Vísir - 14.12.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 14.12.1972, Blaðsíða 1
„ÞEIR FINNA ÁBYGGILEGA VERSTU LEIÐINA" (!2. árg. — Fimmtudagur 14. desember 1972 — 287. tbl. Hetjan má þakka tilvonandi tengdaföður sínum 22 daga striö hins 46 ára gamla flugmanns, Martin Hartwell, hefur vakið heims- athygli. Hann gekk með sigur af hólmi i baráttunni við ógn- þrungiö landslag óbyggðanna i Kanada. En Hartwell má sannarlega þakka tengda- föður sinum, sem tókst að fá flugherinn til að leita á ný eftir að hann skrifaöi opiö bréf i eitt Toronto-blaðanna. Og hvað hafði hetjan Hartwell svo að segja á blaðamannafundi? — Sjá nánar á bls. 6. t Island orðið „spennandi" land t>aö færist sifellt i vöxt að sakamálasögur gerist á is- landi, eða að islendingar komi við sögu. llvernig sem á þessu stcndur, gerist það æ tiðara að rithöfundar komi hingað til lands aö kanna landsháttu og kynnast hinum „spennandi” i- búum eylandsins. Við segjum nánar frá þcssu i frcttum af bókamarkaðnum. — Sjá bls. 8. Útigangsfreyja Við fundum nýyrði i gær, þegar við spurðum nokkra vegfarendur spurningar dagsins um hvort hyggilegt teldist að kaupa svo marga nýja togara i einu. Nýyrðið er „útigangsfreyja”, og notaði kona ein það um þær hús- mæður, sem starfa utan heimilisins. — Sjá Visir spyr á bls. 2. „Jólagjöf" frá lögreglunni Líklega fær einhver „jólagjöf” frá lögreglunni á Seltjarnarnesi fyrir þessi jól. Reyndar er þetta tugþúsunda virði af silfurborðbúnaði, sem fannst i skemmu einni, hafði greinilega verið falið þar af þjófum. — Sjá frétt á bls. 3. Kjarasamningar verða ekki skertir Fall ríkisstjórnar getur boriö aö jafn skyndilega og andlát fullhrausts manns, sagði Hannibal Valdimars- son, félagsmálaráðherra og formaður Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, þeirri spurningu Vísis 1 morgun, hvort hann teldi liklegt, að rikisstjórnin færi frá á næstu vikum. Hannibal svaraði spurningu um það hversu mikilvægt hann teldi það vera að halda stjórnarsam- starfinu áfram á þá leiö, að þessi rikisstjórn ætti mörgu ólokið samkvæmt stjórnarsáttmálan- um. Mörg mál hefði ekki reynzt timi til að taka fyrir eða ljúka á þvi aðeins einu og hálfu ári, sem stjórnin hefði setið. Hann staðfesti þær fréttir, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna hefðu lagt til, að valin yrði gengislækkunarleiðin i efnahags- málunum, en sú tillaga hefði ekki verið borin fram sem úrslita- kostir innan rikisstjórnarinnar. Við lögöum hinsvegar þá leið undir mat hagrannsóknardeildar Framkvæmdastofnunarinnar og kom fram það álit sér- fræðinganna, að gengislækkun nú — segir Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra. „Fall ríkisstjórnar getur borið að jafn skyndilega og andlát fullhrausts manns" væri sú leið sem vænlegust væri til árangurs. — Hinsvegar er það rétt, að þrjár tillögur til lausnar efnahagsmálunum hafa verið lagðar fram innan rikis- stjórnarinnar. Allar þessar til- lögur eru nú til athugunar. Allir valkostir efnahagsmála- nefndarinnar fela i sér það atriði, að allir kjarasamningar i landinu verði skertir, þar sem ekki er ætlunin að greiða visitölu- hækkanir, sem beinlinis verða vegna efnahagsráðstafana. Það er fróðlegt fyrir lesendur Visis að fá að vita, hvort flokkur yðar, fyrrverandi formanns Alþýðu- sambands tslands mun fallast á þetta. Það er rétt að allir valkostirnir fela i sér skerðingu á kjara- samningum. Hinsvegar hefur enginn stjórnarflokkurinn áformað að ganga á gildandi kjarasamninga. Það er þvi alls ekki um það að ræða, að kjara- samningar veröi skertir, jafnvel þó efnahagsmálanefnd hafi lagt það til. Eftir þeirri tillögu mun enginn stjórnarflokkurinn fara. - VJ. s • SLYSAGILDRA Hér á móts viö hús númer 164 á Laugavegi virðist vera slysagildra. Slys eru hér tíð og oft verða börn fyrir bilum á þessu svæði. Umferð er hér mikil og strætisvagnaviðkomustöð og gangbraut er hér einnig. Tvð bðrn fyrir bíl ó sama stað í gœrdag — fleiri dœmi áður Á móts við hús númcr 164 á Laugavegi viröist vera cinhver sérstakur slysastaður. Mörg slys hafa orðið jiar undanfarið, en i gær urðu tvö börn fyrir bilum þarna. Ungur drengur hljóp fyrir bil sem var að koma eftir Laugaveg- inum. Drengurinn var að koma út úr strætisvagni og hljóp framfyr- ir strætisvagninn og út á götuna. Varð drengurinn þá fyrir bíl, sem var að koma eftir hægri akrein götunnar. Drengurinn var fluttur á Slysavaröstofuna, en meiðsli hans voru smávægileg að sögn lögreglunnar. Þá var litil telpa fyrir bil þarna á sama stað, fyrr um daginn. Telpan hljóp út á götuna og i veg fyrir bil sem ók i vesturátt. Telp- an hlaut meiðsli á andliti og var hún flutt á Slysavarðstofuna. Ekki munu meiðsli hennar hafa verið alvarleg. — ÞM. Jólagetraunin Jólagetraunin okkar virðist sannarlega hafa orðið vinsæl og þátttaka góð. Lesendur eru minntirá, að skilafrest- ur er til kvölds þann 21. desember. Vinsamlega merkið umslögin greini- lega ,,Jólagetraun Vís- is". Póstleggja má get- raunina, eða skila henni beint til ritstjórnar i Síðumúla 14, eða í af- greiðslunaá Hverfisgötu 32. Bœkur „ritaðar" með hníf og skœrum — Sjá bls. 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.