Vísir - 31.03.1973, Side 2
2
Vísir. Laugardagur 31. marz 1973.
visissm--
Ætlar þú að láta
einhvern hlaupa april?
Guðmundur Jónsson, málari.
Nei, það ætla ég ekki að gera og
hef aldrei gert. Það hefur kannski
slysazt til, að ég hafi verið
gabbaöur sjálfur.
GIsli Benjaminsson, mdrari: Það
gæti alveg eins verið. Þaö hefur
stundum komið fyrir að ég hafi
gert það. Hitt hefur líka komið
fyrir, að ég hafi verið látinn
hlaupa.
Ilalldór Benjaminsson, húsa-
smiðanemi: Ég mun reyna og
gera það ef ég get. Mér hefur
stundum áður tekizt það. Og hef
orðið að hlaupa sjálfur. Þetta er
skemmtilegur siður og mér
fyndist miður að hann legðist
niður.
Halldór Ilagnar Halldórsson, I
Mýrarhúsaskóla: Já, ég ætla að
reyna að láta pabba hlaupa. Mér
hefur ekki tekizt að láta nein í
hlaupa áður, en hef einu sinni
verið gabbaður sjálfur.
Jens Gunnar Ormslev, ncmi:Nei,
ég er litið fyrir plat. Ég hef ein-
hverntima verið plataður sjálfur,
en man ekki hvernig eða hvenær
Helgi Óskarsson, nemi: Ég veit
það ekki, það getur verið. Ég hef
aldrei verið plataður, þó að það
hafi verið reynt.
Heimsmet á áfengissviðinu?
íslendingar taldir hafa verið með lengsta áfengisbannið
• Bann eða ekki bann
• Ekki flanað að neinu
• Sœlutíð í „þurru,, landi
• Brennivínið sem lœknislyf
• „Konsúlabrennivín"
• Saltfiskur og spánarvín
• Rangœingar harðastir á móti banni
• Missum af metinu
Þessi bruggtæki, sem sjást á myndinni, voru gerð upptæk af lögregl-
unni fyrir nokkrum árum. A bannárunum er sagt, að slfk tæki hafi ver-
ið notuð á mörgum stöðum, og oft fann lögregian þau og eyðilagði.
Þau eru ekki mörg heimsmetin,
sem viö islendingar getum státaö
af, þaö er aö segja ef ekki er miö-
að viö fólksfjölda. Okkur er þó
eignaö eitt slikt i frægri bók —
Guinness Book of Records —sem
gefin er út af brezku fyrirtæki, þvi
sama og framleiðir hinn fræga
Guinness bjór.
1 bók þessari, sem birtir met og
afrek á hinum óliklegustu svið-
um, er talið aðá islandi hafi veriö
lengra áfengisbann en I nokkru
öðru landi. Er þar sagt, að bannið
hafi staöið i 26 ár, eða frá
1908—1934.
Ekki geta útgefendur heimilda
fyrir staöhæfingu sinni, en hér
mun nokkur frjálslega vera farið
með staðreyndir.
Afengisvandamál og áfengis-
bönn hafa lengi verið deilumál
manna á milli og ekki virðist neitt
lát á. Að margra áliti er hér þó
um að ræöa einn stærsta vanda
mannkynsins i dag.
t kringum siðustu aldamót var
hér á landi mjög sterk bindindis-
hreyfing — Góðtemplarareglan —
sem barðist gegn neyzlu áfengis
og hélt uppi mjög sterkum áróðri
fyrir algjöru áfengisbanni. En að
áliti forystumanna þessarar
hreyfingar var það vænlegasta
leiöin til að útrýma áfengisbölinu.
Góðtemplarareglan náði góðri
fótfestu hér á landi og hafði starf
hennar fjölþætt áhrif, eins og til
dæmis á ýmsa aðra félagsstarf-
semi. Höfuðbaráttumál hennar
var þó alltaf áfengisbann, og
tókst félögum hennar að vinna þvi
fjölda fylgismanna.
Fór svo, að alþingi ákvaö árið
1905 að láta fara fram þjóðarat-
kvæðagreiðslu um hvort kjósend-
ur vildu láta banna aðflutning á-
fengis til landsins eða ekki. t
næstu alþingiskosningum, áriö
1908, var kosiö um þetta, og var
meirihluti kjósenda fylgjandi að-
flutningsbanni á áfengi.
Ekki var þó verið að flana að
neinu. Alþingi samþykkti að visu
lög um bann við aðflutningi á-
fengra drykkja strax á næsta
þingi. Það átti siðan að taka gildi
i áföngum, aðflutningsbannið 1.
janúar 1912, en leyfilegt var að
selja áfengi til 11. janúar 1915.
Allt gekk samkvæmt þvf sem til
var ætlazt, og hefur margur
templarinn vafalaust talið, að
upp mundi renna sannkölluð sælu
tiö i „þurru” landi,
En ekki var sopið kálið þó i aus-
una væri komið. Ærinn kurr mun
hafa verið I mörgum andbann-
ingnum, og sumir þeirra söfnuðu
sér birgðum til mögru áranna.
Einnig kom I ljós — eins og oftast
jafnhliða öllum bönnum — að
mannskepnan hefur oftast ein-
hverja útvegi, ef viljinn er fyrir
hendi.
Það var snemma almannaróm-
ur, að trú ýmissa lækna á mátt
áfengisins sem lyfs við mörgum
sjúkdómum hefði vaxið mjög eft-
ir banniö. Sumir þóttust lika
verða varir viö ókennileg skip
fyrir landi meö óvissan farm inn-
anborðs, og stundum fannst jafn-
vel áfengi — mikið eða litið — ef
að var gáð. Farið var að tala um
„læknabrennivin” — „lyfseöla”
og meira að segja „konsúla-
brennivin”. Auðvitað var stofnað
félag um málið og var það kallað
Andbanningafélagið. Skiptust
menn mjög i hópa á þessum árum
eftir skoöunum sinum á bannlög-
unum.
En sjaldan er ein báran stök, og
nú barst andstæöingum bannsins
óvæntur stuðningur sunnan frá
Spáni. Arið 1921 sögðu Spánverj-
ar upp viöskiptasamningum viö
okkur og tilkynntu, að ekki yrði
um endurnýjun á þeim að ræða
nema við hæfum innflutning á
vinum frá þeim með alft að 21%
áfengismagni. Nú var úr vöndu
að ráða, þvi Spánverjar voru
helztu kaupendur okkar á salt-
fiski. En á þessum tima var út-
flutningur hans jafnvel mikilvæg-
ari fyrir efnahag þjóðarinnar en
allur freðfisksútflutningur okkar
er i dag. Stóð i miklu þófi um mál-
ið, en að lokum samþykkti alþingi
undanþágu frá bannlögunum, og
Spánverjar héldu áfram að borða
saltfisk frá Islandi.
Þótti nú sumum, að
„Trójuhestur” hefði komizt inn
fyrir múrana, en aðrir kættust
mjög. Ahrif bannsins minnkuðu
siðan stöðugt á næstu árum, en
ávallt voru i gangi málaferli út af
áfengissmygli og bruggi.
Arið 1933fórsiðan fram almenn
atkvæðagreiðsla — jafnhliða al-
þingiskosningum — um það,
hvort bannið skyldi gilda áfram
eða ekki. Var þá meirihluti kjós-
enda kominn á þá skoðun, aö
hætta ætti við bannið, og var það
gert skömmu seinna.
Þegar skoðaðar eru tölur úr
kosningunum 1908 og 1933 um
áfengisbannið má sjá ýmislegt
skemmtilegt. Kjósendur i
Heykjavik, sem voru fylgjandi
banni að miklum hluta, eða 77%
árið 1908,voruá alveg gagnstæðri
skoðun 1933.
Þá vildu 72% þeirra
fella niður áfengisbann. Rangæ-
ingar voru aftur á móti manna
harðastir andbanningar 1908 og
höfðu hreint ekkert skipt um
skoðun 26 árum seinna. Staðfast-
astir bindindismenn hafa eftir
kosningaúrslitunum verið Vest-
firðingar.
Liklega erum við Islendinga þvi
ekki löglegir handhafar heims-
metsins i áfengisbanni, þar sem
varla er hægt að halda þvi fram,
að hér hafi verið algjört áfengis-
bann nema i sex og hálft ár. En i
bók Guinness eru Sovétrikin og
Bandarikin talin hafa haldið vin-
banni 1 lengri tima.
Formælendum algjörs áfengis
banns mun hafa fækkað á seinni
árum og nú er svo komið, að
margir telja, að bann i einstökum
löndum sé ekki framkvæmanlegt.
Valda þvi vafalaust greiðar sam-
göngur um heiminn og hve auð-
velt er að framleiða áfengi, ef á-
hugi er á. Hætt er þvi við, að við
verðum enn um sinn að leita
nýrra leiða til lausnar áfengis-
vandanum.
- ÖG
ÞYKIR SAGA ÞORBERGS KLUR
Gömul kona hringdi:
„Þessa dagana er verið að lesa
upp i útvarpi sögu eftir Þórberg
Þórðarson. Fyrir minn smekk er
þessi saga afskaplega klúr og
hreint ekki til lestrar i útvarpi.
Hún á ekkert erindi fyrir eyru
unglinga.
Kjartan og Sigurjón
í „Kvöldstundina
//
Húsmæður á Grensásvegi skrífa:
„Okkur húsmæðurnar hér i
blokkinni á Grensásveginum
//
langar til að bera fram þakkir til
sjónvarpsins fyrir þátt þann, sem
sýndur er hálfsmánaðarlega und-
ir nafninu Kvöldstund i sjón-
varpssal.
1 vetur hafa verið starf-
andi tveir ungir hljómlistarmenn
undir nafninu Hljómsveit Kjart-
ans og Sigurjóns hér i borg. Ýms-
ar sögur hafa farið af þessum
tveimur listamönnum og okkur
langar til að grennslast fyrir um,
hvort ekki sé möguleiki, að
hljómsveitinni bregði fyrir á
skerminum innan tiðar”.
En þar fyrir utan finnst mér þó
alveg taka úr steininn — og það er
mér tilefni til þess að hringja og
hafa orð á þessu — að þeir flytja
þessa sögu strax á eftir upplestri
Passiusálmanna!
Það sýnir nú smekkleysið hjá
þessum herrum”.
HRINGIÐ I
síma86611
KL13-15