Vísir - 26.01.1973, Page 3
Visir. Föstudagur 26. janúar 1973
3
Ungfrú Reykjavík kjörin í gœrkveldi:
HÚN ER Á
LAUSU
..Kjánalegt aö þurfa að sýna sig i
sundbol,” segir Ungfrú Reykja-
vík. En prísar sig sæla fyrir að
þurfa þó ekki að bera sundhettu
með....
Núerekkert að van-
búnaði: það er hægt að
ráðast i framkvæmd
aðalkeppni fegurðar-
samkeppninnar og
vel.ja landinu
fegurðaídrottningu
ársins 1973. Forkeppn-
inni lauk i gærkveldi
með því, að valdar
voru þrjár fegurðar-
drottningar úr Reykja-
vík, en sú þeirra, sem
varð númer eitt, Ásta
Ilalldórsdóttir, hlaut
titilinn Ungfrú
Reykjavik.
Keppnin fór fram i Veitinga-
húsinu við Lækjarteig að við-
stöddum átta til niuhundruð
manns. Keppendurnir voru
fimm og komu fram upp úr
klukkan ellefu á öllum þrem
hæðum hússins.
Siðan fengu gestir hússins
ráðrúm til að greiða atkvæði —
og þegar þau atkvæði voru svo
talin, reyndist vera aðeins
tveggja atkvæða munur á þeim
tveim, Astu og Kristjönu Ólafs-
dóttur. Þegar talið var úr at-
kvæðakössunum af tveim neðri
hæðunum voru þær jafnar, en
við talningu úr siðasta kassan-
um komst Asta þessum tveim
atkvæðum framúr.
Sú sem varð númer þrjú heitir
Margrét Jónsdóttir og er við
nám i Verzlunarskólanum. Asta
er við nám i Menntaskólanum
við Hamrahlið, en Kristjana
vinnur að skrifstofustörfum.
Hún hefur áður tekið þátt i
keppni af þessu taginu, nefni-
lega um titilinn „Fulltrúi ungu
kynslóðarinnar 1970”.
„Ég er ekki tilbúin að ganga i
gegnum slik ósköp serh
fegurðarsamkeppni er að
nýju,” sagði hún i viðtali við
Visi. „Það var af fljótfærni, sem
ég samþykkti áðan að taka þátt
i þessari keppni.”
„Af herju ég er að þessu,”
svaraði Asta hins vegar spurn-
ingunni. „Just to freak out.
Hafðu það eftir mér.” Og Asta
ypptir öxlum.
Hún segist vera á lausu,
piltar! —ÞJM
VERÐUR AÐ BJARGA ÞVÍ SEM
BJARGAÐ VERÐUR Hermannsson
„Það er ekki spursmál, það
þarf aö senda sem mestan mann
afla og skip til að bjarga þvi sem
bjargað verður”, sagði Guð-
mundur Hermannsson, aðstoðar-
yfiriögregluþjónn við komuna tii
Reykjavikur i gærdag, en hann
hefur verið með mönnum sinum i
Eyjum undanfarin dægur við
gæzlustörf ásamt kollegum i Eyj-
um.
„Ég held að Almannavarnaráð
hafi ekki brugðið nógu skjótt við
eftir að öllum var bjargað, að
gefa leyfi til að menn björguðu
eigum sinum eftir megni. Vitan-
lega þarf slikt að gera skipulega,
en það dugir ekki að hika, þetta
þarf að gera strax og hægt er, eft-
ir einn, tvo eða þrjá daga getur
vikurregnið skollið á og lokað öll-
um möguleikum á að bjarga dýr-
mætum eigum fólksins”.
Og i gærkvöldi fór svo vikur-
regnið að dynja á bænum eins og
kunnugt er, en eitthvað slotaði i
morgun, og e.t.v. gefst Eyja-
mönnum og öðrum björgunar-
mönnum tækifæri til að ná i meiri
verðmæti áður en ver fer.
—JBP—
Er gígur að myndast
við íþróttavöllinn?
Edda Andrésdóttir i Eyjum:
Um kvöldmatarleytið i gær
hafði gossvæðiö verið afgirt og
lögregian stóö vörð um svæðið til
þess, að engir kæmust innfyrir
nema þeir, sem nauðsynlega
þurftu að bjarga eigum sinum
Skammt frá gosstöðvunum —
nánar tiltekið við iþróttavöll, sem
stendur nálægt byggð, var talið
að gæti farið að myndast gigur
eða gos. Þar var reykur farinn að
koma upp úr jörðinni á einum
stað, en óvist var, hvort hann
stafaði af steini, sem fallið hafði
úr gosinu eða hvort þar var —
sem áður segir — að myndast
gigur.
I Dalfjýlli svonefndu var heitt
vatn farið að skvettast úr 800
metra djúpri borholu, sem þar
var boruð á árunum 1968—69.
Menn frá Orkustofnuninni voru
sendir til Eyja þegar gos hófst, og
komust þeir að þeirri niðurstöðu,
að hitinn hækkar um átta gráður i
vatninu við mælingar á sólar-
hring. 1 gær hitnaði vatnið þó um
eina gráðu á þremur timum.
Hitastig vatnsins var i gærdag
um 64 gráður en 61 gráða á 800
metra dýpi. Til þess að gos
kæmist þar upp, þarf hitastig
vatnsins að vera um 170 til 180
gráður.
Vatnið tók að koma úr borhoi-
unni tæpum sólarhring eftir að
gosið hófst. Til þess að hindra að
þar fari að gjósa verður að koma
ventli fyrir i holunni. Ventill
fannst þó ekki þegar til átti að
taka, en' menn frá Orkustofnun-
inni fóru frá Eyjum i gær til að
leita að einum slikum, og eru þeir
væntanlegir til baka i dag.
Enn ekki vitað hvað
olli hrapi þotunnar
Nei, Karl Einarsson grinisti var ekki f hópi keppenda, en það var hann,
seni kýnnti þær fyrir áhorfenduni og krýndi Ungfrú Iteykjavik, sem
situr sæl með boröann fyrir framan hann, en við lilið hennar situr
Kristjana, sem varð núnter tvö. Aftast standa Jónina Ilalldórsdóttir,
Margrct JÖnsdóttir og Hjördis Skúiadóttir.
Við látum ekki rífa
sundur frystihúsin
— svo svartsýnir erum við ekki ennþá,
segir forseti bœjarstjórnar.
„Við gerum auðvitað allt sem
við getum til að hjálpa bátunum
að komast i gagnið, og þeir hafa
verið að koma hérna af og til og
ná i nætur og annaö, svo að þeir
geti hafið veiðarnar,” sagði
Sigurgeir Kristjánsson, forseti
bæjarstjórnar í Vestmannaeyj-
um i sin tali við Visi i gær.
„Þaö kemur ekki til greina að
hefta för báta, sem konta i þess-
um erindagjörðum,” héit hann
áfram. Hitt er svo annað ntál,
að okkur finnst ekki koina til
greina að fara að flytja tæki úr
fiskvcrkunarstöðvum hér. Við
erum ekki orðnir svo svartsýnir
cnnþá. Aður en verður ráðist i
nokkur þess konar stórvirki,
verður ástandið að hafa versnað
mikið frá þvi, sem nú er.”—LÓ
Sauðféð í Eyjum komið í hús
Verður flutt til lands
öllu sauðfé I Eyjum hcfur nú
verið komið i hús nálægt flug-
veliinum og er féö á gjöf. Ætiunin
er, að flugvél Fragtflugs fari til
Eyja og sæki féð nú um helgina.
Ætlunin var að fara til Eyja i
dag og sækja féð, en vél Fragt-
flugs átti að fara til Noregs, en
seinkaði á Akureyri vegna snjó-
komu. Kemur vélin þvi ekki aftur
frá Noregi fyrr en á laugardag
eða sunnudag. Verður þá strax
flogið til Eyja til að sækja Téð.
Einnig eru eftir i Eyjum fimm
kálfarog verða þeireinnig fluttir
með vélinni frá Eyjum.
Mikið er af hænsnum i Eyjum,
en þeim hefur verið komið fyrir i
sérstökum kössum, og verða
hænsnin flutt með skipi til lands.
Að sögn Asgeirs Hannesar
Eirikssonar hjá Dýraverndunar-
sambandi Islands var óþarfi að
slátra nautgripunum i Eyjum, þvi
það heföi verið hægt að flytja þá
til lands með vél Fragtflugs.
-ÞM.
„Síðumúli" lokað gœzlu-
fangelsi fyrir unglinga
Enn mun ekkert hafa
komið í Ijós hvað orsakaði
slysið þegar bandarisk þota
frá varnarliðinu fórst sl.
mánudag.
Þotan, sem var af gerðinni F
102, var að koma úr eftirlitsflugi
ásamt annarri þotu af sömu gerð.
Bilun mun hafa orðið i radiótækj
um þotunnar og var hin þotan að
lóðsa hana inn til lendingar. Það
var kl. 18.19 á mánudaginn, að
þotan hrapaði i sjóinn. Var þá
strax hafin leit að flugmanninum.
Slysið var strax tilkynnt Slysa-
varnarfélaginu, sem hafði strax
samband við báta á Faxaflóan-
um, og voru þeir beðnir að að-
stoða við leitina. Einnig voru
flugvélar frá varnarliðinu á
sveimi yfir slysstaðnum, og hentu
þær út blysum til að lýsa upp
svæðið.
Það var um kl. 23 um kvöldið,
að báturinn Bjarni Ólafsson fann
kortamöppu úr flugvélinni.
Mappan fannst 11 sjómilur vest-
norð-vestur af Akranesi. Þá voru
fengnir bátar frá Akranesi til við-
bótar til að taka þátt i leitinni.
Skömmu seinna fannst hjálmur
flugmannsins, en nafn flug-
mannsins stóð á hjálminum. Var
hjálmurinn þegar tekinn upp i
þyrlu, sem flutti hann með sér til
Keflavikur. Einnig fannst
gúmmibátur sem var i þotunni,
en var hann óhreyfður með öllu.
Ekkert fleira kom fram við-
vikjandi þotunni þessa nótt.
Morguninn eftir voru flugvélar
varnarliösins að aðstoða við
flutningana frá Eyjum, og var
það ekki fyrr en upp úr hádeginu,
að þær hófu leit aftur. Þá fannst
einnig brak úr þotunni og voru
fengnir bátar til að sækja það.
Ekkert meira fannst eftir það og
var þvi leit hætt þá um kvöldið.
Menn, sem voru að vinnu við
slippinn á Akranesi á mánudag-
inn, sögðust hafa séð bjartan
blossa úti á Faxaflóa á milli kl.
18.15 og 18.20.
—ÞM
Nú hefur fangelsið i Síðu-
múla verið tekið i notkun til
bráðabirgða sem gæzlu-
fangelsi fyrir unglinga. I
húsinu verður komið fyrir
unglingum, sem talið er að
þurfi að vera i gæzlu á
meðan rannsókn fer fram á
málum þeirra. Unglingarn-
ir verða ekki í lökuðum
klefum, heldur geta þeir
gengið frjálsir um þau her-
bergi, sem til afnota eru.
Þarna er um þrjú herbergi
að ræða, sem áður voru
varðstofur.
Húsið heyrir undir stjórn up'p-
tökuheimilisins i Kópavogi og
mun gegna sama hlutverki og
heimiliið gegndi áður en þvi var
breytt i núverandi form, þ.e.a.s. i
opið heimili.
„Siöurnúlinn” mun aðeins
gegna þessu hlutverki þar til önn-
ur lausn.er fundin. Lokað gæzlu-
hús hefur vantað að undanförnu,
og hefur orðið að láta unglinga,
sem gerzt hafa sekir um eitthvert
afbrot, lausa aftur svo til strax og
þeir hafa verið teknir. I framtfð-
inni er ætlunin, að „Siðumúlinn”
verði kvennafangelsi og fyrir
gæzluvarðhaldsfanga.
—ÞM