Vísir - 05.02.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 05.02.1973, Blaðsíða 2
2 Visir. Mánudagur 5. febrúar 1973. risntsm: Haldið þér að tjón af völd- um náttúruhamfaranna komi niður á lífskjörum fólks á Islandi? Gerum ráð fyrir því bezta og versta SKYNDIFERÐ TIL HEIMAEYJAR Hvar er flugvöllurinn? — Er hann ekki þarna til vinstri? Nei, þú verður að rétta hana af svolitið til hægri. — Þetta þýðir ekkert. Við verðum að fara annan hring. — Flugstjórinn litur aftur til min og segir: Það er ekkert að. Við verðum bara að fara annan hring. Eins og þú sérð, rennur flugvöllurinn al- veg saman við umhverf- ið. Það er Hallgrímur J. Jónsson, flugstjóri hjá Fragtflug, sem mælir þessi róandi orö til blaöa- manns Visis á laugardaginn um leiö og hann hækkar flugið aftur, eftir að hafa hætt viö lendingu á Heimaey. — Svört gosaskan, sem hefur lagst yfir mest alla eyjuna, gleypir i sig allt ljós þannig aö úr lofti er ómögulegt aö átta sig á landslagi eöa hæð landslagsins. Og flugmálayfirvöld hafa ekki haft efni á þvi ennþá, aö merkja nema aöra flugbrautina. Þess vegna var ekki um annaö aö ræöa en aö biöja flugturn aö láta stilla upp bilum við enda flugbrautarinnar til að marka flugbrautina. Og nú getur DC-6 b flugvél Fragtflugs, stærsta flug- vélin, sem lent hefur i Heimaey, lent i þrettánda skiptið eftir aö leitaö var aöstoöar Fragtflugs til flutninga frá Eyjum. Dauðir kettir og erl. bjór Meðan Hallgrimur og Lárus Gunnarsson, vélstjóri, stjórna hleöslu vélarinnar aftur, gerir blaöamaöur Visis stutta könnunarferö i Eyjum. I þessari ferö var þrennt, sem vakti sér- staka athygli. I fyrsta lagi, aö gigurinn er bókstaflega talaö inni i bænum. A þessu hafa flestir haft orð, þegar þeir hafa komiö — kemur sjálfsagt öllum jafn mikið á óvart. Annaö, sem vekur at- hygli.er tóm ilát undan erlendum bjór. Hvar sem komið er i bæinn, má sjá tómar flöskur og dósir. Svo segja menn aö sterkur bjór sé ekki drukkinn á íslandi. Sumir landsmenn láta greinilega ekki segja sér fyrir verkum, hvaö þeir mega drekka og hvaö ekki. Svo eru þaö kettirnir. Þaö eru kannski einhver dýraverndunarsjónar- miö, sem ráöa þvi, að kettir voru skotnir i stórum stil, þegar mann- fólkið þarf aö yfirgefa byggöina um stund. Heldur vildi ég þó vera lifandi köttur en dauöur. Skyldu annars ekki vera til rottur I Eyj- um? — Ef þær eru til, geta þær skemmt sér viö aöskoöa hræin af heimilisköttum Eyjabúa, þar sem þau liggja, t.d. við lögreglustöö- ina. öörum er sú sjón ekki til mikillar upplyftingar. Siöan geta þær margfaldast og uppfyllt jörö- ina. Bjartsýni og svartsýni Eyjamenn viröast skiptast al- veg i tvo hópa, hvaö varðar fram- tiöarvonir. Þeir eru til, sem álita allt glatað. Hinir eru lika til, sem aöeins sjá björtu hliðarnar. Svo ekki sé talaö um þá, sem hafa þá sérstöku tegund af kimnigáfu til aö bera, aö þeir tala um hve gott hafi nú verið aö fá allt þetta bless- aöa uppfyllingarefni. „Okkur hef- ur alltaf vantaö uppfyllingarefn- iö”. — Það er ekkert viö þvi að segja, þó að margir Eyjabúar séu svart- sýnir. Svartsýnin er alveg jafn ógrunduð og bjartsýnin. Ef gosiö hættir innan tiðar, verður ekki séö annað, en aö byggðin geti mjög fljótlega oröiö blómstrandi aftur. Atvinnutæki Eyjabúa eru ennþá svo til óskemmd. Aðeins litill hluti húsanna er skemmd- ur. öskunni má moka burtu úr bænum og rækta upp annars stað- ar. Alltkostar þetta peninga. Þeir veröa þó auöveldasta atriðið fyrir Eyjamenn, þegar þeir hefja endurbyggingarstarfið. En ef gosiö heldur áfram i marga mánuöi, jafnvel ár, þá lit- ur sannarlega ekki vel úr. Aö þvi er beztu menn sögöu hefur ösku- fallið á byggöina ekki veriö i nema 8 klukkustundir frá þvi aö gosiö hófst. Suðaustan áttin og austanáttin eða áttin af Kirkju- fellinu yfir byggöina, er þó rikj- andi vindátt i Heimaey. Þaö ber þvi sannarlega að gera ráð fyrir þvl versta. En þaö veröur einnig aö gera ráö fyrir þvi bezta. -VJ Brandur Tómasson, flugvirki: Ég vona bara aö þaö veröi ekki eins slæmt eins og leit út fyrir i fyrstu. En þetta fer auövitaö eftir þvi hve mikið er gefiö frá útlöndum. Guðiaugur Guðmundsson, kenn- ari: Ég hugsa aö þaö hafi alls ekki mikil áhrif. í mesta lagi veröur smá truflun I sambandi við innflutning og útflutning. Ef þetta kemur niöur á einhverjum, þá er þaö fólkiö sem átti heima í Vestmannaeyjum. Lisbet Ziemsen, húsmóðir: Jú, ætli það ekki. Mér þykir liklegt að skattar veröi eitthvað hærri en ella. Stefán Gislason, nemi: Þaö veröur margt erfiöara og ég er smeykur um aö þaö hafi áhrif á lifskjör fólksins. Gunnar Þorsteinsson: Þaö er augljóst aö það gerir þaö. Þegar þjóöarbúið verður fyrir svona miklu áfalli hlýtur það að bitna á skattborgurunum. Hrafnhildur Stephensen, húsmóð- ir: Já, ég er hrædd um að það komi niður á fólki, flestir reikna með að skattarnir hækki. LESENDUR JtHAFA /X¥j. ORÐIÐ Sjólfboða- liðsstarfið svona og svona Sendibilstjóri hringdi: „Maður hefur verið að heyra auglýst lon og don eftir sjálfboða- liðum til starfa fyrir Vestmanna- eyinga. — „Matsveinar óskast til sjálfboðaliðsstarfa.” — „Tré- smiðir óskast...” En þessar nefndir, þetta al- mannavarnarráö, hvaö vinnur þaö mikiö i sjálfboöaliösstarfi? Eru þetta ekki allt launuð störf? Okkur sendibilstjórum, sem höföum fyrir fjölskyldum aö sjá, en slepptum samt vinnunni i heila viku, til þess aö aöstoða Vest- mannaeyinga viö aksturinn á bú- slóöinni austan úr Þorlákshöfn, þótti einkennilega staöið aö þessu. I sólarhringa höföu bllar okkar verið i stanzlausum akstri 24 stundir sólahringsins og öku- mennirnir skiptust á viö að halda bilunum gangandi. . Þótt skömm sé frá aö segja, þá skárust margir úr hópnum undan og kusu heldur að fleyta rjómann af eftirspurninni, sem skapaöist á meöan sendibílunum fækkaöi hérna i bænum. En svo fréttum viö, að allan þennan tima hefðu staðið boðnir og búnir — sumir segja 70en aörir 150 — hertrukkar frá varnarlið- inu. Við fórum þá að grennslast fyrir um þetta, en fengum loöin svör. Þá tóku stöðvarnar sig saman og hættu þessu sjálfboðaliðs- starfi, og viti menn, um leið voru þessir hertrukkar komnir á kreik. Maður Guðs, það var varla verk- efni fyrir þá alla. Maöur fór aö lita á þetta sjálf- boöaliöstal tvennum augum I kjölfar þessa, og ekki siöur hins, þegar menn voru aö róma fórn verkamannanna, sem fóru meö Hofsjökli til Eyja. Þeir, sem voru I Eyjum þá, sögöu, aö þessir kall- ar hefðu gengið i sinum venjulegu rólegheitum aö vinnunni, eins og þekkist hér á eyrinni, tekið sér fyllilega sina kaffi-, matar- og svefntima, meöan aörir gáfu sér varla tima til þess aö gleypa bita og bita á hlaupunum og létu sig ekki dreyma um svefn.” Var brennivínið nauðsynlegra? Jensa Nikulásdóttir hringdi: „Ég sá i blöðunum, að þeir höföu strax rokið upp til handa og fóta við að pakka niður brennivin- inu i Eyjum. A þeim tima var fólki ekki leyft að vera þar við að bjarga verðmætum sinum. en eignum fólksins? Og hverjir eru það, sem pökk- uöu niður brennivininu? Er það rikisstjórnin eða hvað, sem fyrir- skipaði það?” Skrípaleikur í kirkjugarðinum Gramur Vestm annaeyingur hringdi. Mér finnst það heldur langt gengið, þegar leyft er aö sýn- ingarstúlkur séu ljósmyndaöar i bak og fyrir i kirkjugarðinum I Eyjum, en frá þessu var skýrt I fréttum útvarpsins kl. 4 i gær. Svona athæfi er meira en litið ósmekklegt, og ég vildi gjarnan vita hver það er, sem gefur leyfi til sliks. Þaö hryggöi mig mjög þegar ég heyröi þetta i útvarpinu, og ég er alveg eftir mig af sorg yf- ir athæfi þessu. Ég vona að sá sem leyfið gaf, standi fyrir máli sinu og skýri þetta athæfi. HRINGIÐ I SÍMA 86611 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.