Vísir - 20.03.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 20.03.1973, Blaðsíða 2
2 Vísir. Þriöjudagur 20. marz. 1973 visntsm: Hafið þér farið i leikhús i vetur? Leifur örn Dawson, málari: Ég hef ekkert séö, nema reviuna, og mér fannst hún ekki nógu góð. bað var allt of gamalt efni. Ég er að hugsa um að skella mér á Fló á skinni bráðlega, ég hef mest gaman af einhverju léttu. Magnús Valdem arsson, verk- smiðjustjóri: Ég ætlaöi einmitt að sjá Atómstöðina á laugardag- inn var, en svo komst ég ekki. Ég hef séð nokkur stykki i vetur, og mér hefur fundizt þaö nokkuð gott. Hafsteinn Júliusson, bygginga- meistari: Ég hef ekki farið nýl., en ég er aö hugsa um að sjá Indiána. bað hefur margt nýstárlegt verið á boöstólum i vetur, og það er til bóta. Ólafur llalidórsson, verkamaöur: Ég hef nú bara séö Súperstjörn- una i Austurbæjarbiói, og mér fannst mjög gaman að þvi. Annars finnst mér flest leiðinlegt og litið spennandi i leikhúsunum i vetur. Loftur Steinbergsson, rennismiö- ur: Ég hef nú ekki komizt ennþá, en ég hef mikinn hug á að sjá Fló á skinni. Fjóla Guðm undsdóttir, hús- móöir: Nei, það hef ég nú ekki gert, en ég hef áhuga á aö gera það. bað er margt, sem mig langar til að sjá og ég hugsa mér gott til að sjá. „Landhelgin" eyðilögð og nú œttu landhelgisjólamerkin að verða verðmœtari, því litið seldist Þaö kostar talsvert umstang aö eyöileggja upplag af slfkum merkjum. Fyrst þurfti aö haida tii borgarfógeta, þar sem gengið var frá öllum formsatriöum. — Hjaiti Zophanfasson og Sigtryggur Eyþórsson. tökkuöum örkum. Bríittósalan var þvi 525.520 krónur og nettó- hagnaður 160.526 krónur. „Eftir atvikum getum við verið ánægðir” sagði Sigtryggur enn- fremur. En þess má geta, aö merkið kom ekki á markaðinn fyrr en 15. desember. I eyðileggingu i gær fóru 768 ótakkaðar arkir af jólamerkinu, en 6777 arkir af þeim tökkuðu. I gærmorgun var haldiö með ark- irnar i pappakassa til borgar- fógeta, Sigurðar Helgasonar, en þaðan var haldið i prentsmiðju ísafoldar. bar tók svo eyðileggingin við, en hún fór þannig fram að arkirn- ar voru skornar niður i mjóar ræmur. Loks voru svo myndamót og filmur eyðilagðar. bannig að það er vist litil hætta á þvi nú, aö nokkur geti náð sér I slika örk, — ja, nema þá á öllu hærra verði. Þaö má búast við, að ótökkuð örk, sem kostaði áður þúsund krónur, hækki um helming nú þegar, en takkaðar arkir kostuðu áður 240 krónur. — EA Aður en la'ngt um liður verða sennilega jóla- merki þau, sem útgefin voru af Safnarablaðinu fyrir Landhelgissjóð, orðin nokkuð verðmæt. ,,Það er litið upplag, sem hefur selzt, og þar af leiðandi verða merkin orðin eftirsóttur safn- gripur, er frá liður”, sagði Sigtryggur Ey- þórsson, ritst jóri Safnarablaðsins, þegar Visismenn fylgdust með eyðileggingu á þvi upp- lagi, sem eftir var i gær- morgun. Siðasti söludagur merkjanna var 1. marz, en merkin hafa verið i sölu um tvo og hálfan mánuð. Hægt var að velja á milli takk- aöra arka og ótakkaðra arka. Þúsund stykki af ótökkuöum örk- um voru útgefin, en átta þúsund stykki af tökkuðum örkum. Alls seldust 232 stykki af ótökk- uðum örkum, en 1223 stykki af t prentsmiöju tsafoldar var vel frá merkjunum gengiö. Þau voru skorin niöur I mjóar ræmur, og þar meö eyöilögö. ÚTVARPIÐ „Mig langar að koma á framfæri þakklæti minu og margra ann- arra til rlkisútvarpsins fyrir þætti þá, sem eru nær mánaðarlega og bera heitiö „A listabrautinni” sem Jón B. Gunnlaugsson stjórn- ar. 1 þessum þáttum, sem upp á siðkastiðeru fluttir kl. 14 á sunnu- dögum koma fram ungir lista- menn, leikarar, söngvarar, auk margra annarra sem spjallað er Meiri vatnshalli mundi laga göturnnar Margt er skrifað i blöðin um hvaö valdi fyrst og fremst þvi, að malbikaðar götur borgarinnar breytast i ófærö á útmánuðum hvert ár. Frumorsökin er að sjálfsögðu, að steinar i malbikinu eru gljúpir og ekki slitsterkir, enda erfitt að finna reglulega gamalt og „sterkt” grjót hér á landi. Næsta stærsta orsökin, sem enginn nefnir, er vatnsaginn. Litið virðist gert til aö verja tjóni með þvi að hafa niðurföll opin, þegar asahlákan skellur á. Nægi- legur vatnshalli i götulögn er lika ákaflega mikilvægur. Er það álit bréfritara, að verjast megi mjög miklu tjóni með þvi aö stuðla að þvi, að ekki safnist vatn á götum. Er þetta vel gerlegt meö vinnu- flokkum. Þessu til sönnunar skal á það bent, að malbik i brekkum eins og Nóatúni ofan Laugavegar, virðist endast helmingi lengur en malbik á láréttum götum. Astæðan er sú, að vatnshalli er nægilegur. Björn Tryggvason, Sporðagrunni 16, Reykjavik. OG UNGA FÓLKIÐ við á léttan og frjálslegan hátt, auk þess sem flutt er margvislegt efni með þátttöku þessara ung- menna. Þetta hefur vantað og sannar- lega timi til kominn, að ungu fólki gefist i vaxandi mæli tækifæri á að koma fram undir svipuðum kringumstæðum. bað vekur áhuga þeirra, er fram koma, ekki siður en þeirra, er heima hlusta og á stofnunin þakkir skildar fyrir þetta framtak, sem mér er kunn- ugt um að ungt fólk kann vel að meta, sem og fjöldi annarra hlustenda. Meö kveöju Sigrlöur Jónsdóttir, kennari.” Fiskbúðaiiousir í Breiðholti Agnar Kristjánsson Breiöhoiti III: „Mann undrar það stórlega, að það skuli énginn fisksali koma auga á þá möguleika, sem leynast hér i þessu verðandi stærsta ibúð- arhverfi borgarinnar — og reisa hér upp fiskbúð i Breiðholti efra. Ég hef frétt af þvi, að þessi fisk- búð, sem til stóð að opna hérna, verði ekki opnuð. Eigandi hennar hætti einhverra hluta vegna við þaö, og það virðist enginn ætla að taka þar upp þráöinn, sem hann sleppti. Hér er nýtizkuleg stórverzlun, sem selur matvörur, og hafði hún fisk á boðstólum nokkurn tima, en sú sælan er nú liðin. beir sögðu mér I verzluninni, þegar ég undraðist það, að þeir skyldu hættir að selja fisk, — að heilbrigðiseftirlitið hefði gripið fram fyrir hendurnar á þeim og bannað það. Svo núna erum við Breiöholts- búar fisklausir.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.