Vísir - 29.12.1972, Blaðsíða 24
Föstudagur 29. desember 1972
GLER
FYRIR
GLER
- EKKERT GOS ELLA
Gosdrykkjaverksmiðjurnar
liafa allar klær úti þessa dagana
til að geta afgreitt þær pantanir,
scm fyrir liggja fyrir áramótin.
En erfiðleikarnir hafa ekki látið á
sér standa. Bæði hrjáir þá flösku-
skortur og tafir, sem urðu af völd-
um rafmagnsskömmtunarinnar i
siðustu viku og ekki hefur teki/.t
að vinna almennilega upp.
,,Það tekur drykklanga stund
að hita upp vélar gosdrykkja-
verksmiðja og þannig nýttist okk
ur vart meira en hálftimi i hvert
sinn, sem rafmagnið hélzt,” sagði
Sigurður Waage, forstjóri
Sanitas. Fyrir vikið kvað hann
framleiðsluna hafa orðið marg-
falt minni en efni stóðu til. ,,0g að
sjálfsögðu urðum við að hætta að
hugsa um næturvinnu, þegar ekki
var hægt að nýta timann betur,’
bætti hann við.
Gosi er ekið út eftir föstu „rútu-
kerfi” sem fór með öllu úr skorð-
um fyrir jólin af völdum
rafmagnshallærisins og hefur
ekki tekizt heldur að koma þvi
almennilega i lag ennþá.
Flöskuskorturinn er liklega að
verða alvarlegt vandamál, sem
fyrr er sagt frá. Það að útsölu-
verð hverrar flösku er ekki nema
5 krónur virðist gera það að verk-
um að fólk lætur hjá liða að skila
þeim af sér eftir að úr þeim hefur
verið tæmt. Kaupmenn liggja
jafnvel lika langtimum saman
með glerbirgðir.
Af þeim sökum þurftu gos-
drykkjaverksmiðjurnar að gripa
til þess ráðs nú um hátiðirnar að
fara fram á gler fyrir gler — eða
ekkert gos ella. Og siðustu dag-
ana fyrir jól var ástandið orðið
það slæmt, að ein verksmiðjan
þurfti að fá glerið áður en hún gat
snúið sér að þvi að tappa á. Og
urðu kaupmenn þvi að leggja
glerið út fyrirfram.
Þess ber að geta, að raunveru-
legt verð gosdrykkjaflösku getur
farið upp i allt að 13 krónur ef um
stóra og merkta flösku er að
ræða. „Kannski fólk færi að huga
aö flöskusafni sinu ef útsöluverðið
frá verksmiðjunum yrði hækkaö
upp i þá krónutölu,” sagði einn
afgreiðslumanna Vifilfells h.f. i
spjalli við Visi i morgun.
Ekki skal spáð um það, hvort
allir geti nú um helgina þambað
eins mikið gos og þá gostegund,
sem þeir hefðu kosið. 1 það
minnsta má búast við aö sjá
gömlu góðu tegundirnar i öðrum
klæðum en fram til þessa i sum-
um tilvikum. — ÞJM
Eyjaskeggur skildi
meira eftir sig
en jólalúðu!
Hann hefur aldeilis ætlað að fá
sér i svanginn Vestmannaeying-
urinn sem við sögðum frá hér i
blaðinu um daginn. Hann hafði
með sér jólalúðu frá Eyjum, en
gleymdi henni svo uppi í Arbæ.
A leið sinni um Arbæinn kom
Eyjaskeggur viö i nokkrum mat-
vöruverzlunum, og festi þar
meðal annars kaup á hangikjöti
og fleira góðgæti.
Eftir öllu að dæma var Bakkus
með i för, og einhverra hluta
vegna skildi maðurinn matinn og
matvælin sem hann hafði keypt
eftir i öllum verzlununum. Hann
hafði þó látið merkja pakkana.
Eftir að sagan birtist svo hér i
blaðinu kannaðist afgreiðslufólkið
við manninn. Vill fólkið gjarnan
að matvælin komist i réttar
hendur, en þau verða þó ekki send
til hans austur i sveitir. Heldur
verður hann að vitja jólamatarins
sjálfur. — EA
Sr. Bernharður til starfa
við útvarpsstöð
Útvarpsstöö I Afrfku hefur
ráðið islending til starfa við út-
sendingar næstu þrjú árin. Það
cr sr. Bernharður Guðmunds-
son, sem fram til þessa hcfur
gegnt starfi æskulýðsfulltrúa
Þjóðkirkjunnar og lætur ekki af
þeim starfa fyrr cn hann leggur
af stað til Afriku eftir um það
hil tvo mánuði.
„Eg hef verið að pakka niður
minu hafurtaski og fjölskyld-
unnar siðustu dagana. Farang-
urinn fer nefnilega með skipi, og
verður þvi timana tvo á leið-
inni”, sagði sr. Bernharður i
viðtali við Visi i morgun.
Hann kvað sig ráðinn til út-
varpsstöðvar á vegum
Lútherska heimssambandsins,
en ekki var hann svo viss um að
hann héldist við i Afriku i heil
' þrjú ár. „Loftið er svo þunnt
þar.aðþaðer alls ekki svo vist,
að við i fjölskyldunni þolum
það”, sagði hann.
Útvarpsstöðin er staðsett i
Eþiópiu og nær til allrar
Afriku, en jafnframt er dag-
skránni endurvarpað frá Hong
Kong og einhversstaðar annars-
staðar frá i Japan. Og nú eru
uppi ráðagerðir um að koma
upp endurvarpsstöð i Rauða
Kina.
„Ógjörningur .er að gizka á,
hversu margir áheyrendur eru
að útsendingum útvarps-
stöðvarinnar, en stöðugt fjölgar
þeim að sögn. Transistor við-
tæki eru vist komin i hvern strá-
kofa i Afrlku”, sagði sr. Bern-
harður.
„Mér er ekki fyllilega ljóst
ennþá, hver starfi minn verður
við útvarpsstöðina”, sagði hann
næst.
„Eg verö búinn að fá nánari
upplýsingar þar að lútandi áður
en ég legg af stað i febrúarlok.
En ég veit, að minnstur hluti út-
varpsefnisins er tilreiddur af út-
varpsstöðinni sjálfri. Það er
sent viðsvegar að, en mest er
sent út af efni á frönsku og
ensku. Ekki minna en 70 prósent
þess efnis er fræðsluefni og
fréttir, en trúboð tekur ekki yfir
nema 30 prósent dagskrárinn-
ar”.
Útvarpsstöð þessi hefur verið
starfrækt i samfleytt tiu ár, en
við hana starfa ófáir Norður-
landamenn.
„Ég ætti þvi ekki að eiga i til-
takanlegum erfiðleikum með
tungumálið — þó þjóðartung-
una, amhariskuna, hafi ég ekki
lært”, sagði sr. Bernharður að
lokum. — ÞJM.
í Afríku
„ÞJÓFNAÐURINN
VAR TÓM VITLEYSA"
pillurnar teknar ó afvikinn stað og lögreglan
látin vita
Þær þrjú þúsund pillur sem
stolið var úr apótekinu i Keflavik
nú fyrir skemmstu hafa komið i
leitirnar. i gærkvöldi var hringt
til liigreglunnar i Keflavik. t
simanum var karlmaður, sem
sagði að þessi fyrrnefndi þjófnað-
ur hefði verið tóm vitleysa og
nefndi hann stað þar sem pillurn-
ar væri að finna einmitt nú. Lagði
hann siðar á.
Lögreglan i Keflavik brá við
skjótt og fór á umræddan stað,
sem reyndar er úti á viðavangi,
og fann pillumagnið. Að þvi er
lögreglan sagði, var öruggt að
farið hefði verið með pillurnar á
staðinn um það leyti sem hringt
var á lögreglustöðina, þvi að
greinileg fótspor voru frá staðn-
um.
Enn hefur þó ekkert komið i ljós
hver hefur átt hlut að máli, og þar
sem lögreglan vissi ekki hvaðan
hringt var, komst hún ekki meira
á sporið, en málið er nú i rann-
sókn. — EA.
FLUGELDUM SKOTIÐ
INN I VERZLANIR
Talsvcrt ber á þvi að
reykbombum eða öðru sliku sé
kastað inn á gólf verzlana. Virðist
það einna verst þar sem flugelda-
markaðir standa nálægt verzlun-
um. i Breiðholtskjöri i gærdag
var kastað inn litlum flugeldi af
ungum pilti. Lenti hann á konu
sem þar var fyrir. Flugeldurinn
fór reyndar aöeins i kuldaúlpu
hennar.en brenndi á hana gat.
Konuna sakaði ekkert, og ekki var
gatið ýkja stórt.
Rétt við verzlunina Breiðholts-
kjör er flugeldamarkaður, og
þegar blaðið hafði samband við
verzlunina i morgun var sagt, að
nokkuð bæri á þvi að flugeldum
einhvers konar, reykbombum
eða öðrum hvellkúlum væri fleygt
borgarhlutunum
Brennur
Brennur veröa i öllum hverfum
horgarinnar og flestar verða á
sömu stöðum og i fyrra. Brennan,
sem var við Kleppsveg um síð-
ustu áramót, veröur þó ekki.
í öllum
Stærstu brennurnar verða við
Ægisiðu, tvær aö tölu, borgar-
brennan, sem verður á auða
svæðinu nálægt mótum Miklu-
brautar og Kringlumýrarbraut-
ar, hún verður að lfkindum sú
stærsta.
t morgun var búið að fá leyfi
fyrir tuttugu og fjórum brennum,
en aösögn lögreglunnar eru lfkur
á að heildartalan verði nálægt
þrjátiu, þegar allt er talið.
Til að fá olfu á brennurnar hjá
oliufélögunum, er nauðsynlegt að
hafa opinbert leyfi. —Ló
ÞRIR MENN RÆNDIR Á GÖTUM
BORGARINNAR í NÓn handteknir
Þrír menn voru rændir á
götum Reykjavíkurborg-
ar i nótt. Fjórir ungir
menn viröast hafa gengið
berserksgang um bæinn
og ráðizt að þessum þrem-
ur vegfarendum. Einn af
þessum þremur mönnum
vará gangi á Skólavörðu-
stignum, er fjórir menn
réðust allt i einu að hon-
um og hugðust ræna hann.
Upphófust ryskingar, en
eitthvað tókst þeim að
hafa upp úr krafsinu.
1 vesturhluta miðborgarinnar
réðust siðan þessir fjórir ungu
menn á aðra tvo vegfarendur,
sem voru sitt i hvoru lagi á sitt
hvorum staðnum. Réðust þeir
einnig að þeim og tókst að ná af
þeim nokkrum þúsundum
ásamt ávisanahefti.
Einu af fórnarlömbunum
tókst að klóra einn árásar-
manna og merkti hann þvi
nokkuð greinilega. Lögreglan
komst fljótt i spilið og tókst að
ná árásarmönnunum fljótt.
Þekktu þeir þá meðal annars
vegna merkingarinnar sem einn
þeirra hafði hlotið við klórið.
Að þvi er lögreglan tjáði blað-
inu i morgun, hafa þessir fjórir
menn allir komið viö sögu lög-
reglunnar áður.
Engin stórvægileg meiðsli
urðu á mönnunum.en sem áður
segir urðu ryskingar þeirra á
milli.
— EA