Vísir - 20.03.1973, Blaðsíða 1
VÍSIR
63. árg. —Þriftjudagur 20. marz. 1973 —67. tbl.
LÁTA HÚSMÆÐUR KJÖT,
SMJÖR OG OSTA HVERFA
AF BORÐUM?— BAKSÍÐA
Frjáls-
lyndir
klofna
form-
lega
—sjá baksíðu
Furðuverk
í Grindavík
Grindvikingar eiga faileg-
asta félagsheimili landsins.
Og á dögunum lögbu leikarar
Þjóðleikhússins upp suður
þangaö og frumsýndu I
fyrsta sinn utan veggja leik-
hússins. Grindvíkingar tóku
þessari nýbreytni vel.
Fréttamaður Visis slóst I hóp
með leikhúsfólkinu og segir
frá för sinni á bls. 2, en á bls.
7 er gagnrýni á Furðuverk-
inu, en svo nefnist barnaleik-
ritiö, sem hér um ræðir. —
•
„Sérkennilegur
minnisvorði"
„Það yröi sérkennilegur
minnisvarði, sem núverandi
kynslóð reisti sér, ef hún ætl-
ar sér að verða fyrsta kyn-
slóðin, sem blæs af hátiða-
höld á landsafmæli”, sagði
Indriði G. Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri þjóð-
hátlðarnefndarinnar 1974, er
við ræddum við hann um þá
gagnrýni, sem komið hefur
fram að undanförnu. — Sjá
bls. 3
•
Vann léttilega
á snjó,
blönduðum
Vestmanna-
eyjaösku
— Sjá íþróttir í opnu
Blökkumenn leika
með ísl. poppsveit
Tveir þeldökkir hljóðfæra-
leikarar hafa barizt i þvi að
fá atvinnuleyfi hér á landi.
Þeim hefur nú loksins tekizt
það og leika nú með islenzk-
um hljóðfæraleikurum. —
Sjá POP-punkta á bls. 4
I dag er fyrsti dagur f Einmánuði og áöur fyrr nefndu Vestfiröingar
dagur. Við ætlum aðhalda okkur við skoöun Vestfiröinga og birtum þvf
segjum frá blómunum I fréttinni hér á siðunni.
Óánœqja með
hann stúlknadag. Annarsstaðar á landinu var hann þó nefndur pilta-
mynd af þessari fallegu stúlku en hún heitir Marla Kristmanns. Við
innflutninginn
— blómaframleiðendur telja sig hafa misst spón úr aski sínum
Amarilles, Coral, Sírena,
Kóngaliljur, túlípanar og
páskaliljur, eru nokkrar
þeirra blómategunda, sem
blómaverzlanir bjóða upp á
þessa dagana.
Undanfarna vetur hafa blóma-
verzlanir I Reykjavik gert
nokkrar tilraunir með innflutning
á afskornum blómum. Eru þau
flutt flugleiðis aðallega frá
Frakklandi, ltaliu og Hollandi.
Tveir aöilar hafa einkum staðið
fyrir þessum innflutningi,Alaska
og Blómaval I samstarfi við
nokkrar aðrar blómaverzlanir.
Samkvæmt upplýsingum þeirra
Bjarna Finnssonar hjá Blómaval
og Hendriks Berndsen hjá Alaska
eru blómin flutt inn á þeim tlma,
sem lltið úrval er aö fá frá inn-
lendum framleiöendum.
Manuöina desember til loka
marz eru eingöngu ræktuð hér
laukblóm, svo sem túltpanar og
páskaliljur Verzlanirnar hafa þvl
flutt inn rósir, nellikkur og fleiri
tegundir til þess að geta boðið
viðskiptavinum sinum meira úr-
val.
Innfluttu blómin eru dýrari,
enda er lagður á þau 100% inn-
flutningstollur og flutningskost-
naður er tiltölulega hár.
Nokkurrar óánægju með inn-
flutninginn mun hafa gætt hjá
innlendum framleiðendum, sem
telja sig missa spón úr aski
sinum. Að sögn Björgvins Guð-
mundssonar skrifstofustjóra 1
viðskiptaráöuneytinu hafa borizt
kvartanir yfir þessum innflutn-
ingi til Framleiösluráös land-
búnaðarins, og landbúnaðar-
ráöuneytisins, einkum i vetur.
Björgvin sagði, aö blóm væru á
frilista, þannig að ekki þyrfti að
sækja um leyfi til innflutnings.
Innlend blómarækt nýtur þó tölu-
verörar verndar, þar sem tollur
er 100% og staðarverndin veru-
leg. Að áliti Björgvins er hér ein-
göngu um að ræða innflutning til
aö fylla upp i eyöur hjá Islenzkum
framleiðendum.og sagðihann, að
viðskiptaráöuneytiö hefði beitt
sér fyrir stofnun frjáls samstarfs
framleiðenda og seljanda um inn-
flutning, þegar hans væri þörf.
Hefðu aöilar tekið vinsamlega af-
stööu til málsins og væri ráðu-
neytið bjartsýnt á, að málið
leystist þannig, að allir mættu vel
viö una.
—ÓG
Lögbmn á kjörfund stúdenta!
Utankjörstaöakjörfundur
hafði verið opinn I fimmtán
minútur I morgun þegar hópur
manna kom og iagöi iögbann á
það sem fram fór.
Hér var um að ræða kosningu
til Háskólaráös. Kjörstj. hafði
farið að beiöni náttúrufræði-
nema um að mega kjósa utan-
kjörstaöar vegna þess að þegar
kosningin fer fram, næsta föstu-
dag, þá verða þeir I Færeyjum.
Hér er um áttatlu og fimm
manns að ræða og er þessi ferð
farin til að skoða náttúru Fær-
eyja.
Svo var það eins og áður segir
kiukkan rúmlega tlu I morgun
þegar kjörfundur hafði nýiega
hafizt, að Davlö Oddss., aðal-
frambjóðandi Vöku kom á fund-
inn með fógeta og lögfræðing I
fylgd með sér. Lögöu þeir bann
viö kjörfundinum og fer þetta
mál nú fyrir bæjarþing Reykja-
vlkur.
Ekki mun vera getiö sérstak-
lega um utankjörstaöaatkvæða-
greiðsiu I kosningaiögum tii
Háskólaráðs.
— LÓ.