Vísir - 29.12.1972, Blaðsíða 14

Vísir - 29.12.1972, Blaðsíða 14
14 SEAN MACSTIOFAN — þeim irska IRA-leiðtoga — voru nýlega boðnar sem næst sex milljónir isl. króna fyrir ævi- minningar sinar. Tilboðið kom frá bókaútgefanda i New York. IRA-leiðtoginn þáði boðið, en áður en hann náði að hefja rit- störfin dró útgefandinn tilboðið til baka með þeim orðum, — að það hefði sannazt, að leiðtoginn hefði i rauninni ekki frá neinu mark- verðu að segja i endurminningum sinum. MARY IIOPKINS — enska söngkonan — var aftur á móti að eiga dreng fyrir stuttu. 1 sömu vikunni var sett á markaðinn ný plata með henni. Þar heitir titillagið „Mary eignaðist barn.’ SVÆSINN ÓKUFANTUR í annað sinn á einum mánuði þurfti lögregla Rómaborgar að eltast við sama ökuþórinn á nær 100 kílómetra hraða um stræti Rómar. Eltingaleikurinn stóð i klukkustund, áður en ökufanturinn varð króaður af. I fyrra skiplið var Salvatore Cannavo á BMW, en að þessu sinni hnuplaöi hann Forche og bauö tveim félögum sinum i öku- ferð. — Cannavo er 11 ára, og vinir hans voru 10 ára báðir. Eftirlitsbill varð stolna bilsins var, og var hafin eftirför, sem kom hárunum til að risa á höfðum sjónarvotta. Allan timann sat Cannavo á ruslapoka, sem hann notaði til að hækka sætið. ,,Eg náði ekki upp i stýrið, og þetta var það fyrsta, sem ég fann til að sitja á”, sagði hann. „Nixon skol á kné,# — segir Jane Fonda og steytir hnefann K v i k m y ndastjarnan J a n e Fonda og unnusti hennar, Tom llayden, sein nú eru hæði komin til Boston cftir mótmælaað- gerðirnar I Stokkhólmi, segjast ætla að vekja upp slika alþjóða- mótmælaöldu, að stjórn Nixons verði knúin til að undirrita friðarsamninga við Norður-Viet- nam. Þau eru nýkomin úr ferð. þar scm þau komu við i ósló, Stokk- hólmi, Kaupmannnhöfn, London og fleiri borgum Evrópu. Sögðust þau liafa teki/.t þá ferð á liendur til þess að undirbúa mótmælaað- gerðir i Evrópulöndunum. Ilér sést einn fundarmanna reyna að þvo framan úr Jane Fonda blekslettu, sem óánægð kona veitti henni á útifundinum fyrir framan sendiráðið i Stokk- hólmi. önnur óþverraslettan, sem lcikkonan varð sér úti um á þcssari inótinælaferð sinni. Sá fyrri hvislar: — Ég heyri sagt, að liðþjálfinn hafi fallið út úr herbilnum i dag og fót- brotið sig. Hinn (einnig hvislandi): — Þegiðu, fifl. Það verður ekki fyrr en á morgun. Tveir hippar gáfu sig stundar- korn á tal við kaþólskan prest. Ilann sagði þeim þá meðal ann- ars, að liann væri með höndina i l'atla sökum þess, að hann hefði l'vrir sköinmu runnið til og dottið svona illa i baðkari sinu. Þegar hipparnir voru orðnir tveir einir á ný, segir annar þeirra: — llann talaði um „baðkarið” sitt. Ilvað er það nú eiginlega? — Ilvernig ætti ég að vita það? Ekki er ég kaþólskur. Áletrun á fatahengi i herskála: — Aðeins fyrir yfirmenn hersins. Fáeinum stundum eftir að skiltið var sett upp, var búið að bæta við: — Einnig nothæft fyrir undirmenn. F'allbyssuskyttan á herskip- inu: — Hvcrsu langt undan mun óvinurinn vera? Kapteinninn: — Eitthvað um 1(1 milur. Skyttan: — Þá er ég hræddur um að ég hafi skotið citt her- skipanna okkar á bólakaf. Visir. Föstudagur 29. desember 1972 cTWenningarmál Lórus Óskarsson skrifar um kvikmyndir w I gim steinsteypu- skrímslisins Tónabió Midnight Cowboy. I.eikstjóri: John Schlesinger (Oscarsverðlaun). Aðalhlutverk: Jon Voight og Dustin Hoffman. ,,Eg ætla þangað, sem sólin skin. Ég ætla þangað, sem veðrið hæfír fötum minum". Það er bjartsýni ríkjandi, sól skín í heiði og Joe Buck er léttur í spori. Hann er að leggja af stað til fyrirheitna landsins. Fyrirheitna landið er New York, sú stóra og mikla. —„Þar er fullt af konum, sem eru vitlausar i það, rikar konur. sem eru vitlausar i það og vilja borga fyrir það”, segir Joe við vinnufélaga sinn, sem hann er að kveðja, áður en hann leggur af stað. Joe á heima i Texas, og það er löng leið með rútu frá Texas til fyrirheitna landsins. Það er jafn- vel enn lengri leið en frá Skoruvik á Langanesi og til Reykjavikur. Leiðin er löng i fleiru en kiló- metr .hún er eins löng og rauö- maginn og hákarlinn eru fjar- skyldir. Joe er strákur, sem segir halló við alla, en i New York segir enginn halló við mann, nema hann hafi greiða leið i auravas- ann hjá manni. Það gengur erfiðlega fyrir Joe að finna allar þessar konur, sem „eru vitlausar i það”, og hann hefur ekkert upp úr þvi að vera „dólgur”. Inni á veitingastað hittir hann litinn og ljótan bæklaðan náunga, sem býðst til að koma honum i samband við umboðsmann gegn hæfilegu gjaldi. Joe trúir þessum náunga, sem kallaður er Ratso. Auðvitað er hér um blekk- ingu að ræða, og von bráðar eru allir peningarnir, sem hann var búinn að spara saman til ferðar- innar roknir út i veður og vind. Hann er gerður brottrækur af hót- elinu, þar sem hann bjó, og allur farangur er hirtur af honum. t eymd sinni rekst Joe svo aftur á Ratso, sem litið betur er ástatt fyrir. Eftir endurfundi þeirra félaga er það efst i huga Joe að fá pen- ingana sina aftur, en þegar hann sér, hversu aumur Ratso er, hætt- ir hann við að ná fram hefndum. Eftir þetta slá þeir sér saman félagarnir til að reyna að sigrast á þeim erfiðleikum, sem við er að etja i steinsteypufrumskóginum. Ekki er ástæða til að rekja söguþráðinn öllu nánar, það yrði til litils annars en að svipta vænt- anlega áhorfendur ánægjunni. Margt er það i þessari kvik- mynd, sem veldur þvi, að hún hlýtur að teljast til merkustu mynda, sem gerðar hafa verið siðustu árin. Það eitt út af fyrir sig er merkilegt, að i Midnight Cöwboy er fjallað um bandariskt þjóðfélag á allt annan hátt en áð- ur hafði þekkzt og um allt annars konar fólk i þessu þjóðfélagi. Höfundur myndarinnar, John Schlesinger, hefur næman skiln- ing á persónunum i myndinni, ekki siður en þvi umhverfi, sem þær lifa i. Manni finnst, að stór- borgin sé eins og eitthvert óper- sónulegt skrimsli, sem þeir félag- arnir Joe og Ratso ráða ekkert við. Eina ráðið, sem þeir og þeirra likar hafa, er að gerast skrimsli sjálfir, vilji þeir lifa af. Það er eftirtektarvert, að Joe, sem er tiltölulega „góður strák- ur” allan timann, getur ekki rifið sig upp úr þessu umhverfi og byrjaö nýtt lif annars staðar, fyrr en hann fremur illvirki. Ratso er maður drauma, hann er ónanisti. Allar hans imyndanir snúast um Flórida, þar sem hann ætlar sér að lifa i vellystingum praktuglega með kvenfólk i kringum sig og laus við bæklun- ina. Jafnvel þegar hann liggur fársjúkur og Joe ætlar að sækja til hans lækni, er draumurinn sterkari en veruleikinn i huga hans. Hann er af illri nauðsyn i New York, en vill ekki gangast undir neitt, sem henni heyrir til. Nærtækast er að fara til Flórida, þá mun allt lagast. Endirinn á myndinni er ákal- lega sterkur, þá eru þeir félag- arnir á leið til hins nýja fyrir- heitna lands, og Ratso er helsjúk- ur. Þá segir hann meðal annars við Joe, sem hann hafði reyndar sagt áður. „Þú mátt ekki kalla mig Ratso, þú verður að segja Rico, mundu það. Hugsaðu þér sólbrúnan og spengilegan mann, sem hleypur eftir ströndinni og ætlar að fara að stinga sér til sunds. Þá kallar einhver allt i einu: Ratso! Það væri hreint og beint hryllilegt”. Til skýringar er vert að geta þess að hans rétta nafn var Rico, en ekki Ratso (rat = rotta). Midnight Cowboy er öll með nokkuð raunsönnum blæ, það má segja, að hún sé lik heimildar- mynd i uppbyggingu, og klipping- in ber talsverðan keim af þvi lika (hálfokumentarisk). Þetta verð- ur til að auka enn áhrifin á áhorf- andann. John Schlesinger er brezkur, en vann þessa mynd fyrir banda- riskt kvikmyndafélag. Hann hef- ur gert þvi nokkur skil i bók um kvikmyndaleikstjórn, hvernig honum gekk að gera þessa mynd, eða réttara sagt, hvaða örðug- leikum hann varð fyrir, þegar kvikmyndatökunni var lokið og klippingin hófst. Hann fékk til samstarfs við sig bandariskan klippara, sem var á vegum fyrir- tækisins, sem fjármagnaði gerð myndarinnar. Eftir að hafa setið við klippiborðið i þrjár vikur með þessum manni gafst hann upp, þvi að hann gat á engan hátt kom- ið filmunni saman þannig, að honum likaði. Þá brá hann á það ráð að fá til sin klippara frá Bret- landi, sem hann hafði unnið með áður. Þegar þessi maður hafði séð það, sem var búið að klippa eftir þessar þrjár vikur og Schlesinger hafði sagt honum, hverju hann vildi ná fram, þá sagði Bretinn við hann: „Þetta er til einskis nýtt, það verður að byrja aftur alveg frá byrjun”. Þetta gerðu þeir og luku siðan við myndina. Bandariski klipparinn er skrifaður fyrir klippingunni, en hann kom raunverulega ekkert nálægt myndinni i sinu endanlega formi. Þetta sýnir okkur kannski vel, að það er ekki nóg, að leikstjórinn sé góður, hafi góðar hugmyndir i kollinum og tæknina á valdi sinu, hann verður að hafa samstarfs- menn sem eru hæfir og sem hon- um fellur að vinna með. Það get- ur jafnvel gengið svo langt, að eftir að töku ákveðinnar kvik- myndar er lokið og allur efniviður er tilbúinn, þá hreinlega fæðist ný mynd við klippingarborðið, hug- myndir koma fram og leikstjór- anum lizt betur á þær en upphaf- legu ráðagerðina, og þá er bara brugðið útaf. Ætla má, að Midnight Cowboy hafi að talsverðu leyti þróazt i klippiborðinu. Atriðin, sem sýna hugsanir félaganna tveggja, eru þannig að gerð, að þau hljóta að hafa formazt nær eingöngu þann- ig. Þessi atriði eru á tiðum nokk- uð æðisgengin og hröð og falla ekki undir það, sem áður var sagt um, að myndin liktist nokkuð heimildarmyndum. Þeir Dustin Hoffman (Ratso) og Jon Voight (Joe) sýna frábær- an leik i myndinni, sérstaklega eru atriðin góð, þar sem samleik- ur þeirra er nánastur. Einhverri ungpiunni kann að bregða i brún að sjá þann myndarlega og sæta strák úr The Graduate vera orð- inn að afar ógeðugum lúðulaka i þessari mynd. En ei sómir Dust- in Hoffman sér verr i þessari rullu en annars staðar og áhorf- andinn finnur til með Rasto. Talsvert vandamál var að fá mann i hlutverk Joe Buck. Það var fyrir orð Dustins Hoffmans, að Jon Voight fékk rulluna. Þeir höfðu kynnzt áður, er þeir léku saman i leikriti á sviði. Það er óhætt að ráðleggja hverjum sem er að fara i Tónabió og sjá Midnight Cowboy. Hún er ekki bara merkileg mynd og mik- ið listaverk, heldur er hún skemmtileg á að horfa og mann- leg i fyllsta máta. Midnighl Cowboy er saga tveggja manna, sem hafa meö sér félagsskap vegna þess að þeir eru báðir útilokaöir frá öllum nánum mannlegum samskiptum i steinsteypufrumskógi New York-borgar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.