Vísir - 26.03.1973, Blaðsíða 4
4
Vísir. Mánudagur 26. marz. 1973.
Full
ABYRGÐ
tekin 6
öllum varahlutum
aBsi^ n
Skeílunnl 3e-Slmi 3*33*45
Fyrirliggjondi rafmogns
benzindælur
fyrir allor gerSir bifreiða^
og véla
6, 12, 24 volt
Mjög hagstætt verð
BSUSAmma^ ri U*nrnrl’(
Skellunnl 3e-Simi 3*33*45
W
Bjóðum aðeins
það bezta
Sokkabuxur á
gamla verðinu
munstraðar sokkabuxur,
sléftar sokkabuxur,
þykkar sokkabuxur,
þunnar sokkabuxur,
þykkir sportsokkar,
þunnir sportsokkar
— auk þess bjóðum við viðskiptavinum
vorum sérfræðilega aðstoð við val á
snyrtivörum.
Snyrtivörubúðin
Laugaveg 7(» simi 12275.
Snyrtivörubúðin
Völvufell 15
ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
Tœldu hermennina
í morðingjahendur
Brezkar öryggissveit-
ir á N-írlandi leituðu i
nótt dyrum og dyngjum i
Belfast að tveim lag-
legum stúlkum, sem
kallaðar eru Jean og
Pat, en þær ginntu þrjá
brezka hermenn i
hendurnar á
morðingjum.
Tveir hermannanna létu þegar
lifið fyrir kúlum morðingjanna,
en sá þriðji komst af og var
lagður inn á sjúkrahús milli
heims og helju. — Lögreglumenn
biðu við rúmstokk hans i allan
gærdag eftir þvi að hann fengi
rænu og gæti gefið þeim lýsingu á
stúlkunum.
Stúlkurnar höfðu seint á föstu-
dagskvöld boðið hermönnunum
með sér i samkvæmi, en þegar i
samkvæmið var komið, reyndust
þar ekki vera aðrir. önnur
stúlkan fór til þess að sækja fleiri,
en kom aftur með tvo menn
vopnaða vélbyssum.
Mennirnir tveir neyddu her-
mennina til þess að leggjast á
gólfið og skutu þá siðan. Tveir
hermannanna biðu þegar bana,
en sá þriðji var með lifsmarki
þegar að var komið. Hann var þó
alvarlega særður. Ein kúlan hafði
lent i hryggnum á honum og
skaddaði mænuna, og auk þess
haföi hann hlotið höfuðsár.
Þegar hann komst til með-
vitundar i gær, gaf hann lögregl-
unni lýsingu á stúlkunum og gat
sagt til um nöfn þeirra. — Var
þegar i stað hafin leit að stúlk-
unum og lýsing á þeim send út til
allra lögreglustöðva. Báðar eru
taldar kornungar, sennilega
innan við tvitugt, og er talið lik-
legt, að þær tilheyri öfga-
samtökum kaþólskra eða
kvennadeild irska lýðveldis-
hersins, sem bannaður er með
lögum.
Campora til Rómar
á fund með Peron
Dr. Hector Campora, sigurvegarinn úr forsetakosningunum, hittir i
dag Juan Peron í Róm til skrafs og ráðagerða, en Peron útnefndi
Campora sem frambjóðanda Justicialistaflokksins (Peronista).
Dr. Hector Campora,
sem sigraði i forseta-
kosningunum i
Argentinu, er væntan-
legur i dag til Rómar,
þar sem hann mun eiga
viðræður við Juan
Peron, sem er hinn
raunverulegi sigur-
vegari kosninganna.
Hinn 77 ára gamli Peron út-
nefndi sjálfur Campora sem
frambjóðanda Peronista i for-
setakosningunum og skipulagði
kosningabaráttuna. Enda var það
slagorð andstæðings Campora i
kosningunum, að „kysu lands-
menn Campora, þá fengju þeir
Peron i stjórn”.
Aður en Campora lagði upp i
Rómarferðina frá Buenos Aires
neitaði hann að láta nokkuð uppi
um, hvað viðræður hans við
Peron mundu snúast. — En
flestir gera ráð fyrir, að þar verði
efst á baugi afstaða næstkomandi
nýju stjórnarinnar og Peronista-
hreyfingarinnar til núverandi
stjórnar herforingjaklikunnar.
Herforingjastjórnin hefur
bannað Peron að snúa aftur til
Argentinu, fyrr en hinn nýi forseti
hefur formlega verið settur i
embætti, en það verður 25. mai.
Peron hefur lengst af i útlegð
sinni siðan 1955 dvalið á Spáni
undir verndarvæng Francos, þar
til hann fékk loks að koma til
Argentinu i desember s.l. Frá þvi
um jól hefur hann verið á ferða-
lögum viða, en dvelur um þessar
mundir i Róm.
Maraþon námagröftur
— í von um að bjarga 7 námamönnum,
lokuðum niðri í námunni
Sjö námamenn hafa
verið innilokaðir niðri i
námu i Yorkshire á
sjötta sólarhring, 750
fetum undir yfirborði
jarðar. Björgunarsveit
hefur unnið stanzlaust
að þvi að grafa ný göng
til þess að komast að
loftholu, sem myndaðist
i námunni, þegar náma-
göngin hrundu á þriðju-
dag og vatn flæddi inn i
þau.
Björgunarmennirnir hafa
sprengt sér leið i gegnum klett, og
seint i gær, þegar siðast fréttist.
áttu þeir eftir 20 fet aðeins að loft-
holunni, enda hafði verið grafið
með miklum hraða, eða 16 fet á
klukkustund. En þá þorðu menn
ekki öðru en draga úr hraðanum
af ótta viö að leggja lif sjö-
menninganna i hættu annars.
Engin vissa er þó fyrir þvi að
mennirnir sjö séu ennþá á lifi, og
ekki einu sinni vitað, hvort þeir
komust i loftholuna — en það var
talin eina vonin, til þess að þeir
hefðu komizt af, þegar vatnið
flæddi inn i göngin.