Vísir - 29.12.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 29.12.1972, Blaðsíða 9
Visir. Föstudagur 29. desember 1972 ,9 *««* * *** j Fiíther pontoii 14 SBtlJ 3'®»“ ÓUTSANUG SKRÍISHÁ i Tti homingju, lesondi pokkjnoiaí, o KefhvJlugYett; ,'nétf MBAfvámicmMf uikkohm sxtrt mtu® B6ir * ® .......- --■■'nHB Hcimiaði tíu sœtoroíir bortl fö'íííí Timumpuj mælum, að ef uppskurðurinn heppnaðist, skyldum við fara saraan að sumri vestur á Snæfellsnes, þar sem hann sagðist hlakka til að sjá æskustöðvar sinar risa bjartar úr þeirri móðu, sem hafði smám saman verið að byrgja honum þær undanfarin ár. Árangur uppskurðarins mátti næstum reiknast til kraftaverka, og þá var að biða sumarsins. Við vorum stálheppnir með veðrið, þakklátir fyrir að hafa fengið þetta tækifæri til þess að njóta saman hins dýrlega útsýnis yfir hið fjölbreytilega og fagra Snæfellsnes, hitta sameiginiega góðvini okkar og rifja upp ýmis- legt af þvi, sem minn kæri, fjöl- fróði og bráðskemmtilegi ferða- félagi hafði áður sagt mér, en ég var nú búinn að gleyma. Jú, sennilega verður það ennþá eftir- minnilegra að hafa skoðað kyrr- látlega æskustöðvar Guðriðar með föður minum, er sá þær nú á ný i skæru ljósi, en að hafa þotiö með henni alla leið austur til Ástraliu. S.M. Sr. Bernharður Guðinundsson, æskulýðsfulUrúi Þjóðkirkjunnar: — Mérkemur fyrst i hug persónu- leg minning frá árinu, nefnilega það, að mér fæddist sonur. Fæð- ing hans verður mér lika minnis- stæðari en ella vegna þess, að ég var þá viðstaddur. Nú, úr starfi minu er mér hvitasunnan minnis- stæðust frá árinu, og ennfremur það, hversu ljósar en áður ég gerði mér grein fyrir þeirri ógn- vekjandi skaðsemi, sem áfengi og önnur eiturlyf hafa i för- með sér. Sú staðreynd stendur manni fyrir hugskotssjónum sem dökkur skýjabakki. Af erlendum vett- vangi eru mér helzt minnisstæð hin sifelldu vonbrigði með friðar- horfurnar i Vietnam. Keynir I.eóson, kraftamaður og bílstjóri: Minnisstæðast er mér, þegar ég brauzt út úr fangelsis- klefanum á Keflavikurflugvelli fyrir um það bil þremur mánuð- um. Þvi glevmi ég aldrei, hversu gamall sem ég verð, þvi að þetta var allra mesta átak, sem ég hef nokkru sinni lent i. A eftir slik atvik er ég ákaflega eftir mig, jafnt andlega sem lik- amlega, en þó einna mest and- lega. Það kemur út sem höfuð- verkur og kvalir. Ég ligg þó aldrei, og það gerði ég ekki heldur i þetta skiptið. En ég varð var við eins konar þreytu. Ilafsteinn Ilafsteinsson, lögfræð- ingur Landhelgisgæzlunnar: — Fyrst og siðast verður mér minn- isstæö frá árinu, sem er að liða, útfærsla landhelginnar. Það sem mér er minnisstæðast af erlend- um vettvangi er sömuleiðis tengt útfærslunni, nefnilega samþykkt- in, sem var gerð þar að lútandi á allsherjarþinginu. Vigdis Finnbogadóttir, Je-ikhús- stjóri L.R. Fyrir utan miklar sveiflur i minu persónulega lifi, er mér minnisstæðast frá árinu 1972 landhelgismálið og margvis- leg skipti við erlenda blaðamenn og annað skemmtilegt fólk i sumar og haust i sambandi við það. Ég hef starfað á sumrin við upplýsingaþjónustu um land og þjóð hjá Ferðaskrifstofu rikisins og hitti þvi flesta, sem þá komu til að kynna sér málið frá fyrstu hendi. Guðmundur G. Þórarinsson. Skák, heimsmeistaraeinvigið i skák. Ég mundi þá ekki taka neinn sérstakan atburð út úr, en það er helzt undirbúningurinn og framkvæmdin sjálf, ,sem er minnisstæð. Þarna voru mjög at- hyglisverðir persónuleikar á ferð, og þar eru þá skákmeist- ararnir Spasský og Fischer. Einnig Lothar Smith og dr. Euwe. En þegar ég á að fara að nefna minnisstæðasta atburðinn á árinu, þá get ég ekki annað en nefnt skákeinvigið. Það tók að verulegu leyti allt árið. Undir- búningur hófst um áramót og reyndar nokkru fyrr, og ein- viginu lauk ekki fyrr en i sept- ember. En ég held, að það sé að bera i bakkafullan lækinn að draga eitthvað sérstakt þar út úr, um þetta hefur verið svo mikið rætt. Pctur Krisljánsson, söngvari hljómsveilarinnar SVANF’RiÐ- AR: — Mér koma fyrst i hug hin óhugnanlegu morð á Olympiu- leikunum i Munchen, sem breyttu skyndilega hinum hátiðlega anda, sem rikti á leikunum, i mikla sorg. Af innlendum vettvangi er mér fersk'ast i minni heimsmeistara- einvigið i skák, sem hér var háð. Það tel ég vera þá mestu og beztu landkynningu, sem tsland hefur ennþá orðið sér úti um. Ef ég á svo að taka til eitthvað af þvi eftirminnilegasta úr minu privatlifi, þá er mér efst i huga stofnun hljómsveitarinnar SVAN- FRÍÐAR — og ferð okkar til London, þar sem stór hljómplata var hljóðrituð með leik hljóm sveitarinnar. Það var virkilega lærdómsrik og eftirminniieg ferð. Sæmundur Pálsson, lögreglu- þjónn. Þá er mér minnisstæðast skákeinvigið að sjálfsögðu. Einnig kynni min af Fischer, þessum sérstaka persónuleika. Sömuleiðis kynni min af fleira fólki, sem viðkom skákinni eða skákeinviginu á einhvern hátt. Þetta hefur verið ákaflega við- burðarikt og óvenjulegt ár hjá manni. Og ekki aðeins skákein- vigið þar eingöngu, heldur það, sem þar fylgdi á eftir, sem mann hafði ekki einu sinni dreymt um, hvað þá meira. Ég man það lika, hversu tómlegt var á eftir, þegar allt var búið. Það fundu flestir til þess, virðist mér. Iudriði G. Þorslcinsson. formað- ur þjóðhátiðarncfndar: — Þegar horft er til baka yfir liðið ár, ber hæst þá stækkun islands, sem fólst i útfærslu fiskveiðimark- anna. Sigur i sliku máli vinnst náttúrlega ekki á einum degi. Það verður svo minnisstæður atburð- ur annarrar tiðar, þegar Bretar og V-Þjóðverjar viðurkenna rétt okkar til landgrunnsins, þótt lylgja þurfi samkomulagi um takmarkaðar veiðar. Þá var skákeinvigið minnis- stæður atburður. Áframhaldandi loftárásir á N- Vietnam eftir langvarandi friðar- viðræður eru með uggvænlegri tiðindum af eriendum vettvangi. Þá er einnig haft i huga, að stór kosningasigur vannst m.a. á lof- orðum um frið. Það hefur löngum þótt sjálfsagt, að allt þætti leyfi- legt fyrir kosningar, en það fer óhugnanlega i vöxt að álita, að allt sé leyfilegt að kosningum liðnum. Góð tiðindi af erlendum vett- vangi verða að leljast innganga Kina i Sameinuðu þjóðirnar. Þá er að minnsta kosti einum færra i púðurtunnunni austur þar. Sverrir Runólfsson, vegagcrðar- maður: — Að sjálfsögðu verður manni fyrst hugsað til hinnar óþörfu gengislækkunar. En ann- ars er þaö svo voðalega margt, sem rifjast upp fyrir manni af at- burðum ársins, sem er að liða. Þetta ár hefur lika verið einstak- lega skemmtilegt mér og minum áhugamálum. Þá einkum hvað varðar VALFRELSI — sem ég veit, að á eftir að verða að stórum ávexti. Mér verða lika minnisstæðar ferðir minar um landið á siðasta sumri, en liðin voru nokkuð mörg ár frá þvi ég lagði hér land undir fót. Einkum verður mér minnisstætt hið duglega fólk i Grimsey. Þar eru miklir athafna- menn, sem gaman var að kynn- ast. Af erlendum vettvangi kemur mér fyrst i hug Kinaför Nixons forseta. Sú ferð var mannkyninu mikilvæg upp á samskipti þjóð- anna. Samskipti, sem mega kallast lykillinn að eðlilegu mannlifi á jörðu hér. Sverrir llcrmannssoii, alþingis- niaður: — Svona umhugsunar- laust dettur mér fyrst i hug sú stund, er fyrsti skuttogarinn okk- ar, hann VIGRI, lók hér land á árinu. Svo verður mér það lika minn- I isstætt um aldur og ævi, þegar ég gekk upp i topp skakka turnsins i Piza. Það var eitthvað það furðu- legasta, sem ég hef upplilað, að koma að þessu rammskakka trölli. Og undarleg var sú kennd, sem var þvi fylgjandi að ganga þar upp. Af erlendum vettvangi held ég að flestum hljóti að vera minnis- stæðastur atburða morðin hræði- legu á Olympiuleikunum i Munchen. Aðrir hlutir jafnast vist ekki við það. f-“f|SK5P> 5S eflEM «™ i *»» ‘'“fc 1 SkipeVVi tekmfyrsl S'"'v eflir L september

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.