Vísir - 29.12.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 29.12.1972, Blaðsíða 5
Visir. Föstudagur 29. desember 1972 ! 5 AP/INITB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Managua ,,Ekki vildi ég snúa aftur til Managúa, þótt þeir endurreistu hana úr marraara,” sagði 39ára faðir ellefu barna, sem tókst að bjarga állri fjölskyldu sinni úr borginni eftir jarðskjálftana. En þær 15 þúsundir manna, sem enn eru i borgarrústunum, og neita að yfirgefa eignir sinar, lita öðru visi á málin. Prófessor Lomnitz, yfirmaður jarðskjálftadeildar Mexikóhá- skóla, segir, „að tillögur um að endurbyggja borgina annars staðar eru ekki byggðar' á skyn- semi.” Hann heldur þvi fram, að Managua standi á traustari jarð- lagi heidur en Mesikóborg, en upptök jarðskjálftans hafi verið beint undir borginni, og þvi hafi afleiðingarnar verið svo miklar. Hermenn með byssur á lofti eru á götum borgarinnar á verði gegn þjófum. Slepptu Ísraelsgíslunum — Skœruliðarnir fengu að fara fró Bangkok til Kairó og með þeim 8 hóttsettir Thailendingar Arabaskæruliðarnir fjórir slepptu föngum sinum lausum undir miðnætti i nótt og fóru frá Bangkok til Kairó með átta háttseltum Thailendingum. Þeir höfðu hótað ,,að berjast til siðasta manns” og ,,taka alla gislana sex af lifi”, eða „sprengja israelska sendiráðið i loft upp” — en létu þó sitja við orðin tóm og þágu boð yfir- valda Thailands. Þeim var heitið griðum og flug- fari til Kairó, ef þeir slepptu gisl- unum og legðu niður vopnin. — Hitt þótti alveg vonlaust, að stjórn ísraels mundi ganga að kröfum skæruliðanna og láta 36 fanga lausa, þar á meðal Kozo Okamoto, Japanann frá Lod-flug- velli. Fjögur hundruð manna vel vopnað lið lögreglu og hers hafði umkringt sendiráðið og stóð vörð um það þær 19 klukkustund- ir, sem skæruliðarnir voru þar inni. Þeim var hleypt út úr varð- hringnum og inn i langferðabil, sem flutti alla hersinguna, 4 Araba, 6 israelska gisla og 8 Thailendinga út á flugvöllinn hjá Bangkok, þar sem þeirra beið flugvél. Þegar út á flugvöllinn var komið, stigu Arabarnir og Thailendingarnir upp í flugvél- ina, en gislarnir urðu eftir. Skæruliðarnir, allir meðlimir Svarta septemberhreyfingarinn- ar, skildu eftir vopn sin. Sögðu þeir aðra handvélbyssu sina vera gjöf til forsætisráðherrans i Thai- landi, Thanom Kittikachorn, og hin til yfirmanns hersins, Rraphas Charusathien, en Palestinufánann, sem þeir höfðu hengt út i glugga sendiráðsins, meðan það var á valdi þeirra, sendu þeir Bhumipol konungi að gjöf, en hann var sagður hafa tryggt öryggi þeirra. Meðal Thailendinganna átta, sem fóru með skæruliðunum, var flugmarskálkur Thailands, Dawee Chullasapya, og sonur for- sætisráðherrans, Narong Kitti- kachorn, höfuðsmaður. — En með langferðabilnum á leiðinni út á 'flugvöll hafði verið sendiherra Egypta i Bangkok. „Við erum mjög svo þakklát rikisstjórn Thailands fyrir allt sem hún hefur gert i þessu máli”, sagði Golda Meir, forsætisráð- herra tsraels, þegar hún heyrði fréttirnar. „En auðvitað kemur upp i huga okkar önnur nótt, sem endaði i harmleik”, bætti hún við án þess að nefna Munchenmorðin þó. Golda Meir var spurð að þvi, hvernig henni þætti það, að skæruliðarnir höfðu sloppið til Kairó. „Það var ekkert afrek, ógnandi mönnum og konum með byss- um”, sagði hún. Gislarnir sögðu, að skæru- liðarnir hefðu farið vel með þá inni i sendiráðinu. „Þeir virtust hræddari en við, allan timann meðan við vorum inni i sendiráðinu”, sagði Nisan Adassijn, sendiráðsritari. „Þeir bundu okkur á höndum og fótum, en fóru annars vel með okkur og skröfuðu vingjarnlega við okkur allan timann”. „Tveir þeirra virtust æsinga- menn”, sagði ein konan. „En hin- ir tveir voru rólegri i fasi og gengu að öllu með yfirveguðu ráði. — Þrjár fyrstu stundirnar til tryggingar vorum við hálfdösuð og trúðum þvi eiginlega ekki, að þetta hefði skeð, en svo fórum við öll sex að angra þá. Vildum vatn að drekka, fara á salernið o.s.frv. Þeir höfðu i nógu að snúast”. Thailendingarnir reiddust skæruliðunum heiftarlega tiltæki þeirra á þessum degi, sem var i þeirra augum helgur vegna þess, að þá var konungssonurinn út- nefndur við hátiðlega athöfn krónprins og arftaki konungs. En þeir misstu ekki stjórn á sér, og fóru að hlutunum með þeirri ró, sem Austurlandabúar eru frægir fyrir. „Ef ekki væri vegna konungs- ins, þá værum við ekki á lifi", sagði frú Hadass, ein úr hópi gisl- anna. Golda Meir, forsætisráðherra Israels, var spurð að þvi, hvernig henni þætti samanburðurinn á að- gerðum Thailendinga og svo Þjóðverja á sinum tima, þegar hermdarverkamenn rændu iþróttamönnunum á Ólympiu- leikunum i Munchen. „Við sjáum, jú, árangurinn”, sagði hún. Jarðarför Trumans í gœr Harry Truman, fýrrum Bandarikjaforseta, var fylgt til grafar I gær í bænum Independence. Að ósk ættingja fór hún látlaust fram, en við- stödd voru forsetahjónin.Richard Nixon og frú, og fyrrverandi forseti, Lyndon B. Johnson, og jhísundir ibúa bæjarins. bjargar mannkyninu... OQ SOIIIO gerðu félagar okkar" — segja fótboltamennirnir, sem lifðu ó „Kristur fórnaði sér til mannakjöti í Andesfjöllum. Tiu þeirra 16, sem komust lifs úr flugslysinu í Andes- fjöllum 13. okt., komu heim til Uruguay i gærkvöldi meö flugvél og höfðu þó heitið því að ferðast aldrei með flugvél aftur. Öflugur lögregluvörður umkringdi þá félaga, sem allir voru i knattspyrnuliði Uruguay, og verndaði þá fyrir forvitnum áhorfend- Idi Amin, forseti Uganda, sem flæmt hefur Asiu-menn úr landi sinu, svo að heimamenn gætu yfirtekið eignir þeirra, og hefur boðað sams konar aðgerðir gegn brezkum borgurum, — hefur nú snúið sér að evrópskum klerkum og trúboðum. „Evrópubúar ættu að fara heim tilsin og láta Ugandamenn sjálfa um, er safnazt höfðu á flugvöllinn. Þrir félagar þeirra höfðu farið heim fyrr i vikunni, en þrir eru enn eftir i Santiago. Einn úr hópnum, 25 ára gamall laganemi, að nafni Alfredo Delgado Salaberry, staðfesti á fundi með blaðamönnum i Montevideo, að þeir félagar hefðu lagt sér til munns mannakjöt i 70 daga hrakningum þeirra uppi i snjóbreiðum Andesfjalla. „Eins og Kristur fórnaði lik- annast sinar eigin kirkjur,” sagði hann i gær við hóp herpresta og aðra kirkjunnar þjóna. Um 14000 evrópskir trúboðar eru iUganda, og eru flestir þeirra rómversk-kaþólskir. Idí Amin forseti sagði, að þyrftu einhverjir prestar að vera i Uganda áfram, ættu þeir að halda sig við trúboðsskólana. ama sinum og blóði til bjargar mannkyninu, björguðu sumir félaga okkar okkur hinum á sama hátt,” sagði hann, og fékk mikið lófaklapp fyrir á fundinum. Aðrir úr hópi hinna eftirlifandi úr þessu flugslysi hafa ekkert lát- ið frá sér fara um atburðina uppi i fjöllunum, en við komuna til Uruguay i gær lofuðu ferðafélag- arnir að halda fund með frétta- mönnum á næstunni. Þau tiðindi, að þeir félagar, sem allir eru á aldrinum 19-25 ára, hafi borðað mannakjöt til þess að bjarga sér frá hungur- dauða, hafa mælzt misjafnlega fyrir. Allmargir hafa orðið til þess að bera blak af þessu. Tveir kaþólskir guðfræðingar i New York sögðu á miðvikudag, að „þeir hefðu breytt rétt” með þvi að leggja sér mannakjöt til munns. „Manneskjunni er leyfilegt að borða hold dauðs manns, ef engin önnur úrræði eru til þess að halda lifi,” skrifuðu séra Austin Vaughan og séra William Smith i eitt New York-blaðanna. Þeir voru þó ekki sammála þvi, sem einn knattspyrnupilturinn hafði látið hafa eftir sér. Nefnilega, að það hefði jafngilt sjálfsmorði að hafna mannakjötinu, en sjálfs- morð er fordæmt i kaþólskri trú og sjálfsmorðingjar útskúfaðir (fá ekki greftrun i vigðum reit). Amin forseti vill flœma trúboða út úr Uganda

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.