Vísir - 31.03.1973, Side 5

Vísir - 31.03.1973, Side 5
Vfsir. Laugardagur 31. marz 1973. 5 AP/NTB (JTLÖNDí MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjon Guðmundur Pétursson ; ■ Liza Minelli slær hins vegar ekki hendinni á móti styttunni, sem Welch réttir henni. Roger Moore og Liv Viimann hlýða furöuiostin á erindi Litlu-fjööur. Óskar — nei því miður! „Nei, hinkrið aðeins við — hann segir nefni- lega nei takk,” og unga Indiánastúlkan, Sacheen Litla-fjöður, bandaði hendinni á móti óskarsstyttunni, sem „Dýrlingurinn” ætlaði að rétta henni. Eins og viö sögöum frá hér i vikunni, afþakkaði Marlon Brando Oskarsverölaunin. Hann mætti reyndar ekki sjálfur, held- ur sendi i sinn staö Indiánastúlku. HérJúrtum viö fyrstu frétta- myndirnar, sem borizt hafa frá verölaunaafhendingunni, sem réyndar var sjónvarpaö og i gegnum gervihnetti endurvarpaö milli heimsálfa — þótt viö hér höfum ekki notið góös af þvi. (En viö sjáum lika danskeppnirnar i staöinn, svo aö þaö er bættur skaöinn!) Brando var valinn bezti karl- leikarinn 1972 fyrir „Guðfööur- inn”, en kvikmyndin fékk þrenn Óskarsverðlaun. Bezta leikkonan var valin, eins og komiö hefur fram, Liza Min- elli, fyrir leik sinn i myndinni „Cabarett”, en sú mynd fékk hvorki meira né minna en 8 Óskarsverðlaun. Hér á myndinni til vinstri þiggur leikkonan verö- launin úr hendi stallsystur sinnar, Racquel Welch, meðan Gene Hackman, sem i fyrra var valinn bezti karlleikarinn, horfir á. Min- elli sló viö Liv Ullmann, sem ann- ars þótti allra liklegust til þess aö hljóta hnossiö. Þyrla sœkir slasaðan Siysin hafa elt Norömenn til sjós, eins og okkur islendinga, og auk þriggja sjóslysa meiddist maöur alvarlega um borö i „Sandvikinni” núna I vikunni, þegar hún var stödd skammt frá San Francisko. Þyrla var fengin úr landi til þess aö sækja manninn út f skipiö og flytja hann á sjúkrahús. Sést hún hér hifa manninn um borö. HERÆFINGAR EÐA VÍSINDI Maður gæti haldið af myndunum hérna við hliðina, að þær væru teknar einhvers staðar á vigvöllunum, en þær eru þó af ósköp friðsamleg- um, hávisindalegum rannsóknum. Norski herinn, vegagerðin og jarðfræðirannsóknastofnunin norska tóku höndum saman til þess að rannsaka og mæla skriður i Grasdalnum, Strynsfjallinu og við Skriðustrendur hjá Hornin- dalsvatni. Herinn lagöi til sprengjuvörpur til þess að sprengja burtu kletta og nibbur, sem þóttu líkleg til þess aö losna, velta niöur og leiða af sér skriður. — Visinda- mennirnir, sem völdu fyrir þá skotmörkin notuðu tækifæriö til þess aö viröa fyrir sér, hvernig veltandi björgin hrundu af stað skriðum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.