Vísir - 16.01.1973, Blaðsíða 13
Visir. þriðjudagur 16. janúar 1973
n DAG | □ KVÖLD | Q DAG | Q KVÖLD Q DAG |
Þið mcgið ckki gleyma þvi að við erum lika fólk.
Hljóðvarp í kvöld kl. 19.50:
Eina skeið fyrir mömmu
I kvöld verður flutt erindi, sem
nefnist „Barnið og samfélagið”.
Þar tekur Halldór Hansen, lækn-
ir, til meðferðar efni, sem hlýtur
að varða marga, en erindi þetta
nefnir Halldór „Vill barnið
borða?”
Hvaða foreldrar kannast til
dæmis ekki við setningar eins og:
ég vil ekki þetta, ég vil heldur
hitt, þetta er vont, ég vil fá meiri
sykur út á, krakkarnir i næsta
húsi fá alltaf betra en ég, — og
fleira i svipuðum dúr.
Börnin eru að sjálfsögðu hluti
af samfélaginu, og þar að auki sá
hluti þess, sem vandmeðfarnast-
ur er, þvi vissulega eru þau á
hverjum tima „það sem verða
Sjónvarp í kvöld kl. 21.35:
FÓLK FRAMTÍÐARINNAR
Dr. Matthias Jónasson, sál-
fræðingur, er einn þeirra, sem
taka þátt i umræðunum i kvöld.
Bundinn er sá, er barnsins
geymir, kallast brezk kvikmynd,
sem sýnd verður i kvöld. Myndin
fjailar meðal annars um fimm
barna föður, sem verður að hætta
störfum, þegar hann missir eigin-
konuna.
Hann hefur forgöngu um að
stofna félagsskap fyrir einstæða
foreldra með þaö að markmiði að
létta hinn oftlega þunga róður
þeirra, sem i slika aðstöðu rata.
Þegar myndinni er lokið, verð-
ur umræðuþáttur i beinu fram-
haldi hennar, en i þeim umræð
um munu taka þátt Jóhanna
Kristjónsdóttir, formaður Félags
einstæðra foreldra, Lára Björns-
dóttir frá Félagsmálastofnun
Reykjavikurborgar og dr.
Matthias Jónasson sálfræðingur.
Þau munu meðal annars ræöa
um félagssamtök einstæðra for-
eldra á islandi, æskilegar leiðir til
úrbóta fyrir þá, og koma væntan-
lega með tillögur varðandi bætta
aðstöðu þeirra i þjóðfélaginu.
Umræðustýrandi verður dr.
Kjartan Jóhannsson verk-
fræðingur. jyrn
ÚTVARP #
13.00 Kftir hádegið. Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.15 Fræðsluþáttur um al-
mannatryggingar. Fjallað
verður um velferð aldraöra.
Umsjón: örn Eiðsson.
14.30 Frá sérskólum i Reykja-
vik. I. Barnamúsikskólinn.
Anna Snorradóttir talar við
Stefán Edelstein, skóla-
stjóra.
15.00 Miðdegistónleikar. Fé-
lagar úr NBC-sinfóniu-
hljómsveitinni leika Adagio
fyrir strengjasveit eftir
Samuel Barber.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphornið.
17.10 Framburðarkennsla i
þýzku, spænsku og espe-
ranto.
17.40 Otvarpssaga barnanna.
I ■■■■■■ I
**
Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 17. janúar.
m
m
llrúturinn,21. marz—20. apríl. Það viröist allt i
lagi með að taka tilboði, sem þú færð, jafnvel þó
aö viss atriði i þvi sambandi séu ekki eins ljós og
skyldi.
Nautiö,21. april—21. mai. Þú þarft sennilega að
taka ákvörðun i dag, sem þú hefur dregið helzt
til lengi. Aðstæðurnar breytast hvort eð er
naumast að ráði úr þessu.
Tviburarnir,22. mai—21. júni. Það bendir allt til
þess að þér verði dagurinn bæði notadrjúgur og
ánægjulegur, og ekki er óliklegt, að gagnstæða
kynið komi þar við sögu.
Nt
:
&
Krabbinn, 22. júni—23. júli. Það væri ekki úr
vegi að þú athugaðir, hvort vaninn hefur ekki
náð helzt til sterkum tökum á þér og gert þér
starf þitt of vélrænt.
I.jóniö, 24. júli—23. ágúst. Það litur út fyrir að
þér sé mjög i mun að stolt þitt biði ekki hnekki i
vissu máli, en ef þú skyggnist dýpra, muntu
sannfærast um, að svo er ekki.
Meyjan,24. ágúst—23. sept. Það má mikiövera,
ef ekki gerist eitthvað það i dag, sem hefur tals-
verð áhrif á það, sem næst er fram undan. Já-
kvætt ætti það að verða.
Vogin, 24. sept.—23. okt. Framkoma kunningja
þins af gagnstæða kyninu kann að vera dálitið
undarleg, en ef til vill er þar um einhvern mis-
skilning að ræða, sem þarf að leiðrétta.
I)rekinn,24. okt.—22. nóv. Það má mikið vera, ef
einhver hefur ekki sagt þér miður satt i þvi skyni
að hafa áhrif á ákvarðanir þinar i dag, og ætt-
irðu að ákveða það.
Bogmuðurinn,23. nóv.—21. des. Eitthvað virðist
hafa valdið þér óþægilegri spennu að undan-
förnu, en nú mun vera að draga úr tilefninu og
allt öruggara fram undan.
Steingcitin,22. des.—20. jan. Þvi er nú einu sinni
þann veg farið, að manni finnst að mörgu þurfi
að breyta i henni veröld, en ekki dugar að setja
það fyrir sig.
Vatnsbcrinn,21. jan.—19. febr. Það er ýmislegt,
sem þú þarft að athuga i dag, að minnsta kosti
vissara að flana ekki að neinu. Það veröur ekki
allt sem sýnist á yfirborðinu.
Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Þetta getur orðið
góður og notadrjúgur dagur, ef þú gætir þess að
láta ekki dagdrauma slæva raunsæi þitt og þú
hugsar ekki of langt fram.
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Frcttaspegill.
19.35 Umhverfismál.
19.50 Barniö og samfélagiö.
Halldór Hansen læknir flyt-
ur stutt erindi: Vill barniö
borða?
20.00 Lög unga fólksins. Sig-
urður Garðarsson kynnir.
20.50 iþróttir, Jón Ásgeirsson
sér um þáttinn.
21.10 italskar óperuariur.
Maria Chiara, Shirley
Verrett og Montserrat
Caballé syngja.
21.35 Aldarafmæli tilskipunar
um sveitarstjórn á islandi.
Lýður Björnsson cand.mag.
flytur erindi (áður útv. i mai
i fyrra).
22.00 Frettir.
22.15 Veðurfregnir. Rannsókn-
ir og fræöi. Jón Hnefill Aöal-
steinsson fil.lic. talar við
Einar Sigurðsson bókavörð
um háskólabókasafnið og
fleira.
22.45 Harmónikulög. Ivan
Thelme, Carl Jularbo o.fl.
leika.
23.00 A hljóðbergi.Siðari hluti
leikritsins „Lokaðra dyra”,
eftir Jean-Paul Sartre i
e'nskri þýðingu Paul
Bowles. Með aðalhlutverk
fara Donald Pleasence,
Anna Massey og Glenda
Jackson.
23.50 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
SJÓNVARP •
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Ashton-fjölskyldan
Brezkur framhaldsmynda-
flokkur. 36. þáttur. Sann-
leikurinn kemur i ljós,Þýð-
andi Heba Júliusdóttir. Efni
35. þáttar: Sheila fer að
heimsækja börn sin i Wales.
Dóttir hennar á tiu ára af-
mæli og hún færir með sér
gjafir og ætlar að gista hjá
fóstru barnanna, frú Thom-
as. Sheila segir frúnni frá
hjónabandserfiðleikum sin-
um, en skyndilega kemur
Davið i heimsókn. Hann og
Sheila ræðast við. Hann vill
gera tilraun til að endurnýja
hjónabandið, en hún er
ákveðin i að segja skilið við
hann.
21.35 Bundinn er sá, er barns-
ins geymiuBrezk kvikmynd
með viðtölum við einstæða
for.eldra, þar á meðal ein-
stæðan föður með fimm
börn á framfæri. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
21.50 Umræðuþáttur.Að mynd-
inni lokinni hefjast i sjón-
varpssal umræður um efni
hennar. Umræðum stýrir
dr. Kjartan Jóhannsson.
22.30 Dagskrárlok