Vísir - 05.02.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 05.02.1973, Blaðsíða 3
Vfsir. Mánudagur 5. febrúar 1973. 3 ÞEYTTI KYRRSTÆÐUM BÍL 30 METRA ÚT FYRIR VEGKANTINN Það var ljót aðkoman hjá konu einni, sem hafði iagt bil sfnum bensfniausum við vegarkantinn rétt hjá Nesti á Artúnshöfða, þeg- ar hún kom þangað aftur ásamt manni sinum til að sækja bílinn. Konan hafði verið á ferðinni þarna rétt um kl. 7 á laugardags- morgun, þegar bill hennar varð bensinlaus. Lagði hún bilnum þá út við kantinn beint undir ljósa- staur og með miklum og skærum afturljósum, en hélt siðan niður i bæ til að ná i eiginmann sinn og fékk hún far með lögreglunni. Þegar hún kom aftur ásamt manni sinum, lá billinn eina 30 m fyrir utan veg, stórskemmdur. Bill sem keyrt hafði á hann, stóð á veginum sundurtættur og liklega er hann ónýtur. ökumaður hans hafði þó- sloppið ómeiddur. öku- maðurinn sagðist ekki hafa séð kyrrstæða bilinn, þrátt fyrir það að hann stóð undir ljósastaur með afturljósin á. Hafði hann ekið aft- an á hann og þeytt honum út fyrir veginn. —ÞM Höldum tvöfalda þióðhótíð nœst! — segja bjartsýnismennirnir Það er ekki beinlinis útlit fyrir það eins og er, að haldin veröi þjóðhátið f Eyjum i suraar. Herjólfsdafur er kolsvartur af vikriogösku, og fátt um manninn En hvað sem þvi líður og hvað sem á gengur, þá ræða margir komandi þjóðhátið. Það er vist óhætt að segja, að það gera ekki nema þeir allra bjartsýnustu, en margir eru bjar- sýnir. Þeir segjast lika ætla að halda þjóðhátið, og ekki nóg með það, komið hefur fram sú uppástunga að halda tvöfalda þjóðhátið. Hvernig er það hægt? Jú, Herjólfsdalur, þar sem þjóðhátið hefur verið haldin hingað til, stendur enn á sinum stað. Og austast á eyjunni, þar sem nýja fjallið, Kirkjufellið svokallaða, er risið, er komið ákjósanlegt fjallaskarö og dalur. Þar hefur skapazt varnarveggur fyrir austanáttinni. Þjóðhátið á tveimur stöðum i einu, og maldi einhver i móinn, þá segja þeir eins og i kvæðinu: „Aftur kemur þjóðhátið, þrátt fyrir böl og al- heimsstrið.” -EA. Fjðrur gengnar í gœr — spýtnabrak fannst, en óvíst hvort það var úr Maríu Nú um helgina voru aftur gengnar fjörur á sunnanverðu Reykjanesi til að leita braks úr Mariu KE 84, sem fórst nú rétt fyrir helgina með fjögurra manna áhöfn. Bátar, sem voru á þeim slóðum sem Maria var á þegar siðast heyrðist til hennar, hafa verið beðnir að svipast um eftir braki i sjónum. Töluvert hefur fundizt af spýtnabraki, en ekki er hægt að segja með fullri vissu hvort það sé úr Mariu. Lóðabelgur merktur KE 84 fannst I gæt er fjörur voru gengnar, en ekki er vitað hvort hann hefur losnað þegar báturinn fórst, eða hafi losnað áður. Ljóst er, að slysið hefur borið mjög brátt að. —ÞM— Biðskýlið efst ó lista þjófanna — brjótast sífellt inn til að nó í sígarettur Það er vinsælt hjá þjófum, biðskýlið við Dalbraut, en þar var brotizt inn sl. nótt rétt einu sinni. Stolið var þarna 20-25 lengjum af sigarettum, en ekki alls fyrir löngu var stolið þaðan um 400 pökkum af sigarettum. t báðum tilfellum hafði verið brotin Iltil rúða á bakhlið skýlis- ins, og þjófarnir teigt sig I hillur sem eru rétt við gluggann og náð sigarettunum þannig. Þjófarnir hafa tekið rusla- tunnu og sett upp á tröppur, sem eru við bakhlið skýlisins, og staðið uppi á henni til að ná i hillurnar, sem tóbakið er geymt I. Alls hefur verið brotizt 5 sinn- um inn i skýliö á 11 árum, og þá oftast þessi sama rúða brotin. Rimlar eru fyrir glugganum, en nægilega breitt er á milli þeirra, til að hægt sé að koma handlegg á milli þeirra. Nú ætlar eigandi söluturnsins að láta sterka stálplötu fyrir gluggann. ' „Nú órið er sungu þeir í Frá Eddu Andrésdóttur, Vestmannaeyjum: Það er víst óhætt að segja, að aðstæður í Vest- mannaeyjum þessa dag- ana eru aII hrikalegar, miðað við það sem al- mennt gerist. Eldur og eimyrja þeytist stöðugt úr Kirkjufellinu svokallaða, sem á ekki langt í það að vera jafn hátt Helgafelli. Þar sem áður var litrík byggð, húsog græn tún, er nú ekkert annað en aska og vikur. Þegar komið er austast á Heimaey, rétt innan við Vil- borgarstaði svokallaða, sem standa ekki fjarri gosstöðvun- um, tekur við kolsvört eyði- mörk. Hvergi á'ést lifsmark og enginn gróður. Það eina sem ber vott um það, að menn eru á næstu grösum, eru toppar á simastaurum, sem sums staðar standa upp úr, og svo ef til vill appelsinubörkur eða tómur vindlingapakki einhvers staðar á vikrinum. En sá andi, sem nú er rikjandi i Eyjum, er ekkert svipaður þessu. Það er eins og öll hræðsla sé rokin út i veður og vind hjá mannskapnum sem þar dvelur nú. Það er eins og óróleiki sé all- ur horfinn út i buskann, að minnsta kosti er hann vei falinn. Aðlögunarhæfni mannsins er liklegast feikileg. Að minnsta kosti eru drunur i gosstöðvunum farnar að vagga sumum hverj- um i svefn. A laugardagskvöld- ið var lif og fjör á Heimaey. Gos var rólegt og veður prýðilegt. Og á meðan dansinn dunaði i öldurhúsum höfuðborgarinnar, var dreginn upp gitar i'Eyjum. A slökkvistöðinni upphófst söngur. Allir sem vettlingi gátu valdið hófu upp raust sina, og sungin voru lög af öllu tagi, á meðan slökkviliðsmenn fóru i sinar venjulegu eftirlitsferðir um eyjuna og sinntu störfum sinum. Jólalög voru sungin af kappi og slökkviliðsmenn sungu: „Svona gerum við, þegar við keyrum brunabil”, og hreyfðu sig i takt við texta og söng. Það er ekki oft sem tækifæri hefur gefizt til þess að syngja i Eyjum upp á siðkastið, en Vestmanna- eyingar eru söngelsk „þjóð”, og enginn lét sitt eftir liggja. Ein- um fannst stemningunni svipa svo mjög til gamlárskvölds að hann bað um að „Nú árið er liö- ið”, yrði sungið. Ekki vantaði heldur bálköstin þetta kvöldið! Daglaun 600 manna í SÍS til Eyjasöfnunarinnar „Það má segja, að þátttakan hafi verið sem næst 100%, en þeg- ar hópurinn er orðinn svona stór, þ.e. á sjötta hundrað manns, þá hljóta alltaf að verða einhver for- föll”, sagði Hjörtur Eiriksson, verksmiðjustjóri i Gefjunni I við- tali við blaðið i morgun. Sem kunnugt er tók starfsfólk i verksmiðjum SÍS á Akureyri sig saman um að vinna einn dag aukalega og láta kaupið renna til Vestmannaey inga. Við spurðum Hjört hvernig þetta heföi gengið fyrir sig og hvernig uppástungan hefði komið fram. — Það mun hafa verið Þor- steinn Danielsson, fyrrverandi verksmiðjustjóri, sem átti hug- myndina, en siðan tók stjórn starfsmannafélagsins hana upp og lét ganga lista I verksmiðj- unum. Það var mikil stemmning fyrir þessu strax i upphafi, og næstum hver maður skrifaði und- ir. Eins og gengur, þá voru sumir, sem gátu ekki unnið þennan dag, en þeir báðu flestir um að einn dagur yrði dreginn af kaupinu, og verður það gert. Til marks um áhugann, hélt Hjörtur áfram, báðu margar kon- ur, sem aðeins vinna hálfan dag- inn, um að fá að vinna allan dag- inn svo að þeirra skerfur gæti orðið drýgri, og var þeim leyft að gera það. — Verða vinnulauííin fyrir þennan dag reiknuð sem yfir- vinna, eða venjuleg dagvinna? — Þau verða reiknuð sem dag- vinna og verður upphæðin, sem þá fæst, eitthvað nálægt einni og hálfri milljón. Ekki sagði Hjörtur að ákveðið væri hverjum peningarnir yrðu fengnir i henduren kvað liklegt að það yrði Rauði krossinn. „Annars er það nú ekki víst, aöalatriðið er, að þeir fari þangað, sem þeirra er mest þörf,” sagði Hjörtur Eiriks- son að lokum. —LO „Hér mó ekkert hreyfa" Eitt hús með öllum húsgögnum og öllu óbreyttu Unnið er af fullum krafti i Eyjum. Mokstur hefur gengið vel, svo og flutningur á búslóð frá Heimaey. Flestir hafa látið flytja búslóð sina þaðan, ásamt bifreiðum og öllu verðmætu. Og þó að margir snúi aftur, þá telja þeir öruggara að geyma þá hluti á góðum stað. Þaö er þvi all eyðilegt i Eyjum þessa dagana. Fyrir alla glugga á hverju einasta húsi hefur verið neglt bárujárn, og svartir plast- pokar hafa jafnvel verið dregnir yfir umferðarmerki á götum úti. Enda ekki svo nauið að fylgja þar umferðarreglum, þegar svo stendur á og þegar bílar eru svo fáir. Aö minnsta kosti eitt hús I Eyj- um stendur þó eins og á meðna allt lék i lyndi. Það hús stendur við Höfðaveg og ekki hefur verið hreyft við einum einasta hlut þar inni. Höfðavegur er einna vestast I bænum og þvi lltil og minnst hætta þar á að eitthvað komi fyr- ir. Gardinur eru fyrir öllum glugg- um og vasar og blóm standa i gluggakistum. Fyrir innan standa húsgögnin og allt er eins og húsráðandi hafi rétt brugðið sér i bæinn. A hurð hússins hefur verið komið fyrir stórum miða, og þar á stendur: „Hér má ekkert hreyfa”. Það er ekki hægt annað en að segja aö þetta hús og þessi orö séu nokkuð upplifgandi i öllu tóminu, og einhvern veginn bera orðin þess vitni, að all margir séu harð ákveðnir i þvi að snúa aftur heim til-Eyja. — EA. Já, finnsku vorvörurnar eru þegar komnar, bómullar- blússur frá Hans Metzen (TABU), einnig mussur, buxur og buxnasett úr bómull. Nýkomnir danskir regnfrakkar upp í nr. 44. Nýjar gerðir af smekkbuxum, smekkpilsum, stuttum og sfðum og buxum. tízkuverzlun ungu konunnar, Kirkjuhvoli. Sími 12114.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.