Vísir - 26.01.1973, Side 10

Vísir - 26.01.1973, Side 10
10 Vísir. Föstudagur 26. ianúar 1973 Vísir. Föstudagur 26. janúar 1973 11 ógnir gossins i Kvjuin konia betur fram ú þessari mynd en nokkurri annarri, sem viö höfum áöur fengiö i hendur. Hrauniö er fariö aö ná húsunum, ryöst gegnum þau, fvllir af eldglóandi leöju og eyöir öllu undir sér. Ofan á þetta bætist nú gffurlegt öskufall og stórir skaflar af ösku þekja nú byggöina. (Ljósmynd Vísis BG) Farið í gönguferð í öskuregninu í gœrkvöldi: Gasgrímur og hjálmar nauð- synlegir í öskufallinu Edda Andrésdóttir Vest- mannaeyjum i gærkvöldi: Heldur óhugnanlegt er orðið um að litast hér i Eyjum. Askan nær þegar orðið i ökla á götum úti, og sums staðar er orðiö erfitt fyrir bíla að aka. Hver einasta mannvera ber hjálm á höfði, enda annað ófært. Flestir hafa með sér aasqrímur hvert sem þeir fara, enda er brennisteinsfýluna far- ið að leggja yfir kaupstaðinn. Visismenn lögðu til atlögu i kvöld og héldu af stað út. Askan skall á hjálm- ana og skall einnig oft óþægilega á lær um og fótum. Á förnum vegi hittum við einn af hjálparsveitarmönnum skát- anna, Brynjar Sigurðsson. Satt að segja var hann orðinn nokkuð þreytu- legur að sjá. enda hefur hann unnið dag og nött við að bjarga húsmunum Eyjamanna siðan gosið hófst. ..Mannfæð háir okkur ekki", sagði Brynjar, ,,en það háir okkur hinsvegar meira að hafa ekki fleiri vörubila til umráða . Mikið af þeim vörubilum, sem á eynni eru, eru notaðir til að skipa út fiski". En hvað hefur Brynjar varið mikl- um tima til að endurnærast af svefni siðustu dægrin. ,.Jú, ég hef sofið i 4 tima frá þvi gosið hófst", sagði hann, og bætti bið: ,,Og nú ætla ég lika að láta þetta eftir mér. Að yfirgefa eyna núna kemur ekki til mála", sagði Brynjar. „Þegar ég fékk þessa 4 tima til að kasta mér útaf, þá svaf ég eins og steinn og vaknaði án þess að hafa dreymt. Félagar minir hafa fæstir fengið meiri hvild en þetta, sumir minni. Fjölskylda min er farin, en ég sef einn heima þar sem húsið stendur i miðbænum. Nú er maður orðinn sljór en hræddur. .. Nei, ég held maður hugsi ekkert um það”. t öskuregninu héidu Visismenn áfram ogbrugðusér inn á upplýsinga- stöð lögreglunnar i Eyjum. Þar er i nógu að snúast: Hverjir á eftir öðrum koma menn úr Hjálparsveit skáta, slökkviliði eða lögregluliði eða þá sjálfboðaliðar. Og allir eru þeir reiðu- búnir til að hjálpa. Reiðubúnir til að taka við nýjum skipunum. ,,Nei, hvert þó i...Kvenmaöur! Nú fer að færast lif i mann aftur," segja þeir i lögreglunni og brosa. Lögreglumennirnir tveir, sem vinna i upplýsingamiðstöðinni, hafa sjáifir sofið litiö — aðeins fjóra tima. Þeir eru orðnir þreyttir, en samt er unnið áfram af kappi. Fólk kemur inn og biður um hjálp við að flytja húsgögn eða annað. Drunurnar magnast í gosinu. HÖFNINLOKAST NÆSTU DAGA — segir Einar Sigurðsson — Engin loðnuvertíð hér í vetur Ég tcl útlitið ákaflega tvísýnt með allt atvinnulif hér i Eyjum á næstu vetrarvertíð. Hraunið sigur nú i áttina að Yztakletti, er eins og hamraveggur færist sifellt nær klettinum og ógnar með að loka höfninni, sagði Einar Sigurösson („riki”) þegar Visir náði sambandi við hann í gær. Einar var þá stadd- ur á skrifstofu sinni i Hrað- frystistöðinni i Eyjum. Ég tel ákaflega litil likindi til þess, að unnt verði að bræða loðnu hér eins og menn hafa verið að láta sér detta i hug, sagði Einar. —-Tina má til mörg rök: 1. Ég tel, að vatnsleiðslan muni eyðileggjast. Við erum nú orðnir svo háðir vatninu úr leiðslunni, að við getum ekki án þess verið. 2. Ég tel, að höfnin muni lok- ast næstu daga. Nú eru aðeins eftir 650 metrar, þar til hraunið nær að Yztakletti. Sú fjarlægð hefur stytzt um 50 metra á að- eins einum degi 3. Þegar áttin breytist, verður mjög aukið öskufall i bænum. 4. Þegar fer að hvessa að austan og suðaustan og eldglær- ingar fara að ganga yfir bæinn, er ég hræddur um að það muni hafa afdrifarikar afleiðingar. Ég vil ekki vera aö spá þvi, að gosið muni kveikja i bænum, en það getur óneitanlega margt gerzt. Menn hafa stungið upp á þvi, að opna Eiðið, ef höfnin lokast. Já, það kemur vel til greina. Satt að segja stakk ég upp á þvi fyrir nokkrum árum að loka höfninni að austan á móti hafáttinni og opna þess i stað innsiglinguna i gegnum Eiðið til norðurs á móti landáttinni. Ef svo illa tekst til nú, að hraun- rennslið loki höfninni, getur svo farið, að önnur leið verði ekki fær en að rjúfa Eiðið. Slikt verð- ur þó ekki gert i hendingskasti. Ég álit, að alltaf verði að halda uppi samgöngum við Eyjar, og verður þvi að koma upp flot- bryggju, sem hvildi á öflugum stálgeymi i útendann, en hinn á landi. Þessi bryggja þarf að vera svo öflug, að flutningstæki geti farið eftir henni. — Ég varð þegar i upphafi hræddur við að höfnin lokaðist. Ég vil ekki segja, að það hafi verið svartsýni. Ég tel aðeins, aö ég hafi reynt að vera raun- sær, sagði Einar Sigurðsson. —VJ MEST VIKURFALL OG AUSTANÁTT — segja vísindamenn um fromhald gossins Samkvæmt útreikn- ingum Veðurstofunnar er austanátt i Eyjum 15,5 prósent ársins að meðaltali. Austsuð- austanátt er 7,6 prósent ársins, suðaustanátt 8,5 prósent og suðsuð- austanátt 5,1 prósent árs. Samtals er þetta 36.7 prósent árs að meðal- tali, er vindur blæs þannig, að hann bæri ösku og salla og jafnvel hnullunga yfir kaup- staðinn. A veturna er austanátt heldur oftar en að meðaltali um árið Vikurinn smækkar eftir þvi sem fjær dregur frá gosstöðv- unum. Meðan 2—3 sentimetra molar hafa fallið á Kirkjubæ, og jafnvel stærri, hefur fínn salii fallið yfir meginhluta kaup- staðarins, þvi finni sem fjær dró. Sérstakt lán hefur verið að' vindátt hefur ekki verið austlæg nema skamman tima fyrstu daga gossins. Þeir, sem byggja vonir við breytingu á gosinu, svo að minna færi af vikri yfir bæinn, þótt gosið héldist, virðast ekki hafa stuðning jarðfræðiat- hugana. Sveinn Jakobsson jarðfræðingur segir til dæmis, að gosið verði sennilegast svipað i eðli sinu og nú er, meðan það stendur, þótt óvarlegt sé að spá um fram- vindu þess. Hann minnir á, að Surtseyjargos hafi verið eitt- hvert hið lengsta eldgos , er sögur greina, en það stóð i þrjú og hálft ár. Hins vegar stóð Öskjugos i aðeins tvo mánuði. Þvi má búast við öllu um þetta gos á Heimaey og þvi einnig, að ekki verði unnt að sinna störfum að ráði fyrir vikri, meðan það stendur. Helzt er von um loðnuvinnslu, en varla stætt á að hafa þrær opnar. Þá er hætt við, að erlendir kaup- endur sjávarafurða sættu sig illa við vinnslu á afurðum við slik skilyrði. —HH „KRUKK- SPÁ#/ AÐ RÆTAST? Edda Andrésdóttir frá Eyjum: Draugalegt og tómlegt er um að litast á Heimaey þessar stund- irnar og nú telja margir, að gamall spádómur um Eyjarnar sé að rætast. f svokallaðri „Krukkspá”, sem spáð var fyrir mörgum árum, segir, að eftir Tyrkjaránið verði Eyjarnar aftur rændar. Eyjarnar verði rændar einhvern tima eftir að byggð hefur náð vestur fyrir Háf svokallaðan, sem er i Herjólfsfjalli. Eftir að byggð komst svo langt fyrir nokkrum árum sögðu margir i spaugi, að nú færi að koma að þvi, að Eyjarnar yrðu rændar. Spádóminn telja margir nú hafa rætzt. Og það má með nokkrum sanni segja, að Eyjarnar hafi verið rændar, þegar hafður er i huga flutningur manna og eigna úr eyjunum. Ekki sagði i Krukk spá hvernig eða af hverjum Eyjarnar yrðu rænclar. Spákona: „Þriðji gígurinn opnast'' Lögreglunni i Eyjum barst upp- hringing frá spákonu i Reykjavik um klukkan tiu i gærkveldi. Sú hafði aldeilis ekki fallega sögu að segja. Hún sagðist hafa falliö i einskonar trans og þá séö fyrir sér það næsta sem gerast mundi á gosstöðvunum: Spáin hljóðaði á þá leið, að um eða fyrir klukkan ellefu á mið- nætti mundi þriðji gigurinn bætast við vestan megin við Helgafell, eða við flugvöllinn. Einhversstaðar sá hún töluna fimm, en hvort sú tala átti að tákna fimm vikur, ár eða aldir vissi hún ekki. —EA WILKINSON í 200 ár hefur Wilkinson hamrað heitt járnið i sin viðfrægu egghvössu svcrö. i dag cr Wilkinson rakblaðið einfaldlega bezta blaðiö á markaðnum. Það er mýkra, beittara og endingarbetra en önnur blöð. Eitt blað i rakvélina og þú munt sannfærast um réttmæti þessara fullyrðinga. 200 ára reynsla i meðhöndlun stáls tryggir gæðin. Morgunraksturinn veröur ekki iengur leiðinlegt nauð- synjaverk, heldur skapar hressandi velliðan allan daginn. Byrjið daginn með Wilkinson

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.