Vísir - 31.03.1973, Side 4
4
Visir. Laugardagur 31. marz 1973.
ÞÚ HEFUR
Jóh. 13. 36-38
Þegar fastan stendur yfir og
maður les pislarsögu Drottins I
guðspjöllunum og hlustar á
Passiusálmana lesna i útvarpinu,
þá cru það alltaf einhverjar setn-
ingar, sem birtast manni i nýju
ljósi, opinbera einhverja óvænta
hluti vekja hjá oss aðrar hugs-
anir en áður, opna manni nýja
'sýn, glæða hjá oss annan skilning
heldur en vér höfum áður haft á
hinum helgu atburðum og frá-
sögnum. Þessvegna er það ekki
litið áriðandi fyrir oss — ár hvert
— að rifja upp þessa helgu
alvörjiriku sögu, eins og hún er
skráð i guðspjöllunum og út frá
henni ort af Hallgrimi i hans
ódauðlegu Passiusálmum.
Þannig fór þetta lika við upphaf
þessarar föstu þegar lesið var
þetta vers, sem hér fer á eftir —
38. versið i 13. kap. Jóhannesar
guðspjalls. Jesús er að svara
Pétri og segir: Vilt þú leggja lif
þitt i sölurnar fyrir mig? Sann-
lega segi ég þér, ekki mun haninn
gala fyrr en þú hefur afneitað
mér þrisvar.
Það var engu likara en að
fjögur næst seinustu orðin — Þú
hefur afneitað mér — það var
engu likara en þau beinlinis tækju
sig út úr setningunni, kæmu upp
úr blaðsiðunni og stilltu sér alveg
sérstaklega upp fyrir framan mig
eins og þetta væri við migsagt:
Þú hefur afneitað mér.
Er ekki eins og hér sé verið að
tala við hinn kristna heim og
jafnframt hvern einstakling,
þrátt fyrir allar trúariátn-
ingarnar, þrátt fyrir allar lof-
gerðirnar, allan dýrðarsönginn
og þakkaróðinn, já þrátt fyrir
þetta allt.
En i hverju kemur þá þessi
afneitun fram?
Hún kemur fram bæði i
persónulegu lifi einstaklingsins,
og 1 samtökum flokka, stétta og
starfshópa innan þjóðfélagsins og
svo i þriðja lagi samskiptum
þjóðanna þar sem striðshættan
rikir og styrjaldir brjótast út. Af
hverju stafar þetta? Hvað veldur
þessari ógæfu mannkynsins?
Ekki vantar visindin og þekk-
inguna, menntunina og verklegar
framkvæmdir á öllum sviðum.
En visindin og þekkingin er
ekki nóg, þekkingin getur meira
að segja gert vont verra.
„Þekkingin blæs upp”, segir Páll
postuli i 2. Korintubréfinu. Og
hann bætir við þvi, sem ekki er
siður athyglisvert: En kærleikur-
inn byggir upp.Og það er einmitt
þetta. Það sem oss skortir er kær-
leikurinn.
t næstu versum áður i sama
kapitulanum (Jóh. 13) og greint
er frá orðaskiptum Simonar
Péturs og meistarans, talar hann
um hið nýja boðorð sem hann
gefur lærisveinum sinum, þetta:
Þér skuluð elska hver annan á
sama hátt og ég hef elskað yður.
Af þvi skulu allir þekkja að þér
eruð minir lærisveinar, ef þér
berið elsku hver til annars.
Hér er ekki verið að tala um
hagvöxt eða hækkandi laun, ekki
Tuttugasti og fjórði Passíu-
sálinur er um purpuraklæðið og
þyrnikórónuna:
Þyrnikórónu þungri þeir
þrengdu að Herrans enni.
Báleldi heitum brenndu meir
broddar sviðandi á enni.
Augun hans bæði og andlit með
allt i blóðinu litast réð,
slikt trúi ég kvala kenni.
Fyrir óhlýðni Adams var
öll jörðin lýst i banni.
Ávöxt þvi likan af sér bar
orð Guðs trúi ég það sanni.
AFNEITAÐ MÉR
vöru-úrval eða visitölubætur eða
önnur einkenni velferðar þjóð-
félagsins. — Nei hér er aðeins
eitt, sem er næsta nóg og kemur i
stað fyrir þetta allt, sem oss
finnst nauðsynlegt að standa vörð
um svo að lifi og heill sé borgið. —
Þetta kemur allt af sjálfu sér ef
kærleikurinn fær að vera hið
skapandi, vekjandi og leiðandi afl
i hjarta mannsins. Þá verkar það
á sama hátt i samfélaginu.
En þvi er nú miður ekki að
fagna að svo sé. Hér rikir tor-
tryggnin. Af henni sprettur svo
óvildin og óttinn og keppnin um
auð og völd og stöður til að koma
sér sem bezt fyrir, skapa sér sem
sterkasta aðstöðu við öflun lifs-
gæðanna á þessu allsherjar
markaðstorgi heimshyggjunnar.
En þessu skyldi ekki svo farið
með kristnum mönnum, læri-
sveinum hans, játendum trúar
hans, sem kom til vor mannanna
ekki til að láta þjóna sér heldur til
þess að þjóna og til þess að láta
lif sitt sem lausnargjald fyrir
marga.
Við oss, sem þannig högum lifi
voru hlýtur hann að segja eins og
við Simon Pétur forðum og aðra
lærisveina sina: Ætlið þér einnig
að fara burt? Og svar vort verður
hið sama og þeirra:
Herra! Til hvers ættum vér að
fara. Þú hefur orð eilifs lifs.
Fylgjum honum fagnandi i
auðmýkt hjartans og gleði. —
Gerum það að yfirskrift og inni-
haldi daganna á þessum föstu-
tíma. —
Þyrnikórónan.
Við norðanverðan Breiðafjörð
er kirkjustaðurinn Garpsdalur I
Gciradal. Þar var prestssetur
fyrrum. t kaþólsku var kirkja
þar helguð með Guði, Mariu,
Pétri postula og heil. Þorláki.
Einn helgigripa Garpsdals-
kirkju er Kristsmynd úr eik,
46,5 cm að hæð, en faðmurinn út
/á fingur 50,5 cm. Myndin er
„allgott tréskurðarverk, og
heildarsvipurinn er sterkur.”
Óvist er um aldur hennar, gæti
verið frá fyrri hluta 17. aldar.
Hún hefur eflaust verið á
altaristöflu, áreiðanlega is-
len/.kt verk, en höfundur
ókunnur.------Þannig segir i
grein eftir dr. Kristján Eldjárn i
Árbók Fornleifafélagsins 1966.
Þaðan er tekin mynd sú, sem
hér með fylgir. Þar segir einnig,
að myndin hafi verið til at-
hugunar og viðgerðar i Þjóð-
minjasafni veturinn 1960-61.
Guðmundur Þorsteinsson frá
Lundi setti hana á nýjan eikar-
kross og endurnýjaði þyrnana i
kórónunni. —
Svo búinn var róðukross
þessi sendur aftur heim i kirkju
sina vorið 1961.----
Jónas Hailgrímsson og
Jón Sigurösson.
„Ólikustu menn, sem ég hefi
þekkt á ævi minni, hvað Jónas
var dauðans latur en Jón
stáliðinn. Ég bjó sin tvö árin með
hvorum þeirra. Við Jón bjuggum
saman i Klausturstræti rétt hjá
bústað Finns Magnússonar próf.
Hann bauð okkur stundum inn til
sin helzt á laugardagskvöldum,
og sátum við þá hjá honum þetta
til kl. 11. Þá fór ég strax að hátta,
en þá settist Jón alltaf við að lesa
eða skrifa og sagðist þurfa að ná
þvi, sem hann hafi af sér haft við
útiveruna.”
(N. Kbl. ritað eftir
Páli Melsteð.)
Þessum bölvunar þyrni krans
þrengt var að höfði
lausnarans
til huggunar hrelldum manni.
...................-
úr Saurbæjarkirkju.
Þegar minnzt er föstunnar og
vitnað i Passiusálmana á
Kirkjusiðu, á það ekki illa við að
birta mynd af hinni fögru og
sérkennilegu altaristöflu I kirkj-
unni á prestssetri Hallgrims —
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
Svo sem alþjóð veit, er
altaristaflan freskómynd eftir
finnska listamanninn Lennard
Segerstrále. Sést hann hér á
myndinni til vinstri ásamt að-
stoðarmanni sinum, Þóri Berg-
steinssyni múrara.
Altaristaflan er gjöf frá Hval
h.f. i Hvalfirði, en eigandi og
forstjóri þess fyrirtækis er Loft-
ur Bjarnason útgm. i Hafnar-
firði.
Frœkorn
Þetta bið ég um.
Og þetta bið ég um að elska yð-
ar aukist ennþá meir og meir með
þekkingu og allri greind svo að
þér getið metið rétt þá hluti,
semmunur er á til þess að þér sé-
uðhreinirogámælislausirtil dags
Krists, auðugir að réttlætisávexti
þeim, er fæst fyrir Jesúm Krist til
dýrðar og lofs Guði.
(Fil. 1.9.-11.)
Tvenns konar sjónarmið.
Varðandi viðhöfn i guðsdýrkun-
inni hefur i kirkjunni ávallt rikt
spenna milli tveggja sjónarmiða.
Annars vegar er krafan um ein-
faldleika á öllum búnaði kirkj-
unnar og athöfnum, hinsvegar
stöðug tilhneiging til aukinnar
fegurðar og iburðar.
Fyrra sjónarmiðið byggir á þvi,
að tilbeiðslan sé andleg athöfn og
að ekki megi láta efnislega hluti
draga athygli frá hinu andlega
viðfangsefni hennar.
Siðara sjónarmiðið byggir á
þvi, að ailt það, semlýturað guðs-
dýrkun, eigi að vera svo fagurt og
vandað sem mest má.
(S.P. Kirkjuritið ’72.)
Allt lífið er menntabraut.
Það má ekki gefa þeirri hugsun
undir fótinn, að menntun sé sama
og skólanám og menntun sé að-
eins hægt að öðlast með þeim
hætti. AUt lifið er menntabrautog
það er glæpur gegn þjóðfélaginu
að reyna að afmá þau sannindi úr
þjóðarvitundinni.
(J.P. Jugl.v. Lagarfoss)
Hvi skyldi þá?
Hvi skyldi þá mitt skelfast
hjartað veika?
Hvi skyldi ég þá af kviða
beygðurreika?
Þin gæzka, Drottinn, aldrei,
aldrei dvin.
Þótt vötn og eldur veröld
hartum spenni
i von og trú ég augum
til þin renni
Guð þó til þin.
(H.H.)
FAÐIR VOR í
FALLHLÍFARSTÖKKI
Séra Valdimar Eylands i
Winnipcg sagði mér i sumar frá
þvi atviki, er nú skal greina:
Einhverju sinni sem oftar fór
hann i sjúkrahús og átti þar tal
við pilt, sem verið hafði fall-
hlifarhermaður i siðasta ófriði.
Talið barst að þvi, er pilturinn
hafði fyrsta sinni varpað sér úr
flugvél út i tómið. „Varstu ekki
hræddur?" spurði séra Valdi-
mar. ,,Jú, vist var ég hræddur
og hélt, að min hinzta stund væri
kornin”. ,,Og hvað gerðir þú
þá?” ,,Ég fór að lesa faðirvoriö
initt i ákafa”. ,,Nú, og svo?”
,,Já, svo spenntist fallhlifin út,
og þá hætti ég við faðirvorið”.
Þessi saga er merkileg og
mannleg i senn. Slikt sem þess-
um pilti er oss flestum farið. i
ýtrustu neyð trúum vér og
biðjum, enda þótt vér þorum
eigi að kannast við trú vora,
þegar betur blæs. Ég hygg, aö
trú vor sé eigi þegin af öðrum,
heldur meðfæddur, brjóstborinn
eiginieiki, eins konar andlegt
liffæri, ef svo má að orði kveða,
sem dafnað hafi i rás þróunar-
innar, á svipaðan eða sama hátt
sem hönd vor, og ég hygg, að
hlutverk hennar sé að veita oss
styrk og staðfestu gegn, ógnum
lifs og dauða.
(Ofanritað er úr erindi Pálma
rektors Hannessonar i Visindi
tækni og trú).