Vísir - 26.03.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 26.03.1973, Blaðsíða 9
Vlsir. Mánudagur 26. mari. 1973. cTlíenningarmál Á því leikur víst enginn vafi að verk Halldórs Lax- ness hafa farið víðast allra islenzkra rithöfunda. Þau hafa til þessa verið þýdd á 35 tungumál, en séu þýddar bækur hans taldar hver um sig reynist þýðingatalan alls 172. Sumar bækurnar hafa komið í mörgum útgáfum í þýðingu svo að útgáfutala þeirra erlendis verður allmiklu hærri, a.m.k. 252 útgáfur að mér telst. Þetta má lesa ásamt öðrum fróðleik i nýútkominni Árbók Landsbókasafns, fyrir árið 1971, skrá um verk Halldórs Laxness á islenzku og erlendum málumsem Haraldur Sigurðsson bókavörður hefur tekið saman i tilefni af sjötugsafmæli Halldórs i fyrra. Frá Grænlandi til Grúsiu... Eins og vænta mátti er mikill fjöldi þessara þýðinga tilkominn eftir að Halldór Laxness hlaut nóbelsverðlaunin — um það bil tveir þriðjuhlutar af þýðingum á bókum hans og um það bil þrir fjórðuhlutar útgefinna bóka hans erlendis hafa að mér virðist fyrst birzt eftir 1955. En vitanlega var farið að þýða bækur hans mjög viða löngu fyrr. Árin 1930-40 birt- ust 10 þýðingar þeirra erlendis 1940-50: 11, 1950-60 hvorki meira né minna en 81 þýðing (og þann áratug varð útgáfutalan lika hæst: 114), 1960-70: 57, en frá ár- inu 1970 hafa 13 nýjar þýðingar birzt. Eins og að likum lætur hafa að- eins fáar bækur eftir Halldór , ein, tvær eða þrjár, birzt á ýms- um þeim málum sem fjarlægust eru eins og bengalska og kin- verska, girska og grænlenzka. Aðeins á norðurlandamálunum hafa birzt fleiri en 10 bækur eftir hann, 18 á sænsku, 16 á dönsku, 14 á dönsku, 11 á finnsku. En 5 og fleiri þýðingar hafa birzt á all- mörgum málum: eistnesku, rúmensku, ungversku (5), pólsku, slóvenisku, spænsku (6), hol- lenzku, tékknesku (7), ensku, rússnesku (8, — auk þess þýðing- ar á 6 önnur sovét-mál en rúss- nesku) og þýzku (9). Viðast hefur Sjálfstætt fólk far- ið i þýðingu (25), þá Atómstöðin (21), Salka Valka (19), íslands- klukkan (19), Heimsljós (15), B r e k k u k o t s a n n á 11 (11), Paradisarheimt (10). En Salka Valka hefur orðið viðlesnust þess- ara bóka, komið út i 48 útgáfum erlendis svo að hér sé getið, þá íslandsklukkan (39), Atómstöðin (38), Sjálfstætt fólk (33), Heimsljós (22). Það þarf vist ekki að taka fram að þessar tölur eru „birtar án ábyrgðar” hér, en von- andi skeikar ekki miklu á taln- ingunni. Og Haraldur Sigurðsson getur þess um skrá sina að visast vanti eitthvað i hana svo viða sem verk Halldórs hafa farið. Auk skáldsagna hans hafa smásögur Halldórs Laxness birzt i bókum á 12 tungumálum, 21 þýð- ing alls á sögum úr Fótataki manna (11), Sjö töframönnum (7) og Sjöstafakverinu (3). Úrval úr ritgerðasöfnum hans hefur komið á dönsku, norsku og sænsku. Skáldatimi á sömu málum og finnsku. Gerzka ævintýrið á dönsku, Islendingaspjall á sænsku. Af leikritum Halldórs hefur Silfurtunglið komið út á kinversku, rússnesku, slóvakisku og tékknesku, en á sænsku hafa komið Prjónstofan Sólin og Dúfnaveizlan. Að lokum þessa talnafróðleiks er þess að geta að á skránni virð- ist mér að séu taldar 57 bækur eft- ir Halldór Laxness útgefnar á islenzku, 40 ritverk, og er þá t.a.m. tslandsklukkan talin eitt verk, sagan sjálf og leikgerð hennar. En ef endurprentanir eru meðtaldar verður útgáfutala verka hans á islenzku um það bil 90. Þar við bætast þýðingar Halldórs (6) sem sumar hafa komið i mörgum útgáfum, útgáf- ur (6) og meðhöfundur er hann talinn að einni erlendri bók. ...i austri og vestri En þótt fróðleg sé vitneskja um þýðingar og útgáfu á verkum Halldórs Laxness erlendis, og Tölur um bœkur visast hún kitli þjóðerniskenndina i einhverjum lesendum, verður fátt eitt ráðið af tölum um þau efni um viðtökur og afnot bók- anna i þýðingu nema það sem e.t.v. má álykta af útgáfufjöldan- um. En hvernig skyldi Bjartur i Sumarhúsum taka sig út á al- bönsku eða oria—máli i Indlandi Ugla, Búi Arland og organistinn á kinversku, Salka Valka á tyrknesku, Þorgeir og Þormóður svarabræður á grænlenzku? Eins og fyrr segir er langmest- ur fjöldi þýðinga tilkominn eftir nóbelsverðlaun Halldórs 1955, en einnig er glöggt að pólitiskar ástæður hafi haft sitt að segja fyr- ir útgáfu bóka hans, einkum en ekki aðeins i Austur-Evrópu og Rússlandi. Þar eru þær ekki gefn- ar út fyrr en eftir 1953, en eftir 1963, hefur engin ný þýðing birzt á rússnesku svo séð verði. Þótt Sjálfstætt fólk kæmi út að nafninu til, á þýzku árið 1936, voru bækur Halldórs bannfærðar þar i landi fram yfir strið fyrsta þýðing kom 1951. Annars voru fyrstu þýðingar á bókum Halldórs á dönsku, Salka Valka þegar árið 1934, og siðan hvað af öðru, Sjálfstætt fólk, Heimsljós, Islandsklukkan. Salka Valka birtist einnig á ensku, hol- lensku, sænsku fyrir strið og á tékknesku á striðsárunum. Eftir strið komst fyrst skriður á þýðingar á sænsku. Eftir Sölku Völku birtist Sjálfstætt fólk á ensku 1946 og aftur 1957, en siðan hafa allmargar bækur eftir Halldór verið þýddar á ensku, og þó ekki Islandsklukkan enn i dag. Af þessu má sjá að vissulega hef- ur verkum Halldórs verið veitt eftirtekt erlendis nýjum eða ný- legum af nálinni. En skyldi frægð hans úti um heim hafa orðið til að greiða öðr- um islenzkum bókum og höfund- um veg til þýðingar og útgáfu er- lendis? Móttökur og áhrif 1 tilefni af sjötugsafmæli Halldórs i fyrra birtist i Skirni önnur skrá eftir Harald Sigurðs- son: um nokkur rit og ritgerðii um ævi og verk Halldórs Laxness. Þar er um að ræða leiðarvisi að þvi helzta sem fjallað hefur verið um Halldór heima og erlendis. En einvörðungu eru tekin á skrána sérstök rit, ritlinga og ritgerðir i timaritum, en þvinær öllum blaðagreinum og ritdómum i timaritum er sleppt, nema það hafi siðan verið endurprentað i bókum — enda hætt við að taf- samt reyndist að safna öllu þvi efni á skrá. Eins og vænta mátti fer á skránni langmest fyrir ritum og ritgerðum Peter Hallbergs um Halldór, en hér munu þvi sem næst allar þær greinar taldar. Sjá má að fyrir utan bækur Hallbergs um Halldór, fjórar talsins, út- gefnar á sænsku, islenzku, ensku, hollensku, finnsku, hafa bækur birzt um hann og verk hans á norsku, þýzku, rússnesku. Hér heima hafa komið út tvö afmælis rit til hans auk samtalsbókar þeirra Matthiasar Johannessens i fyrra. Og þá helgaði timaritið Scandinavíca, útgefið i London, verkum hans sérstakt hefti með ritgerðum eftir átta höfunda i jafnmörgum löndum. Engin frumsamin bók hefur komið út á islenzku um Halldór, ævi hans eða verk — en á hinn bóginn ritlingar eftir Einar Kristjánsson, Frey, séra Pétur Magnússon og Guðmund Friðjónsson á Sandi. Áreiðanlega mætti rekja fróð- lega sögu af þeim viðtökum sem verk Halldórs Laxness hafa hloti frá þvi þau komu fyrst út og fram á þennan dag, einkum þó heima eftir Ólaf Jónsson fyrir. Þessi skrá i Skirni er að svo komnu helzta yfirlit um þá stund sem fræðimenn um bókmenntir, heima og erlendis, hafa lagt á verk Halldórs. En heimildir viðtökusögunnar eru vitaskuld miklu viðar og einkum þó i blaða- greinum og ritdómum um bækur hans. Bækur um bækur um bæk- ur.... Fyrir nokkrum árumvar tekin upp sú nýlunda að birta i árlegu fylgiriti með Skirni skrá um það sem skrifað er ár fyrir ár um is- lenzkar bókmenntir seinni tima, heima og erlendis: Bókmennta- skrá Skirnis. Skrif um islenzkar bókmenntir seinni tima.... Einar Sigurðsson tók saman 1968 og sið- an. Skráin tekur til alls timabils- ins frá og með Jóni Arasyni og fram á okkar dag, en eins og að likum lætur fer þar mest fyrir greinum um samtimabókmennt- ir, og er mest af þvi vitaskuld blaðaefni. Skrá þessi er sem sé þvi sem næst tæmandi, og fer þá ekki hjá þvi að sitthvað smálegt fljóti með þar sem hvaðeina er talið sem birtist i blöðum, timaritum og bókum, viðtöl, rit- og leikdómar i blöðum ásamt meiriháttar greinum og ritgerð- um. En af þessu leiðir á meöal annars að af skránni á að mega ráða þær viðtökum sem nýjar bækur fá á hverjum tima og rekja nokkurn veginn til hlitar hvað skrifað er um tiltekna höfunda og verk þeirra frá ári til árs og raun- ar umfleiii.greinar bókmennta en skáldskap. Það má ætla að hún verði þegar frá liður nauðsynleg handbók hvarvetna þar sem fjall- að er um bókmenntir seinni tima á islenzku. Bókmenntaskráin kom út i fljórða sinn i fyrra, fyrir árið 1971. Bókmenntaskrá Skirnir er all- mikil að vöxtum ár hvert. En tvennt kemur brátt i ljós ef skrá- in er lesin. Annað er það sem vit- að var fyrir, að gagnrýni og um- ræða samtimabókmennta fer að langmestu leyti fram i dagblöð- um, blöðin hafa að mestu ef ekki alveg öllu leyti tekið við hlutverki hinna fyrri timarita i þessum efn- um. Hitt er hve fátt birtist ár fyrir ár af fræðilegum ritum og rit- gerðum um bókmenntasögu seinni alda, ekki bara samtima- bókmennta heldur einnig t.a.m. 19du aldar þótt hún sé okkar nálægasta gullöld”. En áhugi fræðimanna um bókmenntir i.eða utan Háskóia Islands beinist enn sem fyrr fyrst og fremst að klassiskri fornöld islenzkra bók- mennta. Konunglega bókasafnið i Kaup- mannahöfn gefur út árlega bók- menntasögulega bókfræði rita og rannsókna i norrænum fræðum. BONIS, og kom ritið út i 9da sinn i fyrra: Bibliography of Old Norse- Icelandic Studies. 1971. Edited by Hans Bekker-Nielsen. Munks- gaard 1972. Þar er birt ár fyrir ár skrá um útgáfur fornrita, bækur, greinar, og ritdóma i timaritum umviðfangsefni i norrænum fræð- um, og er skráin hið handhægasta yfirlit og leiðarvisir að þvi sem fram vindur i þessum fræðum á alþjóðlegum vettvangi. BONIS er einkar myndarlegt rit, og fylgir ritskránni sjálfri jafnan einhver meirháttar rit- gerð. t fyrra var það önnur bók- fræði, bókfræðilegur inngangur að norrænum miðaldafræðum eftir Peter Buchholz: A Biblio- praphical Introduction to Media- evel Scandinavia. Skráin skiptist i fjóra meginkafla, bókfræði, handbækur, yfirlitsrit, og útgáfur heimilda, timarit. En kynlega kemur það fyrir að sér-islenzku efni er sleppt úr skránni — á þeirri forsendu að þvi séu næg skil gerð i öðrum bókfræðiritum. Bókfræöi og bókaútgáfa Arbök Landsbókasafns er ann- ars helzta heimild um islenzka bókfræði og bókaútgáfu frá ári til árs: árleg skrá sem þar er birt um islenzkan ritauka safnsins, siðast fyrir árið 1970 með viðauk um og leiðréttingum, ásamt sér- stakri skrá um rit á erlendum tungum eftir islenzka menn eða um islenzk efni. Þessi skrá á að vera öldungis tæmandi, en óneitanlega óskar lesandi þess að hún væri aðgengilegri, gerði skil á bókum og ýmsum ritlingum, smáprenti og sérprenti sem ekki telst til eiginlegrar bókagerðar, og efnisskipting væri gleggri. Ef til vill gæti árleg bókaskrá Bók- sölufélags Islands komið að gagni i hennar stað ef betur væri til þeirrar skrár vandað birt efnis- flokkun og ásamt stafrófsskrá og tryggt að skráin tæki til allrar bókaútgáfunnar. En slik útgáfa er að sönnu varla i verkahring Bóksalafélagsins — sem einungis er að gefa út verðlista um nýút- komnar bækur. Árbók Landsbókasafns er myndaríegt rit og flytur gjarnan skránna og starfsskýrslu safns- ins. 1 þetta sinn eru þar nokkrar greinar um bókfræðileg efni þar á meðal grein eftir Guðmund Jóns- son um Sigurð Þórðarson tón- skáld ásamt skrá um handrit að tónverkum Sigurðar sem nú eru varðveitt i Landsbókasafninu. Hvað er í söfnunum? Um erlendan ritauka Lands- bókasafns hafa til skamms tima engar skýrslur birzt. En árið 1970 tók safnið að gera út Samskrá um erlendan ritauka islenzkra rann- sóknabókasafna sem kemur út i tveimur hlutum tvisvar á ári, og tekur annar hlutinn (A) til svo- nefndra hugvisinda en hinn til raunvisinda (B). 1 skránni eru taldar erlendar bækur i átta bókasöfnum: Læknisfræðibóka- safni Borgarspitalans, Bókasafni Hafrannsóknastofnunar, Háskólabókasafni, Bókasafni Hæstaréttar, Tæknibókasafni Iðnþróunarstofnunar Islands, Læknisfræðibókasafni Land- spitalans og Bókasafni Orku- stofnunar auk LandsbókasafnS. Fyrir utan fræðimenn i við- komandi greinum er þetta rit vitaskuld einkar þarflegt fyrir þá sem vilja fylgjast með og nota sér með einhverjum hætti erlendan bókakost t.a.m. i Landsbóka- safni —en not hans munu reyndar hafa verið fjarska litil um langan aldur. Fyriri nokkru gaf Háskóla- bókasafn út fjölritaða Skrá um is- lenzk blöð og timarit frá upphafi til 1966. Böðvar Kvaran og Einar Sigurðsson tóku saman, Reykja- vik 1970. Þar eru alls talin 1955 timarit, og komu 345 út á árinu 1966. Ritin eru talin i stafrófsröð, upplýsingar takmarkaðar um hvert og eitt er efnisflokkun vantar, en þar fyrir er þetta hið fróðlegasta rit, ómissandi hand- bók öllum áhugamönnum um út- gáfu og sögu blaða og timarita. Um erlend timarit i islenzkum bókasöfnum hafa engar skrár verið til, en fyrirhuguð mun út- gáfa samskrár erlendra timarita i likingu við samskrá erlendra bóka. Meðan hennar er beðið hefur Háskólabókasafn gefið út Skrá um erlend timariti safninu, einnig stafrófsskrá eftir heitum án nánari greiningar. Þar eru talin 1472 timarit og ritraðir i eigu safnsins, eldri og yngri, 938 þeirra i áskrift. Þessi eina tala sýnir glöggt hversu hér er um að ræða mikið efni, en nauðsynlegt er að vanda sér i lagi slik fastakaup svo að þau komi að gagni. Má þvi ætla að samskrá erlendra timarita yrði brátt einkar notadrjúgt rit, i fyrsta lagi fræðimönnum og stúdentum sem reglubundin skipti eiga við rannsóknabóka- söfn, en einnig almennum not- endum bókasafna og þá sér i lagi Landsbókasafns. En það er á meðal annarra orða efni sem furðu sjaldan er getið i öllum umræðunum um hina margumræddu þjóðarbókhlöðu — fyrirhugað starf safnsins i þágu almennra lesenda og viðskipta- manna sinna og almenningsbóka- safna i þeirra þágu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.