Vísir - 15.12.1972, Blaðsíða 7
Visir. Föstudagur 15. desember 1972
7
reynd, að ástandið i þessum
málum hefur stórkostlega
versnað undir núverandi stjórn.
Ein orsök til þess er ef til vill sá
stutti vinnutimi, sem fékkst fram
s.l. haust. Það er t.d. mjög áber-
andi, að versti drykkjutiminn
hefur færzt fram frá laugardags-
kvöldi yfir á föstudagskvöld, og
nú geta menn drukkið tvo daga i
röð án þess að eiga vinnudag yfir
höfðinu. Með þessu er ég ekki að
mæla þvi i gegn, að stytting
vinnutimans sé mikilvæg kjara-
bót. Það gæti einmitt verið mjög
uppbyggjandi að fá stór helgarfri.
En gallinn hefur bara verið sá
núna, að þjóðin hefur tæpast verið
undir þetta búin. Það hefur um
leið algerlega skort á viðleitni til
að hjálpa fólki eða ráðleggja að
verja auknum fritima skynsam-
lega. Fyrir urmul fólks þýðir
lengdur fritimi, að það er ekkert
að gera nema að drekka. Saman
við þetta fer, að verkalýðs-
hreyfingin hefur um áratugi van-
rækt alla félags- og menningar-
starfsemi. Fyrr á árum voru
verkalýðsfélög gróðurreitur
fræðslu, leiklistar og bindindis-
starfsemi. Nú eru þau einvörð-
ungu kjarabaráttufélög, sem
skenkja þvi ei minnsta þanka,
hvað sé þjóðfélagi eða einstakl-
ingi til góðs. Það er bara að ota
sinum tota. Fáranleg afstaða
þeirra kom hvað bezt i ljós á
siðasta Alþýðusambandsþingi,
þegar samþykkt var tillaga um
að stöðva vinveitingar i opin-
berum veizlum og helmingur
þingheims, sem það samþykkti,
var þegar orðinn vel slompaður
eftir veitingar i opinberri veizlu.
Þar við bætist nú sivaxandi spill-
ing i verkalýðsfélögunum, þar
sem þau eru orðin verkfæri
hálaunamanna til að tryggja sinn
hag gegn láglaunafólkinu og
tryggja, að það geti nokkru sinni
fengið að risa að launum hlut-
fallslega við hálaunafólkið.
Vitanlega er brennivinið ekki
pólitiskt, en hitt er jafn vist, að
engri stjórn og engum ráðherra
sæmir að humma þau fram af sér
með ummælum um, að þau fari
einfaldlega eftir þvi, hvaða
ástand riki i þjóðfél. á hverjum
timá, þar geti hið opinb- engu
umbreytt. Hið rétta er, að rikis-
valdið getur haft mikil áhrif til að
lina áfengisbölið. Þaö er eitt
mikilvægasta félagslega úr-
lausnarefnið i dag að taka þau
mál föstum tökum. Hér skortir
allt til viðunandi meðferðar og
lækninga gegn áfengissýki. Hér
hefur allt lika verið látið drasla i
afbrotamálum, sem spretta af
áfengisvandamálinu. Ollu hefur
verið hrært saman, unglingum og
forhertum drykkjumönnum og
afbrotamönnum. Ekkert er til,
sem heitir lækning og eftirlitmeð
eiturlyfjasjúklingum, sem smita
út frá sér eins og sýklar. Það er
margt ljótt i félags- og heil-
brigðismálum okkar, en hvergi er
ástandið lakara en á þessu sviði.
Það hljómar þvi furðulegast af
öllu, ef stjórn, sem kallar sig
vinstri stjórn, ætlar i engu að
sinna þessu, þetta sé mál, sem
komi henni ekkert við, drykkju-
skapurinn verði bara að fara eftir
þvi, sem gerist i þjóðfélaginu
hverju sinni.
Þetta yrði, ef svo færi, hin
stærsta andlega gengislækkun,
sem hægt væri að hugsa sér, ef
rikisvaldið gæfist nú algerlega
upp — kannski vegna þess að fjár
er vant.
En svo er það aftur hin gengis-
lækkunin, sú fjármunalega. Það
getur verið erfitt að horfast i augu
við sannleikann. Það getur þótt
ámælisvert, ef núverandi stjórn,
sem hefur alla tið svarið af sér
gengislækkun krónunnar, fellir
samt gengið. En hvað er það þó á
móti þeim fádæmum, þvi há-
marki hræsni og heigulsháttar,
ef hún nú hleypur af verðinum,
búin að sóa og sólunda öllu, en
neitar svo að bera ábyrgð gerða
sinna. Ef vinstri stjórnin liðaðist i
sundur nú, af þvi að hún þorir
ekki að lækka gengið, yrði það
með litilmótlegustust atburðum
sögunnar. Ég hef heldur ekki trú
á þvi. Hin raunverulega vinstri
stefna er að snúa við á þessari
ólukkubraut, vinna upp skuldir
og áföll, koma fjárh. landsins á
traustan grundvöll — til þess að
geta svo á eftir tekizt á við
vandamálin og framkvæmt hin
raunverulegu vinstri-stefnu hug-
sjónamál um margvislegar
félagslegar umbætur.
Þorsteinn Thorarensen
cTWenningamiál
Elísabet Gunnarsdóttir skrifar um myndlist:
í geimi Ijóss
þar sem fegurð Þingvalla og
ófreskjum vélvæðingar og sölu-
mennsku er teflt saman, eða
„Framliðum” þjóðfrelsis-
hreyfingar Viet Nam. Sú mynd er
ástarljóð, þó að vélbyssur séu þar
i forgrunni og svipur kvennanna
• einkennist fremur af viljafestu
hins þaulreynda hermanns en
rómantiskri angurværð.
Eins og venjulega á
þessum tima árs hefur
verií! töluvert um mynd-
listarsýningar að und-
anförnu. Auðvitað eru
þessar sýningar mis-
jafnar, sumar bera
greinilega merki jóla-
gjafasölu, en innan um
eru ágætar sýningar,
eins og „Vinnan”, sem
Listasafn ASÍ kom upp
fyrir skömmu. Þar var
tekið fyrir ákveðið efni:
1(5 listamenn fjölluðu um
manninn við starf sitt,
og þó sýningin væri ekki
stór i sniðum, var hún
vel saman valin.
Þegar Listasafn alþýðu opnar
sýningu, sem hefur vinnu manns-
ins að inntaki, vaknar óneitan-
lega sú spurning, hversu stór
hluti „vinnandi fólks” i landinu
sækir myndlistarsýningar. Hægt
er að fá tölur um fjölda sýninga-
gesta safnanna og sýningasal-
anna i bænum, en hvaða fólk er
það, sem kemur? Hvað starfar
það, hvað er það gamalt, eru það
karlar jafnt og konur?
Fjölmennir verkafólk á sýningar
alþýðulistasafnsins?.
Ég hef það á tilfinningunni, að
aðeins tiltölulega litill hópur fólks
sæki sýningar hér reglulega, og
breyta glæsilegar tölur frá Lista-
safni Islands o.fl. engu um það.
Það er enginn vandi að fá tölu ár-
legra sýningargesta upp i tugi
þúsunda með þvi að smala nem-
endum úr framhaldsskólum
borgarinnar inn á safnið, svo sem
hundrað i einu undir leiðsögn eins
til tveggja kennara, láta þá
hlaupa rösklega gegn um salar-
kynnin og segja siðan, að þetta
fólk hafi skoðað einhverja sýn-
ingu og jafnvel, að þvi hafi verið
veitt innsýn i islenzka myndlist.
Þar sem listasöfn hér á landi
eru svo fá og frumstæð hefur
áhuginn beinzt að þvi að byggja
almennilega yfir þau og að auka
fjölda sýningargripanna. Minna
hefur verið hugsað um að fá fólk
til að koma i þau söfn, sem til eru
og hvort söfn séu yfirleitt heppi-
leg aðferð til að glæða áhuga fólks
á myndlist. Sums staðar, þar sem
menn hafa verið afkastameiri við
byggingu listasafna en hér, er sú
hugmynd farin að skjóta upp koll-
inum, hvort ekki þurfi að flytja
listina úr söfnum, til þess hún
rykfalli þar ekki og gleymist.
Þessi spurning um listmiðlun
verður enn áleitnari, eftir aö
maður hefur villzt úr hinni iðandi
kös jólagleðikaupenda inn i ör-
æfakyrrð sýningarsalanna. Þar
er þó að finna umtalsverðar
sýningar.
Ljós, hreyfing, litur
1 Norræna húsinu eru Margrét
Jónsdóttir og Stephan Fairbain
með 34 op- og hreyfimyndir.
Flestar myndanna hafa þau unnið
i samsiningu, og það eitt út af
fyrir sig er sjaldgæft hér á landi.
Þar að auki er þetta i fyrsta skipti
hér, sem komið er upp heilli sýn-
ingu á op- og hreyfilist, þó slikar
myndir hafi sézt hér öðru hvoru
undanfarin ár.
Þau Margrét og Stephan kalla
verk sin „rannsóknir á eðli ljóss-
ins og samspili lita og formbygg-
ingar”. Nokkrar myndanna eru
hrein optik — þar er hlið við hlið
raðað saman andstæðum litum
svo augað getur ekki skynjað þá
samtimis hvern fyrir sig og
myndflöturinn virðist litra ogiða.
t nýrri myndunum bætisthreyfing
i spilið. Ýmist hreyfist myndin
sjálf eða áhorfandanum virðist
sem myndin hreyfist og taki
breytingum. Þetta gera þau með
Ingiberg Magnússon — innlegg i pólitiska baráttu.
þvi að sistrika allan myndflötinn
með mismunandi litum, en
strengja siðan þræði með stuttu
millibili rétt framan við grunn-
flötinn. Um leið og áhorfandinn
gengur framhjá, finnst honum að
myndin sjálf hreyfisl, þvi að lin
urnar og þræðirnir renna saman
og skiljast að á vixl. Þar með
hættir myndin að vera ein og
óumbreytanleg, þvi að i hvert
skipti, sem ljósið breytist eða
áhorfandinn færir sig um set,
verður til ný mynd.
Þær hugmyndir', sem þau Mar-
grét og Stephen vinna að hafa
verið við lýði i myndlistinni siðan
upp úr fyrri heimsstyrjöldinni.
Hér eins og i svo mörgu öðru má
telja “Frakkann Marchel
Duchamp upphafsmanninn, en
upp úr 1920 er hann kominn með
myndir, sem byggjast á sömu að-
ferðum og hugmyndum og við
sjáum i Norræna húsinu i dag.
Margir hafa siðan orðiö til að
taka upp þráðinn, þar sem
Duchamp hætti, og mætti þar
nefna Venezuelamennina Jesus
Raphael Soto og Carlos Cruz-
Diez, en sterkra áhrifa frá þeim
litil tengsl við verk annarra op-
listamanna.” Bæði hafa þau
Margrét og Stephen stundað
myndlistarnám i Bretlandi, og
hvað svo sem hægt er að segja um
brezka listaskóla, þá geta þessir
skólar ekki látið eins og menn á
borð við Duchamp, Albers, Soto
o.fl. hafi aldrei verið til, enda
hafa þeir greinilega ekki gert
það. Svona yfirlýsingar eru
ónauðsynlegar. Sýningin stendur
fullkomlega fyrir sinu og þarf
þeirra ekki með.
Kúgun og kaupskapur
I Norræna húsinu sitja litir og
form i fyrirrúmi, en i Galleri Súm
kveður við annan tón. Þar heldur
nú Ingiberg Magnússon sina
fyrstu sýningu, sem hann kallar
„Gleðileik i 2 þáttum”. Fyrri
þátturinn er fólginn i þvi, að
sýningargestir verða að beygja
höfuð sin fyrir Maó formanni og
gangast þannig undir hugsun
hans, aðeins með þvi skilyrði fá
þeir að sjá seinni þáttinn. Þann
þátt, málverk, teikningar og
Myndirscm iöa og titra: eitt af verkum Margrétar og Stephens á sýn-
ingu þeirra i Norræna húsinu.
gætir einmitt hjá Margrétu og
Stephen.
t sýningarskrá gera þau
Margrét og Stephen nokkra
grein fyrir hugmyndum sinum og
markmiðum. Það er þvi miður
allt of sjaldgæft, að myndlistar-
menn sýni svona viðleitni við að
hjálpa áhorfandanum til að
skynja betur, hvert þeir eru að
fara með verkum sinum. Þetta
manifest er þvi þakkarvert, en
mér finnst það heldur hlálegt
samt sem áður að koma með þá
yfirlýsingu um eigin frumleik, að
það sé „auðsýnilega mjög auðvelt
að kalla verk okkar hreyfilist, en i
raun og veru höfum við haft mjög
grafikmyndir, ber þvi að lita á frá
pólitisku, en ekki aðeins fagur-
fræðilegu sjónarmiði. Verkin eru
innlegg i pólitiska baráttu, og þar
er tekin skýlaus afstaða. Ingiberg
deilir á „velferðarþjóðfélagið”,
þar sem allt er falt fyrir peninga,
og ekki um nema tvennt að velja:
að falla fyrir freistingum aug-
lýsinganna eða skotum vélbyss-
unnar.
Ingiberg tekst yfirleitt að flytja
boðskapinn án þess að gerast
predikari. Myndir hans lýsa ekki
aðeins andúð á kúgun og kaup-
skap, heldur lika ást á fólki og
óspilltri náttúru landsins. Þetta
sést vel f myndum eins og „Úti”,
Þær 18 myndir, sem eru á sýn-
ingunni, eru frá 5 ára timabili og
virðistsem Ingiberg hafi rétt með
herkjum náð að fylla þá tölu, svo
ekki geta afköstin verið mikil.
Annars hefði mynd eins og
„Samtíðar krosslesting” verið
skilin eftir heima, enda er hún
ekkert annað en vanhugsað
hrákasmið. Einnig spillir
upphengingin mikið fyrir sýning-
unni, þvi hún setur heldur nötur-
legan og jafnvel kæruleysislegan
blæ á sýninguna, sem varla hefur
verið ætlunin.
NYTT
LJÓÐSKÁLD
Hjörtur Pálsson
NÝ LJÓÐABÓK
Dynfara
vísur
Hjörtur Pálsson er vel
þekktur og vinsæll út-
varpsmaður og upp-
lesari. Hann hefur lagt
stund á Ijóðagerð og
ritstörf frá því á æsku-
árum sínum og einnig
fengizt nokkuð við
þýðingar.
Dynfaravísur er fyrsta
bók Hjartar.
Setberg