Vísir - 14.12.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 14.12.1972, Blaðsíða 11
10 Visir. Fimmtudagur 14. desember 1972 Charlton valinn Knski landsliðs- einvaldurinn, sir Alf Itaífisey hefur valið l(i leikmenn frá Eng- landi, Skotlandi, Wales og Danmörku, sem leika eiga við úrvalslið f'rá hinum sex löndum EBE hinn :5 ja janúar næst- komandi. Leikurinn veróur i tilefni inngöngu Danmerkur, Bret- lands og lrlands i Efnahags- bandalagiö. Mesta athygli vekur, aö Bobby Charlton hjá Manch. Utd. er einn þeirra, sem Ramsey hefur valiö — en Bobby hefur ekki leikið i enska landsliðinu frá þvi i heimsmeislarakeppn- inni i Mexikó 1970. Sex leikmannanna eru enskir, þrir skozkir, fjórir irskir, tveir danskir og einn frá Wales. Reir eru. Frá Englandi Ray Clemence, Liverpool, Bobby Moore, West Ham, Bobby Charlton, Manch. Utd., Emlyn Hugh- es, Liverpool, Peter Storey, Arsenal,ogColin Bell, Manch. City. Frá irlandi Pat Rice, Arsenal, Hunter, Ipswich, Steve Highway, Liverpool, og Johnny Giles, Leeds. Frá Skotlandi Billy Bremner, Leeds, Peter Lorimer, Leeds og Colin Stein, Coventry. Frá Wales Garry Sprake, Leeds, og auk þess eru tveir leikmenn frá Danmörku, Olsen og Jensen, en þvi mið- ur höfum viö ekki fornöfn þeirra, svo þessi nöl'n segja heldur litið. Vegna deildabikarleiks Tottenbam og úlfanna var ekki hægt aö velja leikmenn Irá þessum fólögum i liðiö — og heldur ekki úr skozku deildunum, þar sem :iji janú- ar er leikdagur i Skotlandi. Inter féll! Nokkrir leikir voru luiöir i UKFA-kcppnimii i gær. Mcsl koni á óvarl, aö Vicloria Sctuhal sló Inler, Milanó, úr kcppiiinni. Intcr sigraöi 1-1) i Milanó i gær, cn þaö dugöi ckki þarscm Vicloria sigraöi 2-1) i lcik liöanna i Portúgal. Boninscgna skoraöi inark Inlcr, og liann og Ma/./.ola l'óru illa nicö opin færi. Rauða stjarnan, Belgrad, sigraöi Tottenham 1-0 i Bel- grad, en Tottenham vann samanlagt 2-1. Liverpool sigraöi Dynamo, Berlin, 3-1, og OFK, Belgrad sigraði CSK, Sofiu, með 3-1 saman- lagt. Pá vann Borussia Köln með 5-0. Sigurliðin eru þar með komin i átta-liða úrslit i keppninni. Rowenfa Straujárn, gufustraujárn, brauðristar, brauðgrill, djúpsteikingarpottar, fondue-pottar, hárþurrkur, hárliðunarjárn og kaffivélar. Heildsölubirgöir: ^lalldór -QiríkáóonJ; &>. Ármúla 1 A, sími 86-114 Fram átti litið s v a r gcgn aukaköstum Arnianns. Hér stökkva hæstu Framararnir einshátt og þeir geta, en allt kom fyrir ekki. Ilöröur Kristinsson scndir knöttinn vl'ir varnarvegginn og i márk. Ljósmynd Bjarnleifur. Meistarar Fram féllu ó aukaköstum Ármenninga! -Óvœnt úrslit í l.deild í gœrkvöldi, þegar Ármenningar sigruðu íslandsmeistara Fram með 23:20 Ármenningar hlutu sin fyrstu stig á íslandsmótinu i gær- lcvöldi, þegar þeir sigruðu ís- landsmeistara Fram með 23-20 i æsispennandi leik undir lokin. Fátt benti þó til þess framan af, að Ármann mundi sigra i leiknum, því Fram hafði lengstum forustu og var komið fjórum mörkum yfir á 6. mín. siðari háIfleiks (17-13). En það átti eftir að breytast og loka- kafli Ármenninga var mjög Ingólfur Óskarsson (mcð gleraugun) i vörninni gcgn Guðmundi Sigurbjörns- syni. Ingólfur er nú markahæstur á niótinu meö 33 mörk — flest skoruð úr vitaköstum. gööur — liðið skoraði sex siðustu mörkin i leiknum. Sigur Armanns var verðskuldaður og grunnur að honum var lagður með aukaköstum. Leikmenn Fram voru að mestu varnarlausir, þegar risinn Hörður Kristinsson fékk knöttinn eftir aukaköst — stökk upp og sendi hann yfir varnarvegg Fram i leiknum. Ilörður skoraði sjö mörk i leiknum — flest á þennan hátt — og er að verða mjög virkur aftur. En flestir leikmenn Ármanns náðu sinu bezta og börðust af miklum krafti. Þeir gáfu Fram sjaldan frið til að undirbúa vel hinar langdregnu sóknarlotur og opnuðu svo oft vörn Fram á auðveldan hátt með hröðum sóknarleik — auk auka- kastanna. Varnarleikur Fram var ekki góður i þessum leik — einkum brugðust ungu mennirnir, Guðmundur og Sveinn i hornunum og markvarzla Guðjóns Erlendssonar var i molum. Hann yfirgaf völlinn i lok fyrri hálf- leiks og tók Jón Sigurðsson stöðu hans og varði nokkuð vel framan af. En það dugði Fram ekki einu sinni, þar sem Ingólfur Óskarsson var eini maðurinn, sem eitthvað veruleg kvaö aö. Axel Axelsson er þó aðeins að nálgast sitt fyrra form — en meiðslin hafa dregið úr sjálfsöryggi hans hvað mark - skotum viðkemur. Armann byrjaði betur i leikum og eftir 8 minútur var staðan 4-2. Axel jafnaði með tveimur góðum mörkum og svo seig Fram framúr. Komst i 7-5 á 15.min. Virtist þá allt ætla að falla i þær skorður, sem búizt var við. Af og til var þriggja marka munur Fram i hag, en i leikhléi stóð 14-12 fyrir Fram. Guðmundur Sveinbjörnsson skoraði fyrsta mark siðari hálfleiks fyrir Ár- mann, en meö þremur vitaköstum i röð kom Ingólfur Fram i 17-13. (Það er athyglisvert, að Fram hefur fengið miklu fleiri vitaköst en önnur lið i mótinu. Rannsóknarefni það!), En svo kom að Árm. að fá viti. Vil- berg skoraði úr tveimur og Hörður mark úr aukakasti og spenna fór að koma i leikinn. Og Ármanni tókst að jafna i 19-19 á 19. minútu — eftir að Ingólfur hafði i fyrsta skipti i mótinu misnotað vitakast — steig framfyrir. Ármenningum óx mjög ásmegin — en lokakaílinn var sorgarsaga fyrir Fram. Liðið skoraöi ekki nema eitt mark siðustu 13 min. leiksins (Sigur- bergurl.A 26. min var staðan orðin 21- 19 fyrir Ármann og þá kom fyrir atvik, sem Fram nýtti illa. Ragnari Jónssyni var visað út af velli i tvær minútur fyrir klaufalega, gróft brot. Framarar voru þvi einum fleiri — en óttinn við tapið var svo mikill, að ekki einu sinni það var nýtt, heldur skoraði Armann eitt mark meðan Ragnar var á bekkjunum. 22-19 og tvær minútur eftir. Hinn óvænti sigur Armanns var i höfn —ogFram gat engu breytt meö ,,maður á mann" i lokin. Armann hafði hlotið sinn fyrsta sigur — verð- skuldaðan sigur. A eftir spurðu menn. Getur Fram ekki leikið ef Karl Bene- diktsson. þjálfari, er ekki meö liðinu — hann fékk sér fri þetta kvöld!! Mörk Armanns skoruöu Hörður 7, Vilberg7, (4 viti). Guðmundur 3, Björn Jóhannsson 3, Jón 2 og Olfert 1. Fyrir Fram skoruðu Ingólfur 8 (5 viti), Axel 4, Sigurbergur 3, Sveinn 2, Andrés 1, Pétur 1 og Björgvin 1. Dómarar voru Kristófer Magnússon og Ingvar Viktorsson. Þeir sýndu kannski ekki beztu dómgæzlu, sem sézt hefur á mótinu — en voru sjálfum sér samkvæmir — og villur þeirra bitnuðu nokkuð jafnt á báðum liðum. Tvivegis að minnsta kosti tóku þeir mark af Ármenningum, þegar flautað var of fljótt, og i önnur skipti gátu Framarar verið óánægðir þó þeir geti fyrst og fremst sjálíum sér um kennt hið óvænta tap. Staðan í mótinu — og markhœstu leikmennirnir Tveir leikir voru háðir í 1. deild islandsmótsins í handknattleik i Laugardalshöllinni i gærkvöldi og urðu úrslit þessi: Armann — F'ram 23-20 Vikingur — KR 32-23 Staðan i i mótinu er nú þannig: FH 4 4 0 0 73-67 8 Valur 4 3 0 1 90-66 6 ÍR 4 3 0 1 79-67 6 Vikingur 5 3 0 2 113-102 6 Fram 5 3 0 2 98-91 6 Haukar 4 1 0 3 75-77 2 Ármann 5 1 0 4 81-109 2 KR 5 0 0 5 84-114 0 Markahæstu leikmenn eru nú: Ingólfur Óskarsson, Fram 33 Einar Magnússon, Vik. 31 Geir Hallsteinsson, FH. 30 Vilberg Sigtr.son, Á. 27 Bergur Guðnason, Val. 25 Brynjólfur Markússon, 1R. 25 Haukur Ottesen, KR 25 Ölafur ólafsson, aukum 21 Guðjón Magnússon, Vik. 19 Vilhj. Sigurgeirsson, 1R 19 Hörður Kristinsson, Á. 17 Ólafur H. Jónsson, Val. 15 Stefán Halldórsson, Vik. 15 Björgvin Björgvins. Fram. 14 Páll Björgvinsson Vik. 14 Björn Blöndal, KR. 13 Björn Pétursson, KR. 13 Þórður Sigurðss. Haukum 13 AgústSvavarsson, 1R. 12 Ágúst ögmundsson, Val. 11 Björn Jóhannesson, Á. 11 Gunnar Einarsson, FH. 11 Gunnst. Skúlason, Val. 11 Sigurb. Sigsteinss. Fram. 11 Ólafur Friðriksson, Vik. 10 Næsti leikur i mótinu er i iþrótta- húsinu i Hafnarfirði á sunnudag. Þá leika FH og Haukar og hefst leikurinn kl. 9.30 um kvöldið. ingur Þaö vor skoruð 55 mörk í leik Vikingsog KR i 1. deild i gærkvöldi í Laugardals- höllinni. Næstum eitt mark á minútu, sem gefur vel til kynna hve varnarleikur lið- anna hefur veriö slappur i leiknum. Stórskotalið Vík- ings haföi miklu betur i þessari viðureign og skor- aði 32 mörk — mesti markafjöldinn, sem lið hefur skorað í mótinu hing- aðtil. En slikar markatölur sjást af og til i 1. deild — til dæmis skoraði FH 33 mörk hjá KR á mótinu i fyrra. Vikingur náði slrax forustu i leiknum — Einar Magnússon skoraði tvivegis fyrstu tvær minúturnar — og átti eftir að verða mikill ógnvaldur KR- varnarinnar. Eftir það hafði Vis- ingur alltaf forustu i leiknum utan tvivegis, að jafnt var 7-7 og 8-8. Spenna var talsvert framan af. Haukur Ottesen skoraði fyrsta mark KR á 3ju minútu, en Einar svaraði samstundis með 3ja marki sinu. Mörkin féllu jafnt og þétt, en illa lókst Vikingum að hrista KR-inga af sér. Um miðj- an hálfleikinn náði KR að jafna i 7-7 og aftur á 16 min. i 8-8. En þá skoruðu Vikingar þrjú næstu mörk og eftir það var Vikingur oftast þremur fjórum mörkum yíir fram að leikhléi. Staðan var þá 15-12. Strax i byrjun siðari hálfleiks náði Vikingur fimm marka for- skoli með mörkum Stefáns Hall- dórssonar og Einars og eftir það var litil spurning hvorum megin sigurinn mundi verða — miklu frekar spurning hve stór Vikings- sigurinn yrði. Eftir 10 minútur var Vikingur búinn að skora 20 mörk (20-15), en stóð svo nokkuð lengi á þeirri markatölu, þvi um tima' varði ívar Gissurarson vel i marki KR. Munurinn minnkaði þá niður i þrjú mörk. En það breyttist aftur. Linu- og hornamenn Vikings fóru að senda knöttinn hvað eftir annað i mark- ið og bilið jókst jafnt og þétt. Und- ir lokin var leikurinn hálfgerð leikleysa — litið.sem ekkert hugs- að um varnarleikinn, en öll áherzla lögð á að skora sem flest mörk. Átti það jafnt við bæði lið og var skolið og skotið. Meira að segja fengu Vikingar mörg tæki- færi til að auka við markaskorun- ina — en misnotuðu stundum tækifæri, þegar þeir áttu aðeins við tvar i markinu. Siðustu minúturnar voru KR-ingar að mestu hættir að hafa fyrir þvi að elta Vikinga upp i hraðaupp- hlaupum. Sóknarleikur Vikings var oft skemmtilegur i þessum leik — hraði mikill á köflum og öryggi i sendingum. Við það opnaðist vörn KR oft illa — og stórskolalið Vik- ings þarf ekki miklar glufur til að senda knöttinn i markið. Einar Magnússon skoraði 11 mörk i þessum leik — aðeins tvö þeirra úr vitaköstum. Þetta er mesla einstaklingsskorun i mótinu hing- að til og var Einar afar ógnandi i leik sinum. Þá álti Guðjón ágætan leik, en mesta framför sýnir Stefán Halldórsson, sem er að verða slórskemmtilegur leik- maður — og afar hættulegur vegna hraða sins — bæði i gegn- umbrotum og eins i að komast inn i sendingar mótherjanna. Flestir Vikinga léku vel i sókn — en hins vegar var varnarleikurinn sem oftast áður heldur slappur eins og 23 mörk KR-inga gefa til kynna. Útlitið er nú að verða alvarlegt hjá KR. Liðið er hið eina i 1. deild, sem ekki hefur hlotið stig. Varnarleikurinn brást nú alveg, en það er nokkuð, sem KR-ingar geta auðveldlega lagað. En kannski gefur þessi leikur þó fyrirheit um betri tima KR-liðsins — markaskorainn mikli frá sið- asta móti, Björn Pétursson. er nú l'arinn að skora al'tur og það getur brevtt miklu. Hann var marka- hæstur KR-inga i leiknum en i fyrri ieikjunum fjórum hafði hann skorað sáralitið. Mörk Vikings skoruðu Einar 11 (2 viti), Guðjón 5, Stei'án 4, Ölafur Friðriksson 4, Páll Björgvinsson 3, Viggó Sigurðss. 3, Sigfús Guð- mundsson 1 og Jón Sigurðsson 1. Fyrir KR skoruðu Björn 6, Slein- ar Friðg.son 4 (2 viti), Haukur 3 (eitt viti) Björn Blöndal 3, Geir Friðgeirsson 2, Bjarni Kristins- son 2, Karl Jóhannsson 2 (1 viti) og Bogi Karlsson 1. — Dómarar voru Einar Hjartarson og Kjarl- an Steinback og komusl þeir vel lrá hlutverki sinu. Óvœntur sigur Mjög óvænt úrslil urðu i lcik Chclsca og Norwich i undanúr- slitum cnska deildabikarsins á Slamford Bridgc i Lundúnum i gærkvöldi. Norwich sigraði mcð 2-0 og voru hæði mörkin skoruð á cinni og sömu minútunni. í undanúrslitum kcppninnar lcika liðin tvo lciki — lieima og hciman — og þar sem Norwich á hcimalcikinn eftir og hefur þarna tvcggja marka forustu cru iniklar likur á, að liðið komist á sinu fvrsta leikári i 1. deild i úrslit dcildabikarsins. A laugardaginn lcku liðin i I. dcild á sama stað og sigraði Chclsca þá örugglega 3-1. Ilin tvö liðin i undanúrslitum cru Totten- liain og úlfarnir. Jim Bone og Dave Cross skor- uðu miirk Norwich i gærkvöldi i lyrri hálfleik. Einar Magnússon var aðalógnvaldur KR-varnarinnar i gærkvöldi og skoraði 11 mörk. Ilcr hefur hann sloppið framhjá Birni Blöndal og ckki varaðsökum að spyrja — knötturinn lá í markinu. VIÐ EIGUM í EINU ORÐI SAGT STÓRKOSTLEGT ÚRVAL AF ALLSKONAR HÚSGÖGNUM FYRIR HEIMILI YÐAR OG ÞAU ERU EINNIG NÝSTÁRLEG ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LÍTA INN ÞVÍ FYRR, ÞVÍ BETRA i oc»<ar>ol-Þö!!ir»-------*------------- Q Q Siml-22900 Laugaveg 26

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.