Vísir - 26.03.1973, Blaðsíða 10

Vísir - 26.03.1973, Blaðsíða 10
10 Vlsir. Mánudagur 26. marz. 1973. MARGT VIÐ HÆFI BARNA A myndinni sjáum viö tvö börn skoöa bækur á sýningu I Kling- spor safninu I Offenbach/Main I Þýzkalandi. 1 þrjá mánuöi á hverju ári er safniö heigaö börnunum. Þar gefur aö lita úrval sagna og myndabóka frá 20 löndum. Einnig er á sýningunni margt fleira viö hæfi barna, eins og deild þar sem þau geta litaö og málaö, lesið ljóöabækur og horft á brúðuleikhús. Einnig er þar nokkurs konar galdrahús, þar sem þau mega spreyta sig á dularfullum gestaþrautum og kljást viö alls konar sprellikarla. Þessi þáttur I starfsemi safnsins er kominn á fyrir frumkvæöi frægs sérfræöings I bókmenntum fyrir börn, dr. Hans Adolf Hal- bey. BORDA? REYKJANDI GERVIMAÐUR Heilbrigðistjórnin i Bergen- hreppi I New Jersey Bandarlkj- unum hefur gripiö til nýstárlegra aögeröa I áróöri sinum gegn reykingum. Þeir létu útbúa gervimann, sem sogar aö sér sigarettureyk. Reykurinn fer i gegnsæjar plast- flöskur, sem eru á baki gervi- Þýzkum landbúnaöarvisinda- mönnum haföi lengi leikið hugur á að fræöast sitthvað um neyzlu- venjur kúa. Þeir lögöu nú höfuöiö I bieyti og aö lokum datt einum þeirra I hug aö útbúa mælitæki, sem fest var við hálsband, sem sett var á kúna. Af mælitækinu geta þeir slöan lesiö ýmsar gagn- legar upplýsingar, eins og hvaöa grastegundir kýr vilja helzt boröa. Þaö hefur komiö I ljós, aö kýrnar sætta sig fljótlega viö aö bera tækin og virðast bara kunna þvt vel aö vera notaðar sem til- raunadýr. mannsins. Það er siöan útskýrt fyrir nemendum skólanna, aö tjaran og nikotlniö hafi sömu áhrif á lungu þeirra sem reykja og hún hefur á plastflöskurnar. Meðan á þessari sýningu stendur er útvarpaö fræöslu um, aö reykingar valdi lungnakrabba og öörum sjúkdómum. Komu flamingó- unga ó legg Hjónunum Marion og Jurgcn Bock sem starfa viö dýragarö inn i Wuppertal I Þýzkalandi, tókst nýlega aö koma nýfæddum flamingo-unga á legg án þess aö hann fengi næringu frá foreldr- um sinum. Aöur haföi þaö verið taliö ókleift, vegna þess, aö flamingofuglar ala unga slna á sérstöku efni, sem myndast I vélinda þeirra. Efniö er sam- bærilegt við mjólk spendýra. Þeim hjónum datt í hug aö búa til blöndu, sem gerö var úr auö- meltanlegu mjólkurdufti fyrir börn og kjúklingablóði. Unginn þreifst vel af blöndunni og séx vikna gamall var hann oröinn 1150 gramma þungur en haföi aöeins verið 82 grömm viö fæðingu. A myndinni sjáum vö flamingo-ungann þegar hann var oröinn 3 mánaða. MAMMA HJÓLAR Pétur og Rosemary, sem búa I Ilford I Englandi hafa alltaf veriö litið hrifin af blikkbeljunum og nota reiöhjólin ef þau þurfa aö bregða sér bæjarleiö. En þegar þriöji meölimurinn bættist I fjöl- skylduna, þurfti aö gripa til sér- stakra ráðstafanna. Mamma festi litinn vagn aftan I hjólið sitt og viö sjáum ekki betur en aö krakkinn sé hinn ánægðasti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.