Vísir - 14.12.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 14.12.1972, Blaðsíða 8
8 Visir. Fimmtudagur 14. desember 1972 Sakamálahöfundar leita œ meir til okkar: ísland að verða verulega spennandi i farþegastraumnum til islands á hverju ári leynast a.m.k. einn eða llciri sakamálarithiifundar. I»eim fjöigar þvi bókunum, þar sem sagan er látin gerast á „hinu dularfulla landi elds og isa”. A jólamarkaði i ár er ein slik bók, og önnur þar sem áhöfn islenzks togara kemur vift sögu. Annars er greinilegt á jóla- markaönum ár hvert, að islenzkir karlmenn (?) og kannski konur lika, lesa firnin öll af spennandi sögum, sakamálasögum, sögum af styrjaldarafrekum og öðru þvi- umliku. En litum aðeins á þær bækur, sem við höl'um haft lregn- ir af i þessum flokki bókmennla. Richard Falkirk heitir höfund- ur bókarinnar Vegið úr launsátri, sem örn og örlygur hafa gefið út. Hér er fjallað um Rússa, sem eru að auka áhrif sin á tslandi. Hér eru látnir gerast æsispennandi at- buröir. Falkirk ferðaðist hér um og kynntist landi og þjóð. „Höfundurer ekki að skrifa sagn- fræðirit og vart heíur vafizt fyrir honum, að ekki væri um ódauð- legt bókmennlaverk að ræða,” segir þýðandinn, Bárður Hall- dórsson, i upphafsorðum bókar- innar. „En allt um það, vanga- veltur höfundar yfir tslendingum — eðli þeirra og innræti — hefja bókina oíar fleslum reyfurum”. t bókinni lsbúrið eftir Duncan Kyle, sem Vörðufell gefur út, kemur togari með þvi óislenzka nafni Polar Star við sögu. Annars gerist sagan á Grænlandsjökli og viðar og ljallar einnig um stór- veldakapplaup og hernaðar- leyndarmál. Agatha Chrislie þykir góður stimpill þegar um er aö ræða sakamálasögur. P’rá Jóni Helga- syni er komin sagan Austur- landahraðlestin, sem er gömul saga, birlisl i Vikunni 1944 sem framhaldssaga. Hér l'ær „mussju” Poirot verkefni að leysa i hraðlestinni, þvi maður l'innst myrtur i koju sinni, meðan lestir æðir gegnum Evrópu. Nafn Sven Hazel er þekkt meðal þeirra, sem hafa lesið striðsbækur. Hazel var SS-maður i striðinu, en að þvi loknu tók hann til við skriftirnar og náði verulegri útbreiðslu. Ægisútgáf- an gefur úl bók hans Monte Cassino. Þrjár bækur hans hafa komið út hér á landi og hafa feng- ið góðar viðtökur. önnur saga frá striðsárunum er Málsvari myrkrahöfðingjans eft- ir Morris L. West, sem einnig er lesendum kunnur hér á landi af fyrri bókum, Gull og sandur, Babelsturninn og Fótspor fiski- mannsins. En stjórnmál og glæpaverk koma viðar við sögu. 1 Frakkl. er gert tilræði við I)e Gaulle. Eltir sex misheppnaðar tilraunir OAS-manna varð að fá einhvern betur að sér i mannvigum en „áhugamennina”. Þvi er náð i „Sjakalann”. Dagur Sjakalans heitir bók eftir Frederick Forsyth um þetta efni, en andstæðingur Sjakalans er En Claude Lebel, „bezti leynilögreglumaður Frakklands”. Þá er eftir að geta bókar frá Prentsmiðju Jóns Helgasonar, er nefnist Hreysikötturinn og er eftir E. Philips Oppenheim. Hér er það saga úr undirheimum Lundúna. Ungur maður er handtekinn fyrir gimsteinarán og telur félaga sina hafa svikið sig. Þegar hann losn- ar úr fangelsinu, hyggst hann hefna sin og fá félagana fyrrver- andi undir lás og slá. Þá er ein striðsbókanna eftir. Það er bók Ægisútgáfunnar 1 heljarklóm rússneska vetrarins. Margur frækinn hershöfðinginn hefur haft i hyggju að leggja Rússaveldi undir sig. En Rúss- neski veturinn hefur jafnóðum gert drauma striðsmanna að engu og margur orðið að snauta heim til sin með litinn her og vesælan. Um þrjár sögulegar inn- rásir i Rússland er fjallað i þess- ari bók Leonard Coopers, þ.e. innrás Karls 12. Sviakonungs, Napóleons mikla og Hitlers. Heitt er elskazt „Á miðum og mýri#/ A miðum og mýrier fyrsta bók Rögnvaldar S. Möller en i kynn- ingu á bókarkápu segir, að hér sé á ferðinni ástriðuþrungin islenzk ástarsaga og berorð. Er i henni greint frá „ástum dugmikils islenzks sjómanns og saklausrar sveitastúlku”, eins og ennfremur er sagt á bókarkápunni. Rögnvaldur S. Möíler er fæddur á Siglufirði árið 1915 og stundaði framan af ævi ýmis störf til sjávar og sveita, en siðan lauk hann prófi frá Kennaraskólanum og hefur stundað kennslu undan- farin 11 ár. A tniöum og mýri er eins og áður segir fyrsta bók höfundar, en áður hafa birzt eftir hann kvæði og greinar i blöðum og timaritum. Húsgögn á tveim hœðum ALLTAF Getum nú afgreitt þessi eftirsóttu F'TTTTTT/A TJ hJónarúm shiL inrs±u PANXANIR óskast staðfestar NYTT OPIÐ TIL KL. 10 FÖSTUDAG OPIÐ TIL KL. 6 LAUGARDAG Komið og skoðið hinar ýmsu nýjungar í okkar FJÖLBREYTTA HÚSGAGNA ÚR VALI lHÚSGAGNAVERZLLJN REYKJAVÍKURj BRAL TARHOLTI 2 — SÍMI 11-940 Slaughter Fáir erlcndir rithöfundar hafa verið þýddir jafnkappsamlega og Frank G. Slaugther, læknirinn, sem hóf rithöfundarferi! og lagði skurðhnifinn á hilluna. Hér á landi hefur Slaughter verið á markaði um mörg jól, og siðasta bókin heitir Siðasta augnablikið og fjallar eins og enn á ferð fyrri bækur að verulegu leyti um lækna og læknisfrúr. Bókaforlag Odds Björnssonar gefur bókina út, en Hersteinn Pálsson islenzk- aði. Og meðfylgjandi birtum við mynd af Frank G. Slaughter, þvi eflaust langar lesendur að sjá, hvernig þessi frægi læknir litur út. AUG- LÝSING um skelfiskveiðar í Breiðafirði Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að heimila takmarkaðar skelfiskveiðar i Breiðafirði eftir n.k. áramót. Fyrirkomu- lag veiðanna verður sem hér segir: 1. Veiðar skulu hefjast 2. janúar. Há- mark þess afla, sem leyft verður að veiða á fyrri hluta ársins, er 1,500 tonn, og er reiknað með þvi að það taki 5—6 vikur að ná þessu marki. Að þeim tima liðnum má búast við stöðvun veiðanna, jafnvel þótt þessu aflamagni hafi ekki verið náð. Jafnframt áskilur ráðuneytið sér rétt til þess að lækka þennan há- marksafla, ef ástæða þykir til. 2. Veiðileyfi verða veitt 15 bátum i senn og verða leyfi aðeins veitt bátum, sem skráðir eru við Breiðafjörð, enda hafi eigendur þeirra verið búsettir þar i eitt ár. Sæki fleiri en 15 um leyfi, sem upp- fylla ofangreind skilyrði, verður veiði- timi allra bátanna styttur, miðað við það sem segir i lið 1. hér að ofan, þannig að allir eigi sem jafnasta möguleika á þvi að ná sinum hlutfallslega skerfi af heildaraflamagninu — 1,500 tonnum. 3. Leyfin verða bundin þeim skilyrðum, að öllum afla verði landað á Breiða - fjarðarhöfnum og aflinn unninn á þvi svæði. 4. Leyfin verða bundin við ákveðin svæði á Breiðafirði, sem nánar verða tilgreind i veiðileyfum. Þegar veiðarnar hafa verið stöðvaðar sbr. lið nr. 1, verða þær ekki leyfðar að nýju fyrr en á næsta hausti. Skipstjórar þeir, sem hafa i hyggju að stunda ofangreindar veiðar nú eftir n.k. áramót á þessu fyrra timabili, skulu sækja um veiðileyfi til sjávarútvegsráðu- neytisins ekki siðar en 21. desember n.k., ella má búast við þvi að umsóknir þeirra verði ekki teknar til greina. Sjávarútvegsráðuneytið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.