Vísir - 26.01.1973, Side 12

Vísir - 26.01.1973, Side 12
12 Vísir. Föstudagur 26. janúar 1973 BÆRINN SEM BÍÐUR VESTMANNAEYJAR, — bærinn á Heimaey, sem nú er hvað mest umtalaður allra bæja í veröldinni, biður nú síns dóms. Verður hann lagður í eyði af hinum villtu og ægilegu náttúru- hamförum, — eða hlifir gosið bænum fyrir frekari eyðileggingu. Eða tekst kannski mannlegu hugviti að leiða gosið frá honum eins og nú mun standa til með sprengiregni, jarð- ýtum og vatni? ☆ 1 Eyjum gera menn sinar ráðstafanir ef svo skyldi fara, að náttúruöflin yrðu manninum yfir- sterkari i þessum hildarleik. Menn vilja komast undan meö þaö sem hægt er að veraldlegum gæðum og er það ekki nema eðli- legt. ☆ Myndsjáin, sem viö birtum á siöunni, er frá þessum aögerðum og ýmsu ööru úr bæjarlifinu i Eyjum i gær. Myndirnar tók Bragi Guðmundsson, ljós- myndari okkar, sem hefur verið i Heimaey frá þvi gosið hófst, ásamt blaðakonu úr ritstjórnar- liði Visis, Eddu Andrésdóttur. l>að er rétt eins og húsin himi þarna og biði sins dóms undir hinu nýja gosfjalli, sem trónar yfir þeim æ uggvænlegra með hverjum deginum sem liður. (Ljósmynd Leifur Þorsteinsson) Heimilis vélar, rúmdýnur, fatnaður og húsgögn, — allt á bilpallinn. Hér unnu margar hjálpiúsar hendur við björgunarstörf — og I bak- grunninn reiða eldguðirnir svipu sina til höggs, eins og I áminningarskyni. Hér er einn hinna höröu Eyja- manna, sem starfar af kappi við björgunarstörfin, Einar Sv. Jóhannesson, skipstjóri á Lóösinum. Guðmundur aðalvarðstjóri Guðmundsson hefur ekki notið mikils svefns, sfðan gosið hófst, en hér er hann I skrifstofu sinni, nýkominn utan úr öskugosinu. ...og hér er nauðsynleg klæði tek in með i skipið til Þorlákshafnar en margir voru heldur klæðlitlii eftir flóttann til Reykjavikur. Hér hefur hraunið ruðzt gegnum húsið og hlífir engu sem á leið þess verður, jafnvel sterkustu húsveggir geta látið undan ofurþunganum. Ingólfur netagcrðarmeistari Theódórsson situr hér einn og yfirgefinn á hinu mikla verk- stæði slnu. ,,Hér er vist Htið aö gera", hugsar hann og horfir I gaupnir sér. Búiö var að hirða flest allt af verkstæðinu, aðeins litilsháttar eftir. jr. - 4 D

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.