Vísir - 05.02.1973, Blaðsíða 7
Visir. Mánudagur 5. febrúar 1973.
cTVlenningarmál
Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir:
SAGA f ÁLÖGUM
í.
I.
Kemur út virka d»ga
kl. .11 árdegii.
6 blöð (aö minsta kotli) til Jóla.
Kosta áskrilendur 15 au.—Einstók 3 au.
Talstml
500
(Ktl«t|órnt
MORGUNBLAÐID
Talalml
48
Vilhiilmul linirn. I |ntiiMnp-fnl»'i*'*n
TÍMINN
AVUKKIUSLA
i L»U|.W< 4 (Húk.-
Hrjkj.ilk, 17. aart 1917.
Alþýðublaðið
öefið tit af AlþýOullokknum.
MitWikudaginn 89. október
1. tölubl.
þlÓÐVILIINN
i ti <:\nntr:i>'\ a». »»kt. iov.
Vinnandi slrlllr
iHlandk!
Sunifinivt gt'K11
ibaldi ug rahinnia!
Fyrstu blaöhausar dagblaöanna í Reykjavik. Myndin er úr bök
Vilhjálms Þ. Gislasonar, Blöö og blaöamenn.
Vilhjálmur Þ. Gíslason:
BLÖÐ OG BLAÐAMENN
1773-1944
Almenna bókafélagið 1972.
378 bls.
Hvað eru blöð og hverjir
blaðamenn? Þótt undar-
legt sé má svara svo ein-
faldri spurningu með ýmsu
móti. En einfaldasta skil-
greining nú á dögum er
líkast til að „blað" sé rit
sem ekki kemur út
sjaldnar en t.a.m. viku-
lega, flytur að meginefni
almennar fréttir og fjöllar
um þjóðmál og stjórnmál.
Þaö segir sig sjálft aö hvernig
sem skilgreiningum er háttaö
veröur einatt mjótt á mununum á
milli „blaöa” og „timarita”. Auk
efnis, efnismeðferðar og útkomu-
tiöni varðar einnig brot og annað
útlit þeirra þetta mál. Auk þess
aö timarit koma miklu strjálla út
en blöö er útlit þeirra likara
„bókum” en „blööum”, efni
þeirra sérhæföara og efnismeö-
ferö önnur en i blöðum gerist.
Þetta eru sjálfsagðir hlutir, auö-
vitaö. Það er engu að siöur
nauðsyn, áður en tekið er aö fjalla
um sögu blaða og blaðamennsku,
að gera sér nokkurn veginn skýra
grein fyrir hvað átt sé við meö
þessum orðum.
En „blaðamenn” eru þá þeir
sem hafa a.m.k. aðalstarf sitt við
samningu og ritstjórn blaða og
þeirra timarita sem næst standa
blööunum aö efni og útkomutiöni.
Efni þeirra skiptir hér máli: það
er þáttur i skilgreiningu „blaða-
mennsku” að réttnefnd „blöð”
eru stiluð fyrir allan almenning.
Aö minnsta kosti kæmi það
spánskt fyrir um mann sem aðal-
starf sitt heföi af ritstjórn sér-
fræðilegs timarits, t.a.m. um ein-
hverja sérgrein læknisfræðinn-
ar, eða sagnfræði, eða annarra
visinda.að kalla hann „blaða-
mann” i venjulegri merkingu
þess orðs. Á hinn bóginn er svo-
nefnd, „frjáls” eða „frilans”
blaöamennska þáttur þessarar
starfsgreinar sem ekki má undan
falla þegar fjallað er um blöö og
blaðamenn. Það eru verk manna
sem ekki hafa fast starf eða aðal-
starf sitt við blöð eða almenn
timarit, en skrifa engu aö siður að
staðaldri i blöðin um hin
margvislegustu efni.
Blöð og saga
Þvi er þetta rakið hér svo
smásmugulega að i nýútkom-
inni bók Vilhjálms Þ. Gislas. um
sögu islenzkra blaða er ekki reynt
að afmarka eöa skilgreina við-
fangsefnið með neinum slikum
samfelldum hætti. Þvert á móti
hefur höfundur augljósa til-
hneigingu til að telja til sögu
sinnarsem flest rit og rithöfunda,
einkum framan af sögutimanum.
Vera má að þetta stafi að ein-
hverju leyti af þvi að hann vilji
„auka veg” blaðanna og blaða-
manna i sögunni. En hitt kemur
lika til að hann freistar þess að
setja blöð og blaðamenn I sem
nánast samhengi við aðra þætti
þjóðllfsins og sögunnar, stjórn-
mál og bókmenntir á hverjum
tima. Af þessu leiðir þá lika að
bók hans fjallar ekki nema að
litlu leyti um það efni sem heiti
hennar gefur til kynna.
Sögu islenzkra blaða má vitan-
lega rekja furðu langt aftur, ef
menn vilja, allt til stofnunar
fyrsta timaritsins árið 1773 eins
og hér er gert. En lengra má þó
komast með þvi að fjalla lika um
fréttaflutning fyrir daga tímarita
I bréfum, annálum o.s.frv.,sem
vitanlega er fróðlegt efni. Engum
mundi þó detta i hug að kaila það
„blaðasögu”, hvað sem liður
skyldleika þessara bókmennta-
greina og blaðamennsku seinni
tima, en á þau tengsl leggur
Vilhjálmur Þ. Gislason allmikla
áherzlu i upphafi sögu sinnar.
Sama gildir raunar um sögu
hinna elztu timarita, að hún
verður i mesta lagi inngangsfræði
eiginlegrar blaðasögu, og er það
enn óleyst spursmál i þessari bók
að hve miklu leyti verksviö fyrstu
blaöa og hinna fýrri timarita falla
saman. Það á við fréttarit fyrri
aldar, en varla er tækilegt að
kalla Armann á Alþingi, Fjölni
eöa Ný félagsrit „blöð” — þótt
Vilhjálmur Þ. Gislason geri það
a.m.k. i öðru orðinu i bók sinni, og
verða þá Baldvin Einarsson,
Jónas Hallgrimsson og Jón
Sigurösson „blaöamenn” á meðal
margs annars.
Um eiginleg „blöð” og „blaða-
mennsku” er samt ekki að tala
hér á landi fyrr en hefjast rit sem
koma út all-titt og reglulega, en
ritstjórar og útgefendur þeirra
fara jafnharðan aö hafa aðalstarf
og framfæri sitt af blöðunum.
Þetta gerist með stofnun Þjóðólfs
árið 1848, og er það reyndar furðu
timanlegt upphaf blaðaútgáfu hér
á landi miðað við allar ástæður i
þjóðfélaginu. Eftir það hafa orðið
ein meiriháttar þáttaskil, tima-
mót nútima og 19du aldar i
þessari sögu, með tilkomu dag-
blaða á öðrum áratug þessarar
aldar. Einhvern tima á seinni
árum verða svo önnur þáttaskil,
kannski með tilkomu sjónvarps
og annarrar nýrrar tækni, sem
enn er of snemmt að spá hverju
valdi um hagi og afdrif blaðanna.
Blöð og tímarit
í bók sinni um blöð og blaða-
menn rekur Vilhjálmur Þ. Gisla-
son sögu elztu timaritanna á bls.9-
72, sögu vikublaða og annarra
timarita ofanverörar 19du aldar,
frá stofnun Þjóðólfs og fram á
þessa öld, á bls 73-262, en söguna
siðan, frá tilkomu dagblaða með
Visi, 1910, og Morgunblaðinu,
1913, á bls. 263-337. Þessi
blaðsiðutöl lýsa ein saman efnis-
hlutföllum bókarinnar. bað eitt er
vandséð af hverju höfundur
stöðvast við árið 1944, en þá urðu
áreiðanlega engin timaskil i
blaðasögu. Eins og efnismeðferð
hans er háttað hefði ekki þurft að
auka ýkja mörgum lesmálssiðum
við bókina til að gera sögu blað-
anna „skil” með sama hætti allt
fram á liöandi stund. En vtsast
stafar þessi timasetning af
sifelldri viðmiðun hans viö
þjóöarsöguna, hlut blaðanna og
blaðamanna i þjóðmálum og þá
einkum sjálfstæðisbaráttunni
sem að sönnu lauk aö forminu til
árið 1944.
Nú er vitaskuld ekkert við þa'ð
að athuga að semja yfirgrips-
mikla sögu timaritagerðar i
landinu, að biaðaútgáfu meðtal-
inni. Vandi slikrar sögugerðar
stafar af þvi hve yfirgripsmikil
hún óhjákvæmilega verður, og
þarf þvi að vinza stranglega úr
efninu og setja það skipulega
fram svo að gagni komi. Aðeins
saga dagblaðanna, hvað þá
blaðasagan öll frá 1848, væri
kappnóg rannsóknar- og
frásagnarefni.
Það er augljós metnaður
Vilhjálms Þ. Gislasonar að geta
sem flestra blaða og timarita sem
upp koma á sögutimanum og lýsa
þeim lauslega, efni þeirra og
annarri gerð. En það er að
minnsta kosti jafn-augljóst mál,
aö þótt ritin séu mörg þá er sögu-
legt gildi þeirra fjarska mis-
mikið. Um blöð kann það að
varöa mestu að þau nái þeirri
stærð og útbreiðslu að þau komist
til nokkurs aldurs: þá fyrst er
ætlandi að efni þeirra hafi haft
gildi á sinumtima og áhrif út i frá.
Um timarit má vera að gegni allt
öðru máli. Enginn dregur i efa
áhrif gildi timarita eins og
Armanns á Alþingi eða Verðandi,
Fjölnis eða Nýrra félagsrita i
stjórnmála- og menningarsög-
unni þótt sannanlegt sé að út-
breiðsla þeirra hafi verið litil og
bein áhrif þeirra á sina samtið
trúlega takmörkuð að þvi skapi.
En það er eitt megin-auðkennið
á þessari bók Vilhjálms Þ. Gisla-
sonar að þar er svo sem engin
tilraun gerð til að gera greinar-
mun á stóru og smáu, þvi sem
máli skiptir i sögunni og hinu sem
minna varðar. Það getur t.a.m.
varla heitið að hann geri aðal-
blöðum 19du aldar, Þjóðólfi og
Isafold, svo sem neitt ýtarlegri
skil en fjölmörgum öðrum sem
getið er i bókinni. Og þegar
kemur aö dagblöðum, verður
efnismeðferöin svo yfirborösleg
sem framast má verða, litið
annaö en ritstjóratal með litils-
háttar einkunnagjöf manna og
blaða. Eftir efnisskipan bókar-
innar hefði I rauninni verið eðli-
legt að láta söguna niöur falla um
og upp úr 1930, þegar siöustu
vikublöð i gamla stil hverfa úr
sögunni, en dagblöö eru komin á
legg. Þá er útvarp að hefjast, en
saga dagblaöanna er svo samþætt
sögu annarrar fjölmiðlunar siöan
að hún verður varla sögö sér i
lagi.
Staðreyndir um blöðin
Undirstaða allrar sögugerðar
eru bláberar staðreyndir — i
þessu falli ofboð þurrlegur fróð-
leikur um aldur, útkomutiðni,
stærð, efni, útbreiðslu helztu
blaöa og timarita. Þessi sérstöku
efni blaðasögunnar þarf að visu
að setja fram i samhengi al-
mennari fróðleiks á meðal annars
um mannfjölda og búsetu, efna-
hag almennings, verzlunarhætti,
póstmálog samgöngur, mannafla
og tækni blaöanna sjálfra. An
skipulegrar vitneskju um þessi og
þvilik efni er ógerningur að meta
með viti annars vegar rekstrar-
hagi, hins vegar gildi og áhrif
blaðanna I pólitik eða öörum
efnum.
En annað höfuö-auökenni á bók
Vilhjálms Þ. Gislasonar um
blöðin er. hversu ósýnt honum er
um að lýsa þessum eða öðrum
einföldum fróðleik um efnið á ein-
faldan og aðgengilegan hátt. Það
getur, svo að einfaldasta dæmi sé
nefnt, kostaö ótrúlegan eltinga-
leik aftur fram i bók hans að gá
þar að vitneskju um eitthvert
blaðið, hvenær og hve lengi það
hafi komið út, hve oft á ári, hver
eða hverjir veriö hafi ritstjórar,
hvert aðalefni eða stefna þess og
ölduhgis óvist hvaö lesandinn ber
úr býtum.
Burtséð frá nauðsynlegri
vitneskju um ytri kjör blaðanna,
prentverk þeirra, tekjuvonir og
afkomu, dreifingu blaðanna út á
meðal almennings, verður aðal-
efni blaðasögu vitanlega að gera
grein fyrir hinum innri högum
þeirra, efnisföngum og efnisvali,
meðferð efnisins I blöðunum og
þróun þeirra i timanna rás. Það
væri t.a.m. ekki ónýtt að fá skipu-
legt yfirlit yfir upphaf og þróun
reglulegs fréttaflutnings i
islenzkum blöðum, fréttaöflun og
meðferð fréttaefnis á fyrri tíð,
hlutfall fréttanna á við annað efni
fyrr og siðar. Hvenær hófust
auglýsingar I islenzkum blöðum
og timaritum, hvenær urðu þær
blöðunum verulegur tekjustofn,
hvernig stóð auglýsingamagn og
útbreiðsla hinna eldri blaða af sér
hvað við annað, hvernig er þessu
farið nú á dögum? Þannig má
spyrja áfram og endalaust um
þessi og fjölmörg önnur efni sem
söguna varöar — en að svörum,
og allra sizt skýrum svörum,
þýðir yfirleitt ekki að gá i þessari
bók Vilhjálms Þ. Gíslasonar um
blöð og blaðamenn. Þær
athuganir sem hann þó lýsir á
þessum efnum eru svo lauslegar
og sundurlausar að þær gera ekki
nema veita i bezta lagi visbend-
ingu um raunveruleg úrlausnar-
efni I sögu sem þessari.
Blöð og pólitík
Areiðanlega er það meginatriöi
i islenzkri blaðasögu að útgáfa og
allur hagur blaðanna er frá allra
fyrsta fari mótuð af flokka-pólitik
landsmanna á hverjum tima.
Blöðin eru frá öndverðu tæki til
sóknar- og varnar i pólitik, hvað
sem öðrum efnum þeirra liður
fyrr og siðar. Það skrýtna er hins
vegar að blaðasöguna má alla
segja án þess að rekja jafnframt
stjórnmála- eða þjóðarsöguna,
nema að þvi leyti sem tekur til
afkomuskilyrða blaðanna. En
hvernig mótast efni og stefna,
útbreiösla og afkoma blaða á
hverjum tima af sambandi þeirra
við pólitiska flokka eða flokks-
igildi?
Ekki þarf að gá að athugunum
á þessu efni i bók Vilhjálms Þ.
Gislasonar frekar en öðrum stað-
reyndum um blöðin. Aðalefnið i
bók hans er samt aö gera, einkar
lauslega, grein fyrir þjóðmála-
efni blaðanna og pólitisku hlut-
verki á hverjum tima og að
nokkru leyti þvi sem þau leggja
til bókmennta og annarra
menningarmála. En það skýtur
skökku við þessa viömiðun ritsins
við þjóðarsöguna hversu litiö
höfundur reynir til aö meta raun-
verulegt pólitiskt gildi blaðanna á
hverjum tima. Þvert á móti gerir
hann sér allt far um að draga úr
og milda alla frásögn af ágrein-
ingi, viðsjám og einatt illdeilum
blaðanna og blaðamanna út af
pólitik eins og öðrum efnum.
Það er dæmigert um aðferö
höfundar að efninu að til að lýsa
blöðunum er honum tamast að
vitna i inngangs- og stefnugreinar
þeirra, án tillits til þess hvernig
blöðin koma sjálf heim við
faguryrtar fullyrðingar slikra
ritsmiða, en um blaðamenn
styðst hann einkum við eftirmæli
og endurminningar. En þessi að-
ferð á svo sem mætavel við
meginskoðun bókarinnar: að
blaðamenn séu miklir ágætis-
menn og blöðin mestu ágætisblöð.
Gagn aö sögu?
Saga bókagerðar, timarita og (
blaðaútgáfu frá fyrstu tið,
útvarps og sjónvarps á seinni
áratugum ogárum, allrar þeirrar
starfsemi nú er nefnd einu tizku-
oröi: fjölmiðlun, er mikilsverður
þáttur islenzkrar menningarsögu
— en hingað til mikilstil afrækt
viðfangsefni sögu og félagsfræða.
Trúlega þykja þetta of hverdags-
leg efni til að vekja áhuga fræði-
manna. Það er enn tilfinnanlegra
en ella vegna þess að enn eru á
dögum menn sem sjálfir hafa
lifað og tekið þátt i þessari sögu
að mjög verulegu leyti. Einn af
þeim er höfundur þessarar bókar,
uppvaxinn „á blaðaheimili” eins
og hann sjálfur mundi sjálfsagt
segja, tók ungur að vinna við blöð
og bókagerð i skjóli fööur sins,
Þorsteins Gislasonar sem mjög
kemur við þessa sögu, varð siðan
mikill maður i útvarpi um langan
aldur eins og alkunnugt er.
En það er engu likara en
álögum á þessari stétt manna hve
ósýnt þeim einatt er um mark-
verð vinnubrögð. Óneitanlega
sést það á þessari bók að höf-
undur hennar býr að verulegri
þekkingu á blöðunum, einkum frá
fyrri tið. En þeim mun sárari
verða vonbrigðin af bók hans: af
þvi hve gersamlega henni
mistekst að gera efninu skil,
koma blöðunum og lesendum
þeirra að þvi gagni sem saga má
verða.
RAKATÆKIN
— auka rakann í loftinu, sem þýöir atririmi
velliöan.
— cru meö sfu, sem hreinsar óhreinindi úr
loftinu,
— hægt að hafa mismunandi mikla uppgufun úr
tækinu,
' — taka loftiðinn að ofan en blása þvl út um hlið-
arnar — og má láta þaöstanda, hvarseni er,
— stærö 26 x 36 x 25 sm, tekur 10 litra af vatni,
— meö tækinu er laanlegur sjálfvlrkur klukku-
rofi, sem kveikir og slckkur sjálfkráfa á tækinu.
Raftœkjaverzlun
H.G. Guðjónsson
Suðurveri, Reykjavík, sími 37637.