Vísir - 27.11.1972, Side 9
Yisir. Mánudagur 27. nóvember 1972
9
Ijúfur draumur í mjúku ekta „krepp",
eins og aðeins HÖIE getur framleitt.
100% bómull — straufrítt rúmfataefni í skemmtilegum mynstrum og litum.
Varist eftirlíkingar.
hoie
KREPP
FJÁRMÁLIN E
ERFIÐ HJÁ FR
— Örn Eiðsson endurkjðrinn formaður
Frjólsíþróttasambands íslands
VíkingurReykja
víkurmeistari!
orn Eiðsson var endur-
kjörinn formaður Frjáls-
Til hamingju!
Paft var talsvert um það um
helgina. að þekkt fólk úr is-
lenzku iþróttalifi gekk i
hjónabönd. Myndina hér að
neðan tók Bjarnleifur af
Kristbjörgu Magnúsdóttur,
liandknattleikskonu úr KR,
og landsliðsmanninum
kunna úr Kram, Axel Axels-
syni. þegar þau giftu sig á
laugardag. Þá gengu i það
heilaga llalldóra Sigurðar-
dóttir og Viðar Simonarson.
landsliðsmaður i FH — einn-
ig Guðrún Sverrisdóttir og
Brynjólfur Markússon,
landsliðsmaður úr ÍR, og
Agústa Magnúsdóttir og
Gunnar Gunnarsson, fyrir-
liði Vikings i knattspyrnu.
Vonandi fáum við myndir af
öllum brúðlijónunum innan
skamms og við óskuni þeim
nllum til hnmimfiu
iþróttasambands islands á
ársþingi þess i gær, en
þingið var haldið um helg-
ina. Um 30 fuiltrúar mættu
þar víðs vegar að af land-
inu. Umræður voru miklar
og margvíslegar og kom
þar í Ijós, að fjárhagur
sambandsins var mjög
erfiður.
Aðrir i stjórn voru kjörnir
Svavar Markússon, Sigurður
Björnsson. Þorvaldur Jónasson
og Páll Ú. Pálsson. sem kom 1
stað Finnbjörns Þorvaldssonar,
sem ekki gaf kost á sér til endur-
kjörs. Formaður laganefndar var
kjörinn Magnús Jakobsson og
formaður útbreiðslunefndar
Sigurður Helgason. Þeir sitja
báðir stjórnaríundi.
Starfsemi FRÍ var mikil á
árinu - 25. afmælisári sam-
bandsins - og kom það vel fram i
ársskýrslu stjórnarinnar. Tals-
vert var um keppni islenzks
frjálsiþróttafólks erlendis — til
Hmmic I ‘A nH qIí pnnn i \firS NnríSiir-
Noreg. Norður-Sviþjóð og
Norður-Finnland og kostaði
þetta mikið fé.
í reikningum Frjálsiþrótta-
sambandsins, sem gjaldkerinn,
Svavar Markússon las upp og
skýrði. kom i Ijós. að haíli hjá
FRÍ á árinu nam rúmlega (>16
þúsund krónum — þannig að
skuldir sambandsins i heild eru
rúmlega 1200 þúsund krónur.
Stendur þetta mjög allri starf-
semi FRl fyrir þrifum — þrátt
fyrir fórnfúst starf þeirra, sem að
þessum málum vinna. En þvi
miður er aðsókn að Irjálsiþrótta-
mótum litil og mólin þvi litil
tekjuöflun jafnvel þó boðið sé
upp á þátttöku heimsfrægra i-
þróttamanna.
A ársþinginu um helgina voru
ýmsar laga- og leikreglna-
breytingar, lögð fram fjárhags-
áætlun fyrir næsta ár og ýmsu
helztu mót næsta keppnistimabils
ákveðin.
Siðar verður skýrt frá helztu
tillögum og ályktunum þingsins
hér i blaðinu.
Héraösdómstóll
Handknattleiksráðs
Reykjavikur tók á laugar-
dag fyrir kæru Vikings
gegn IR í Reykjavíkur-
mótinu i handknattleik.
Niðurstaða dómsins var
sú, að Víkingi var
dæmdur sigur í leiknum
gegn IR og þar með er
Víkingur Reykjavikur-
meistari i meistaraflokki
1972.
Kæra Vikings byggðist á þvi,
að i liði ÍR lék leikmaður, Geir
Thorsteinsson, sem hafði ekki
verið tilskilinn tima i félaginu,
þegar hann lék gegn Viking i
mólinu. I.eik liðanna lauk með
jafntefli en þar sem dómur
dómstóls HKRR hefur fallið
Viking i hag fær félagið bæði
sligin. Vikingur var taplaus i
mótinu og er með 13 stig - en
Valur var i öðru sæti með 12
stig.
Möguleiki er á þvi - þó
ósennilegt - að IR láti málið
ganga til dómstóls HSt og kann
málið þá að dragast eitthvað
enn á langinn, þó niðurstaða
verði eflaust hin sama.
Úrslit eru nú kunn i nokkrum
öðrum flokkum á mótinu. 1
meistaraflokki kvenna bar
Valur sigur úr býtum - en um
tima i gær i leiknum gegn Fram
leit alls ekki út fyrir sigur Vals
heldur, að þrjú félög yrðu jöfn
þar að stigum, Armann, Fram
og Valur.
1 hálfleik höfðu Fram-
stúlkurnar vel yfir, 5-1, en
da'mið snerist hins vegar alveg
við i siðari hálfleiknum og þá
skoruðu Valsstúlkurnar fimm
mörk gegn einu. Leiknum lauk
þvi með jafntefli 6-0 og það eina
stig.sem Valur hlaut i leiknum,
na'gði liðinu til sigurs i mótinu.
i 1. flokki karla bar lið Vikings
sigur úr býtum - þannig, að
Vikingur hefur sigrað bæði i
meistara- og 1. flokki og hefur
einnig góða möguleika á sigri i
2. flokki karla. i 3. flokki karla
voru lið Ármanns og Fram jöfn
að stigum og verða að leika sér-
stakan úrslitaleik.
i héraðsdómi HKRR eru Helgi
V. Jónsson. formaður, Karl
Benediktsson og Hilmar Ólafs-
son, sem tók sæti Sigurðar Jón.s-
sonar i þessu máli.
Blómstrandi