nú. Við lifum á timum umbóta og framfara og viða verða gömul hús i veginum. Spurningin um það, hvort þau skuli allt- af vikja fyrir nýbyggingum, eða bara stundum, og þá hvar hvar ekki er ofarlega á baugi i ræðu og riti, og æðstu valdamenn þjóðarinnar lýsa yfir sinu persónulega mati. i tilefni þessarar áhugabylgju, sem nú virðist risin hafa áhugamenn um vernd þeirra verðmæta, sem þeir telja viða að finna við götur Reykjavikur, tekið höndum saman um að velja húsasamstæður, götuhluta eða heilar götur og birta samborgurum sinum hér i blaðinu næstu daga. Dæmið sem þau velja hverju sinni nefna þau: „Gata dagsins.” Áhugafólk þetta cru nokkrir listamenn úr mismunandi listgreinum, s.s. ljósmynda-, teikni-, leik-, rit- og húsagerðarlist. Hér I blaðinu munu þvi á næstunni birtast myndir og frásagnir af „Götu dagsins.” Ætlunin er sú að hvetja lesendur blaðsins til að mynda sér sina sjálfstæðu skoðun á gildi þess, sem birt er hverju sinni. Ekki er unnt að vita hvert þeirra húsa, sem á myndunum sjást, verður næsta fórnar- lamb þeirra umbótatima, sem nú rikja, og of seint er að bjarga menningarverðmætum eftir að þau hafa verið afmáð. Með þetta i huga tók fólkið sig til, og nú er að vita hvaða undirtektir það fær. Fyrir nokkrum árum fór fram sainkeppni ineðal arkitekta um umhverfi Tjarnarinnar og þá kom i Ijós, að allir þátttakendur gerðu ráð fyrir þvi, að húsalengj- an við Tjarnargötu liyrfi af sjón- arsviðinu. Hverjum dytti i hug að hrófla við þessum húsum núna? Þetta er ekki dæmi um skamm- sýni þeirra, sem tóku þátt i sam- keppninni, heldur breytt viðhorf, nýr timi kann betur að meta gamla limann. Nú hafa öll húsin verið endurnýjuð og prýða Tjörn- ina og hæinn. Þannig geta þeir lilutir, sem suimim finnst óprýði að i dag, orðið prýði morgundags- ins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.