Vísir - 05.02.1973, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur S. febrúar 1973.
9
Aukaúrslit í
Skjaldarglímu
— Sigurður Jónsson
sigraði í
61. Skjaldarglímu
Ármanns
Sigurður Jónsson,
Vikverja, varð
sigurvegari i 61.
Skjaldarglimu Ár-
manns, sem glimd
var i Vogaskóla i
gær. Hann var vel að
þeim sigri kominn,
þó svo aukaúrslita-
glimu þyrfti til að fá
úrslit um fyrsta sæt-
ið.
Þrír fyrstu i Skjaldargiimunni. Frá vinstri Ómar OHarsson, Siguröur Jónsson, sigurvegarinn, og Pétur Yngvas. Ljósmynd Bjarnleifur.
MEISTARAMOT I VAN-
RÆKTRIÍÞRÓTTAGREIN
— KR varð Reykjavíkurmeistari í innanhússknattspyrnu
KR-ingum veittist það
auðvelt, — já alltof auð-
velt, að verða Reykjavík-
urmeistarar í innanhúss-
knattspyrnu i Laugardals-
höll í gærdag. Aðeins undir
lokin sýndu Valsmenn á sér
eitthvert baráttusnið, en sú
barátta kom of seint til að
þeim mætti að takast að
jafna leikana.
í hálfleik var staðan orðin 4:0
fyrir KR og i seinni hálfleik kom
5:0. Með slikt veganesti og 8
minútur til leiksloka virtist engu
að kviða. Liðunum gekk illa að
skora fyrsta mark útslitaleiks
mótsins, það kom eftir 6 minútur
frá Baldvin Eliassyni, en næstu 3
mörk skoraði Gunnar Gunnars-
son af dugnaði sinum og harð-
fylgi, en Valsmönnum hætti til að
sækja um of, en verjast minna en
heppilegt þykir.
Loksins kom mark frá Val, 5:1
frá Hannesi, 6:1, og siðan tvö
Valsmörk, 6:3, en KR-sigurinn
virtist ekki i hættu, — og var það
raunar ekki, enda þótt Valsmönn-
um færðist nú kapp i kinn og næðu
verulega að draga á KR-ingana.
Gunnar skorar 7:3 fyrir KR, en
siðustu 3 mörk leiksins skoruðu
Valsmenn, Ingi Björn 2 og siðast
Ingvar, þegar eftir voru 2 sekúnd-
ur af leiknum, en siðari hluta
hálfleiksinssótti Valur mjög stift,
en KR lagði áherzlu á vörnina.
Leikið var I tveim riðlum fyrri
hluta dags i gær. Greinilega var
A-riöillinn sterkari, en þar háðu
KR, Þróttur og Fram harðvituga
baráttu sin á milli, og byrjaði KR
með þvi að gjörsigra Þrótt með
13:4. Þá gerist það að Þróttur
gjörsigrar Fram með 10:4, en
Fram sigrar KR aftur á móti með
8:5. Þannig urðu liöin jöfn með 4
stig, þvi öll unnu þau Hrönn auð-
veldlega. KR haföi markatöluna
29:14, Fram 26:19 og Þróttur
27:20.
Úr b-riðlinum komst Valur i úr-
slitin.og ekki áfallalaust fremur
en KR. Aföllin voru þó hvorki
mörg né mikil, liðið vann Viking
nokkuð auðveldlega, og gerði sið-
an iafntefli við Armenninga 7:7.
Hins vegar leit hreint ekki svo
vel út i leiknum gegn Arbæjarlið-
inu Fylki, þar sigraði Valur með
4:3 og máttu heita heppnir að
gera það, annars hefði Vikingur
lent i úrslitaleiknum i stað Vals.
I úrslitum um 8 fyrstu sætin
kepptu fyrst Hrönn og Fylkir um
7. sætið, og vann Hrönn með 6:5,
Þróttur og Armann léku hnifjafn-
an leik um 5. sætið. Þróttur hafði
yfir 5:1, áður en Ármenningar
tóku við sér og jöfnuðu og skoruðu
sigurmarkið undir leikslokin. Þá
var leikur Fram og Vikings um 3.
sætið spennandi og lauk með 8:8,
en i framlengingu skoraði Viking-
ur markið, sem dugði, 9:8.
Langt er siðan svo léleg innan-
hússknattspyrna hefur sézt.
Greinilega leggja félögin minni
og minni áherzlu á þessa grein,
sem er gjörsamlega óskyld þeirri
iþrótt, sem iðkuð er utanhúss og
hefursama nafn. Það eitt er skylt
með þessum tveim greinum, að
fæturnir eru notaðir til að senda
knöttinn á milli. Eiginlega sá
maður fyrst örla fyrir innanhúss-
boltanum, þegar Old-boys-sveitir
Fram og KR fóru aö leika i hléi
fyrir úrslitaleikinn. Þótt gömlu
kempurnar skorti úthald og
krafta, þá mátti sjá bregða fyrir
meiri leikni og innsýn i leikinn en
hjá þeim yngri. Þessum leik lauk
með jafntefli 5:5 og höfðu áhorf-
endur, sem voru reyndar afar fá-
ir, gaman af.
Reglurnar fyrir innanhúss-
knattspyrnu eru ekki notaðar og
ýmislegt leyft, sem reglurnar
banna. Meðan ekki er lögð
áherzla á æfingar hjá félögunum,
verður varla hægt að segja aö
ástæða sé til að halda mót, hvorki
Reykjavikur- né tslandsmót.
Innanhússknattspyrnan er
skemmtileg grein, en ýmislegt
virðistá móti þvi að hún sé stund-
uð og þvi fer sem fer.
— JBP. —
Sigurður og Ómar Úlfars-
son, KR, voru efstir eftir all-
ar glimurnar með 7.5 vinn-
inga hvor. I keppninni hafði
Sigurður lagt Jón Unndórs-
son, KR, en Jón hafði hins
vegar sigrað ómar. Eftir 5
glimur hætti Jón keppni
vegna meiðsla og varð það til
þess, að Ómar náði Sigurði,
þar sem glimur Jóns voru
strikaðar út.
1 úrslitaglimunni sigraði
Sigurður örugglega og hlaut
þvi 7.5 vinninga og einn að
auki, en Ómar varð annar
með 7.5 vinninga. I þriðja
sæti varð Pétur Yngvason,
Vikverja með 6.5 vinninga og
fjórði varð Gunnar Ingvars-
son, Vikverja með 6 vinn-
inga.
í fimmta sæti kom sá
glimumaðurinn, sem
fegurstar glimur glimdi.
Hjálmur Sigurðsson, Vik-
verja, sem hlaut 5.5 vinn-
inga. I 6.-7. sæti urðu Matthi-
as Guðmundsson, KR, og
Rögnvaldur Ólafsson, KR,
með 4 vinninga. 1 8.-9. sæti
þeir Guðmundur Freyr
Halldórsson, Armanni, og
Guðmundur Ólafsson, Ar-
manni, með tvo vinninga
hvor, og 10. varð Björn
Hafsteinsson, Ármanni, með
engan vinning.
Staölausir
stafir
Þér getið límt nýju Quik Stik
stafina Hvar sem er, — ó töfluna,
hurðina, vegginn, rúðuna, eða
svo að segja allt mögulegt og
ómögulegt.
Þessir ódýru límstafir fró Pennanum
hafa nú þegar valdið byltingu í
verzlunum, ó skrifstofum og ekki
sízt ó heimilum. Það er auðvelt
að finna stað fyrir Quik Stik, — lím-
stafina við allra hæfi.
HAFNARSTRÆTI 18
LAUGAVEGI 84
LAUGAVEGI 178